Vikan


Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 12.06.1958, Blaðsíða 14
í Hugginshúsinu. Neðst á Broadway. Eða þá þeir hafast við kringum bátana. Þeir eiga blá skip, sem liggja við Harbor Drive hérna megin við strandgæzlustöðina. Þar hafa þeir líka mótorbátinn sinn — stóran grænan bát, sem heitir Panda." Thursday starði á langa fingur sina á borðinu. „Það er eitt enn — kannastu nokkuð við nafnið „Saint Paul"?" . Þegar hann leit á hana var vandræðasvipur á andliti hennar. „Hvar aáðirðu þér í þetta, Max?" Hann yppti öxlum .„Rakst á það. Kannastu nokkuð við það?" „Ég hef heyrt minnzt á það," sagði hún hægt, „en ég veit ekki hvað það er. Eitthvað með gimsteina, held ég." „Maður?" „Eg veit það ekki, Max. Getur verið — ef til vill ekki. Ef ég vissi allt, myndi ég aldrei þora að slökkva ljósið á næturnar." Thursday lyfti hendinni af borðinu og lét axlirnar siga. Smitty ýtti apsirínflöskunni í lófa hans og lokaði fingrum hans um hana. „Mundu eftir samning okkar, Max. Ég skal láta ná í einhvern mat." „Já," sagði hann og gekk þreytulega í áttina að stiganum. „Láttu líka »á í dálitla heppni." Föstudaginn, 10. febrúar, kl. 2:30 e. h. Bak við skyggða rúðu, sem á stóð SPAGNOLETTI BRÆÐUR. SJÁVAR- FÆÐA, var lítil skrifstofa með annarri hurð. Bak við skrifborðið, sem var autt, sat luralegur maður í leðurjakka. Han hætti að horfa á skrif- borðið, þegar Max Thursday kom inn. „Ég heiti Max Thursday. Ég ætlaði að tala við annan Spagnoletti- bræðranna." Maðurinn brosti þunnum vörum. „HVað er yður á höndum?" Thursday reyndi að vera mildur á svipinn. „Það var út af börum." „Eruð þér frá skólaráðinu, herra Thursday." „Nei — frá Memoril-gagnfræðaskólanum." Maðurinn í leðurjakkanum kinkaði kolli og stóð upp. Hann benti á innri hurðirta. „Gjörið svo vel að ganga inn." JÞegar Thursday gekk inn um dyrn- ar, heyrði harin að skrifborðsskúffa var ppnuð og lokkað snögglega. Hann þóttist nú vita að maðurinn hefði verið Bert og að Bert væri nú vopnaður. Innri skrifstofan var rúmgóð, með gluggum, sem sneru bæði til austurs og norðurs. 1 norðri sást Point Loma þakið mistri, en Thursday sá í bláa skrokka túnfisksbáta Spagnoletti-bræðranna, þar sem þeir vögguðu á bár- unum skammt þar frá. Pimm hæðum neðar handan við Hafnargötuna, sigldi skipsbátur úr sjóhernum frá hafnarbakkanum, í áttina að dökkleitu beitiskipi í miðri höfninni. Thursday þóttist sjá að Spagnoletti bræðurnir voru gefnir fyrir óhóf. Veggirnir á skrifstofunni voru ljósgrænir og stólarnir og hliðarnar á hinu stóra skrifborði voru bólstruð með dökkgrænu damaski. Gluggatjöldin og þykkt teppið fór vel við grænt umhverfið. Lítil olíumálverk af lifi túnfiski- manns héngu á suður og vesturveggjunum. Þau voru í skærbláum, rauðum og gulum litum, og í þægilegri andsæðu við grænt herbergið. Thursday var að virða fyrir sér skipslikan á skrifborðinu, þegar lítill, þrekinn maður kom inn um hliðardyr. Hann var að ljúka við að þurrka & sér hendurnar með pappírshandklæði og henti þvi síðan í græna damask- pappírskörfu. Hann settist við skrifborðið og baðaði höndum til gests síns. Framhald % nœsta blaði. 909. KROSSGATA VIKUNNAR. IBÚDIN Frarhháld af bls. 13 all lögfræðingur í þinum augum, svo við skulum tala um eitthvað annað . . . það er að segja um þig, litla Jeanine, þú ert það sem máli skiptir. Farðu umfram allt ekki að velta því íyrir þér, hvers vegna ég fór og spyrja sjálfa þig hvort þú hafir gert eitthvað sem mér mislíkaði. Þú hef- «r ekkert gert sem mér hefur mis- Kkað, litla stúlka. Reyndu ekki að velta þessu fyrir þér. Seinna, þegar þú hefur fengið meiri lífsreynslu, þá skilurðu þetta, og þá hugsarðu: liann hafði rétt fyrir sér. Þá get ég komið afur. Þú verður gift einhverj- om ungum og góðum pilti, sem gerir þig hamingjusama. Vertu sæl, Jeanine, kysstu Sylviu litlu stórum kossi fyrir mig, og trúðu mér, þinn tryggur Henri Lenoir. P.S. — Klukkan hálf nlu á sunnu- dagskvöldið eru góðir hljómleikar í útvarpinu. Ég ætla að hlusta. Þú gætir kannski hlustað líka. Svör við „Veiztu" á bls. 9. 1. Islendlngar. Gamalt skammar- yrði. — 2. Kíissar seldu Bandaríkja- mönnum Síberíu & s. I. öld. — S. Milli Bitrufjarðar og Gilsfjarðar. — 4. Leikkvöld Menntaskólanema nú. Hátið Skalholtspilta fyrr. — 5. T S Eliot. — 6. Vísir. — 7. Snorrl Sturla- son. — 8. Páll Jónsson byskup. — 9. Árlð 1940 þegar hann flutti útvarps- ræðuna frægu þegar Frakkland beið ósigur fyrir Þjóðverjum. — 10. Skautar. M O B Ð I Ð — Framhald af bls. 5. daginn sem þau komu aftur til Chipping Cleghorn úr brúðkaupsferðinni. Förum niður eftir til Totmans. — Velkomin -heim, sagði Totman hjartanlega. Hvernig líður móður þinni? Er hún alveg sezt'að í Bournemouth? — Já, hún er harðánægð þar, svaraði Edmund, sem ekki hafði hug- jnynd Um hvort þetta var rétt eða ekki, en vildi, eins og flestir synir, trúá því að þessar elskuðu en oft þreytandi verur, foreldrarnir, lifðu eins og blóm í eggi. — Ég heyri að í London sé í gangi leikrit eftir þig „Fílarnir gleyma," minnir mig að það sé kallað. Skrýtið nafn! Ég hélt nú einmitt að þeir gleymdu ekki. Mér er sagt að leikritið sé ákaflega fyndið. Lárétt skýring 1 brautryðjandann — 13 gimsteinn — 14 þrældómur — 15 átrúnaðar- goð — 16 milli herbergja (forn rith.) — 18 slægjulandið — 20 hveiti- þráður — 23 reiðskjóti frelsarans — 25 hrósað — 27 úrgangur ¦— 29 smíðaverkfæri — 30 spök — 31 ellilega — 32 farkostur — 34 flíkin — 36 fjasa — 37 fugl — 39 er á ferli — 41 húsdýr — 42 eldsneyti — 44 rómverskur • keisari — 46 slokkna — 49 flík — 51 gagnlegir — 53 vesælt — 55 fjúk — 56 stöndug — 57 úthaga — 58 innyfli — 60 stefnir — 62 handfesta — 63 ónotaleg hreyfing á loftinu — 65 rugga ¦— 67 gangur — 68 farfugl — 70 venjur — 72 ósjáandi — 75 flökkudýrið. Lóðrétt skýring: ................ 1 eign — 2 samstæðir — 3 koma að haldi — 4 ekki rétt — 5 reisir níðstöng — 6 skammstöfun — 7 eyða — 8 óbeit — 9 þvingun — 10 spara — 11 greinir — 12 neitun — 17 gæta — 18 guðsbarn — 19 nægilegur — 20 smíðaverkfæri — 21 hinn fyrsti maður — 22 franskur byltingar- foringi — 24 skuld — 26 kvenmaður — 28 hrúga — 33 spil — 34 = 34 lárétt — 35 auðlindir — 36 á þessum stað — 38 meindýr — 40 skaut t— 43 óskar eftir — 44 mannsnafn — 45 gerir minna úr ¦.— 46 litlir blóð- mörskeppir — 47 alltaf fækkar skjólum þeirra (segir í vísunni) — 48 .örnefni á Suðurnesjum — 50 smælki — 52 veðurfar — 54 úthagi —¦ 59 leikari — 60 brotin í smátt — 61, kind, þf. — 62 spilasögn — 64 væni — 66 kyrrðina — 69 samtenging — 70 haf — 71 samhlj. — 72 samhlj. •— . 73 samhlj. og sérhlj. — 74 greinir. LAUSN A KROSSGATU NR. 908. LÁRÉTT: 1 frá — 3 skækill — 9 kös — 12 ey — 13 skor — 14 lúin — 16 11 — 17 skutul — 20 snælda — 22 nit — 23 hes — 25 dró — 26 ugg — 27 bugur — 29 agg — 31 Uni — 32 ges — 33 MlR — 35 Ari — 37 na — 38 færleikur — 40 ól — 41 missa — 42 ritar — 44 frýs — 45 mýri — 46 skína — 49 háfur — 51 út — 53 andskotar — 54 RE •— 55 rás — 57 auk — 58 Lux — 59 bóg — 60 Lot — 62 gumar — 64 lýs — 66 rís — 68a rún — 69 S.U.S. — 71 teitur — 74 tennur — 75 ör — 77 ónýt — 79 eind — 80 mi — 81 krá — 82 drekinn — 83 als. LÓÐRÉTT: 1 fest — 2 ryk — 3 skut — 4 kol — 5 ær — 6 il — 7 lús — 8 lind — 10 öld — 11 slag — 13 stig — 15 næra — 18 ungi —¦ 19 leg — 21 lóga — 23 hasla — 24 sumir — 26 una — 27 bersyndug ¦— 28 ríkilátur — 30 gró — 31 ungfrúr .— 32 gæs — 34 Rut — 36 illileg — 38 fiska — 39 ramur — 41 mýs — 43 rýr — 47 Ina — 48 Askur .¦— 49 holan — 50 fax — 52 tál — 54 rós — 56 sori — 59 býsn — 61 Tító — 63 múr — 64 lund — 65 ítök — 68 sund — 69 senn — 70 íris — 72 err — 73 rýr — 74 tin — 75 uml — 78 te — 79 ei. — Já, því er vel tekið. Við ætlum að gerast áskrifendur að Daily Worker, sagði Edmund í ákveðnum tón. — Og Daily Telegraph, bætti Philippa við. — Og New Statesman, sagði Edmund. — Radio Times, sagði Philippa. Og Spectator, sagði Edmund. — Tímarit garðyrkjumanna, bætti Philippa við. Þau þögnuðu bæði til að ná andanum. — Sjálfsagt, sagði Totman. — Og North Benham News og Chipping Cleghorn Gazette, reikna ég með. —¦ Nei, svaraði Edmund. — Afsakið, en viljið þið ekki að ég sendi ykkur Gazette vikulega? — Nei, við viljum það ekki. Edmund og Philippa fóru út og Totman sneri aftur við inn í bað- herbergið, þar sem hann bað frú Totman um að skrifa niður pöntunina. — Þau vilja ekki Gazette. — Vitleysa! Þú hefur ekki heyrt rétt. Auðvitað vilja þau Gazette. Allir fá Gazette. Hvernig ættu þau annars að vita hvað er að gerast hér um slóðir? NY FRAMHALDSSAGA í næsta blaði hefst ný framhaldssaga, Skuggar fortíðarinnar eftir Renée Shann, spennandi saga um heitar ástir og þungbær örlög. Allir þurfa að fylgjast með þeirri sögu. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.