Vikan


Vikan - 12.06.1958, Side 5

Vikan - 12.06.1958, Side 5
— Hún gat þó ekkí búízt víð að x komast upp með það. Garmurinn hefði strax fallið á hana. — Ó, hún hugsaði ekkí lengur rök. rétt, væna mín. Nú var hún líkust skelfdri rottu í gildru. Hugsið þið yk. kul' allt sem gerzt hafði þennan dag. Fyrst samtalið milli ungfrú Hinchlit 'fe °S Murgatroyd. Þá ekur ung- frú Hinchliffe af stað til stöðvarinnar. Un.' leið °S hún kemur aftur, mun Murgatroyd segja frá því að Letitia Blacki ’ock hafi ekki verið í stofunni þennan umrædda dag. Hún hefur aðeins örfái ar mínútur til að tryggja það að Murgatroyd segi ekki frá neinu. Enginn tí,>Tli 111 að kera neina áætlun. Hún verður bara að myrða hana umsvifalaust. heilsar vesalings kon- unni og kyrkir hana svo. Síðan verður hún að þ’’jóta heim, skipta um föt og sitja fyrir framan arininn þegar hitt fólkið kemur. eins og hún hafi aldrei farið út fyrir dyr. Þá kemur í ljós hver Júlía er. Það hafði hún eVjki vitað. Hún slítui' perlufestina og verður dauðhrædd um að einhver ha>fi séð örið. Seinna hringir svo lögreglufullrúinn og kveðst vera að safna st'man öllu fólkinu hjá henni. Enginn tími til að hugsa eða jafna sig. Nú er hún alveg á kafi í morðum — það er ekki lengur um neinn óþægilegan ungan mann að ræða, sem hún þarf helzt að losna við. Er henni óhætt? Já, enn sem komið er. Þá kemur Mizi — enn önnur hætta. Drepa Mitzi þagga niður í henni. Hún er alveg viti sínu fjær af skelfingu. Engin mannúð kemst að lengur. Hún er ekkert annað en hættulegt dýr. — En hvers vegna faldir þú þig í kústaskápnum, Jane frænka? Gaztu ekki látið Fletcher um þetta? — Það var miklu öruggara að við værum tvö, væna mín. Auk þess vissi ég að ég mundi geta hermt eftir Dóru Bunner. Ef nokkuð gæti yfirbugað Karlottu Blacklock, þá var það þetta, eins og líka kom á daginn. Hún féll alveg saman. Nú varð löng þögn, því minningin um það sem gerzt hafði, hvíldi á öll- um eins og mara. Þangað til Júlía sagði allt í einu í glaðlegum tón, eins og til að létta fargið: — Þetta hefur haft í för með sér dásamlega breytingu fyrir Mitzi. Hún sagði mér í gæt, að hún væri að fá vinnu í Southampton. Hún sagði (Júlía hermdi stórkostlega vel eftir málfari Mitziar): „Ég fara þangað og ef þeir segja þú verður að láta skrá þig á lögreglustöðinni, þá ég segja: Já, ég vil skrá mig. Lögreglan þekkja mig vel. Ég aðstoða lögregluna. Án mín hefði lögreglan aldrei náð hættulegum morðingja. Ég hætti lífi mínu, ég er hugrökk — hugrökk eins og ljón. Mitzi, segja þeir þá við mig. Þú ert hetja, þú ert stórkostleg. Ach, það var ekkert, segja ég þá. — Hún mildaðist í minn garð, sagði Philippa. Hún gaf mér meira að segja uppskriftina af „Ljúffengum dauða," sem nokkurskonar brúðargjöf. En ég má ekki undir neinum kringumstæðum trúa Júlíu fyrir henni, þvl Júlla eyðilagði eggjakökupönnuna hennar. — Frú Lucas ælar alveg að éta Philippu núna, síðan Bella Goedler dó og Philippa og Júlía erfðu Goedler milljónirnar, sagði Edmund. Hún sendi okkur silfurtangir if brúðargjöf. En ég skal með mestu ánægju sjá svo um að henni verði ekki boðið I brúðkaupið okkar. — Og svo lifðu þau vel og lengi, sagði Patrick. Edmund og Philippa — og Júlía og Patrick? bætti hann við I tilrauna skyni. — Þú lifir ekki vel og lengi með mér, sagði Júlía. Það sem Craddock sagði um Edmund á miklu betur við þig. Þú ert einn af þessum ungu spjátrungum, sem eru á hnotskóg eftir ríku kvonfangi. Það hrífur ekki á mig. — Þctta er þakklætið, sagði Patrick. Eftir allt sem ég er búinn að gera fyrir þessa stúlku. - Komst mér næstum I fangelsi fyrir morðtilraun — það er það sem þú gerðir fyrir mig með gleymslcunni I þér, sagði Júlía. Aldrei mun ég gleyma kvöldinu. Þegar bréfið kom frá systur þinni. Þá hélt ég svo sann- arlega að úti væri um mig. Ég sá enga undankomuleið. En núna sný ég mér líklega að því að verða leikkona, bætti hún svo við hugsandi. Kannski ég reyni að fá hlutverk Júlíu í Perth. Þegar ég verð svo búin að læra mitt starf, þá set ég kannski á stofn leikhús — og læt leika leikritin hans Edmundar. — Ég hélt að þú skrifaðir skáldsögur, sagði síra Júlían. — Það gerði ég líka, svaraði Edmund. Ég byrjaði á skáldsögu. Fyrirtaks sögu. Það var síða eftir síðu um órakaðan mann, sem var að stíga fram úr rúminu, og lýsti óþefnum af honum, gráum strætum og hræði- legri gamalli kerlingu með ljóta, lafandi vörtu á kinninni — og þau héldu öll óendanlegar ræður um það hvernig heimurinn væri og veltu því fyrir sér til hvers þau væru eiginlega að lifa. Upp úr því fór ég að velta þessu fyrir mér sjálfur . . . Þá datt mér i hug ansi fyndinn atburður, sem ég krotaði hjá mér — nú og gerði svo úr því dálítið leikatriði . . . Þetta lá svosem allt í augum uppi. En af einhverjum ástæðum fékk ég áhuga fyrir þessu . . . Og áður en ég vissi hvað ég ætlaði mér, var ég búinn að skrifa bráðfyndinn gamanleik í þrem þáttum. Ég kallaði hann „Fílarnir gleyma". Og það sem meira er, það á að setja hann á svið. Fílarnir gleyma, tautaði Bunch. Ég hélt nú einmitt að þeir gerðu það ekki. Hamingjan góða! Ræðan mín! hrópaði síra Júlían upp yfir sig. Þetta hefur verið svo spennandi að ég var næstum búinn að gleyma að semja hana. EFTIRMÁLI — Við verðum að kaupa einhver blöð, sagði Edmund við Philippu, Framhald á bls. l)t. Sérleyfisferðir í Rangárvallasýslu REYKJAVÍK—MÚLAKOT. 1. júní til 31. ágúst fjórar feðir í viku: Frá Reykjavík mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 14. Frá Múlakoti sunnudaga kl. 17, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 9. 1. sept. til 31. okt. þrjár ferðir í viku: Frá Reykjavík mánudaga, fimmtud. og laugard. kl. 14. Frá Múlakoti sunnudaga kl. 17, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 9. REYKJAVÍK—HVOLSVÖLLUR 10. maí til 31. okt. ein ferð í viku: Frá Reykjavík föstudaga kl. 19.30. Frá Hvolsvelli mánudaga kl. 10. REYKJAVlK—LANDEYJAR Ein ferð í viku: Frá Reykjavík þriðjudaga kl. 11. Frá Hallgeirsey miðvikudaga kl. 8.30. REYKJAVlK—EYJAFJALLAHREPPAR Ein ferð í viku: Frá Reykjavík fimmtudaga kl. 11. Frá Skógum föstudaga kl. 8. KAUPFÉLAG RANGÆINGA. Heima vió eða ó baðströndinniallstaðar njótið þér lofts og sólar best með NIVEA. Sumarliturinn er- NIVEA-brúnn. Reglan er þessi: Takið ekki sólbað ó rakan líkamann Smdwenjið húðino við sólskinið og notið óspart NIVEAI VIKAN AC164 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.