Vikan


Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 6
Æð wnúla súlinu nýjungar ■ myndlist — eða Afögrum sumardegi datt mér í hug að heimsækja listmálarann og spyrja hann helstu tíðinda úr heimi listarinnar. Það var orðið langt um liðið síðan ég hafði séð inn í þann heim og hefur mér þó oft verið sýnt í tvo heimana. Ég stakk fjórum bJýöntum í brjóstvasann og tróð út alla vasa með pappír til þess að vera viss um að standa ekki eins og glóp- ur ef listmálarinn yrði sérlega and- ríkur. Einu sinni hafði ég nefnilega verið svo óheppinn að verða uppi- skroppa með pappír þegar ég átti viðtal við óðamála skáld og neyddist til að pára niðurlagið á samtalinu framan á skyrtuna mina. En við þessa áreynslu spratt út á mér svo mikiU sviti að skriftin rann út og varð ólæsfleg með öllu. Þetta gat skáldið aldrei fyrirgefið mér, því hann staðhæfði að hann hefði í þessu samtah sagt ódauðlega speki. En sjálfur var hann búinn að gleyma hvað það var. Ég hafði farið í tötralegustu garma sem ég átti í eigu minni til þess að særa ekki listmálarann með því að vera of borgaralegur. Svo labbaði ég af stað og fór hliðargötur til þess að mæta ekki lesendum mínum. List- málarinn bjó i gömlum hrörlegum skála fyrir innan bæ, það var engin leið að gera sér í hugarlund í hvaða skyni þessi húsakynni höfðu í fyrstu verið reist en málarinn hafði rifið úr því norðurhliðina og látið setja glugga í staðinn. Ég nálgaðist húsið með djúpri lotningu því ég vissi að þessi málari var mikill listamaður og þar að auki í tízku því hann hafði gert merka uppgötvun í mál- aralist. Og ég ætlaði einmitt að fjæðast um þessa uppgötvun og segja frá henni í blaðinu. Ég barði að dyrum hálf hikandi og leið nú Jöng stund áður en ég heyrði nokk- urt lífsmark að innan. Er ég hafði hert mig upp og barið nokkrum sinn- um var hrópað reiðilegri röddu og spurt hver andskotinn gengi á. Mér var mest í mun að forða mér sömu Jeið til baka en áður en ég hafði haft ráðrúm til að hlaupa var dyrunum svipt upp á gátt og þar stóð listmál- arinn í allri sinni dýrð. Hann var klæddur skræpóttri skyrtu og hafði rifið hana niður eftir endilöngu svo skein i kafloðinn brjóstkassann. Þá var hann í brókum sem saumaðar hófðu verið saman úr mislitum pjötl- um og náði önnur skálminn niðurá hné en hin niðurá ökl. Hann hafði sítt skegg niðurá bringu og augu sem skutu gneistum í allar áttir. I-íann spurði mig dimmri röddu hvað mér væri á höndum. Ég bar upp er- indið skjálfraddaður og titrandi. Ég fyrirlít blaðasnápa, sagði list- málarinn. Þeir hafa ekkert vit á list- um. Kondu samt innfyrir. Kannski þú viljir kaupa mynd? Mér fell allur ketill í eld, hafði ekki búist við að þurfa að kaupa mynd en drattaðist samt innfyrir. Við mér blasti stór salur og var þar fátt um húsgögn nema eitt borð sem á vantaði eina Jöppina og var látinn kassi undir hornið, ennfremur voru þar tvær tunnur sem sagaðar höfðu verið þannig að þær litu út einsog stólar. Þar var allt á rúi og stúi eins og vera ber hjá miklum snillingum, hálfköruð málverk upp um alla veggi, önnur lágu á gólfinu og nokkrum var stillt upp á ská við veggina. Það brakaði í gólfinu þegar gengið var inn. Ég dró nokkur blöð uppúr vasan- um og tók mér blýant i hönd, stakk öðrum í munnvikið til að vera við- búinn, ræskti mig lifandis býsn og spurði svo: — Hvað er nýtt í málara- listinni ? Það hnusaði í listamanninum. Hann svaraði ekki strax en fór að ganga um gólf. Þegar málarinn hafði gengið um gólf nokkra stund snarstanzaði hann fyrir framan mig og hvæsti: — Hvað er nýtt i málaralistinni, hvern fjárann varðar um það. FóJk spyr ekki hvað sé nýtt. Það vill bara fá landslag í metratali, lands- lag eftir uppmælingu til að skreyta veggina hjá sér. Borgararnir spyrja ekki um list. Þeir spyrja bara hvort þettá sé Hekla, Skjaldbreið eða Þing- vellir. Borgararnir skiija ekki hina sönnu list. Þeir vilja bara sólarlag á litinn eins og sætsúpu á stofu- veggjunum. Hann stakk höndum djúpt i vas- ana og bætti við í dapurlegum tón: Hinir sönnu listamenn eru dæmdir til að berjast einmanalegri baráttu, þeir eru misskildir og hædd- ir af sarntíð sinni, enginn vill líta við þeim. Mér er samt sagt að þér séuð i tízJiu, stundi ég upp. Það er búið að sltrifa heilmikið um yður í blöðin. Málarinn setti undir sig hausinn og augabrýnnar sigu. Það er lygi, eg er ekkert í tizku, það eru bara sunnudagsmálar- ar sem eru í tízku, þessir sem labba úi í móa og mála það sem fyrir aug- um ber, hvort sem það er belja á beit eða fólk i berjamó. "ýmsir segjast þó ekki skilja myndir yðar, sagði ég til að gleðja listamanninn og bæta fyrir brot mitt. Þeir segja jafnvel að þér hljótið að vera með lausa skrúfu. Málai'inn rak upp gleðihlátur, og fórnaði höndum. — Það er af því ég mála sálina, það er af því mála leyndardóminn d bak við hlutina. Ég læt mér ekki nægja að hoi'fa á hlutina eins og þeir virðast vera. Ég mála innsta eðli þeirra, sálina i þeim, sem er hul- in sjónum hversdagsmanna. Þess- vegna er ég misskilin og hæddur af samtíðinni. Málarinn stundi af sorg og mæðu og ég gat ekki að þvi gert að vor- kenna honum ofurlitið að vera svona hæddur og misskilin af samtíðinni. Ósköp hlaut hann að eiga bágt. — En kannski vilduð þér reyna aö útskýra fyrir fólkinu þessa nýju uppgötvun yðar í málaralistinni, sagði ég. Kannski mundi það skilja yður þá. Það rumdi í listmálaranum. — Fólk skilur aldrei neitt. Ef það skilur eitthvað þá er það ekki lengur fólk. Og þá á maður engan leyndar- dóm lengur, sagði hann, og til hvers er þá barist? Ég vildi ekki gefast upp. - Ég hef heyrt að vinnubrögð yðar séu nokkuð nýstárleg og um- deild, sagði ég, þér látið yður ekki nægja pensilinn. — Pensillinn er orðinn úrelt verk- færi, sagði listmálarinn, það er ef til villt hæg að mála tagl á hrossi eða sólarlag við Skerjafjörð með pensli, en hvernig dettur þér í hug að það só hægt að mála sálina með venju- legum pensli ? Ég varð að viðurkenna að illkleift væri að mála sálina með venjulegum pensli. Svo dirfðist ég að spyrja hvaða verkfæri væri hentugast við að mála sálina. Listmálarinn vai'ð íbygginn á svipinn og leyndardóms- fullur. Hann virti mig fyrir sér nokkra stund efins í því hvort öruggt væri að trúa mér fyrir leyndar- málinu og sennilega hefur það ráðið úrslitum hvað ég var tötralegur til fara að hann ákvað að veita mér hJutdeild i leyndarmálinu. Hann strengdi léreft á trönur í mesta flýti, fór siðan út í horn og gaufaði þar nokkra stund, rótaði lengi í allskyns drasli sem þar var og gaut til mín auga við og við. Loks kom hann aftur tfl mín og hélt á einhverju ilöngu áhaldi í hendinni. Hann brá því á loft fyrir framan mig. Hjólhestapumpa! Ósköp venjuleg li jólhestapumpa! Ég gapti af undrun, varablýant- urinn sem ég hafði geymt í munn- vikinu datt á gólfið. Ég starði á hjólhestapumpuna. Listmálarinn glotti þegar hann sá furðusvipinn á mér. — Sannleikurinn er alltaf ein- faldur, sagði hann, þessvegna eru það ekki nema snillingar sem geta fund- ið sannleikann. Nú skal ég sýna þér vinnubrögðin. Ég skal mála í þér sál- ina á tveimur mínútum. Á miðju gólfi stóðu nokkrar fötur með mismunandi litum legi. Hann stakk hjólhestapumpunni ofan í eina þeirra og sogaði upp i hana. Ég starði á hann og fann að hökubrodd- urinn var farinn að snerta bring- una á mér. Hann sá á mér aulasvipinn og sagði til skýringar: Framhald á bls. 14 Frásögn eftir Grím Ægi. Teikning eftir Flóka Nielsen. fi VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.