Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 9
FAGRER MUNER tíR GULLI OG SILFRI Senduni gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavogl 22 A. — Slml 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÍRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHBEINSUN) SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ G SÍMI 23337 - - ___________________________á Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garai. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með ■tízkunni. Sendum gegn póstkröfu urn land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21A. Simi 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Oliukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bfla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. I SHORNio G. K. HARGREIÐSLA Hvort sem manni likar betur eða ver, þá er það stað- reynd að hárgreiðslan kemur upp um skapgerðina. Stuttklippt: Stúlkan með stutta hárið, sem situr fallega á kollinum vel hirt, er sú sem vill hafa áhrif á umhverfi sitt og þá, sem hún um- gengst og tekst það, því hún er hrein, frá hvirfli til ylja. — Skap- gerð hennar er eftir útlitinu: Elsku- leg og skilningsgóð. Ennistoppur: Hvort ,sem hann er sléttur eða liðaður, tilheyrir þeirri, sem gædd er gáfum og andlegum hæfileikum. Stúlka með þessa JÆíá greiðslu er gædd hæfileikum, sem iW leikari, hljómlistarmaður, málari eða skáld. Hún er í eðli sínu alvarlega hugsandi, en hún veit líka hvernig hún á að koma fram í lífinu og einn- ig hvað klæðir hana. Hún er haldin ráðkænsku í þeim efnum, og stundum er það, sem hún hefur ennistopp í þeim tilgangi, að stytta of langt andlit eða nef. Taglið: Stúlkuna með taglið ei' mjög auðvelt að skilgreina. Bara það, hvernig hún notar teygjubandið til að koma hárinu saman, lýsir grunnhyggni og skemmtanafýsn. — En vanálega eru það ungar stúlk- ur, sem ekki hafa enn náð full- mótaðri skapgerð. — AðaJáhugamál er Roek’n’roll. Hnakkahnútur: Fröken hnakka- hnútur er oft .þóttafull og veit af sínu eigin „Ég“ — Hún leggur mikla áherzlu á að koma fram, sem óað- finnanleg. — Hún er gædd mikilli reglusemi í starfi sínu. Sem sagt, skapgerðin er eins og hárgreiðsla: Óaðfinnanleg. Loðhundagreiðslan: Stúlkan með þessa greiðslu er sístarfandi. Hún er hlaðin ótæmandi lífsorku og ekki takmörk fyrir því sem hún getur afkastað á skömmum tíma. Hún er að eðlisfari mjög reglusöm og hrein og bein eins og hárgreiðsla hennar. Fröken jarðvöðull: Já, hún verður sannarlega að taka sig á. Hún er alltaf með illa hirt hár. — Hún er kærulaus með allt útlit sitt og fyrir öllu sínu umhverfi yfirleitt. Eigið manngildi er hugtak, sem kemst ekki fyrir í kollinum á henni. En, ætti hún eftir að hitta hár- greiðslukonu, sem vildi leggja sig fram, til að breyta útliti hennar, mundi það hafa bæt- andi áhrif á hugsunarháttinn og skapgerðina. Miðskipting: Sú, sem skiptir hár- inu í miðju, eyðir ekki lífi sínu I óþarfa áhyggjum. Hún tekur lífinu eins og það kem- ur fyrir. Hún eyðir ekki tímanum á hárgreiðslustofum, enda hefur hún enga trú á þvílíku pjatti. Svo eru það þær konur, sem hafa hlotið í vöggugjöf, þetta „klassiska andlit”, sem klæða þessi hárgreiðsla mjög vel. — Skapgérðar- einkenni: Drenglyndi og prúðmennska. — Já, að hugsa sér að til skuli vera menn, seirr* geta bara með því að horfa á einn,: hárið, nefið munninn eða augun, hreint og beirt lesið mann ofani kjölin*. — Það er víst allt satt, sem þeir segja. — En, það er þó huggun, að það eru svo tiltölulega fáir, sem gæddir eru þessum gáfum. 1 Boston er maður að nafni, Veronique Dengal. Hann sannfærir unga menn um það, að þeir geti bara með þvi að horfa á munninn á tilvonandi eiginkonu, séð fyrirfram hvort hún sé þess vrðii að gera hana að lífsförunaut. — Hann segir: —- Það þýðir ekkert fyrir þær að villa á sér heimildii' með þvi að búa til munn. Þ.e.a.s. að mála útfyrir eða inn fyrir línur varanna. Sinn rétta munnsvip geta þær ekki falið með því, en það er hann sem gildir. Þunnar varir: Lýsa fastheldni og rólegu skapi. Kona með þannig munn er alltaf sjálfri sér nóg. Hún getur lifað einlífi og er ánægð með það. Stór breiður munnur: Kona með þannig munn er eggj- andi og sérlunduð. Það er ómögulegt að vita upp á hverju hún tekur. Ef efri vörin er stærri en sú neðri, þá er sú sérstak- lega framtakssöm. Hún, sem er með eðlilegan munn, fallega beygðan, er tilfinningasöm og verður ábyggilega góð eiginkona. — En sú allra bezta er sú, sem hefur þennan litla fallega ki'inglótta munn. - - Einasta, sem hún óskar sér, er hjóna- band og stendur sig i því með ágætum. — Þetta er það, sem V.D. hefur að segja um munna. En svo eru það bara öll hin afbrigðin af öðruvísi munn- um, sem hann talar ekkert um. En þar verðum við bara að geta í eyðurnar. Dökkrauðar rósir Undanfarið hefur verið hægt að fá, rósir á lækkuðu verði. Hér er mataruppskrift, beint frá Austurlöndum: Vi kg. dökk-rauðar rósir, 14 kg. sykur, safi af einni sítrónu, 3 kb. vatn. Blöðin eru soðin í vatninu við hægan eld í tíu mínútur. Þá er vatnið siað frá og í það settur sykurinn. Soðið þar til fer að þykkna. — Þá eru blöðin ásamt sítrónusafanum sett út í og soðið í % klst. Rósir sem salat: Þá eru blöðin lögð í olíven olíu og safa af sítrónu. Stjörnu- spá VATNSBERINN: (21/1—19/2) Skemmtilegur og óvenju- legur mánuður. Áhyggjum yðar vei'ður blásið burt. Ferðalög eru fram undan. Margir hitta félaga og kunningsskapurinn getur orðið mjög náinn. En, takið hann samt ekki of alvar- lega. Það er ekki víst, að hann eða sú, sem þér mætið sé sá rétti aðili, ef þér hafið hjónaband í huga. FISKAMERKIÐ: (20/2—20/3) Gæti orðið erfiður mán- uður. Gætði yðar, að lenda ekki í rifrildi við samstarfs- menn yðar. Sama gildir við fjölskylduna. Þér virðist eitthvað taugaóstyrkur. Drekkið sorgum yðar ekki samt í flöskunni, en það er oft eðli fiskmannanna. Ver- ið þolinmóðir, það birtir til innan mánaðar. HRUTSMERKIÐ: (21/3—20/4) Verið viðbúinn. Næsti máuður á eftir að færa yð- ur fréttir, sem er yður ekki að öllu leyti hagstæðar. Trú- ið ekki öllum fyrir áhyggj- um yðar, það eru ekki allir vinir yðar, sem þér reiknið með. Kvenfólk, sem fætt er í þessu merki, á von á spenn- andi æfintýrum. Og Amor er því hliðhollur. NAUTSMERKIÐ: (21/4—21/5) Sérstaklega hamingju- samur mánuður fyrir ný- trúlofaða og gifta. Þeir, sem hafa verið giftir lengi, njóta lifsins í ríkum mæli. Stofnið bara ekki til rifrildis. Þeir, sem eru ólofaðir, verða fyrir skemmtlegum æfintýrum. Sumii' hitta sinn lífsföru- naut. TVÍBURAMERKIÐ: (22/5—21/6) Nú fáið þér uppskeruna af erfiði síðustu mánaða og það í ríkum mæli, og vel- gengni yðar varir I fram- tíðinni. Ástarguðinn Amor er sér- staklega hliðhollur kven- fólki, sem fæddar eru í þessu merki. Framhald í næsta blaði. KONAN MÍN GR HJÁ MGR NOKKRA DAGA Á ÁRI, segir eiginmaður MARLENE DIETRICH Rudolph Seiber, eiginmaður Marlene Dietrich, var að ljúka við að gefa hænsnunum, þegar ég kom á búgarð hans í San Fernandodalnum í Kalifomíu. Hann hefur verið kvæntur Marlene Dietrich í 34 ár. Hann var búinn verkamannafötum, bláum brókum og ullarderhúfu. Þegar ég kynnti mig brosti hann elskulega og kvað meir en 20 ár liðin frá því hann hefði talað við blaðamann. Ég sagði honum frá tilgang- inum með heimsókn minni og Sieber bauð mér að fara með mig um landareignina, þar sem hann hefur 7000 alifugla, þar á meðal 4000 varphænur sem verpa 2400 eggjum á dag. Sieber hefur rekið þennan bú- garð í fimm ár síðan læknar námu á brott tvo þriðja af mag- anum árið 1953 til þess að kom- ast fyrir rætur krabbameins. ,,Ég kann prýðilega við mig hér,“ sagði hann. ,,Eg hef átt heima í mestu stórborgum heims, Vínarborg, París, Ber- lin, New York og vildi ekki skipta hvað sem í boði væri. Þetta er ekki þæiglegt líf en þetta er líf. Ég hef ánægjuna af að gera eitthvað sem ég hef gaman af. „Marlene var hér í gærdag, vinnuklædd og gekk að störf- um með mér. Sjálfur hef ég ekk i klæðst öðrum fötum í fimm ár. Sieber sagði að kona sín heimsótti sig oft og einnig dótt- ir hans, Maria Riva, með barna- börnum hans þremur. Þótt Marlene Dietrich sé ein- hver frægasta kvikmyndaleik- kona hemisins, vita fáir um eiginmann hennar. „Ég er feiminn og óframfær- inn,“ sagði Sieber. „Ég forðast athygli almennings eins og heit- an eldinn.“ Seiber og Dietrich voru gefin saman árið 1923. Þá stjómaði hann töku kvikmyndar þar sem hún lék smáhlutverk. „Við elskuðum hvort annað,“ sagði Sieber, „hún var ekki fræg í þá daga svo við vorum laus við það vandamál. Seinna þegar hún varð fræg, var það ekkert vandamál heldur, því við elskuðum hvort annað áfram. En frægðin er vanda- mál í sjálfu sér. Marlene varð að ferðast reiðinnar býsn.“ „Hún er fjarri heimlinu mestan hluta ársins en þegar þú elskar einhverja, þá fómar þú henni öllu sem þú átt, án þess þó^ að telja það fórn. Hún er hérna hjá mér nokkra daga á ári og við erum afar sæl.“ Ég spurði Sieber hvort hann væri aldrei afbrýðisamur. „Aðeins fyrst í stað áður en hún varð fræg,“ sagði hann. „Allir eiga afbrýðisemi að stríða við, — en ég er ekki vitund afbrýðisamur núna. Ég er kyndugur náungi. Afbrýði- semi er mér óþekkt hugtak.“ „Það sem máli skipti er það að ég elska hana og hún elskar mig. Hún var trygg og trú og hjónaband okkar hefur verið farsælt. Þegar ég fékk hjarta- áfall fyrir tveimur árum, kom hún hingað tafarlaust flugleiðis og settist á rúmstokkinn hjá mér, hjúkraði mér þar til mér batnaði. Svo mikil er ástin. Hún er góður drengur." Eg spurði Sieber hverjir væru helstu kostir þess að vera kvæntur heimsfrægri stjörnu. Sieber svaraði: „Þegar ég er kynntur fyrir fólki þá er sagt: „Þetta er eig- inmaður Marlene Dietrich. Kall- arðu þetta kost?“ Sieber gerði hlé á göngu sinni um landareignina, kallaði á eina af geitum sínum og spurði mig hvort ég ætti sígarettu. „Arthur þykir sígarettur svo góðar,“ sagði hann um leið og geitin gleypti handfylli af síga- rettum úr hendi hans. „Ég gaf feitinni ónæmislyf um daginn. Ig framkvæmi uppskurði, sker upp augu, framkvæmi öll störf dýralæknis. Allir í nágrenninu koma með dýrin til mín þegar eitthvað amar að þeim. Það eru viðbrigði fyrir mann sem hefur verið kvikmyndaleik- stjóri, lagt stund á latinu og grísku og verið í austurríska fótgönguliðinu í fjögur ár. En loksins nú er ég hamingjusam- ur. Veiztu af hverju? Eg horfi niður, ekki alltaf upp. Það eru forréttindi að vera á lífi, skal ég segja þér. Ég reyni að bera mig saman við annað fólk. Það er mín lífsstefna. Ertu aldrei einmana hérna? spurði ég. „Aldrei,“ sagði Sieber, „allir mínir tryggu vinir koma hingað stöku sinnum í heimsókn.“ Ég tók eftir því að hann tal- aði um sína tryggu vini, en ekki vini Marlenar. „Vinir hennar eru mínir vin- ir,“ sagði Sieber, „en mér finnst margir kvikmyndaleikarar yf- irborðskenndir og tilgerðarlvy- ir. En það er þeirra háttur. : Vr sækist ekki eftir félagsskr. þeirra. Ég tek náttúruna fraxn yfir allt annað. Ég elska dýr. Dýrin eru þakklátari en fólk.“ Að síðustu spurði ég Sieber hvort hann hefði nokkru sinni iðrað þess að hafa kvænst Mar- leneJDietrich. „Ég hefði aldrei getað hugs- að mér að giftast noWcurri annarri," sagði hann, „ég hef að vísu ekkert til samanburðar, en ég má segja að aldrei hefur hugur minn hvarflað að annarri konu öll þess ár.“ Þegar við tókumst í hendur að skilnaði sagði Sieber: „Gerðu mér nú greiða,“ „skrifaðu ekki um mig sem mann sem felur sig frá um- heiminum. Mann sem hefur lagt á flótta og falið sig á einmana- legum búgarði. Ég er hamingju- samur. „Ég hef aldrei verið ham- ingjusamari en nú. Ef til vill virðist lesendum þínum hjóna- band okkar með óvenjulegu móti, en hverju skiptir það? Við erum sæl í okkar samlífi og það er það eina sem raun- verulega skiptir máli." — JOE MYAMS, I i | VEIZTU - ?| : 1. Selmu Lagerlöf mun verða \ minnst viða um hcim núna | á árinu. I tilefni hvers? 5 2. 1 Afiríku lifa 200 milljónir 5 manna. Hve margir eru hvítir, ■ 5, 50, eða 75 milljónir? ; 3. Hver orti kvæðið Lilja, Hvar ■ dó hann? | | 4' Hvaða frægur leikari lést í f Hollywood, síðastl. mánuð? * : 5. Hver var Spinoza, Benedietus S ■ Barucli ? ■ i 6. Hvaðan er málshátturinn | kominn: Að kasta perlum fyr- : ir svin? ■ * ; 7. Hvar eru eyrun á engisprett- ■ unni ? ■ 8. Hve mikið magn af vatni get- 1 ur úlfaldi drukkið í einu? : ! 9. Hvað lieitir þjóðsöngur Belgíu ? ! 10. Hver er sá kóngur, sem býr • fyrir neðan legg? ■ £ Sjá svör á bls. l!t. i m * ■ ■ ■ ...........! 8 VIKA N VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.