Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 2
Verðlaunakeppni S.Í.B.S. (Sjá forsíðumynd) VINNINGAR: verðlaun kr. 2.500,00 verðlaun kr. 1.500,00 verðlaun 1.000,00 Fjórir vamavinningar: Brúða, brúðuvagn, sturtubíll og beyggingar- kubbar frá Keykjarlundi. Forsíðumyndin er af Vinnuheimili S.l.B.S. að Reykja- lundi í Mosfellssveit. Að Reykjalundi dveljast berklasjúklingar eftir að heilsuhælisvist iýkur, meðan þeir safna kröftum til þess að hefja störf á ný í þjóðfélaginu. Að Reykjalundi búa vistmenn við beztu skilyrði og vinna 3—6 stundir á dag að léttum iðnaði. Þar gefst þeim auk þess kostur á bóklegu námi í iðnskóla staðarins, sem veitir full iðnréttindi. Reykjalundur er byggður fyrir ágóðann af Vöruhapp- diætti S.l.B.S. — og sú uppbygging mún halda áfram enn um sinn. Nokkuð er tl iaf óseldum miðum. SPURNING: Hvað er það þrennt í Mos- fellssveit, sem nýtur frægðar víða um heim? seðill í verðlaunakeppni S.l.B.S. Frœgt er: Nafn _______ Heimilisfang GUNNAR RIJNAR tók forsíðumyndina. FEGURÐARDROTTNING af þjóðskáldum komin. Sigríður Þorvaldsdóttir syngur og dansar í óperettum, er að Ijúka hárgreiðslunámi, skrifaði skáldsögur 10 ára. £ O m m Q < o o tó o Q Q O tó HH Q £ í* S Leiklistin á hug hennar allan . . . Sigríður Þorvaldsdóttir, sem kjör- in var fegurðardrottning Islands 1958 er aðeins 17 ára gömul. Hún er dóttir hins kunna hljóðfæraleikara Þorvalds Steingrímssonar og konu hans frú Ingibjargar Halldórsdótt- ur. Sigríður er nýútskrifuð úr leik- skóla Þjóðleikhússins og hefur þegar verið falið nokkur hlutverk. Hún lék Fríðu i barnaleikritinu „Fríða og dýrið", sem sýnt var s.l. vetur. Einnig hefur hún allmikið hlutverk í „Kysstu mig Kata", sem sýnd er um þessar mundir, eins og kunnugt er. Hefur hún hlotið mjög góða dóma af byrjanda að vera. Sigriður seg- ist hafa ætlað sér að verða leikkona frá því hún fæddist. Hún leikur einnig á pianó, hefur áhuga á bókmenntum og teikningu. Einnig viðurkenndi hún að hún hefði á yngri árum fitlað við að búa til ljóð og sögur. Hér má skjóta því inní að afar hennar eru þjóðskáldin Matthías Jochumsson og Jón Thoroddsen og á Sigríður því ekki langt að sækja hæfileika til yrkinga. Sigriður >er að ljúka hárgreiðslu- hámi, hún telur það sérstaklega gagnlegt fyrir leikkonu að kunna nokkuð til slíkra hluta. Einnig hefur hún yndi af tónlist og metur Bach einna mest en aðrir, eins og Beethoven, Mendelssohn, Rachmannioff og Bartok eru henni einnig kærir. Sigriður segist ekki geta hugsað sér annað starf en leikstarfið og augljóst var að það var hennar hjart- ans mál, því að hún ljómaði þegar minnzt var á slíkt. Hún segist ekki hafa verið að ráði feimin að koma fram í Tívolí, því að hún kom beint úr leikhúsinu bæði icvöldin. Hún segir það hafa hjálp- að sér mikið að hún er vön að koma fram, en segir að auðvitað hafi ríkt öðruvísi stemning í leikhúsinu en í Tívolí. Sigríður verður fulltrúi Islands á Miss Universe keppninni, sem fram fer á Long Beech í Kaliforniu dag- ana 17.—27. júli n.k. Héðan fer hún þann 11. júlí. Þar mætast stúlkur frá yfir 50 löndum heims og vekur þessi fegurðarsamkeppni geysimikla athygli um víða veröld. Flestai' stúlknanna fá tilboð um kvikmynda- leik og fleira, auk þess sem þetta er frábær landkynning. Ekki er að efa að Sigríður Þorvaldsdóttir verð- ur landi sinu til sóma á Long Beech. • Eftir keppnina er áætlað að hún fari í þriggja vikna ferðalag um Bandaríkin á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Loks skal tekið fram til skemmt- unar og fróðlekis að Sigríður er 174 sm á hæð, vegur 57 kíló. Bi'jóstmál er 88, mitti 55, og mjaðmir 91 sm. Aðalheiður í Nauthólsvík. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.