Vikan


Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 11
LAUNAÐI LÍFGJÖFINA PABBI og mamma fluttust frá Bretlandi til Indlands skömmu eftir að þau giftust. Þegar þetta gerðist, vorum við systkinin orðin sjö. Við bjugg- um í bænum Saharanpur. Þar áttum við fremur stórt, einlyft hús, sem stóð í stórum og fögr- nm garði. Frumskógurinn var á næsta leiti. Þar hafðist við urmull apa, svo að garðyrkjumaðurinn okkar hafði nóg að gera að verja garðinn fyrir ágangi þeirra. Þeir sóttu í grænmetið og ávextina, sem við ræktuðum. Það bætti ekki úr skák, að í augum Indverja eru apar heilög dýr; enginn Indverji dirfðist að stugga við öpunum, hversu á- leitnir sem þeir gerðust. Einn api ásótti okkur öðrum fremur. Hann var stór og ó- fyrirleitinn. Hann gekk að því feti lengra en félagar hans, að hann vílaði ekki fyrir sér að ráðast inn í húsið þegar færi gafst og brjóta allt og bramla. Einkum fannst honum gaman að brjóta leirinn okkar; hann virtist hafa einstaklega gaman af brothljóði, og svo hugrakk- var hann í þokkabót, að þegar hann var staðinn að verki, var liann ekkert að flýta sér út, heldur gerði sig stundum lík- legan til að verjast og fara hvergi. Að lokum komst pabbi að þeirri niðurstöðu, að það yrði að skjóta skemmdarvarginn. Indversku þjónarnir okkar urðu mjög hnuggnir við þessa frétt, vöruðu foreldra mína við af- leiðingunum, sögðu að verknað- urinn hlyti að kalla eilífa ó- gæfu yfir f jölskylduna og grát- báðu pabba að fá að sækja apa- manninn svokallaða, sem mundi handsama apann og koma hon- um burtu. „Jæja," sagði pabbi, „þá það. En það er vissara fyrir hann að draga þetta ekki á langinn. Ég mun ekki sætta mig við þetta öllu lengur." Tveimur dögum seinna rakst mamma á apann inni í húsinu. Það var um kvöld og hún var að kveikja á olíulömpunum. Pabbi heyrði að hún rak upp hljóð, þóttist vita hvað væri á seiði, og þreif riffilinn sinn. Hann hljóp inn í herbergið og kom rétt nógu snemma til þess að sjá hrúgu af diskum þeytt í gólfið. Apinn klappaði saman lúkunum af ánægju og var hefja mikinn sigurdans, þegar skotið kvað við. Apinn stoppaði eins og kippt hefði verið í þráð. Hann stóð grafkyrr á miðju gólfi og furðu- svipur færðist yfir andlit hans. Svo lyfti hann hægt loppunni til þess að þukla á sárinu, og þegar hann sá blóðið, byrjaði hann að kjökra og veina. Hann var greinilega dauðhræddur. Allt í einu leit hann upp og sá pabba, sem var að búa sig undir að skjóta aftur. Það dugði. Hann tók undir sig stökk og hvarf út um gluggann. Pabbi var staðráðinn í að ljúka þessu af og elti hann út um gluggann. En þótt hann leitaði í meir en klukkutíma, fann hann ekki dýrið. Hann huggaði sig við, að sárið hefði naumast verið mikið, annars hefði apinn ekki verið svona viðbragðsfljótur. Með það kom hann heim. Mamma fór á undan pabba í háttinn. Hún var að laga rúm- klæðin, þegar hún f ann að eitt- hvað snerti hendi hennar. Hún leit niður — og þar var apinn kominn. Hann mændi bænar- augum á hana og augu hans voru full af tárum. Og hann . . brún loppa greip heljartaki um slönguna . . Hann mændi bænaraugum á hana. ríghélt í hendina á henni eins og lítið barn. Mamma var óttalega hrædd, en meðaumkunin olli því, að hún hljóðaði ekki. Hún klappaði ap- anum blíðlega og reyndi að hugga hann. Hann leyfði henni að hreinsa og binda um sárið, sem til allrar hamingju var óverulegt. Svo hnipraði hann sig saman úti í skoti og sofnaði. Þegar pabbi kom inn í svefn- herbergið fáeinum mínútum seinna vakti furðuóp hans ap- ann, sem sentist til mömmu, og þreif í pisið hennar og ríghélt sér þar. Pabbi lét það eftir mömmu að leyfa apanum að vera hjá okkur um nóttina. Um morgunin var okkur börnunum bannað að koma ná- lægt honum; foreldrar okkar óttuðust, að grimmdin kynni að koma upp í honum og hann gæti meitt okkur. Við horfðum á hann álengdar þar sem hann þrammaði hróð- ugur við hliðina á mömmu. Svo tók hann sig allt í einu frá henni og þaut til okkar. Hann tók í hendur okkar og horfði á ckkur bænaraugum. Hann var að vera góður við okkur, biðja okkur að vera vini sína. Fögnuður okkar barnanna var mikill. Við létum það verða okkar fyrsta verk að skíra þennan nýja félaga. Við kölluð- um hann Jakko. Þjónarnir réðu sér naumast fyrir kæti yfir þessum farsælu endalokum. Einn þeirra lýsti yfir við föður minn, að apinn ætti eftir að borga okkur líf- gjöfina. Pabbi hló að þessu. En spádómur Indverjans átti eftir að rætast. Dag nokkurn eftir mikla rigningu var ég að leika mér við einn bræðra minna í garð- inum. Við vorum að stökkva yfir pollana. Allt í einu snarstönsuðum við. Fyrir framan okkur reis gríðar- stór gleraugnaslanga. Hún vaggaði sér letilega og opnaði eldrauðan kjaftinn. Við vissum þótt ung værum, að ef við hreyfðum okkur, gæti það kostað okkur lífið. Við stóðum þarna steingerð af hræðslu og störðum á ófreskj- una. Garðyrkjumaðurinn hafði séð álengdar, hvað var að ger- ast og flýtti sér upp að húsinu að sækja hjálp. Jakko haf ði verið að leika sér kippkorn frá okkur og fyrir aft- an slönguna. Nú virtist hann líka átta sig á hættunni, sem yfir okkur vofði. Hann læddist undurhægt í áttina til okkur. Hann stefndi á slönguna. Þótt hann færi varlega, heyrði hún til hans, þegar hann var kominn nærri alveg upp að henni. Hún sneri höfðin leiftur- snöggt — og Jakko snarstans- aði. Hann hreyfði sig ekki, það var eins og hann væri úr steini. Slangan hefði auðveldlega get- að náð til hans. Jakko hefur ekki getað liðið vel þessa stund- ina. Og þó hreyfði hann sig ekki og gerði enga tilraun ti} að forða sér. Við vorum nærri því farin að gráta af hræðslu, þegar slang- an sneri sér aftur að okkur. A sama augnabliki skaust langur loðinn handleggur fram og brún loppa greip heljartaki um slönguna, fast við hausinn. Jakko gætti þess að láta kjaft slöngunnar ekki komast í færi við sig, hélt henni út frá sér og lét haus hennar ríða á jörðinni. Það var ekkert óðagot & honum, en hann ætlaði að vera viss um, að óvinurinn væri vel dauður áður en hann sleppti honum. Svo fleygði hann hræinu frá sér og þurkaði sér vandlega í grasinu. Blóð slöngunnar hafði slettst á hann. Að sv-> bÚT» settist hann á hækjur oér. hrll- aði undir flatt og horfðl á o~:h- ur til skiptist — og svei mér ef hann brosti ekki út undir eyru! Ég reyni ekki að lýsa geðs- hræringu foreldra minna þegar þau komu að okkur; nema hvað mamma tók Jakko og kyssti hann beint á munninn! Jakko átti heima hjá okkur árum saman, og það kom ekki fyrir að hann bryti neitt fyrir okkur. Hann var dásamlegur leik- bróðir, dásamlegur og skemmti- ilegur vinur. Eftir að hann kom til okkar, mátti eiginlega segja, að við værum átta systkinin. — KATHLEEN McCONOCHI VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.