Vikan


Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 12
Einn €M móti ötlum FORSAGA: Max Thursday, íyrrura lf>ynllogreglumaöur, ar stdlbui, lagsUir í drykkjuskap, búinn að gefa allt upp a batinn. IIiuin býr í hrörlegu hótoli, hefur ráðiS sig þangaff sem löggæslu- mann og fær fyrir mat og gistingu. Þangaff kemur Georgia, konan hans sem var, sem nú er gift lækui a» nafni Homer. Hún er í miklu uppnami. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki aff leita til lögreglunnur. Max fer á fund samstarfsmanns Homers, og fær heldur kuldalegar móttökur. Læknirlim tekur á móti honum með byssu í hönd! Sama kvöld er Elder læknir myrtur. TLAR þú þér þá að vera með í þessu?" ÆThursday starði enn á konuna. „Já, það ætla ég mér." „Ég sagði frú Mace, að hún ætti að reiða sig á okkur. Við 7 y reynum að hafa hraðann á og höldum þessu leyndu. Ég skal gera það sem ég get. Ég lofa engu — en ég geri það sem ég get. Barnsrán eru óhugnanlegt mál." Georgia muldraði: „Þalika yður fyrir,"og reyndi að brosa. „Við erum þegar búnir að hringja í Long Beaeh eftir manni yðar. Við reynum að fá hann hingað strax." „Ég á líka þátt í þessu, Clapp," sagði Thursday lágt. Clapp hristi höfuðið hægt. „Hræddur um ekki, Max. Þú ert of langt leiddur. til þess að gera neitt. Eg get sett þig i varðhald. Ef til vill ertu ekki.neitt riðinn við þetta Elder-mál. En ég get ekki hætt á neitt." „Þú getur ekki sett mig undir lás og slá, Clapp. Þetta er krakkinn minn." „Þetta gæti líka verið þitt morð. Þú hefur alls enga fjarvistarsönnun." Thursday sagði rogginn: „Við skulum sjá." Það var stutt þögn. Georgi tók upp sígarettu skjálfhent og lét Thursday kveikja í henni. Hún sagði: „Ég heiti Georgia Mace. Ég er kona dr. Homer Mace." Hraðritunarvélin byrjaði að suða á ný. Hún var taugaóstyrk. Nokkr- um sinnum endurtók hún það sem hún sagði og hún notaði ýmsar setningar, sem Thursday hafði áður notað. Clapp leit niður og hlustaði með athygli á lága rödd hennar. Skyndilega ygldi hann sig. „Augnablik," drundi hann. „Þetta er ekki sagan, sem þér sögðuð okk- ur 1 morgun." Georgia leit í augu hans. „Ég veit ekki hvernig ég fór að gleyma þessu. Eg vaknaði. Rigningin hafði hætt i bili, og ég var að hugsa hvað ég hefði heyrt. Eg hélt aö það hefði verið hurðin á skrifstofu dr. Elders. Ég ætlaði að tala við Max, áður en hann færi — til þess að vita hvernig honum hefði ritt af. Þegar ég kom í stigagatiS, sá ég að dr. Elder fór ásamt Max til útidyranna. Hann hálf-studdi hann, og Max virtist drukkinn. Þeir virtust mestu mátar. Dr. Elder fylgdi honum út og gekk svo inn á skrifstofuna. Já — þegar hann hafði lokað útihurðinni, læsti hann henni — svo að eng- inn kæmist inn.' Andlit Clapps var sem meitlað í stein. „Skrifaðu ekki þetta Henry. Frú Mace — svo að þér sáuð Thursday fara út úr húsinu? Hversvegna haldið þér að hann hafi ekki komið aftur? „Klukkuna vantaði fimm mínútur i níu, þegar dr. Elder fylgdi honum til dyra. Ég leit á úrið, vegna þess að ég bjóst við þvi að Max myndi koma aftur — til þess að tala við mig. Ég hélt að hann væri ef til vill að gera sér það upp að vera svona drukkinn. Ég sat í stigagatinu í fimtán mínútur. Hann kom ekki aftur, svo að ég fór aftur upp og lagðist niður — og hugsaði." Clapp neri á sér kjálkann hugsi. ,,Já," sagði hann, „þetta ætti að vera nóg, frú Mace. Þér vissuð að lögreglubíllinn tók Thursday fimm mínútur yfir níu. Þetta er nægileg fjarvistarsönnun." Georgia hafði einhvers staðar fundið styrk. Hún var ekki lengur ringl- uð. Hún slétti úr innisloppnum yfir granna fætur sína og sagði: „Tommy er allt, sem mér er annt um — ekki fjarvistarsannanir. 3Sg vildi bara láta ykkur vita allt." Clapp vatt sér hranalega fram úr sólnum. „Þér gerið yður grein fyrir því, Eftir WADE MILLER frú Mace, að ef þér eruð ekki að segja sannleikann, þá getur það orðið til þess að við finnum Tommy aldrei." Konan hörfaði undan bitrum orðum hans. Thursday sagði fljótt: „Vertu ekki með neinar svívirðingar, Clapp. Hvað er athugavert við það að fyrsta skýrslan hafi verið eitthvað brengluð ? Hún var örmagna — og þú skilur það mætavel. Þú sagðir það sjálfur. Nú er hún að segja söguna eins og hún kom fyrir í rauninni. Er það ekki, ástin?" Georgia vætti varirnar. „Jú," hennar var næstum óheyranlegt. Clapp studdi hnefunum saman og leit á Thursday, sem brosti. Eftir stutta stund muldraði hann: „Jæja. Ljúkið þér við söguna, frú Mace." Georgia lauk við frásögnina eð því að segja frá því, er hún fann lík dr. Elders klukkan hálfsjö um morguninn. Hvorugur , lögreglumanna virtist hafa neinn áhuga á sögu hennar. Clapp starði á myndina af Dr. Mace á arinhllrunni. Þegar hraðritunarvélin hætti að suða, sagði stóri lögregluforinginn: „Þið getið bæði komið á skrifstofuna mína á morgun og skrifað undir skýrslurnar." „Nema að ykkur detti eitthvað í hug til viðbótar," sagði Crane í vandlætingartón. Henry setti vél sína í svart leðurhulstur og fór á eftir mönnunum þrem til dyra. Georgia stóð upp og leit á Thursday. Hún leit í áttina að forstofunni. Granni maðurinn sagð'i við Clapp: „Mér finnst ég einhvern veginn vera frjáls. Er það rétt?" Augun, sem litu á hann voru harðneskjuleg. „í bili, vinur," sagði Clapp. „Ef ég þekki þig rétt, þá verðurðu kominn í klandur innan skamms." „Ég reyni að hafa mig hægan," lofaði Thursday. Clapp.tók regnfrakka sinn ofan af herðatré í fordyrinu og smeygði sér í hann. „Ég myndi fara varlega að öllu ef ég væri þú, Thursday. Það getur yerið að þú sért pabbi krakkans, en þú ert ekki löggiltur leynilög- reglumaður." Thursday brosti. „Hvað átti ég að gera? Ég á ekki einu sinni byssu." Clapp blés með fyrirlitningu. „Þú skalt ekki fara langt næstu daga. Komdu öðru hverju á skrifstofuna mína, svo að ég geti skoðað á þér neglurnar." Lögreglumennirnir tveir og hraðritarinn hnepptu að sér regnfrökkun- um og hlupu niður í bílinn við gangstéttina, án þess að líta við. Það rigndi enn. Thursday beið við dyrnar. Hann sá Les Gilpin ganga yfir forstofuna frá skrifstofu dr. Elders inn i framherbergið. Eftir stundarkorn kom Georgia til háns, og það skrjáfaði viðkunnan- lega í litríkum slopp hennar. Hún hallaði sér þreytulega upp að handlegg hans og leit út um opnar dyrnar á lögreglubilinn, þar sem hann ók af stað. Hann fann að grannur líkami hennar skarf. Þegar síðasta bergmálið frá blautri gangstéttinni var dáið út, sagði hún í örvæntingu: „Gerði ég það sem rétt var? Ö, ég vona að ég hafl gert það. 1 gær vildirðu ekki koma, og ég neyddi þig til þess. Það er mér að kenna." Thursday lagði stórar hendur sínar á axlir hennar og neyddi hana til þess að standa andspænis sér. Hann sagði harkalega við niðurlúta konuna: „Reyndu ekki að koma sökinni á þig, Georgia. Þú trúir því ekki frekar en ég trúi þvl. Það er mér að kenna, og ég viðurkenni það. Ég get aðeins reynt að greiða úr þessari flækju. Þetta er allt mér að kenna." Georgia leit upp og starði á han með björtum, stórum augum. „Max," hvíslaði hún skyndilega, „myrtir þú dr. Elder?" Max Thursday sagði hægt: „Einkennilegt — ég ætlaði einmitt að fara að spyrja þig hins sama." 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.