Vikan


Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 3
CADILLACINN VAR í GANGI UM BORÐ í FLUGVÉLINNI Bandarísku flugmennirnir hjá Flugfélagi Saudi Arabiu eru í stöð- ugri lífshættu vegna farþeganna. „17 F kaffið á að vera drekkandi," sagði ¦^ gamli, arabiski ættarhöfðinginn, „þá verður það að hafa soðið þrisvar. Æ, þar dvínar eldurinn enn — meiri olíu! Fjórar suður er einni suðu of mikið," hélt hann áfram, „og tvær suður er einni of lítið. Hæ! Þar lifnaði eldurinn!" Og víst hafði eldurinn lifnað. En áður en hann yrði öllu líflegri, hafði lyktnæm- ur bandarískur flugmaður hraðað sér úr stjórnklefa sínum með slökkvitæki í hönd- unum og slökkt bálið á gólfi flugvélarinn- ar. „Æ," dæsti hinn þeldökki arabiski höfð- ingi og horfði mæddur á kaffipottinn sinn. „Þetta verður aldrei kaffi." Flugfélag Saudi Arabiu er eitthvert makalausasta flugfélag veraldar. Hinir 33 bandarísku flugmenn, sem hjá því starfa, eru löngu hættir að furða sig á atvikum eins og þeim, sem hér hefur verið lýst. Þeir orðu orðnir öllu vanir. Nafnið, sem þeir hafa gefið flugfélaginu, gefur góða hugmynd um tilfinningar þeirra. Þeir kalla það sín á milli „Yimken Airlines" — yimken er arabiska og þýðir „kannski." Kóngurinn í Saudi Arabíu á flugfélagið eins og það leggur sig og á það til að sanna eignarétt sinn heldur óþyrmilega. Þegar það dettur í hann, aflýsir hann öllum flug- ferðum og tekur flugflotann til eigin af- nota. Það virðist ekki hvarfla að honum, að svona framferði kunni að valdi við- skiptavinunum óþægindum. En þegar flugvélarnar fá að halda á- ætlun, er líf í tuskunum. Farþegarnir eru undantekningarlítið Arabar, og hug- myndir þeirra um flug og flugvélar eru vægast sagt óvenjulegar. Eins og arabiski prinsinn til dæmis, sem tók sér far frá Riyadh til Jidda. Jæja, á miðri leið byrjaði hann að verða ljósgrænn í framan, eins og títt er um loftveika flug- farþega, hvort sem þeir eru með kónga- blóð í æðum eða ekki. Þetta er ekkert nýtt í arabisku flugvél- unum, og enginn skipti sér af prinsinum. Enginn skipti sér heldur af honum, þegar hann reis með erfiðismunum úr sæti sínu og stefndi á dyr Dakotavélarinnar. Það var ekki fyrr en hann byrjaði að reyna að opna dyrnar, sem menn fóru í alvöru að veita honum athygli. „Hvert," sagði arabiski flugþjónninn, „þykist þér vera að fara, yðar hágöfgi?" „Frá!" sagði prinsinn. ,,Ég er farinn héðan." „Ég er prins: Hvernig dirfistu að segja mér fyrir verkum!" „En flugvélin er ekki lent ennþá. Þetta kostar yður lífið." „Þetta kostar pig lífið, þræll! Opnaðu, segi ég!" Þegar hér var komið, birtist flúgstjór- inn og spurði hvað gengi á. „Ég vil komast út úr þessu farartæki," öskraði prinsinn. „Fífl og asnar! Sjáið þið ekki, að ég er veikur." „Jú, yðar hágöfgi," ansaði flugstjórinn, og svo tóku þeir prinsinn með valdi, hann og þjónninn, og héldu honum þar til flug- vélin var lent. Jafnvel í stjórnklefum arabisku flugvél- anna getur allur þremillinn skeð. Ein á- stæðan er sú, að aðstoðarflugmennirnir eru flestir arabiskir og að dómi hinna bandarísku starfsbræðra sinna meira eða minna yimken. Ein af flugvélum kóngsins var á leiðinni til Jidda, sneisafull af pílagrímum, þegar hún lenti í stormi og byrjaði að velta. Eft- ir því sem stormurinn varð magnaðri eft- ir því varð aðstoðarflugmaðurinn fölari. „í hvaða átt er Mekka?" spurði hann að lokum. „Þarna," ansaði bandaríski flugstjórinn og benti. „Shukran," svaraði aðstoðarflugmaður- inn þakklátur, spratt á fætur, kraup á gólfið, sneri sér til Mekka og byrjaði há- stöfum að ákalla Allah. Hann hélt þessu á- fram, þar til flugvélin var komin út úr storminum, nema hvað hann sneri sér einu sinni að flugstjóranum og sagði áhyggju- fullur á svip: „Þér látið mig vonandi yita ef við skiptum um stefnu." 1 eyðimerkurbæjum eins og Riyadh, koma farþegarnir oft um borð teymandi kindur og geitur. Stundum er gangurinn milli sætanna fullur af jarmandi sauðfé. Þegar kóngurinn sjálfur þarf að bregða sér á loft, mætir heiðursvörður úr hernum á flugvellinum og sýnir honum tilhlýðilega lotningu. Lengi vel kusu hermennirnir einhverra hluta vegna að taka sér stöðu undir vængjum konungsvélarinnar — og þegar þeir öxluðu riffla sína í kveðjuskyni, ráku þeir byssustingina gegnum vængina! Stór vöruflutningavél af Bristolgerð var á leiðinni til Dhahran í 14,000 feta hæð, þegar flugstjóranum og aðstoðarflug- manni hans f annst þeir allt í einu vera að sofna. Flugstjórinn setti sjálfstýritækið í sam- band og flýtti sér aftur í vélina. Þar upp- götvaði hann, að hvíti Cadillacinn, sem var í varningum, var í gangi, og eiturgasið streymdi út um útblástursrör hans. Flugstjórinn barði af veikum mætti' á gluggann, og arabiski bílstjórinn, sem í bílnum sat, brosti út undir eyru og opnaði. „Hvað," stundi flugstjórinn, „ertu eig- inlega að gerá? Þú er með vélina í gangil" „Víst er ég það," ansaði Arabbinn á- nægður. „Mér var kalt. Mér datt í hug að setja hitakerfið í gang." Svo sem einu sinni á mánuði fellur það í hlut flugmannanna að flytja snælduvit- lausan Araba í sjúkrahús í Beirut. Við þessu væri ekkert að segja, ef flugvalla- stjórarnir nenntu að hafa fyrir því að segja flugstjórunum frá sjúklingunum. En ónei, það gera þeir ekki. Vitfirring- urinn kemur um borð eins og venjulegur farþegi, og enginn á sér ills von fyrr en hann gengur berserksganginn. Eins og (svo að dæmi sé nefnt), þegar einn bandaríski flugstjórinn allt í einu stóð augliti til auglits við arabiskan risa, sem barði að dyrum stjórnklefans og sagði hátíðlega: „Það er sama hve hátt þú flýg- ur, þú sleppur ekki undan mér. Ég hef tekið við fyrirskipunum mínum, og ég er í þjónustu kóngsins!" „Hvað viltu?" spurði flugmaðurinn undrandi. „Ég er böðull hans hátignar!" Það var hægra sagt en gert að hemja „böðulinn," og áttu þeir þó allir við hann, flugstjórinn, aðstoðarflugmaðurinn og flugþjónninn á meðan sjálfstýrivélin stjórnaði flugvélinni. Já, það getur allur þremillinn skeð hjá Yimken flugfélaginu. — TERENCE CLYNE Fyrir Kötu birtum við Ijóð eftir Loft Guð- muudsson, sem Erla Þorsteinsdóttir syngur. Það heitir „Síðan er söngur í blœnum". Man ég okkar örlagafund, eina unaðsstund gált ég léttri lund. Síðan löngum sölskin og yl sœki' ég peirra funda til. Síðan er söngur í blœnum, Ijóð um liðið vor, Ijóð um gengið spor. Laufið í lynghvammi grœnum síðan sögu kann, sem ég ann. Enn finn ég ilm þeirrar stundar, enn nýt ég draumsins með þér. fús geng ég við þig til fundar. Það sem var, það er mér allt sem er. Broadway í New York, þar sem faðir hans var frœgur leikari. Hann hefur ákaflega við- kvœmnislegan svip og augnaráð hans vekur mikla hrifningu — en hann kann líka að leika og við hann eru bundnar miklar vonir. Utanáskriftin er c/o Paramount Pictures, 5lf51 Marathon Street, Hollywood, California. Geturðu sagt mér eitthvað um kvikmynda- leikarann Anthony Perkins og gefið mér utanáskrift hans. Anthony Perkins er 25 ára gamall nýliði i Hollywood. Hann hefur þegar leikið í nokkr- um stórmyndum, þar á meðal í einni á móti Sophiu Loren. Nú er hann þó farinn frá Hollywood í bili til að leika á leiksviði á Fyrir Valgeir birtum við „Ber þú mig þrá," eftir Snœbjörn Einarsson, við lag eftir James Bland. . Ber þú mig þrá, sem hug minn heillar heim þar sem am ég fyrsta vorsins óm. Þar vil ég lifa, er lífsins birtu bregður, bros þeirra ég man er mér gáfu fegurst blóm. Héðan, sem hug minn enginn, enginn skilur œtla ég burtu að fylgja barnsins þrá, sem hreif mig heiman frá yndi og œskustóðvum, en aldrei mér gaf það sem hjartað þráði að fá. Þökk fyrir allt sem yndi veitti, allt sem ég fann og týndi í glaumsms borg. Mörgum mun finnast það einhver ávinningur, að hafa kynni af lífsins dýpsUc sorg. Ber þú mig þrá sem að öllu ofar bendir, áleiðis heim, þó að fenni i öll mín spor. Eitt á ég þó, sem að öllum veginn greiðir: Ástiua til þin, mitt hlýja bernsku vor. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.