Vikan


Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 2
Dásamlegt! EINS og kunnugt var feng- inn hingað til lands amerískur hljómsveitar- stjóri, Saul Schechtman, til þess að stjórna hljóm- sveit við sýningar á óperettunni Kysstu mig Kata í Þjóðleikhúsinu. Ameríkumanninum þótti fyrstu æfingarnar ganga nokkuð brösulega, enda hljómsveitarmennirnir lítt vanir þeirri tegund tón- listar sem þarna var á borð borinn. Eftir eina æfinguna var hljómsveit- arstjórinn alveg i öngum sínum, allt hafði gengið á afturlöppunum og æfing- in farið meira eða minna út um þúfur. Það vai' því engin furða þótt hann brygðist illa við þegar maður nokkur gekk utan úr áheyrendasal eft- ir æfinguna, þiýsti hönd hans og sagði: — Wunderlich. Því Ameríkaninn skildi nógu mikið í þýzku til að vita að wunderlich þýðir dásamlegt. 1 þeirri trú að maðurinn væri að hæðast að sér hrópaði hann: — You are crazy! Og gekk þar með snúðugt í burt. Hann fékk ekki vit- neskju um það fyrr en daginn eftir að maður- inn sem hafði heilsað honum var þýzki hljóm- sveitarstjórinn Hans Joa- chim Wunderlich. Alma Cogan syngur í fangelsi ENSKA söngkonan Alma Cogan, sem vann hylli Is- lendinga eins og mönnum er í fersku minni, komst nýlega í blöðin í heima- landi sínu. Hún heimsótti nýlega Womwood Scrubs- fangelsið í Englandi og hélt þar söngskemmtun ásamt hljómsveit. Á- heyrendurnir voru 300 fangar en söngnum beindi hún aðallega til eins þeirra: Stanley Fost- er, sem sat í þirðju röð í samkomusalnum. Hann er 29 ára gamall píanó- leikari og hafði áður þann starfa að leika und- ir á söngskemmtunum Ölmu. En nú sat hann á áheyrendabekkjunum — í fangabúningi. Hann yar dæmdur í eins árs fangelsi fyrir vítaverðan akstur. Alma segir að Stanley sé bezti píanó- leikari sem hún geti hugsaði séi', enda söng hún þarna uppáhaldslag- ið hans, „Blue Moon.“ Hljóðfæraleikararnir fengu að tala nokkur oi'ð við Stanley eftir á og voru djúpt snortnir. Alma Cogan sagði blaðamönn- um að ekki væri um ást að ræða milli hennar og Stanleys. „En mér þykir undir vænt um hann og þar að auki er hann bezti undirleik- ari sem nokkui' söngvari getur hugsað sér.“ SKATTSTOFUNNI barst barst einn daginn bréf, sem var á þessa leið: Hér með sendi ég yður kr. 600,00. Ég snuðaði ykkur um þessa upphæð á fyrra ári og hef þjáðst af svefnleysi síðan. Maria Jónsdóttir E.s. Ef svefnleysið batnar ekki, þá sendi ég afgang- inn. PRESTURINN og vinnu- maðurinn voru að tala saman. Meðal annars bar á góma, fótkuldi, sem þjáði þá báða í ríkum mæli. Þú átt bara að hafa það eins og ég, sagði presturinn. Ég styg alltaf fótunum yfir í rúmið til konu minnar, þegar við erurn háttuð á kvöldin. Ja-há, svaraði vinnumaðurinn. Þetta vildi ég gjarnan reyna, En, hvenær heldur prest- urinn, að það myndi passa frúnni? NÝVERIÐ kom vonsvikinn og dauðþreyttur vinstri- maður heim til konu sinn- ar og sagði: „Ja, það verður víst ekki hjá því komist. Stjórnin fellur á morgun.“ Næsta morgunn, þegar frúin vaknaði, lá hann grár og gugginn í rúmi sínu og horfði í gaupnir sér. Honum hafði ekki komið dúr á auga. En hún var hin sprækasta. Þetta er allt í lagi góði minn, hún fellur ekkert. Heyrirðu það, alls ekkert.“ „Ég skal segja þér draum- inn, sem mig dreymdi. !Ég var ásamt mörgu fólki í samkomuhúsi. Fram á sviðið gekk Her- mann Jónasson. Rétt á eftir birtist formaður dægurlagahöfunda, Hjör- dís Pétursdóttú'. Hún gekk til hans og afhenti honum kassa. En þegar hann lyfti inni- haldi hans upp, svo við gætum séð, — var það grammófónsplata, og á henni stóð: „ELDUR 1 ÖSKUNNI LEYNIST:“ Hafið þið reynt þetta? PETER Ustinov, leikarinn og leikritahöfundurinn frægi (Romeró og Júliet í Þjóðleikhúsinu í fyrra) kveðst hafa læknast af hryggskekkju með því að láta rúmenska konu ganga fram og aftur eft- ii' hryggnum á sér. Þess má þó geta að konan var sérfræðingur í beinasjúk- dómum. Hvar er hún sýnd? GAGNRÝNANDI var að halda fyrirlestur fyrir kvenfélag um kvikmynd- ir og lauk máli sínu á þessum orðum: ,.Ég spyr, er þetta þá allt sem kvikmyndir hafa að bjóða fólki. Strokufangi brýst inn á friðsamt heimili og heldur fjöl- skyldunni sem föngum í stöðugum ótta við líf sitt, brennir niður munaðar- leysingjarhæli; maður rænir vinnuveitanda sinn, flýr til Monte Carlo, fer á hausinn í stað þess að sprengja bankann og endar líf sitt með því að stökkva í sjóinn fram af háum kletti. Tveir strák- ar elska sömu stelpuna og annar skýtur hinn; maður brýst inn í íbúð fegurðar- drottningar, nemur hana á brott í bíl og þeytist fram af klettasnös á 80 mílna hraða. En hvað þýðir að telja svona upp, þaö er hægt að halda áfram endalaust. Eru það nokkrar spurningar sem konurnar vildu spyrja?“ ,.Já, já,‘ sagði æst kona, „hvar er verið að sýna þessa mynd?“ Fyrir Valgeir birtum við ,-Ber þú mig þrá“, eftir Snœ- björn Einarsson, við lag eftir James Bland. Ber þii mig þrá, sem hug minn heillar heim þar sem nam ég fyrsta vorsins óm. Þar vil ég lifa, er lífsins birtu bregður, bros þeirra ég man er mér gáfu fegurst blóm. Héðan, sem hug minn enginn, enginn skilur œtla ég burtu að fylgja barnsins þrá, sem hreif mig að lieiman frá yndi ~og œskustöðvum, en aldrei mér gaf það sem lijartað þráði að fá. Þökk fyrir allt sem yndi veitti, allt sem ég fann og týndi í glaumsins borg. Mörgum mun finnast það einhver ávinningur, að hafa kynni að lífsins dýpstu sorg. Bcr þú mig þrá sem að öllu ofar bendir, áleiðis heim, þó að fenni í öll min spor. Eitf á ég þó, sem að öllum veginn greiðir: Ástina til þín, mitt hlýja bernssku vor. Verðlaunakeppni S.Í.8.S. (Sjá forsíðumynd) VINNINGAB: 1. verðlaun kr. 2.500,00 2. verðlaun kr. 1.500,00 1.000,00 3. verðlaun kr. Fjórir varnavinningar: Brúða, brúðuvagn, sturtubíll og beyggingar- kubbar frá Reykjarlundi. Vöruhappdrætti S. í. B. S. greiðir á þessu ári í vinninga 7,8 milljónir króna, þ. á. m. 3 vinninga á M> milljón hvern, 4 á 200 þúsund, 6 á 100 þúsund, 12 á 50 þúsund, ennfremur 4975 vinninga á kr. 500—10 þús. Með því að spila í vöruhappdrætti S. í. B. S. geta menn því eignast stórfé, ef heppnin er með, auk þess sem þeir styðja gott málefni. Aðalumboð Vöruhappdrættisins er í Austur- stræti 9, Reykjavík — vinnustofur S. í. B. S. eru að Reykjalundi. SPURNING: Við hvaða götu voru fyrstu verksmiðjur á íslandi, — Innrétting- ar Skúla Magnússonar? seðill í verðlaunakeppni S.l.B.S. Gatan heitir: Nafn ....... Heimilisfang GUNNAR RÚNAR tók forsíðumyndina. Myndin er af endurnýjun í Vöruhappdrætti S.l.B.S. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmalur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.