Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 11
Konurnar bresta í grát.... tekur neitun sína, er hann færð- ur inn á skrifstofu verzlunar- stjórans. — Það eru óskemmtilegar athafnir, sagði einn verzlunar- stjórinn, en það dugar ekki að sýna þessu fólki neina mildi. Oftast játar fólkið tafarlaust og leggur fram þá vöru sem það hefur stolið. En stundum þræt- ir það fyrir og þá er ekki um annað að ræða en gera lögregl- unni viðvart. Það kemur sjald- an fyrir sem betur fer. Fólkið er látið gefa upp nafn og heimilis- fang, síðan er því veitt strengi- leg áminning og látið fara eftir að það hefur undirskrifað játn- ingu þess efnis að það hafi framið þjófnað. Það hefur aldr- ei komið fyrir að við höfum tekið sama fólkið tvisvar. „Ég skil ekkert í mér að gera þetta!“ — En við gerum fólkinu ljóst að við viljum gjarna halda viðskiptunum við það, ef það vilji verzla á heiðarlegan hátt. Oftast lætur þetta fólk ekki sjá sig oftar en það hefur einnig oft komið fyrir að konur sem hafa verið teknar halda áfram að verzla hjá okkur og allt gengið prýðilega. ® Það er raunalegt að sjá viðbrögð fólks sem gerst hefur sekt um stuld. Konurnar bresta allar í grát, fá taugaáfall og falla í yfirlið, hafa enga stjórn á sér, nötra og skjálfa og geta oft ekki stunið upp orði í lang- an tíma. Flestar segjast þær ekkert skilja í sér, segjast varla hafa vitað hvað þær voru að gera. Þær heita því að gera þetta aldrei aftur. Það fólk, sem kom hingað inn til að eign- ast ódýrt smjör eða aldinsafa, geingur út bugað og niðurbrot- ið. — Oftast eru það börn og unglingar sem glæpast á því að stela. Sælgætið freistar þeirra. Við hringjum þá heim til for- eldra þeirra og segjum þeim hvernig komið sé, biðjum þá að refsa ekki börnunum, því það er yfirleitt ekki hægt að hugsa sér sárari refsingu en þær andlegu píslir sem fólk fær að reyna, þegar það játar sekt sína. • Það er oftast efnalítið fólk sem leggur fyrir sig kjörbúða- þjófnað. Þó hafa virðulegar og vel stæðar frúr einnig fallið fyrir freistingunni. Sumar kon- ur gera með sér samtök, þær koma tvær saman og önnur stendur á varðbergi meðan hin stelur. Fáeinar beita brögðum og klækjum, sem er einna líkast því sem maður sér í bíó. Ein kona kom hér margoft inn í búðina og hélt þá jafnan á stór- um kassa undir hendinni. Kass- inn var snyrtilega innpakkaður í mnbúðapappír frá hinum og þessum verzlunum í bænum. Lengi vel grunaði okkur ekki annað en það að konan hefði verið að koma út úr viðkomandi verzlun áður en hún kom til ckkar til að verzla. Þangað til það komst upp að gat var á kassanum á þeirri hlið sem að konunni sneri. Innum gatið laumaði konan þeim vörum sem hún hafði ágirnd á. Þessari konu var gert ljóst að ekki væri óskað eftir ,,viðskiptum“ henn- ar. Augnaráðið kemur upp um þjófinn. — Önnur kona kom hér með 8 ára gamlan son sinn. Hún var staðin að þjófnaði en harðneit- aði. Við urðum að kalla á lög'- regluna, en konan hélt áfram að þræta. Hún var flutt á lög- reglustöðina og þrætti enn. Þaðan var henni ekið til saka- aómara og vitum við ekki hvernig henni reiddi þar af. Nema hvað hún kom klukku- stundu síðar þaðan og aftur inn í búð til að sækja það sem hún hafði keypt og borgað, vörur fyrir 7 krónur. Sonur hennar hélt dauðahaldi í kápulaf móður sinnar allan tímann og grét ofsalega. — Sumt fólk er búið að verzla í kjörbúðunum árum saman þegar það kemst upp að það er þjófótt. Það nálgast að vera algilt lögmál að sá sem stelur einu sinni, stelur aftur. Og sá sem stelur að staðaldri er fyrr eða síðar gripinn. Það er eins gott að fólki sé það vel ljóst. Það er ekki endalaust .hægt að hnupla úr búðum án þess að upp komist. • Oftast er þjófurinn auð- þekkjanlegur á augnaráði og handatilburðum. Hann getur ekki leynt því hvað hann hefur í huga. Og þá er hann settur undir ,,smásjá“ eins og við köll- um það. Hann horfir aldrei á vörurnar eins og heilbrigður viðskiptavinur mundi gera. Hann er sí og æ að gjóta augun- um í kringum sig. Augnaráðið er flöktandi, hendurnar fálm- andi. — En sumt fólk kemst þó upp með þjófnað furðulengi. Stund- ur eru það beztu ,,kúnnarnir“ sem einn góðan veðurdag kemst upp um. Og fólk sem einu sinni hefur komist upp um, hættir með öllu að stela. • En það má skila því til fólksins að eina leiðin til þess að ekki koniist upp um það, sé að hætta með öllu að hnupla. Það er ekki nema einn af hundr- aði sem kemur í kjörbúðir, til þess að stela og þessi eini er leiddur á ,,kontórinn“ fyrr eða síðar. Starfsfólk í kjörbúðum hefur fengið ágæta þjálfun í því að fást við þjófana og veit af langri reynslu hverja ber helzt að varast. Það er farið að þekkja viðskiptavinina og er ekki lengi að taka eftir því ef einhver er í þjófnaðarhugleið- ingum. Um ein jól höfðum við sex lögregluþjóna í borgarafötum til eftirlits í búðinni. Þeir hand- sömuðu ekki einn einasta þjóf, en starfsfólkið stóð hinsvegar marga að verki. Þannig fórust verzlunar- stjóranum orð. BARNIÐ OKKAR Herra ritstjóri, Ég get ekki stillt mig um að grípa pennann og segja nokkuð frá nýju furðuverki sem bætst hefur í búið hjá okkui' hjónunum og er í rauninni svo merkilegt að mér finnst að allur. almenningur verði að fá að vita um þetta. Svo er mál með vexti að okkur hjón- unum fæddist dóttir um daginn. Þetta er fyrsta barnið okkar og hafði mér aldrei dottið í hug að börn væru sýona merkilegt fyrir- brigði. Mér er að visu kunnugt um að fyrstu börn foreldra hafa áður fæðst hér í heiminum en ég er ekki viss um að allir foreldrar gera sér grein fyrir því hvað nýfædd börn eru stórkostlega merki- leg, að minnsta kosti hef ég ekki séð neitt á prenti um það. Þess- vegna mælist ég til þess, herra ritstjóri, að þér birtið þetta greinar- korn til þess að augun ljúkist upp fyrir fólki. Konan mín hefur að vísu bent mér á að svo geti verið að barnið okkar sé frábrugðið öðrum börnum og eftir mikla íhugun er ég einnig farinn að hallast að þessai'i kenningu. Og þá ber ekki síður nauðsyn til þess að al- þjóð fái gerla að vita allt um barnið okkar. Þetta hófst allt með því að konan mín vakti mig um hánótt af værum svefni og .sagði að nú væri komið að því. Ég þaut fram úr rúminu og hljóp í símann, hringdi í þær stofnanir sem konan mín var búin að leggja fyrir mig nokkrum dögum áður. Þetta var allt saman nákvæmlega skipulagt hjá okkur og við vorum viðbúin öllu. 33g hringdi á lækni, ljósmóður og sjúkrabíl en þá fór kei'fið að ruglast hjá mér og áður en ég vissi af var ég lika búinn að panta slökkvilið og lögreglu. Þetta gekk þó alltsaman eftir áætlun að lokum og klukkutíma seinna var konan mín komin heilu og höldnu upp á Fæðingardeild en ég þambaði kaffi heima milli þess sem ég reif reimarnar úr öll- um skónum mínum (ég á 6 pör) og þræddi þær nákvæmlega í skóna aftur. Þegar ég var búinn að drekka fjóra lítra af kaffi og rífa reimarnar úr skónum 27 sinnum og þræða þær í jafnoft, hringdi síminn. Ég þaut í símann. Hjúkrunarkonan tilkynnti mér að þetta væri á fæðingardeildinni og hefði mér fæðst fullburða dóttir. Ég óskaði hjúkrunarkonunni hjartanlega til hamingju og spurði hvort blóm væru afbeðin. Þetta var mér sagt seinna en hitt man ég sjálfur að ég hljóp í hendingskasti upp á Fæðingardeild. Á leiðinni ætlaði ég að kaupa hringlu og myndabók handa dótturinni en þá voru allar búðir lokað- ar, enda ekki kominn morgunn. Ég þarf nú ekki að lýsa því sem gerðist næst á eftir, því ég býst við að flestir foreldrar kannist við þá þróun mála. En ekki er ég viss hvort barneigendur hafa upp- götvað hvílíkt furðuverk nýfætt barn er. Nema þá að konan mín hafi rétt fyrir sér að barnið okkar svo alveg sérstakt og sér á parti. Ég hef að minnsta kosti hvorki fyrr né siðar séð neitt barn sem jafnast á við barnið okkar. Áður en ég lýsi andlegum eiginleikum barnsins finnst mér rétt að vlkja nokkrum orðum að ytra útliti þess. Það hefur tvo hand- leggi og tvo fætur alveg eins og alvörumanneskja, meira að segja er farið svo nákvæmlega í sakirnar að tærnar eru akkúrat tíu og fingurnir jafnmargir. Það finnst mér merkilega vel af sér vikið hjá svo litli kríli (því ég er ekkert að þræta fyrir það að barnið er lítið miðað við fullorðið fólk) að rata svona á alveg réttar tölur. Þar að auki er barnið með tiltölulega stórt höfuð, mjúkt og hlýtt viðkomu einsog dúnn á fuglsbringu, höfuðlagið er sérlega fallegt. 1 höfðinu eru tvö augu, afar gáfuleg, og auðvitað einnig nef og munnur. Og það merkilegasta við þetta alltsaman er það að barnið hreyfir sig, t. d. rennir það til augunum, spriklar með höndum og fótum, andar að sér og frá sér á víxl. Alit eru þetta þó smámunir hjá þvi sem nú skal greina og takið nú vel eftir: Strax eftir fæðingu hafði blessað krílið vit á því að pissa og duda! Fyrstu dagana hafði blessað barnið heldur hægt um sig, að- hafðist lítið annað en sofa og drekka, þess á milli lá það kyrrt og hugleiddi leyndardóma tilverunnar ellegar hélt háværar söng- skemmtanir við fádæma undirtektir foreldra sinna. Heldur er það fámált og þögult það sem af er, virðist fremur gefið fyrir rólega íhugun en mælgi og orðskrúð. Þó er ekki annað hægt að segja en barnið hafi ákveðnar skoðanir á hlutunum og lætur þær óspart i Ijósi ef svo ber undir. Til dæmis er löngu orðið ljóst að það vili fá mat sinn og engar refjar þegar líður að matmálstíma og ekki það að blessað barnið veit hvað tímanum líður. Ekki leið á löngu áður en barnið tók skýra afstöðu i heimsmálunum, því það fór að há- skæla þegar þulurinn tilkynnti í útvarpinu að líkur væri á að de Gaulle brytist til valda í Frakklandi. Ekki hefur mér þó tekizt að upplýsa hvaða álit elsku krílið hefur á efnahagsfrumvarpi rikis- stjórnarinnar. En óg slcal skrifa yður aftur sti'ax og ég fæ úr því skorið og segi yður þá nánar frá afrekum þessa dæmalausa barns. Jileð fyrirfram þökk fyrir birtinguna, yðar einlægur Sn . . . Tr... VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.