Vikan


Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 05.06.1958, Blaðsíða 8
 FAGRIR MUNIR UR GULLI OG SELFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Simi 15272. Valur- Vandar- Vöruna SIJLTUR — AVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSVIÍA — BORÐEDEK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICH LORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) BJ@RG SOLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ G SIMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Sölutuminum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Obukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. frd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess María ber farþejpinum mat- inn, elskuleg og snyrtileg. MEÐ sumrinu byrjar annatíminn hjá flug- freyjunum. Á hverju vori bætist við hópur af nýlið- um, nýútskrifuðum af flug- freyjunámskeiðunum. Það hlýtur að reynast þeim ofurlítið erfitt fyrst í stað, t. d. að bera fram mat fyrir 50 farþega á tveggja tíma flugi, og halda áfram að brosa og vera jafn snyrti- legar og í upphafi ferðar. En hvað um það, flugfreyju- starfið er óskadraumur allra ungra stúlkna nú á dögum. Fyrir skömmu fékk ég að kynnast ofurlítið starfi og aðbúnaði flugfreyjanna á hinum nýju Viscount- flugvélum Flugfélags Is- lands á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar, með viðkomu í Glasgow. 1 þeirri ferð voru farþegarnir i umsjá þaul- æfðra flugfreyja, þeirra Maríu Jónsdóttur og Unnar Ketilsdóttur. Skömmu eftir að landið hvarf sjónum okkar, birtust Nokkur orð um SPJALL frá Danmörku Danir heilsa vorinu með blómum FLUGFREYJ UR NA R á nýju Viscount-vélunum þær með drifhvítar litlar mittissvuntur og snotra bláa plastbakka með rjúk- andi kaffi, eggjum og kaffi- brauði handa faþegunum, brosandi og elskulegai'. •—• (Hvað flugfreyjur geta brosað eðlilega svona snemma á morgnana! Þetta starf hlýtur að vera ein- hver allra bezti undirbún- ingurinn undir eiginkonu- starfið. Hugsið ykkur að vera búin að venja sig á að bera fram morgunverð uppdubbaður með drifhvíta svuntu og bros á vör! Eng- inn gamall morgunsloppur og enginn geyspi við morg- unverðarborðið). María sýndi mér litla eld- húskrókinn frammi í vél- inni, vinnustaðinn þeirra flugfreyjanna. Og það er eitthvert það smæsta og um leið hagkvæmasta eldhús, sem ég hefi lengi séð. Að sjálfsögðu er reiknað með að maturinn komi tilbúinn um borð. Þarná eru hundr- að litlir hólfaðir plastbakk- ar, hver upp af öðrum í afmörkuðum hillum. Hver bakki er ætlaður einum far- þega og hólfaður eftir því hvers konar matui' á að vera á honum. Diskarnir með heita matnum eru hver upp af öðrum í sívalningi, sem gengur ofan í borðið, og þar hitnar maturinn á öllum diskunum í einu. Að sjálf- sögðu er svo þarna hita- dunkur og kaffidunkur og meira að segja dunkur, sem hitar vatnið í kranana í snyrtiherberginu. Plastboll- um er staflað í hæfilega víða rennu og kaffikönn- unni er stungið í samband beint í vegginn. Hver hlut- ur er í sínu afmarkaða hólfi, og þannig fyrirkomið að hann getur ekki hreyfst þó velti ofurlítið. Á matmálstímum, sem eru með stuttu millibili alla leiðina, stendur önnur flug- freyjan í eldhúsinu og set- ur á bakkana, sem hún rétt- ir fram um lúgu til hinnar, en hún bei' matinn fyrir far- þegana. Allt gengur þetta fljótt og vel og að skammri stundu liðinni eru upp und- ir 50 farþegar búnir að fá matinn sinn. Eftir morgunverðinn sett- ist María hjá mér ofurlitla stund. Henni finnst flug- freyjustarfið ákaflega skemmtilegt, segist taka það fram yfir alit annað. Þetta sé ákaflega lifandi starf og enginn fastur vinnutími. Hún flýgur ým- ist innanlands og snýst þá í kringum íslenzka bændur eða þá til Kaupmannahafn- ai og annast útlendinga, sem oft bætast margir í vél- ina í Glasgow. Henni finnst ekki síður gaman að fljúga innanlands á sumrin, því þá er oft svo fagurt útsýni. Utanlandsferðir geta vei'ið nokkuð erfiðar, einkum á veturna þegar sama áhöfn flýgur fram og aftur milli Reykjavíkur og Kaup- mannahafnar á sama degi, og af hverju sem það kann að stafa, þá vill oft síga bólga á fæturnar ,á flug- freyjunum í háloftunum, svo sennilega er ekki siður mikilvægt að flugfreyjur hafi sterka fætur en frítt andlit. Það væri að bera í bakka- fullan lækinn að fara að skrifa ferðasögu frá Dan- mörku eða lýsa Kaup- mannahöfn fyx’ir íslending- um. Þeir sem ekki eru „sigldir,“ hafa heyrt svo mikið um það sem hér er markvert að sjá, að þeir geta næstum séð fyi’ir sér rauðu múrsteinsbyggingarn- ar með grænu koparþökun- um, sem gnæfa yfir borg- ina og gera hana að yfir- bragði ólíka öðrum þorgum. Sjaldan finnur mflður það betur en á vorin, hve allt er snoturt og sætt o|' elsku- legt i „lille Danmarlc." Laufið er að sprynga út á trjánum og allsstaðar eru blóm og hálfútsprungnar greinar, í skemmtigörðun- um, á gluggasillunum, i öll- um vösum á heimilunum, í leigubílunum, og á hverju borði í veitingahúsunum er lítill, smekklegur blóm- vöndur. Þessi ákafi fólskins að fylla allt með blómum, jafnvel áður en orðið er verulega hlýtt í lofti, minn- ir á að hér er sumarið stutt og dýrmætt og þess beðið með óþreyju þess fólks, sem hugsar: „Á morgun verður það of seint. Á morgun er aftur kominn vetur.“ Á hvaða árstíma sem er, hefur mínum kæru löndum þótt gott að koma til þessa lands, þar sem þeir vita að þeir gera einhverjum gott með hverju bjórglasinu sem þeir drekka, því ágóðinn af Carlsbergbjórnum rennur I ELD Skemmtilegur pottur úr stáli og tealíviði, sem maturinn er borinn í á borð og haldið heitum í. Hann er toiknaður af Jens H. Quistgaard og kostar livorki meira né minna on 148,50 danskar krónur, on faliegur er hann. eins og kunnugt er til vís- inda og lista. Og enginn fussar við að setjast hér að matborði. Þrátt fyrir lítinn og dýran gjaldeyri, getur maður ekki neitað sér um að smakka einstöku sinnum á óþarf- lega mörgum réttum. Á einu veitingahúsi ákvað ég að taka ofurlítinn heitan rétt á eftir. Það sem ég fékk var þetta: Bakki með 7 síldar- réttum, salati og ,,súru“, annar bakka með reyktum ál, reyktum laxi, steiktum kola, steiktum ál, skinku og margskonar kjötáleggi, harðsoðnum eggjum, eggja- salati, rækjum í mayonn- aise, tungu, lifrarkæfu, appelsinusalati, rófum og agúrkum og loks kom svó heiti rétturinn. Maður borð- ar ekki margar slíkar mál- tíðir á dag. Búðaráp er einhver helzta dægradvöl íslenzkra ferða- nianna, að minnsta kosti kvenþjóðarinnar, enda kost- ar ekkert að skoða fallega hluti, að minnsta kosti ef buddan er skilin eftir heima. Danir eru ásamt hinum Norðurlandþjóðunum, langt á undan flestum öðrum í framleiðslu nútíma hús- gagna og nútíma listiðnað- arvarnings. Það er hrein- asta unun að skoða silfur-, stál- og trégripina þeirra þar sem lögð er áherzla á f&lleg og einföld form og línur, án þess að það gangi út yfir notagildi hvers grips. H IJSIÐ SPRENGJUti í H f'Ö.V/f« » IIIII Þeir gáfu þeim þýzku ekki stundlegan frið AÐ var sól og sumar í Frakklandi. Ung nunna kom á reiðhjóli eftir veginum frá klaustrinu til þorpsins, þar sem hún átti að heimsækja nokkra sjúklinga. Allt í einu kom hestvagn fyr- ir húshom. Nunnan gat ekki stöðvað hjólið í tæka tíð. Það varð heilmikill árekstur og unga svartklædda konan stakkst fram yfir sig og féll endilöng fyrir framan vagn- inn. Innihald körfunnar, sem hún hafði reitt fyrir framan sig, fór sömu leið. Ekilinn flýtti sér niður úr vagninum. Hið sólbrennda and- lit hans fölnaði, þegar hann sá hver hjólreiðamaðurinn var. Það hljóp skjálfti um líkama hans, þegar tveir Gestapomenn, sem fengið höfðu far með vagn- inum, stukku líka niður úr hon- um. „Aulabárður!“ öskraði annar þeirra. „Hjálpaðu stúlkunni að tína dótið saman.“ Og hann beygði sig og byrjaði að bjarga varningi nunnunnar. Ekillinn sem var meðlimur í frönsku andspyrnuhreyfing- unni, varð að beita sig hörku til þess að leggja ekki á flótta. Því að hann vissi ósköp vel hvað var í brauðhleifnum, sem Gestapomaðurinn nú var að handleika, og í bjúgnaknipp- inu, sem lá við fætur hans. „Þakka yður fyrir,“ sagði nunnan kurteislega, þegar Ges- tapomaðurinn rétti henni brauðið, beygði sig eftir bjúg- unum og stakk þeim í körfuna. Svo brosti hún blíðlega, gerði krossmark fyrir mönnunum, steig á reiðhjólið og hélt áfram ferð sinni. Seinna um daginn var brauð- ið, sem oltið hafði úr körfu ungu nunnunnar, og bjúgun ekki svipur hjá sjón. Það var búið að rista hvortveggja í sundur. Og sama kvöld var inni- haldið — öflugt sprengiefni — notað til þess að sprengja í loft upp Gestapohreiður, þar sem geymdar voru skrár og skýrsl- ur yfir fjölda grunaðra skæru- liða. Það segir frá þessari nunnu í nýútkominni brezkri bók. Bók- in heitir Skemmdai'verk! og er endurminningar J. Elder Wills höfuðsmanns, sem í síðustu heimsstyrjöld hafði náið sam- starf við franska skæruliða. Hann upplýsir, að unga nunnan á reiðhjólinu hafi verið einn bezti njósnari hans og hrað- boði. Hún geymdi vopn og sprengiefni fyrir skæruliðana. Hún var gædd ríku hugmynda- flugi og góðum gáfum. Aðferð- ir hennar til þess að fela leyni- legar orðsendingar voru óvenju- frumlegar; það var til dæmis hún sem fann upp á því að koma skriflegum skilaboðum þar fyr- ir í klausturskirkjunni sem mót- takendurnir gátu seilst til þeirra á meðan þeir létust vera að biðjast fyrir. Elder Wills höfuðsmaður var einn af kænustu njósnaforingj- um Breta. Hann var sífellt að finna upp nýjar aðferðir til þess að auðvelda starf njósn- ara sinna og skæruliða. Stund- um voru senditækin, sem send voru til Frakklands, falin í vín- tunnúm; og svo vel var frá þessu gengið, að það var hægt að hafa ósvikið vín á tunnun- um og tappa af þeim án þess að tækin skemmdust. Það gerist eitthvað nýtt í hverri VIKU! Sprengiefnaframleiðslan, sem Wills stjórnaði, var einstök í sinni röð. Það varðaði lífláti fyrir franska borgara, ef sprengiefni fannst í fórum þeirra. Wills lagði því allt kapp á að dulbúa sprengiefnið, láta það líta út eins og meinlausa hluti. Hann sendi til Frakklands sprengjur, sem faldar voru í ávöxtum og blómkálshöfðum; úr verksmiðju hans komu kola- molar, sem voru kol á yfirborð- inu, en tímasprengja hið innra. Hann fann upp vasaljós, sem lýsti þegar þrýst var á ljós- hnappinn, en var orðið að hand- sprengju, ef hnappnum var lyft. Og það var hann sem fann upp á því að senda myndir af Iiitl- er og liðsforingjum hans til Fraltklands, ágætar myndir, sem enginn sannur nasisti gat neitt haft á móti. En á mynd- unum var raunar leyniskrift sem njósnarinn gat lesið undir sérstöku ljósi. Frumlegasta uppátæki Wills var þó ef til vill rottumar. Það var þýðingarmikill þáttur í öllu starfi frönsku skæruliðanna að eyðileggja verksmiðjur og vél- ar, sem óvinirnir gátu haft gagn af. Þjóðverjar höfðu því öfl- ugan vörð um verksmiðjurnar, auk þess sem strangt eftirlit var innan veggja þeirra. Nú datt Wills það snjallræði í hug að láta safna dauðum rottum, fylla þær af öflugu sprengiefni, sauma þær kyrfi- lega saman og senda síðan til Frakklands. Þar tóku skæru- liðarnir við þeim og komu þeim í hendur verksmiðjufólks, sem þeir treystu. Konan eða karl- inn þurfti þá ekki annað en fela rottuna í bitakassa sínum og fleygja henni frá sér eftir að inn var komið. Hræinu var sóp- að burtu með ruslinu, ruslinu var mokað í ofnana — og þá sagði sprengiefnið heldur betur til sín. Þetta gekk alveg prýðilega, þar til það óhapp vildi til, að flugvél, sem send hafði verið til þess að varpa þessum ó- venjulegu rottum niður til skæruliðanna, varð fyrir skoti úr loftvarnabyssu og steyptist til jarðar. Þegar Þjóðverjar at- huguðu flakið, fundu þeir rott- urnar. Pokinn var sendur til rannsóknarstofu, þar sem sann- leikurinn kom i Ijós. En eftirleikurinn varð að ýmsu leyti skemmtilegur fyrir Bretana og skæruliðana,* þó að þetta hættulega leynivopn þeirra væri úr sögunni. Nazist- arnir urðu nefnilega óskaplega hræddir og skipuðu almenningi í héraðinu sem flugvélarflakið hafði fundist í að skila hverri einustu dauðri rottu sem fynd- ist. Skæruliðarnir svöruðu með því að hvetja fólk til að drepa allar þær rottur sem það gæti og senda Gestapo! Og það var eliki fyrr en sér- fræðingar Gestapo voru búnir að kryfja marga poka af rott- um sem það rann upp fyrir þeim, að það var verið að hafa þá að fíflum. — WERNER BROWN. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.