Vikan


Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 9
ÞÁTTUR KVENNA I. FRÚ DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR Á sólbjörtum maímorgni tók forsetafrúin á ■ móti mér á Bessastöðum. Hvítklædd starfs- stúlka fylgdi mér til stofu, þar sem forsetafrúin Dóra Þór- hallsdóttir beið mín. Frúin er sérlega alúðleg í viðmóti og blátt áfram. Hún bauðst til að sýna mér húsakynni og þá ég það með þökkum. Til vinstri þegar komið er inn úr forstofu er skrifstofa forsetans, allstórt herbergi, vistlega búið hús- gögnum og bókaskápar huldu veggi. Á hægri hönd er gengið í gegnum dagstofu og þá tek- ur við hið fagra blómaherbergi, og ber glöggan vott um smekk- vísi. Þá er móttökusalur- urinn. Mér virtist hann feikn- stór og hafði orð á því við frúna, en hún brosti og sagði hann oft reynast í minnsta lagi, þegar fjölmennir hópar koma, stundum á annað hundrað manns. Á vinstri hönd úr mót- tökusal er borðstofa, en það var kennsluherbergi, þegar lærði skólinn var til húsa á Bessastöðum. Við gengum aftur inn i blómaherbergið og fengum okk- ur sæti. Litlu síðar var okkur borið kaffi. Frú Dóra er fædd í Reykja- vík þann 23. febrúar 1893, dótt- ir Þórhalls Bjamasonar biskups og frú Valgerðar konu hans. Faðir hennar reisti og ræktaði Laufás í Reykjavík og þar ólst hún upp. — Faðir minn unni sveita- störfum og vildi, að við börnin kynntumst þeim. Við kunnum því vel og ég tel, að öll börn, sem aðstöðu hafa til, ættu að minnsta kosti að dvelja tíma og tíma í sveit á sumrin Þeim er ekki aðeins hollt að kynnast hin'um margvíslegu störfum, heldur er það þrosk- andi fyrir þau. Síðan gekk ég 1 Kvennaskól- ann, þegar ég hafði aldur til. Það var engu síður en nú af- bragðs skóli og margir merkir kennarar. Síðasta veturinn, sem ég var þar, var stofnuð heima- vist í skólanum, en ekki bjó ég í henni, þar sem heimili mitt var rétt utan við bæinn. Eftir það fór ég til Svíþjóðar og var þar nokkra mánuði á hús- mæðraskóla, lagði einkum stund á vefnað, sem alla tíð hefur ver- ið ein eftirlætisiðja mín. Ég átti lengi stóran vefstól, en nú orðið fæst ég minna við að vefa on áður og fékk mér því vefstól af minni gerð. — Þið hafið svo gift ykkur skömmu eftir að þér komuð aftur frá Svíþjóð. — Já, við giftum okkur 1917. Þá var maðurinn minn fyrir Frú Dóra Þórhallsdóttir. nokkru útskrifaður guðfræði- kandidat. Hann tók prófið, þegar hann var aðeins 21 árs og var því of ungur til að hljóta vígslu. Þá voru prestsefni ekki vígð yngri en 23 ára. Fyrsta veturinn eftir giftingu okkar vann maðurinn minn í banka og sinnti kennslustörfum. — Hvernig hefði yður fallið það, ef maðurinn yðar hefði orð- ið prestur? — Vafalaust prýðilega! For- setafrúin brosir. Okkur hefði báðum fallið það vel og ég hefði hæglega getað hugsað mér að verða prestkona í sveit. Ég hef alltaf haft yndi af bú- skap og við hjónin erum bæði mjög kirkjulega sinnuð. En þetta fór nú á annan veg en við bjuggumst við og ekki er nein ástæða til að sakast um það. — Hvað hafið þið eignast mörg börn? — Þau eru þrjú, öll gift í Reykjavík. Og 12 eru barna- börnin orðin. Þau eru nú okk- ar yndi og eftirlæti og eru mikið hér, sérstaklega á sumr- in, enda er þetta ákjósanlegur staður fyrir börn. — Er ekki ákaflega mikið um gesti hjá ykkur? — Jú, jú, hingað koma oft gestir. Á veturna er venjulega minna um það, en á sumrin oft r.æstum daglega. Það eru sendi- herrar og ýmsir aðrir erlendir gestir, sem eru hér á ferð. Auk þeirra fjöldi íslendinga, bæði kaupstaða- og sveitafólk. Það er líka eins og það á að vera á svona heimili. Þjóðhöfðingja- setrið á í raunninni að vera heimili allrar þjóðarinnar. Við höfum verið svo heppin að hafa sérlega gott starfsfólk. Við höfum eina matreiðslukonu, tvær starfsstúlkur og tvo bíl- stjóra. En þegar fjölmennir hópar koma er auðvitað nauð- synlegt að fá aukahjálp. — Hvernig verjið þér helzt tómstundum yðar, ef nokkrar eru? — O, sei, sei. Þær eru marg- ar. Ég fylgist með verkunum, eins og hver önnur húsmóðir. Ég les mikið, einkum eldri rit- höfunda okkar og skáld. Eki þessi atómljóð . . . bezt að ég segi ekki meira. Einnig fæst ég mikið við að prjóna, sauma og vefa. Á sumrin bregð ég mér oft út í heyvinnu. Mér finnst það svo frískandi og hressandi og ég geri gagn um leið, því að oft vantar vinnuafl. Svo höfum við hjónin fáeinar kindur og höf- um góðan matjurtargarð, mest okkur til gamans. Hér er líka mikið og fjöl- skrúðugt fuglalíf og einkar ánægjulegt að fylgjast með blessuðu fuglunum. Æðarfugt verpir úti í hólmanum og auk þess hafa margar aðrar tegund- ir aðsetur sitt hér. Okkur finnst við í rauninni vera sveitafólk, því að hér er svo kyrrt og ró- legt. Fegurðin er mikil, eink- um þykir mér fallegt hér á vorin. Við kunnum mjög vel við okkur og förum ekki mikið í bæ- inn. Að vísu fer maðurinn minn alltaf á skrifstofuna á morgn- ana — oftast fer hann í Sirnd- laugarnar á undan. Hann kem- ur svo heim um hádegisbil og fer sjaldan aftur. — Þið hafið ferðast mikið, bæði innanlands og utan. — Já, við höfum heimsótt allar sýslur nema tvær, Austur- Skaftafellssýslu og Norður-ísa- fjarðarsýslu. Þangað ætlum við í sumar. Ferðir okkar innan- lands verða okkur ógleyman- legar. Alls staðar höfum við átt íramúrskarandi alúð og gest- risni að fagna. Það hefur verið okkur hjónunum ómetanlegur Framhald á bls. 14 VIKAN inun að staðaldri birta Uynningarþætti um merkar is- lenzkar konur. Blaðinu cr það mikill heiður að hefja þessa þætti með því að kynna konu sem raunar er óþarft að kynna, frú Dóru Þórhallsdóttur. Forsetafrúin skipar með sóma æðsta tignarsæti kvenna með þjóðinni og er Vikunni sönn ánægja að fá tækifæri til þess að kynna hana fyrsta. VIKAN 0

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.