Vikan


Vikan - 12.06.1958, Síða 2

Vikan - 12.06.1958, Síða 2
1 m rpe_c[ \SA'/p>fsA/ó iu_ IS'A't/nppr i Tók ofan — var rekin 1 Skotlandi var kvenmanni einum sem hafði þann starfa að innheimta far- gjöld í strætisvagni, sagt upp störfum. Ástæðan var sú að stúlkutetrið hafði tekið ofan einkenn- ishúfu sína. Hún sagði að sér hefði orðið heitt af að hlaupa milli farþeganna. Greifafrúin erfði garðyrkjumann. ÞAÐ þykir furðu gegna í Bretlandi þessa dagana að garðyrkjumaður einn arfleiddi greifafrúna af Chetwynd að eitt þúsund sterlingspundum. Garð- yrkjumaðurinn, Jonathan Pearce, var 86 ára að aldri og hafði verið 34 ár í þjónustu frúarinnar. Greifafrúin kveðst munu nota hluta upphæðarinn- ar til að stofna minninga- sjóð um hinn dygga þjón. Skammaðist sín. KONA nokkur í Frakklandi var dregin fyrir rétt og sektuð vegna þess að hún hafði ekið kennslubifreið án þess að bifreiðin væri merkt. Hún sagði dómar- anum að hún hefði rifið merkið af, vegna þess að sér fyndist aulalegt að aka kennslubifreið. „Það getur hver einasti blá- bjáni stjórnað bíl,“ sagði konan. Viðskiptavit. FERÐAMENN sem fóru um Shenandoah-dalinn fyrir nokkru áðu á hæsta stað í dalnum til þess að njóta útsýnisins. Þeir gáfu engan gaum að sölu- turni við vegbrúnina þar sem ávextir voru seldir (þvi söluturnar sem þessi voru meðfram öllum veg- inum) þar til afgreiðslu- maðurinn, 12 ára snáði kom að bílnum og bauð ferðamönnunum sjónauka til að skoða landslagið betur. Hann benti á ýmsa fagra staði í grendinni og færði síðan ferðamönn- unum gómsæta ávexti. Þegar hann var spui'ður hvað þetta allt kostaði sagði hann að það væri ókeypis. „Ég hef bara svo gaman af að sýna ferðamönnum fegurð dalsins.“ Hann horfði dreymnum augum yfir dalinn. Þegar sérhver ferðamannanna hafði gef- ið drengnum 25 cent að launum fyrir þessa ein- stöku góðvild var hann spurður hvernig hann hann hefði efni á því að gefa ávexti meðan allir aðrir seldu þá. Drengurinn hringlaði pen- ingunum í vasa sínum og lotti við: „Eg græði miklu meiri peninga með þessu móti.“ Spurning framtíð- arinnar! „PABBI, má ég fá lánað geimfarið í kvöld?“ Þá — en ekki fyrr. SÖLUMAÐUR einn í Bandaríkjunum kom óvænt heim til sín og rakst á ókunnan mann í íbúðinni hjá konunni sinni. Þau voru í faðm- lögum þegar eiginmaður- inn kom að. Eiginmað- urinn missti þó ekki stjórn á sér, heldur neyddi elskhugann til þess að kaupa eitt þús- und skyrtur, fjögur hundruð hálsbindi, sjötíu pör af skóm og tvær töskur fullar af sokkum og vasaklútum. Lét hann þar með sleppa. Hann kærði ekki til lögreglunn- ar fyrr en hann komst að raun um að ávísunin sem hann hafði fengið borgað með, var fölsuð. Lærið að fljúga. FIjUGSTJÓRA einum var sagt upp starfi fyrir nokkru í Oklahoma vegna þess að hann hafði geng- ið um farþegarými vél- arinnar eitt sinn er storm- ur brast á yfir eyðímörk, og lesið í bók. Bókin hét: „Lærið að fljúga á 10 tímum." Golf og messugerð. KLERKUR einn sagði af sér nýlega í smábæ ná- lægt Los Angeles vegna þess að hann varð fyrir því óhappi að golfkylfa datt undan hempunni hans meðan hann var að blessa söfnuðinn í messu. Morgunmatur í sjónvarpinu. ENSKA leikkonan Anne West varð að hlaupa frá drengnum sinum um dag- inn án þess að gefa hon- um morgunmatinn sinn. Ástæðan var sú að hún var að flýta sér í sjón- varpið þar sem hún átti að koma fram í auglýs- ingaþætti þar sem „holl- asti morgunmaturinn" fyrir börn var kynntur hlustendum. Áfengi og súrefni. HVAÐA áhrif áfengi hefur á manninn er meir undir honum sjálfum komið en áfenginu, segir sálfréeð- ingurinn Joost Meerloo. Það er oftlega sannað að örfá staup géta haft þau áhrif á fílhraustan karl- mann, að hann verður dauðadrukkitin og viti sinu fjær ef hann er svefnvana, matarþurfi, sjúkur eða undir áhrif- urn eiturlyfja. Þótt sami geti þolað mikið magn af áfengi undir venjulegum kringumstæðum fer ekki hjá því að hann fer „yfrum" ef hann er illa fyrirkallaður. Það svífur jafnvel fljótar á mann í loftlausu herbergi eða í mikilli hæð, t. d. flug- vélum sem ekki hafa loft- þrýstiútbúnað og við slík- ar aðstæður getur maður jafnvel orðið rykaður af því að borða vissa ávexti eða prótein-ríka fæðu. Þunglyndi eftir barnsburð. HVERSVEGNA fyllast margar konur örvænt- ingu og þunglyndi eftir barnsburð, jafnvel þótt allt hafi gengið að ósk- um ? Dr. Edmund Berg- ler, fyrrverandi prófessor við Freud-stofnunina í Vinarborg skýrir málið á þessa leið: „Þessar konur hafa safnað að sér þreki til að mæta þeim örðugleikum sem geta stafað af barnsburði. Og þar sem kvíðinn reyn- ist meiri en ástæða er til, leitar þetta varnarþrek útrásar á ýmsan hátt og veldur þunglyndi og svartsýni." Svipaðai' ástæður eru fyrir flestum andlegum sjúk- dómum kvenna. Verðlaunakeppni S.Í.B.S. (Sjá forsíðumynd) VINNINGAE: 1. verðlauii................ kr. 2.500,00 2. verðlaun................. kr. 1.500,00 3. verðlaun................. kr. 1.000,00 Fjórir vamavinningar: Brúða, brúðuvagn, sturtubíll og beyggingar- kubbar frá Reykjarlundi. Á gömul skinn eru skráð möi'g ágætustu listaverk bókmenntanna. Hin fornu íslenzku handrit eru geymd í söfnum í öðrum löndum, flest í Danmörku. Það er uppi hreyfing um að fá þessa dýrgripi hingað heim — og það er góð hreyfing, sem vonandi ber giftudrjúg- an árangur, og það sem fyrst. En það er líka á döfinni önnur hreyfing með þjóð vorri, hreyfing, sem hófst fyrir 20 árum og hefur eflzt æ síðan. Og það eru allir sammála um, að það sé góð hreyfing — en hún heitir Samband íslcnzkra berkla- sjúklinga, eða réttara sagt hreyfing íslenzku þjóðarinn- ar um stuðning við samtök þessi. Saga S.l.B.S. sl. tuttugu ár — og áfram — verður sjálfsagt ekki skráð á skinn, en hún mun verða prent- uð á bækur og blöð, ís- lenzku þjóðinni í dag til ævarandi sóma. Ársmiðinn í Vöruhapp- drætti S.I.B.S. kostar aðeins kr. 240. Látum engan miða verða óseldan á 20 ára af- mæli sambandsins í októ- ber í haust. SPURNING: Hvaða maður var fyrir- myndin að Arneusi Arneus? seðUI í verðlannakeppoi S.I.B.S. Maðurinn hét: Nafn ....-.. Heimilisfang Nokkurs misskilnings hefur gætt hjá lesendum Vikunnar varðandi lausnir á getraunakeppni blaðs- ins og SlBS. Sumir hafa sent seðla með ráðn- ingum á einstökum lausrium en ætlast er til þess að lesendur sendi allar ráðningar (10 tals- ins) í einu lagi þegar getrauninni er lokið — en ekki fyrr. RITSTJÓRASKIPTI VIÐ VIKUNA Með þessu hefti lætur Gísli J. Ástþórs- son af ritstjórn Vikunnar, en nýr rit- stjóri, Jökull Jakobsson, mun taka við. Fyrsta blaðið undir umsjón hins nýja ritstjóra kemur út á fimmtudaginn í næstu viku. Gísli J. Ástþórsson hefur verið ritstjóri Vikunnar s.l. 6 ár. Hann braut upp á ýmsum nýjungum og aflaði ritinu vaxandi vinsælda í ritstjórnartíð sinni. Vikan óskar honum allra heilla í því nýja starfi sem hann tekur að sér. Otgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, simi 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.