Vikan


Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 4
EG spurði ungfrú Hinchliffe hvort hún hefði sagt það svona, hélt ungfrú Marple áfram. Þvi ef hún hefði sagt: „Hún var þar ekki," þá hefði það haft allt aðra merkingu. Gerið ykkur bara í hugarlund hvað fram fór í huga hennar. Það er ekki hægt að sjá hlutina og vita svo ekki að maður hefur séð þá. Ég minnist þess t. d. þegar ég lenti einu sinni í járnbrautarslysi, og ég man það enn þann dag í dag að ég sá stóran málningarblett við hliðina á einum vagninum. Þegar ungfrú Murgátroyd fór því að rifja upp fyrir sér það sem hún hafði séð, þá mundi hún eftir heilmörgum smáatriðum. Eg hugsa að hún hafi byrjað við arinhilluna, þar sem ljósgeislinn skein ¦fyrst — og haldið síðan áfram að glugganum. Milli hennar og glugganna stóð eitthvað af fólki. T. d. frú Harmon, sem þrýsti krepptum hnefunum upp að augunum. 1 huganum fylgdist hún svo með ljósgeislanum framhjá Dóru Bunner, sem stóð með galopinn munninn og starandi augu — og áfram framhjá auðum veggnum og borðinu með lampanum og sígarettu- kassanum. Þá kváðu skotin við — og allt í einu mundi hún eftir einu, sem varla náði nokkurri átt. Hún hafði horft á vegginn, þar sem seinna fund- ust tvö kúlugöt, vegginn sem Letitia Blackiock hafði átt að standa við þegar skotið var á hana, en þegar hvellurinn kvað við óg skotið var á Letty, þá var hún þar ekki. Skiljið þið núna hvað ég á við ? Hún hafði verið með hugann við kon- urnar þrjár, sem ungfrú Hinchliffe hafði sagt henni að hugsa um. Bf ein- hver þeirra hefði ekki verið þarna, þá hefði hún lagt áherzlu á manneskj- una sjálfa. Hún hefði þá sagt: Þetta er hún! Hún var þar ekki! En nú var það staðurinn sem hún hafði í huga — staðurinn þar sem einhver hefði átt að vera — en það var enginn á þessum stað. Staðurinn var þarna, en þar var engin manneskja. Hún gat ekki fyllilega áttað sig á þessu svona alveg á stundinni. „Hvað þetta er skrýtið, Hinch," sagði hún. ,,Hún var þar ekki" . . . Þetta gat aðeins átt við Letitiu Blacklock ... — En þú varst komin á sporið áður, var það ekki ? spurði Bunch. Þegar lampinn sprengdi öryggin. Þegar þú skrifaðir þér til minnis á pappírismið- ann. Lampi? Já, ég skil það. Fjólur? Já. Aspirínglasið. Áttirðu við að Bunny hafði ætlað að kaupa sér aspirín þennan sama dag og hefði því ekki átt að þurfa að fá það hjá Letitiu? — Ekki nema hennar eigin glas hafi verið falið fyrir henni. Þetta varð að líta þannig út, að Letitia Blacklock væri sú sem ætti að myrða. Það er ekki gott að segja hvenær ég gerði mér grein fyrir þessu. öll þessi smá- atriði hlóðust upp og mynduðu loks heilt mynstur. — Já, ég skíl. Og svo var það þessi kaka, þessi svokallaða „Ljúffengur dauði." Og meira en kakan ein. öll afmælisveizlan, til þess eins gerð að veita Bunny hamingjuríkan dag áður en hún dæi. Para með hana eins og hund, sem á að lífláta. Þetta finnst mér það óhugnanlegasta við þetta allt — öll þessi uppgerðar gæzka. — Ungfrú Blacklock var í rauninni góðhjörtuð kona. Þetta sem hún sagði i eldhúsinu var alveg rétt. Hún vildi ekki drepa neinn. Hún vildi að- eins fá mikla fjárupphæð, sem hún átti ekki rétt á. Og fyrir þeirri löngun varð allt annað að vikja. Þetta var orðin nokkurs konar ástríða á henni ¦— peningarnir átu að bæta henni upp allt sem hún hafði mátt þola. Þeir sem eru eitthvað ósáttir við veröldina, eru alltaf hættulegir. Þeim hættir til að halda að hún skuldi þeim eitthvað. Ég hefi þekkt fjölmargt heilsulaust fólk, sem hefur mátt þola miklu meira en Karlotta Blacklock og verið miklu meira útundan í lífinu, en hefur þó tekizt að lifa miklu ánægjulegra Hfi. Það erum við sjálf sem ráðum því hvort við verðum hamingjusöm eða ekki. Æ, nú er ég hrædd um að ég sé komin langt frá efninu. Hvar vorum við nú? Já, við vorum að fara yfir listann minn. Þegar þér sýnduð mér bréfið frá, Letitiu Blacklock til systur sinnar, fulltrúi, þá veitti ég því athygli að í því stóð orðið skrýtinn, skrifað með ý. En á miðanum sem ég bað Bunch um að sýna yður, hafði ungfrú Blac- klock skrifað skrítið með í. Fólk breytir sjaldan rithætti sínum með aldr- inum. Mér fannst þetta vera ákaflega eftirtektarvert. — Já, sagði Oaddock. Eg hefði átt að sjá það. — Dapurleg örlög borin af hugrekki, hélt Bunch áfram. Það var þetta sem Bunny sagði við þig i eldhúsinu, en auðvitað hafði Letitia ekki mátt þola nein dapurleg órlóg. Joð. Var það joð sem kom þér á sporið að þetta væri í sambandi við kirtil. — Já, góða mín. Ungfrú Blacklock hafði gefið í skyn að systir hennar hefði dáið úr tæringu í Sviss. En ég minntist þess að frægustu skurðlækn- arnir, sem fengust við skjaldkirtilsuppskurði, voru á þéssum tíma i Sviss. Það gat líka gefið skýringu á þessari fremur ósmekklegu perlufesti, sem Letitia Blacklock var alltaf með. Hú.n átti einhvern vegin ekki við hana — en kom að góðum notum við að fela órið. - Nú skil ég hvers vegna hún varð svona æst þegar festin slitnaði, jsagði Crp.ddoek. Það kom mér dálítið kynlega fyrir sjónir þá. — Þú hefur þá skrifað Lotty en ekki Letty á miðann þinn? — Já, ég mundi að systir hennar hét Karlotta, og að Dóra Bunner hafði oftar en einu sinni kallað ungfrú Blacklock Lotty — og að alltaf hafði komið eitthvert fát á hana á eftir. Neðst á miðanum stóð svo Bern, þar sem Rudi Scherz hafði unnið á, sjúkrahúsi, og ellistyrkur, sem minnti mig á söguna, sem ég sagði þér einu sinni, Bunch, um gömlu konuna sem tók alltaf út ellistyrkinn sinn og líka látinnar vinkonu sinnar, af því að eldri konur eru svo áþekkar hverri annarri. Þegar ég var búin að skrifa þetta allt á miðann, fór ég út til að kæla mig ofurlítið og hugsa um hvernig ég gæti nú sannað þetta. Þá 6k ungfrú Hinchliffe fram á mig og við fundum Murgatroyd . . . Ungfrú Marple lækkaði röddina. Hún var ekki lengur á- köf og sigri hrósandi. Nú talaði hún lágt og harðneskjulega. — Þá vissi ég að eitthvað varð að gera. Og það strax! En við höfðum engar sannanir. Mér datt þá í hug dálítil gildra og talaði um það við Fletcher lögregluþjón. — Pletcher átti ekkert með að samþykkja einhhverja ráðagerð, án þess að tala um það við mig fyrst, þrumaði Craddock. — Hann var heldur ekkert hrifinn af því. En ég taldi hann á mitt mál, sagði ungfrú Marple. Hann fór upp að Lettle Paddocks og ég náði í Mitzi. — Eg get ekki ímyndað mér hvernig þér tókst að fá hana til að gera þetta, sagði Júlía. — Ég skjallaði hana, góða mín, sagði ungfrú Marple. Hún hugsar alltof mikið um sjálfa sig, stúlkán sú, og það hefur bara orðið henni til góðs að hafa gert eitthvað fyrir aðra. Ég sagðist vera viss um að hún hefði verið í andspyrnuhreyfingunni, ef hún hefði verið í sínu eigin landi, og hún samþykkti það. Þá sagði ég að hún væri alveg tilvalin til þeirra hluta, hún væri svo hugrökk, kærði sig kollótta um hættur og gæti auk þess leikið. Svo sagði ég henni sögur um stúlkur í andspyrnuhreyfingunni, sum- ar sannar, en ég er hrædd um að aðrar hafi ekki haft við neitt að styðjast. Hún varð alveg himinlifandi. Þá fékk ég hana til að lofa að leika þetta hlutverk fyrir okkur. Eg æfði hana, þangað til hún kunni hvert orð. Svo sagði ég henni að fara upp og láta ekki sjá sig fyrr en Craddock væri kominn. Það versta við þetta æsta fólk er, að það á það til að í'júka af stað, áður en rétti tíminn er kominn. — &g skil ekki almennilega tilganginn, sagði Bunch. En ég var heldur ekki viðstödd. — Árangurinn hlaut að verða dálítið tilviljunum háður. Hugmyndin var sú, að Mitzi ætti eins og í ógáti að viðurkenna að hún hefði haft fjárkúgun í huga. Gegnum skráargatið hefði hún séð ungfrú Blacklock með skammbyssu í hendinni fyrir aftan Rudi Scherz. Hún hefði því séð allt sem gerðist. Það var einungis hætta á að ungfrú Blacklock áttaði sig á því að lykillinn hafði staðið í skránni og að Mitzi gat því ekki hafa séð neitt gegnum skráargatið. En ég varð að treysta á það, að fólk hugsi ekki um slika smámuni þegar það hefur fengið jafn afdrifaríkar fréttir. Og ung- frú Blacklock skildi það eitt að Mitzi hafði séð hana. Nú tók Craddock við frásögninni: — En ég lézt vera vantrúaður á þessa sögu hennar, og það skipti höfuðmáli. Ég þóttist loksins vera að slá fram því sem ég byggi yfir og réðist á einn sem ekki hafði verið grunaður, Ég ásakaði Edmund . . .- — Ég lék mitt hlutverk með mestu prýði, sagði Edmund. Þverneitaði öllu samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. En í áætluninni var ekki gert ráð fyrir því að þú, mín kæra Philippa, færir neitt að kvaka og segjast vera Pip. Hvoi'ki ég né fulltrúinn höfðum hugmynd um að þú værir Pip. Það setti okkur alveg út af laginu í bili, en fulltrúinn náði sér snilldarlgea á strik og kom með einhverjar andstyggilegar getsakir um að ég væri á höttunum efir ríku kvonfangi. Það á sennilega eftir að geymast í undir- meðvitund þinni og setja allt I bál og brand milli okkar einhvern tíma í framtiðinni. — Eg get ekki skilið að það hafi verið nauðsynlegt. — Ekki það? Prá sjónarhóli Karlottu Blacklock var Mitzi einasta manneskjan sem grunaði nokkuð eða vissi sanleikann í málinu. Lögi'egl- una grunaði allt aðra mannekju. '1 augnablikinu héldu kannski allir að Mitzi væri að ljúga þessu. En ef hún fengi að halda áfram að tönnlast á þessu, þá gat verið að hlustað yrði á hana og henni trúað. Þessvegna varð hún að þagga niður í stúlkunni. Mitzi hafði farið beina leið fram í eldhús, eins og ég var búin að segja henni. Ungfrú Blacklock kom næstum strax á eftir henni. Það leit út fyrir að Mitzi væri ein í eldhúsinu. Fletcher var inni í búrinu og ég í kústaskápnum. Til allrar hamingju er ég ekki fyrir- ferðarmikil. Bunch leit á ungfrú Marple. — Hvað hélztu að mundi gerast, Jane frænka? ' .... — Eitt af tve.nnu. Annað hvort mundi Karlotta bjóða Mitzi fé fyrir að þegja — og þá yrði Fletqher vitni að.því, eða þá hún mundi reyna að drepa hana. . , ..... ... ... ¦ ¦ .,'. YEKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.