Vikan


Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 10
GEIGVÆIMLEGAR HÆTTIJR FYRSTA G ANS SEX gerfitungl hafa verið send út í geiminn þegar þetta er ritað; og menn eru farnir að tala í alvöru um að gera út leiðangur til tunglsins. Sputnik er stærstur „tungl- ana.“ Hann vegur yfir 2000 pund. I honum hefði getað ver- ið farþegi — ekki geimtíkin heimsfræga hún Laika, heldur maður. Það eru með öðrum orð- um nú þegar til eldflaugar, sem geta borið menn út í geiminn — og sem draga til tunglsins. En þar með er ekki sagt, að fyrsti maðurinn muni standa á tunglinu í ár eða næsta ár. Því að þótt farartækið sé tilbúið, er farþeginn það ekki. Vísindamennirnir eiga eftir að leysa margar og flóknar gát- ur áður en þeir geta sagt, að nú séu þeir tilbúnir að senda mann út í geiminn, koma honum heil- um á húfi á leiðarenda — og ná honum heim aftur. Nú skal vikið að nokkrum vandamálum, sem vísindamenn- irnir eru ekki ennþá búnir að leysa. Fatna&ur geimfarans. Tungl- maðurinn verður í vægast sagt skrýtnum fötum. Þar verður hver flíkin utan yfir annarri, og þó mxm þetta mynda eina heild. Fötunum má líkja við brynju. Þau munu gegna margþættu hlutverki. Þau verða að vera þannig úr garði gerð, að þau geti varið manninn gegn ótrú- Iegum og ægilegum kulda, ef í harðbakkann slær — eða hindr- að að hann steikni lifandi. Þau verða líka að hindra, að um- turnunin á þyngdarlögmálinu lesti hann lífið. Þau verða skel geimfarans, skinnið, feldurinn, sem bjargar lífi hans (vona menn) ef eitthvað kemst í gegn- um varnir loftþétta hylkisins sem hann mun sita í. Andrúmsloftiö. Hylkið vérð- ar þannig útbúið, að í því á að haldast ,,eðlilegur“ loftþrýst- ingur og andrúmsloft — hvað sem á gengur utan veggja þess. Þetta er nú þegar gert á há- fleygum og hraðfleygum flug- vélum. En ,,lofttæki“ geym- farans vefða að vera þúsund sinnum betri; því að hann mun ekki eiga kost á öðru lofti en því, sem hann tekur með sér í hylkinu. Hraðinn. Líkami mannsins þolir hvaða hraða sem er — að því tilskyldu, að hraðinn breyt- íst ekki snögglega. Hér er vís- indamönnunum mikill vandi á höndum. Hvernig á geimfar- inn að þola höggið, sem fylgir því, að eldflauginni er skotið út í geiminn ? Nú er betra að hlífð- arfötin hans bregðist ekki — og hylkið. Þó mun höggið verða Einangrunin verður hryllileg. geisilegt. En verra mun taka við. Hugsum okkur að maðurinn sé kominn heilu og höldnu út í geyminn. Svo rennur upp sú stund að hann stefnir fari sínu aftur til jarðar. Þá verður hann að búa sig undir verri áföll en þegar hann lagði af stað. Mið- að við 18,000 mílna hraða á klukkustund, mun höggið, sem eldflaugin fær þegar hún smýg- ur aftur inn í gufuhvolf jarðar, samsvara því að bíll aki með 60 mílna hraða gegnum logandi bræðsluofn og beint á steinvegg. Það verður því að finna ein- hver ráð til þess að hægja á eldflauginni áður en hún held- ur inn í loftlögin. En hvernig er það hægt? Það hefur stundum verið stungið upp á því, að geimmaðurinn láti eldflaugina „fleyta kerlingar" á ystu loft- lögunum og smáhægi þannig á henni. Þegar hraðinn verður kominn niður í 3000 mílur, á geimmanninum að vera óhætt að opna stálfallhlífina í enda eldflaugarinnar til þess að draga enn úr hraðanum. En engu að síður vita vísindamenn- irnir, að höggið verður óskap- legt. Þyngdarlögmáli'ö. Þegar geimfarinn er laus við aðdrátt- arafl jarðar, verður líkami hans þyngdarlaus. Þetta er ekki eins þægilegt og menn kunna að ætla í fljóta bragði. Það er sára- lítil reynsla fengin fyrir því, hvernig mannslíkaminn hagar sér, þegar hann er laus við jarðbönn. Tilraunir Bandaríkja- manna benda til þess, að sumir menn þoli ekki þessa breytingu. Á hröðu flugi er hægt að rjúfa jarðtengsl líkamans í nokkrar sekúndur með hnitmiðuðum, snöggum beygjum. Flugmaður sá, sem oftast hefur gert þetta, segir að það sé unaðsleg tilfinning að vera allt í einu laus við þyngdarlögmálið. En farþegar, sem hafa flogið með honum, eru honum ekki nærri allir sammála. Sumir hafa fengið velgju, aðrir þjáðst af sjónskekkju meðan á þyngd- arleysinu stóð. Og allir hafa þá sögu að segja, að þeir missi vald á hreyfingum sínum meira eða minna. Víst er það að minnsta kosti, að geimfarinn verður að Vera búinn að læra að starfa við algert þyngdarleysi. Og það er enginn barnaleikur. Hitinn. Eldflaug er fljót að komast út fyrir gufuhvolfið, og þar af leiðir, að hitinn er ekki sérlega mikið vandamál — á út- leiðinni. Eldflaug kólnar fljótt úr því hún er komin út fyrir loftlögin. Verra tekur við, þeg- ar hún heldur inn í þau aftur. Þá getur hitinn ekki gufað út; hann mun þvert á móti aukast eftir því sem nær dregur jörðu. Hér er vísindamönnunum mikill vandi á höndum. Lausnin liggur núna í einhverskonar loftkælingu. Matur og drykkur. Plássið í eldflaugarhylki geimfarans er dýrmætt. Hvert þyngdargramm sem sparast er mikill ávinning- ur. Það er þessvegna af og frá, að geymfarinn hafi með sér venjuleg matvæli. Hann mun fá matinn í einhverskonar jafn- ingsformi úr túpum. Það er reiknað með, að hann komist naumast af með minna en 3000 hitaeiningar á dag. Vökva verður hann að sjúga úr ílátunum. Hann kemur hon- um ekki öðru vísi ofan í sig þegar búið er að umturna þyngdarlögmálinu. Geislun. Vitneskjan um geisl- un — lífshættulega geislun geisla — utan gufuhvolfsins er ennþá af skornum skammti. Upplýsingarnar, sem fengist hafa frá gerfimánunum, benda þó til þess, að ,,dauðageislarnir“ séu magnaðri en menn höfðu ætlað. En það er semsagt enn- þá larigur vegur frá, að þetta sé fullkannað. Á þessu stigi málsins er það tilgáta vísindamannanna, að helzt sé á það að treysta, að ,,dauðageislarnir“ séu á tiltölu- lega mjóu belti, og að ef eld- flaugin sé nógu fljót að komast í gegnum það, þá sé öllu óhætt. Einangrunin. Hann verður að vera sterkur á taugum, fyrsti geimfarinn. Honum mun finn- ast nóg um einangrun sína. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund tilfinningar manns, sem situr í örlitlu hylki einhverstað- ar úti í óendanleikanum, þar sem engar víddir og engar fjar- lægðir eru til, enginn hraði — og ekkert sem heitir upp og ekk- ert sem heitir niður. Þetta verður fullkomin og al- gjör einangrun. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að hér er ekki lítið vandamál á ferðum. Það er mjög greinileg takmörk fyrir því hve mikla einangrun mannskepnan þolir og hve lengi. í Bandaríkjunum hafa menn verið einangraðir í tilrauna- skyni, einangraðir algjörlega. Og dómgreind þeirra hefur stór- um sljógvast. Ekki nóg með það: eftir þriggja daga einangrun hafa þeir oftast byrjað að sjá ofsjón- ir. I skýrslum þeirra er hvað eftir annað talað um ,,litla menn,“ sem þeir hafa séð og sem sífellt hafi verið að erta þá. Og einn nefnir flóðhest, sem alltaf var að birtast inni í hylk- inu hans — skælbrosandi! Vísindamennirnir eru sam- mála um, að geimfarinn verði að geta haft samband við jörð- ina, verði að geta heyrt mann- legar raddir, ef allt eigi ekki að fara í handaskolum. Hann verð- ur að geta spurt félaga sína á jörðinni: „Hvar er ég núna? Hvernig gengur þetta hjá mér?“ — og hann verður að hafa músík hvert sem hann fer. Hér hafa verið nefnd nokkur óleyst vandamál í sambandi við geymferðir. Víst eru þau mörg og stór. En þessu megið þið samt ganga út frá: þau verða leyst. Þáð er eins víst og tvisvar tveir eru f jórir. — RALPH DILLON 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.