Vikan


Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 3
HRESSAMDI GUSTUR frá gróinni leiklistarborg Heimsókn dönsku leikaranna frá Folketeateret Ebbe Rode vakti einna mesta athygli fyrir leik sinn í hlutverki Borchs. Fyrir nokki-u kom hingað leikflokk- ur frá Folketeatret í Kaupmanna- höfn og sýndi í Þjóðleikhúsinu leik- ritið ,,30 ára frestur" eftir danska skáldið Soya. För þessi var farin til að endurgjalda heimsókn íslenzkra leikara til Kaupmannahafnar fyrir tveimur árum. Soya er fæddur árið 1896 og er af gamalli listamannsætt. Faðir hans var prófessor við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Soya varð stúdent árið 1915 en sneri sér því næst að blaðamennsku. Hann var blaðamaðui' þangað til hann uppgötvaði ,,at man hellere má skrive godt og tjene skidt, end skrive skidt og tjene godt“ eins og hann orðar það sjálfur á móðurmáli sínu. Soya hefur skrifað jöfnum höndum skáldsögur og leik- rit. Hann veltir fyrir sér siðferði- legum og heimspekilegum vanda- málum af mikilli kunnáttu, djúphygli hans orkar þó tvímælis og lausnir hans á gátum tilverunnar eru allt annað en frumlegar. En Soya er frá- bærilega að sér í leikhústækni og semur verk sín eftir ströngustu kröf- um listarinnar. Persónur í verkum hans eru tæpast flóknar manngerðir og rista ekki djúpt, svo virðist að fyrir höfundi vaki að túlka hug sinn og skoðanir í atburðarásinni fremur en persónusköpuninni. Efnið í leikritinu „30 ára frest frestur" er i stuttu máli þannig: Sjóliðsforingi einn kemur óvænt heim og uppgötvar að kona hans hefur verið honum ótrú. Hann gerir Talið frá vinstri: Vera Gebuhr sem rektorsfrúin, Birgitte Federspiel sem Jeanne og Freddy Kock sem rektorinn. sér litið fyrir og skýtur hana til bana, labbar sér síðan út úr her- berginu og skýtur sjálfan sig. Elsk- hugi eiginkonunnar kemur að nógu snemma til þess að konan geti hvisl- að því að honum að hann sé faðir að dreng sem hún hafði alið. Elskhug'- inn, Borch, tekur að sér drenginn og kemur honum fyrir í heimavistar- skóla, fer sjálfur til Asíu og kemur ekki heim fyrr en að mörgum ár- um liðnum. Hann kemur í heimsókn í skólann tifsonar síns, verður skotinn í fórsturdóttur rektors. Faðir hennar hafði verið kennari í kvennaskóla, gerst nærgöngull við einn nemanda sinn og stungið af. Þetta fær stúlk- an að vita og hverfur frá fósturfor- eldrum sínum, hrygg og særð og fær stöðu á skrifstofu Borchs. Með þeim þróast innileg ást og lyktar vitaskuld með því að þau ganga i heilagt hjónaband. Sonur Borchs (sem veit þó ekki betur en að hann sé aðeins frændi Borchs) er þó ekki ánægður með hjónabandið enda hafði hann verið hrifinn af stúlkunni, jafnöldru sinni. Og það verður úr að hann stingur undan ,,frænda“ sínum, gamli maðurinn kemst að því, afhendir skötuhjúunum erfðaskrána sína, gengur svo kurteislega út af svið- inu og skýtur sig til bana. Með erfða- skránni fylgir bréf þar sem segir að drengurinn sé raunverulegur son- ur Borchs og geti því ekki sam- livæmt dönskum lögum gifst ekkj- unni sem er eiginlega stjúpa hans. Heimspekin- i leiknum er þessi: „Öll brot liefna sín á jörðu.“ Borch hafði stungið undan sjóliðsforingjan- um, sonui' Borchs hlaut því að stinga undan honum. Kaballinn gengur upp. Það er nóg um æsilega atburði í þessu leikriti, áköf faðmlög, ástríðu- fullir kossar, legubekkir óspart not- aðir og jafnvel skrifborð. Fólk ýmist skotið eða skýtur sig sjálft, nema hvorttveggja sé. Hvorki Soya né dönsku leikararnir eru vitund feimn- ii' við að túlka þessa hluti út í æsar. Enda er allt gert af frábærri list. En sú spurning læddist að okkur hvort Danir hefðu af góðvilja sín- um valið þetta leikrit til sýningar til þess að vera vissir um að Islend- ingar skildu þó eitthvað, jafnvel þótt danskan færi fyrir ofan garð og neð- an. Skammbyssuskot og kossaflangs er alþjóðlegt tungumál, þótt það geti vafist fyrir sumum að komast tii botns í danskri heimspeki á einni kvöldstund. Allir skilja bang-gang- kiss-kiss. Menn mega ekki halda að við sé- um að vanþakka þessa leikför Dan- anna. Við höfum aldrei séð jafn góða sýningu á fjölum Þjóðleikhússins. Leikararnir sýndu snilldarlegan leik sem mun seint úr minni líða, þeir færðu okkur hressan og svalan gust frá einni grónustu leiklistarborg álf- unnar, sýndu okkur sanna list. Til lesenda Vikunnar EINS og frá var skýrt í síðasta hefti hefur Gísli J. Ástþórs- son nú látið af ritstjórn Vikunnar en undirritaður tekið við. Vænti ég þess fastlega að lesendur Vik- unnar haldi tryggð við blaðið þrátt fyi’ir ritstjóraskiptin. Ein- hverjar breytingar verða að sjálf- sögðu á efni blaðsins, en það er ekki ætlunin að boða neina stór- byltingu né gefa lesendum hátíð- leg loforð, því það er ekki eins og ný ríkisstjórn sé að setjast að völdurn. Hinsvegar verður leitast við að svara sem flestum kröfum lesenda og hafa blaðið sem fjöl- breytilegast. Einkanlega vei'ðui' lögð áherzla á að áfla innlen,ds lesefnis. hfokkui’ orð um efni þessa heftis: Á þessari síðu er stuttlega sagt frá heimsókn dönsku leikar- anna ogjer rétt að taka fram að sú frásögn er ekki eftir leikdómara heldur leikhúsfréttaritara blaðs- ins. Hann er ekki í Leikdómara- félaginu og hefur ekki einu sinni sveinspi'óf í iðninni. Hann er því ekki óskeikull, heldui' hripar nið- ur það sem honum kemur í hug í strætisvagninum á leiðinni heim eftir frumsýningu. Á bls. 6 er sagt frá skringileg- um tilburðum nýtízkulistmálara, þar ei' ekki veitst að einum né neinum, heldur munu lesendur sjá við lesturinn að það er bara „sál- in í nýtízkumálara“ sem er tekin til meðferðai'. Garmurinn Gissur verður kyrr á bls. 7. Það er óþarft að kynna hann fyrir lesendum. Gissur er einn af traustustu hornsteinum Vikunnar. Hann blifur, þótt rit- stjórar komi og ritstjórar fari. Bls. 8—9 er ríki konunnar og ætla ég mér ekki þá dul að gerast leiðsögumaður um það torrataða riki. En þar verður hugðarmálum kvenna gerð skil og sagt frá öllu er varðar heimili og húshald. Bls. 10 er helguð því fólki sem á tyllidögum er kallað erfingjar landsins og framtíðarvon þjóðar- innar en hversdagslega glötuð kynslóð. Á bls. 11 er sagt frá raunalegri ógæfu sem egypsk drottning rataði í vegna þess að hjúskaparmiðlunin var ekki tekin til starfa á hennar dögum. Loks eru tvær frámhaldssögur i blaðinu að venju, báðar hörku- spennandi og efnismiklar. Að endingu' flyt ég lesendum kveðju mina og vona að Vikan eigi eftir að veita þeim ótalda ánægjustund hér eftir sem hing- að til. Jökull Jakobsson. Veiztu — ? 1. Hver er endir als? 2. Hvenær voru danskir bændur leystir úr ánauð? 3. Hvað hét maðurinn sem var sj«- ræningi áðui- en hann gerðist páfi? 4. Hver fann handritið að Bjólfs- kviðu ? 5. Hver var Josep Korzenievski ? 6. I hverju þvoði Pílatus hendur sínar ? 7. Eftir hvern er ljóðlínan „Water, water everywhere“ ? 8. Eftir livern er ljóðlínan „Allt á floti allsstaðar“ ? 9. Af hverju bera Gveiidarbruii«ar nafn sitt? 10. Eftir hvern er þessi vísa: Mörður gígja maður hét, niikill skýjaglópur. 1 Ástralíu einatt lét einsog kríuliópur? Sjá svör d bls. lJf. VIKAN s

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.