Vikan


Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 19.06.1958, Blaðsíða 13
Bert heyrðist endurtaka stuttlega úti við dyrnar: „Einhver áhætta." Thursday sagði: „Eg hef mikið að gera núna. En ég skal hugsa um það eitthvert kvöldið. Eg ætla að sjá hvernig gengur í greninu mínu fyrst.“ Spagnoletti þurrkaði lófan á jakka sinum. Thursday tók í hendina á honum. Þrekni maðurinn spurði. „Hvar er grenið yðar, Thursday ?“ „Niðri á Fimmtu. Ef þér viljið einhvern tíma heimsækja mig, þá er hægt að ná í mig á Bridgway hótelinu. Þakka yður fyrir, Spagnoletti." Thursday gekk út án þess að líta við. Fingurgómar hans voru kaldir. Hann fór yfir Broadway, og skömmu fyrir ofan Hugginshúsið fór hann upp í strætisvagn, sem var á ferð upp í bæinn. Hjá Plaza vatt hann sér skyndilega út úr vagninum, rétt áður en umferðaljósin breyttust. Þar var saman kominn mikill fjöldi fólks kringum biðstöðvar strætisvagnanna hjá litla, troðna skemmtigarðinum. Thursday þrýssti sér inn í manngrúann og horfði á umferðina. Farar- tækin fóru í rykkjum framhjá. Stuttu síðar brosti hann lítillega og þregndi sér út úr hópnum. Einn bílann hafði verið Dodge ,módel ’46 — ökumaðurinn var maður í leðurjakka. Bert hafði ekið upp Broadway, hann hafði haft augun á strætis- vagninum á undan. Thursday gekk aftur niður að hafnarbakkanum. Á móti Huggins-húsinu fór hann inn i kaffihús, með skyggðum rúðum. Hann sat við enda borðsins næst Broadway og pantaði kaffi. Kaffið var rammt, og svalaði ekki þorsta hans. Veitingastúlkan færði honum önug vatnsglas. Thursday lét tvo bolla af kaffi endast sér í klukkutíma. Blá augu hans litu sífellt á gráa framhlið steinhússins handan við götuna. Klukkan þrett- án mínútur yfir fjögur, samkvæmt klukkunni á kaffi húsinu, skvetti hann í sig síðustu dreggjunum úr bollanum og gekk nær hurðinni. Kona gekk eftir gangstéttinni hinum megin við götuna. Hún var í rauð- um skóm og Ijóshærð. Andlit hennar var hrukkótt vegna gjólunnar, sem lagði frá höfninni. En hún var þekkjanleg. Þetta var Angel, sem sneri sér skyndilega og gekk inn í Huggins-húsið. Föstudaginn, 10. febrúar, ld. 4,30 e. h. „Ég hef staðið við loforð rnitt," sagði Austin Clapp. Hann sneri græn- leitu Tribune-Sun blaðinu við á skrifborði sínu. LÆKNIR 1 MISSION HILLS MYRTUR. Hvergi var minnzt á barnsránið. Max Thursday andvarpaði hægt og hallaði sér aftur á bak i stólnum. tJti i lögreglustöðvargarðinum var regnið aftur byrjað að tifa. „Þetta gengur ágætlega. Ég sá Union-blaðið i morgun. Ég vildi sannarlega að ég hefði hattinn minn í þessu veðri.“ Stóri maðurinn vatt sér i stól sinum og horfði á raka rúðuna. „Ég efast ekki um það, Max, en við þurfum meir á honum að halda en þú.“ „Eruð þið enn að reyna að góma mig?“ "Clapp svaraði ekki. 1 stað þess rótaði hann í skifborði sínu og tók þar upp pipu og tóbakspung. „Þá átt að tala við likskoðarann klukkan hálf tiu á mánudaginn kemur.“ Thursday saug að sér loft til þess að kæla munninn. „Hvernig fórstu að því að draga líkskoðunina svona á langinn?" „Það kostaði dálitla fyrirhöfn," tautaði maðurinn. Hann kveikti í píp- unni og virti Thursday fyrir sér gegnum reykinn. „Max, ég er ekki að reyna að góma þig. En varaðu þig. Lögreglustjórinn vill hafa þig sem höfuðvitni. Við Maslar fengum hann ofan af því — í bili að minnsta kosti.“ „Maslar. Er rannsóknarlögreglan strax komin í þetta ?“ Clapp lét sér hvergi bregða. „Barnsrán er eitt af þeirra viðfangsefnum." „Clapp," sagði Max Thursday lágt, „hefurðu komizt að nokkru?" Lögregluforinginn hristi stórt höfuðið hægt. „Því miður, Max. Það er engin slóð.“ „Það hlýtur að vera einhvers konar slóð.“ „Við getum ekki ráðizt inn í hvert hús bænum. Þótt við gerðum það, ekki víst að við fyndum hann. Þetta er stórt land, og hér er fjöldinn allur af felustöðum. Við getum aðeins setið kyrrir og beðið þess að barnsræn- ingjarnir aðhafist eitthvað.” Thursday ýtti aftur stól sínum og gekk að glugganum. Hann ýtti krepptum hnefanum ofan i jakkavasana. „Þú getur svo sem sagt þetta. Og það er miklu auðveldara að biða en reyna að vinna eitthvað.“ Clapp sagði rólega. „Slepptu þér ekki, Max.“ „Barnsræningjarnir koma sko ekki hingað og halda út höndunum til þess að þið getið sett á þá handjárn. Clapp.“ Stóri maðurinn saug pípu sína hugsandi. „Það er ekki svo gott að eiga við þetta. Þú ættir að vita það, Max. Þegar eitthvað kemst upp í þessu máli, þá kemst allt málið upp.“ „Segðu blöðunum þetta,“ sagði Thursday, sem enn snei-i baki að hinum manninum. ,,Ég ætla mér að koma upp um þetta mál.“ „Þú gerir ekki annað en að reyna,” sagði Clapp hægt. „Þú ert að reyna af öllum mætti að verða hrakfallabálkur." Thursday sneri sér við og hallaði breiðum öxlum sinum upp að rúðunni. „Hvað meinarðu?" „Eins og er ert þú sá eini sem hefur ástæðu og tækifæri til þess að drepa Elder. Elder var eitthvað við barnsránið riðinn, en guð má vita hvernig. Tommy er sonur þinn. Þetta er auðvitað tilviljunarkennt, en það stoðar þó dálítið.“ „Gleymdu ekki hinum gesti Elders.” „Ef það er tfkki lygi.“ Unga fólkið Framhald af bls. 10. Flosi — Auðvitað maður. Ég hafði leik- iö eitthvað í skóla og komið á svið í Hafnarfirði. Fór í leikskóla rétt á eftir, lauk prófi þaðan i mai- mánuði síðastliðnum. — Og ef þú mættir nú óska þér einhvers eins og Danni eftir að hann „reddaði rollingunum frá að súpa sig inn í eilífðina" í Þingvallavatni. — Mig langar að sigla og kynnast leiklistarlifinu erlendis. En það er nú ekki hlaupið að því. Heyrðu, ef þú þekkir einhvern sem þarf að losna við peninga, þá láttu hann vita af mér. Við lofuðum að gera okkar bezta. Svo bárum við upp þessa sígildu stúdenta, var í stjórn Kvenstúdenta- félagsins og einnig i stjórn Orators, félags laganema. Hvernig þótti þér annars að vera eini kvenmaðurinn í stórum stráka- hóp í lagadeildinni ? — Mér leiddist ögn fyrst í stað, og saknaði þess að geta ekki rætt við stöllúr mínar um áhugamálin í skól- anum. En fór fljótlega að kunna vél við skólabræðuna. Það má öllu venj- ast. Og hvað um framtíðina, Auður ? Ætlarðu á þing eða í bæjarstjórn? Auður Þorbergsdóttir er ákveðin þegar hún segir nei. Hún ætlar ekki að skipta sér af pólitík. Hún hefur fengið stöðu sem fulltrúi á lögfræði- skrifstofu hjá Gunnari Fálssyni og segist hlakka til að geta byrjað að sinna hugðarmálum sínum. Hún hefur mikinn hug á því að sigla til útlanda til framhaldsnáms en því er þó ekki að heilsa fyrst í stað, spurningu: — Hvað um framtíðina? •—• Ef maður bara vissi það. En eins og stendur er ég mangari. Við biðjum um skýringu. — Ég vinn hjá heildsölufyrirtæki. Smjör, ost og tólg. Rækjur, sardín- ur, sjólax. Faxasíld i tómatsósu, sinnepi og olíu. Allt í kústum og sköftum. Það held ég nú. heldur verður hún að vinna fyrir sér og afla sér meiri fjár áður en af því getur orðið. Hún kveður sig langa til að dvelja um skeið erlendis og kynnast nýju umhverfi og andrúms- lofti, en verður að láta sér nægja að vinna hér heima fyrst um sinn. En pólitíkin má sigla sinn sjó. En þú hlýtur þó að vera kven- Flosi flytur okkur þennan boð- skap með dramatískum þunga og leikrænum tilþrifum eins og Sigurð- ur Grímsson mundi segja. Leikhæfi- leikar koma að góðu gagni þegar þarf að selja Mörlöndum smjör, ost og tólg. Nú megum við ekki tefja Flosa lengur. Hann er að búa sig undir ferðalag hringinn í kringum landið. Hann tekur þátt i leikför Þjóðleik- hússins með „Horft af brúnni” eftir Arthur Miller og er ætlunin að sýna það í flestum kaupstöðum og sveitum landsins i sumar. Við stöndum upp frá kaffinu og óskum Flosa góðrar ferðar en þökk- um hinni ágætu eiginkonu hans, Lilju Margeirsdóttur, fyrir kaffið. Auður Framh. af bls. 10 tíma til þess að vita hvernig sér félli námið. Hún fékk aukinn áhuga á núminu og segist ekki geta hugsað sér skemmtilegi námsgrein. Hún tók mikinn þátt i félagslífi réttindakona ? — Vitaskuld er ég fylgjandi því að konur séu jafn réttháar og karl- ar, svarar hún. Þó það nú væri. — Konur inna jafn mikið starf af hendi sem karlar og ættu því að fá sömu laun fyrir sömu vinnu, ann- ars virðist mér að konur hafi flest önnur mannréttindi á borð við karl- þjóðina. Mér finnst þær ættu frekar að notfæra sér eitthvað af þeim áð- ur en þær heimta meira. Mér leið- ast þetta sífellda þras í þessum kven- réttindakonum, meðan kvenþjóðin hugsar ekkert um að færa sér i nyt þau hlunnindi sem þær njóta nú þeg- ar. Kvenfólkið verður að sýna fram á það sé verðugt þeirra réttinda sem það fer fram á. Og hér má bæta þvi við að Auður Þorbergsdóttir hefur sýnt og sann- að að hún er verðug þeirra mann- réttinda sem kvenréttindakonurnar gömlu hafa aflað henni og kynsystr- um hennar til handa. Við óskum Auði góðrar ferðar til Þýzkalands og vonum að henni farnist vel í fram- tíðarstarfi sinu. „Hefurðu þá ekkert gert í þessu Saint Paul máli?“ Clapp starði á þerripappírinn á skrifborðinu. „Hvað á maður að gera í því ? Það er ekkert í skýrslunni. Er það maður? Ef til vill. Er það borg eða ef til vill er það eitthvað úr Biblíunni.” Hann leit i augu Thursdays. „Eð er það ef til vill ímyndun einhvers?” Thursday sagði: „Mundu að það var búið að rífa blað úr minnisbókinni.“ „Það er rétt," sagði Clapp hægt og kinkaði kolli. „Það gæti þýtt eitt- hvað. Og það gæti það ekki.“ Það hafði slökknað í pípu hans og hann kveikti aftur í henni, blés frá sér reyknum með áfergju og beit utan um stutt svart munnstykkið. „Fann Stein eitthvað, þegar hann rannsakaði Elder?“ Clapp ygldi sig. „Bíðum við — hvað vissir þú mikið, Max?" Ef ég man rétt komumst við mjög nærri því á læknastofunni í gær. Þetta högg í hálsinn rotaði hann. Þá otaði morðinginn haglabyssu i magann á honum, þar sem hann lá á gólfinu. Sum höglin fóru alla leið gegnum teppið." Thursday gekk um litlu skrifstofuna, starði annars hugar á gulmórautt ljón á veggalmanaki, cg gekk siðan aftur að glugganum. Clapp horfði á hann þegjandi. „Áttu slgarettu?" spurði Thursday. Clapp opnaði skrifborgsskúffu og kastaði siðan til hans uppteknum pakka af Raleigh sígarettum til hans. Thursday kveikti i sígarettunni með snöggum órólegum hreyfingum og kastaði eldspýtur.ni i pappírskcrfuna við skrifborðið. Framliald í nœsta blaði. 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.