Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 12
Einn á móti óllutn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynllögreglumaður, er skUUin, lagstur í drykkjuskap, búiun að gefa allt upp á bátinn. Hann býr í hrörlegu hóteli, hefur ráðið sig þangað sem löggæslu- mann og fær fyrir mat og gistlngu. Þangað kemur Georgia, konan hans sem var, sem nú er gtft lækni að nafni Homer. Hún er í miklu uppnámi. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita tii lögreglunnar. Max fer á fund samstarfsmanns Homers, og fær heldur kuldalegar móttökur. Læknirinn tekur á móti honum með byssu í hönd! Sama kvöld er Elder læknir myrtur. ETTA er eitthvað gruggugt," sagði Thursday og saug ákaft reykinn. „Morðingjar fara ekki svona að, einkum ekki at- vinnumenn.“ „Þetta gæti verið þeirra fyrsta verk." „Of snjallt, og það veiztu vel.“ „Ég veit það.“ Clapp starði önugur á hinn manninn. „Hugsaðu þér morðingjann, Max — maður eða kona, sem gengur bæði með staf og haglabyssu. Finnst þér þetta rökrétt ?“ „Kannski er það haglabyssa, sem er eins og stafur í laginu." Clapp blés. „Stein segir að Elder hafi verið sleginn með einhverju oddhvössu. Haglabyssa með 22 cal. er lítil, en ekki það lítil." Thursday settist á stólinn og lagði hendurnar á hnén. „Hvar er hægt að ná í .22 haglabyssu?" „Það er ekki hægt." Clapp sló úr pípunni ofan i pappirskörfuna. „Það er tilbúin byssa, gerð eftir pöntun. Eina byssan af þessari tegund, sem ég hef séð, var hérna hjá Potrero fyrir nokkrum árum .Indíáni var skotinn með einni af þessu taginu." „Er ekki hægt að spyrjast fyrir hjá skotfærakaupmönnum ? Það ætti ekki að vera mikil eftirspurn eftir þessari haglategund." „Ekki hægt, Max. Hún tekur skothylki af venjulegri stærð. Magasínið er eínnig af venjulegri stærð. Líka forhlaupið. Hlaupið mjókkar eftir því sem lengra dregur, svona.“ Clapp hripaði niður teikningu á blað og rétti Thursday. Thursday bi'aut blaðið saman annars hugar milli langra fingra sinna og sagði: „Hvað þá með Dodge ’46 sedan?" „Það eru of margir slíkir í bænum. Les Gilpin á meira að segja nokkra niðri á horninu á Nítjándu og Broadway." Thursday kveikti sér i annarri Raleigh með stubbnum af hinni síga- rettunni. „Spagnoletti bræðurnir eiga líka einn slíkan :— eða vissirðu það ?“ Clapp hætti að snúa stól sínum. „Ég veit það. En hvernig veizt þú það?“ „Fór í heimsókn." „Ákveðinn í því að skipta þér af, ha?“ „Já." Það var stutt þögn. „Hversvegna fórstu til Spag-bræðranna?“ „Bara annars — Rocco. Hann segir að Leo sé ekki í bænum. Vissirðu það ?“ Clapp spennti greipar óþolinmóður. „Nei, ég hef ekki haft neinn áhuga á þvi. Ég vil fá að vita, hvað þeir hafa með þetta að gera." „Smitty sagði að þeir vissu yfirleitt hvað gengi á.“ Stóri maðurinn lokaði augunum. „Veiztu hvað þú ert að ráðast i — veiztu hvað þú ert að gera?" Rödd hans var þreytuleg. „Ég hef dálítið á prjónunum," sagði Thursday. „Ég geri líka ráð fyrir að ég hafi fundið fiskimanninn, sem Elder var með gæsahúð út af.“ „Nú, fiskimanninn," tautaði lögregluforinginn. og opnaði augun. „Sagði Elder þér að hann væri hræddur við Spagnoletti bræðurna?" „Hann notaði ekki það nafn. Hann var að reyna að fiska upp úr mér hvað ég vissi. Ég geri ráð fyrir að það sé Rocco, sem virðist vera potturinn og pannan í túnfiskinum. Nú er Leo ekki í bænum. Hvern þekkjum við annan, sem ekki er í bænum?" „Nú,“ sagði Clapp aftur. Hugsandi og rólegur blistraði hann fyrstu Eftir WADE MILLER nóturnar í „Turkey in the Straw". Síðan sagði hann blátt áfram: „Dr. Homer Mace hefur aldi'ei komið nálægt læknaþinginu í Long Beach. Við getum ekki fundið hann.“ „Ég bjóst ekki við því. Ég geri ekki ráð fýrir að hann hafi ætlað sér að fara á ráðstefnuna. Það er ekki einu sinni víst að hann hafi farið nálægt Long Beach." „Hvert heldurðu að hann hafi farið?" Thursday drap í sígarettunni og dustaði öskuna af fingrum sér. Hann krosslagði handleggina ofan á skrifborðið. „Ég held að hann hafi verið í einhvejum erindagjörðum fyrir samStarfsmann sinn — Elder. Ég held að það hafi verið eitthvað, sem Elder var hræddur um að Spagnoletti bræðrunum myndi ekki líka." „Ef til vill hefur þeim ekki líkað það,“ sagði Clapp alvarlegur i bragði. „Ef til vill hefur Max verið að grípa eitthvað fram í fyrir Spagnoletti bræðrunum. Þeir stela krakkanum þínum — sem þeir halda að sé krakki Max — og drepa Elder. Þetta nægir til þess að fá hann til þess að borga." „Já. Þetta er ágætis kenning. Nema hvað þetta með Saint Paul skygg- ir dálítið á hana.“ Clapp rétti út hendurnar og brosti vðikunnanlegu brosi. „Ég get ekki sett þetta betur á svið. Þú verður að velja eða hafna." Thursday smellti fingui'gómunum. „Er einhver Stitch Olivera í bæn- um. Frá San Francisco?" Clapp leit upp að því .er virtist áhugalaus. ,Mér þætti gaman að vita hvar þú náðir í þetta.“ „Mér þætti gaman að segja þér það,“ sagði Thursday brosandi. „Rocco vildi endilega láta mig heyra þetta nafn. Hversvegna?" „1 fyrradag — miðvikudag — var hringt í mig og mér sagt þetta nafn. Ég vissi ekki hver hringdi. Segðu mér hversvegna." „Hefurðu grennslazt fyrir um þetta?" „Já. Og ekkert gekk. Uppljóstrarar okkar hafa ekki heyrt neitt um neinn sem heitir Olivera. Það á víst að vera nokkuð svalur náungi, er það ekki?" „Og einhver vill endilega láta finna hann. Eru Spagnoletti bræðurnir að missa máttinn?Þótt einhver komi með glæpamann að norðan, hvers- vegna geta þá Rocco og Leo ekki losað sig við hann í ró og næði?“ „Það er ein ástæða, Max,“ sagði stóri maðurinn alvarlega. „Spagno- lettiarnir geta ekki fundið Olivera. Þeir vita að hann er hérna og þeir eru hræddir um að hann geri eitthvað af sér.“ Thusday gretti sig. „Ég vildi að ég vissi hvað fólk er yfirleitt að gera af sér. Hversvegna sendi Rocco þennan leðurjakka á eftir mér?“ „Bert?“ Clapp brosti lítillega. „Hann hefur verið í San Diego í eitt- hvað sex vikur. Við erum að vonast til þess að hann misstígi sig. Hann var alræmdur í Los Angeles. Hann kom í stað Clifford O’Brien, sem herklæði Spagnoletti bræðranna." „Hver er Clifford O’Brien?" „Sama útgáfa og Bert. Þeir eru af sama heygarðshorninu. Clifford hvarf um síðustu helgi. Okkur er aðeins sagt að hann sé ekki í bænum.” Thursday stakk Raleigh pakkanum í jakkavasann. „Það er bezt ég taki þær þessar, áður en þær verða of þráar. Hvai' heldurðu að Clifford sé — fyrir utan það að hann er ekki i bænum eins og Leo Spagnoletti og Mace læknir?" Clapp leit á vesturveggin í skrifstofunni. „Við höldum að hann sé á kafi i höfninni. Sama gamla sagan. Vandræði út af konu. Clifford átti kærustu — ljóshærða, harðneskjulega, þú þekkir þær. Leo vildi eiga hana.“ Thursday neri á sér nefið með hægð. „Virðist vera heilmikil stelpa. Veiztu hvað hún heitir og hvar hún á heima?" 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.