Vikan


Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 26.06.1958, Blaðsíða 14
99 IMæsti Framhald af bls 6. menn höfðu verið gabbaðir í höfuðstaðnum. — Ég er til í að gefa 1500 kall fyrir það, sagði hann, en ég verð þá að vera viss, um að eng- in brögð séu í tafli. Hann stakk veskinu kyrfi- lega ofan í vasann á ný. Hjarta- knosarinn fór sér að engu óðs- lega. — Þú getur gengið úr skugga um að allt sé í lagi áður en þú borgar mér, sagði hann í- smeygilega, komdu hérna með mér. Það er ekki nema stein- snar héðan. Jói benti þessum nýja vini sínúm að fylgja sér og þeir gengu áleiðis í áttina að Aust- urstræti. Þar hurfu þeir inn í margra hæða steinhús þar sem fólk var á þönum upp og niður stiganna. Guðmundur Jónsson frá Steinbítsfirði var heldur tortrygginn á svipinn og sýni- lega farinn að hugsa sitt ráð. En ekki vildi hann þó hverfa frá fyrr en útséð yrði hvernig þessu ævintýri lyktaði. Það væri nú ekki ónýtt að geta sagt körlunum í Steinbítsfirði frá þessari sem hann hafði hitt fyr- ir sunnan . . . Þeir voru komnir upp nokkr- ar hæðir þegar Jói hjartaknos- ari greip í handlegginn á vini sínum og sneri honum inn í langan dimman gang. Þar skutust þeir inn um dyr og stóðu nú í herbergi þar sem stólar voru með veggjum en smáborð hlaðið blöðum og tíma- ritum við gluggann. Nokkrir menn voru þar fyrir og sátu þöglir, léfu lítið yfir sér og grúfðu sig ofan í myndablöð. Þeir gáfu þeim félögum lítinn gaum þegar þeir komu inn. Jói benti Guðmundi að setj- ast og tóku þeir sér blað í hönd. Eftir skamma stund opnuðust dyr inn af herberginu og út skauzt ungur maður. Hann skálmaði gegnum herbergið og snaraðist út á gang. Á eftir honum í dyrunum birtist ung og fögur stúlka með ljósgullið hár sem hrundi um herðar nið- ur. Hún hafði miklar mjaðmir og bungandi brjóst, með heill- andi brosi og kankvíslegu augnatilliti, sagði hún skærum rómi: — Næsti, gerið þér svo vel! Guðmundur Jónsson frá Steinbítsfirði tók viðbragð og ætlaði að spretta á fætur. En Jói hjartaknosari greip í hann þéttingsfast og hélt honum kyrrum. — Þú ert alls ekki næstur, sagði hann. Þú verður að bíða ögn. Svo hvíslaði hann að Guð- mundi: — Lízt þér kannski ekki vel á hana? — Aldrei séð annan eins kropp, hvíslaði Guðmundur á- kafur. Kannski þú sért þá tilbúinn að borga mér? spurði Jói í hálf- um hljóðum. Orðalaust laumaði Guðmund- ur peningunum í lófa leiðsögu- mannsins. En rétt í því að Jói ætlaði að fara, kippti Guðmund- ur í jakkalafið á Jóa. Hann hafði semsé farið að litast um nánar í herberginu og komið þá auga á tvær konur sem biðu þar meðal karlmannana. Það þótti honum furðulegt og vildi fá skýringu á því. Jói hjartaknosari laut niður og hvíslaði að honum: — Þær eru bara að leita að eiginmönnunum sínum. Guðmundur Jónsson reyndi að bæla niður í sér hláturinn og gaf Jóa vænt olbogaskot um leið og hann pískraði. — HeDpinn er ég að mín kell- ing skuli vera norður á Stein- bítsfirði. Híhíhí. Jói hjartaknosari glotti og stakk peningunum í vasann um leið og hann snaraðist út. Glott- ið varð ennþá breiðara þegar hann leit á skiltið sem fest var á utanverða hurðina: TÓMAS JÓNSSON Tannlæknir Viðtalstími kl. 2—4 alla virka daga. 911. KROSSGÁTA vikunnar. Einn á móti ölium — framh. af bls. 13. Georgia lyfti' höfðinu upp af hendinni. Hún gaut augunum þreytulega og hvíslaði: „Mér líður ágætlega." Hún sötraði moðvolgt kaffið. „Þreytt. Mig svimaði aðéins dálítið.“ Thursday horfði á hana forvitnislega. Enni hennar var fölt og örlítið rakt. Hún dró sloppinn betur að sér um fagurlagaðan líkama sinn og sagði önuglega: „Það er ekkert að mér.“ „Jæja,“ sagði hánn og hélt áfram að horfa á hana. „Jæja. Þá geturðu gefið mér eihhverja ástæðu fyrir því að perlan er í skrifborði Elders.“ Georgia hristi höfuðið hægt. Thursday stóð uppj tók perluna milli þumal- fingurs óg vísifingurs og smeygði henni í úrvasann á bláum buxum sínum. „Max,“ sagði hún. „Þú sýnir Clapp þetta, er það ekki?“ „Auðvitað." Thursday þerraði lófana með vasaklútnum. „En ég efast um að hann hafi nokkuð gagn áf henni.“ Geörgi'á hallaði sér áfram og lagði báðar hendur á borðröndina eins og til þess að" stýðja síg. „Hvaða gagn hefur þú af henni Max?“ „Veit ekki enn ástin. Ég held bara að það hafi eitthvað með þetta Saint Paul mál áð géra -- nafnið sem ég sá í minnisbók Elders." Hann leit snögg- lega í kringum sig. „Hvar er þessi minnisbók, Georgia ?“ Hún sagði: „Hún er á skrifborðinu mínu í forherberginu. Clapp skildi hana eftir þar.“ Framhalcl í nœsta blaöi. Lárétt skýring: 1 herskipið — 13 liorfðir — 14 ágætar — 15 samhljóðar — 17 þrír eins — 19 lærði -— 20 beygingarending — 21 gangi hægt — 23 kvenmanns- nafn — 25 nuddi — 27 fara á eftir — 28 keðjupart — 30 úrkoma — 31 megnaði — 32 sama (verzlunarmál) —• 33 drykkur — 35 tölu — 36 ending — 37 glaður — 38 sjá — 40 ending •— 41 upphrópun — 42 ómgein — 44 enin af hyrningarsteinum lýðræðisins — 46 tónn -— 47 ending — 49 blóð- flokkur — gl áhald — 54 kaun — 56 bókstafur — 57 nokkuð — 59 um- búði — 60 mynni — 61 skip — 62 böl — 64 gælunafn — 67 moldarbakki — 68 kartan — 70 enskur titill — él loftbólur — 72 rómversk tala — 73 fataefni — 75 löngu — 76 á fæti — 77 dýrka — 79 ferð — 81 hugarfar í garð annarra. Lóðrétt skýring: 1 fríður — 2 enis — 3 skrá — 4 stykki — 5 næst yfirborði — 6 sam- stæðir - - 7 forsetning — 8 bón — 9 svifið — 10 vaninn — 11 fleirtöluend- ing — 12 vindur — 16 á litinn — 18 ómissandi þáttur 44 lárétts — 20 ótti — - 22 þrír eins - 23 fæði — 24 keyr — 26 megna — 28 ófeiti — 29 hrúga — 32 fen — 34 samstæðir — 37 kvenfuglinn — 39 mannsnafn - 41 sær — 43 fljótið — 45 von um betri stöðu — 48 kvæði eftir Jónas - 50 lok — 52 vezila — 53 tónverk ------54 eyða — 55 spil — 56 jata — 58 mannafli — 61 fangamark alþjóðastofnunar — 63 nákvæm — 65 fangamark ríkis — 66 titill, sk.st. — 67 sóun — 69 rifrildi — 71 ekki margar - - 74 dveljá — 75 lík — 77 samstæðir — 78 úttekið — 79 sam- hljóðar - - 80 öfugu tvíhljóði. Lausn á krossgátu nr. 910. LÁRÉTT: 1 hæsi — 4 gest — 7 gunn — 10 úti — 11 Voss — 12 horn — 14 st. — 15 vals — 16 hýrt — 17 þú' — 18 Kína — 19 vist — 20 ris 21 skott — 23 bæta — 24 lega — 25 máta — 26 funi — 27 seig — 28 Iri — 29 læri — 30 kinn — 32 ði — 33 kúra — 34 hönd — 35 næ — 36 sopi — 37 barn — 38 ger — 39 Mekka — 41 saug — 42 gott — 43 Eros — 44 þurs — 45 lest — 46 ill — 47 morð — 48 lygi — 50 sa — 51 nart 62 mögn — 53 na — 54 saup — 55 regn — 56 göt — 57 askur — 59 teig — 60 óaði — 61 reið — 62 arin — 63 ómur — 64 innanbúðarmaöur. LÓÐRÉTT: 1 húsasmíðameistari — 2 ætt — 3 SI — 4 gola — 5 ess — 6 ss — 7 gort — 8 urt — 9 nn - 11 vant — 12 hýsa — 13 dúsa — 15 víta — 16 hiti — 17 þigg — 18 koti — 19 væni — 20 rein — 22 kári — 23 bura — 24 lend — 26 færi — 27 sinn — 29 lúpa —- 30 körg — 31 vært — 33 koks — 34 haus — 35 nett — 36 skol — 37 barð — 38 gosi — 40 Erla — 41 surt — 42 gegn - 44 þorp — 45 lygn — 47 maur — 48 lögg — 49 pati —' 51 nauða — 52 meina -— 53 nöðru — 54 skin — 55 reið — 56 gauð — 58 Sen — 59 trú — 60 óma — 62 ab — 63 óm. Svör við „Veiztu“ á bls. 9. Fegurðardrottning — framh. af bls. 3 1. Þann 20. nóv. eru 100 ár liðin frá fæðingu hennar. 2,5 milljónir. — 3. Eysteinn Ásgrímsson. Hann dó í klaustri á Helgisetri í Norcgi. — 4. Roiand Colmann. — 5. Hollenskur licimspekingiir (1632—1677). — 6. IMattheusar guðspjalli. — 7. Á fram- löppunum, rétt fyrir neðan linén. — 8. 70 lítra. — 9. La Brabanconne. — 10. Pípukóngur. verið undir 17 ára aldri. Þeir hefðu fengið framúrskarandi móttökur hjá aðstandendum stúlknanna, er þeir föluðu þær til keppni og sagði að það sýndi Ijóslega að hugur fólks til þessarar keppni væri mikið að breytast. Einar sagði, að hann gæti ekki séð annað en að svona keppni væri saklaus og falleg og allt ætti rétt á sér, sem gæti orðið Islandi góð Iandkynning út á við. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.