Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 4
SKUGGAR i SH i. í >" FORTIÐARINNAR EFTIR RENÉE SHANN HVAÐ heitir hún? Þið farið varla að kalla hana Ginger. — Polly Teesdale. Nan sat grafkyr. Það gat ekki verið satt! Það mátti ekki vera satt! Eða ef svo var hlutu að vera tvær Polly Eeesdale. Ó góði guð, bað hún, láttu það ekki vera Polly. Pam leit rannsakandi á hana. — Ertu lasin. — Ég hef bara smáhöfuðverk. — Þú varðst allt í einu svo föl. Nan reyndi að herða sig upp. Þetta gat ekki verið satt. Þetta var auð- vitað einhver önnur Polly. En Polly, sem hún hafði þekkt, hafði rautt hár og var kölluð Ginger, þegar hún var barn. — Mér iíðui’ betur, sagði hún. Það er bara hitinn. Það hefur verið skelfilegur hiti í dag. — Þú hefðir gott af tesopa. — Ég fæ teið hingað. Sauders kemur með það á eftir. Ég á svo rnargt ógert. Móðirin kallaði á Pamelu og Nan var aftur ein. Hún reyndi að einbeita huganum að vinnunni, en það var erfitt. Svo heyrði hún fótatak og Símon birtist brosandi í gættinn. — Hæ, þú ert þokkagemsa að loka þig hér inni allan daginn. Hvað á það að þýða? Hún bandaði frá sér með hendinni og benti á skrifborðið, sem var þakið skjölum og blöðum. — Ég hef svo mikið að gera. Hefur þú skemmt þér vel? — Dýrlega. En þú hefur vist frétt það. Hefur mamma ekki sagt þér það ? Nan neyddi sig til að brosa. — Jú, það gerði hún. Ég óska þér til hamingju. — Þakka þér fyrir. Hann tók í hönd hennar og dró hana á fætur. Komdu nú. Láttu þessi bölvuð bréf eiga sig. Ég vil að þú hittir Polly. — Símon, ég get það ekki. Ég verð að ganga frá þessum bréfum I dag. — Þú getur komið niður til okkar og fengið þér einn bolla af tei. Símon glotti. Ég var að hugsa um að þú gæfir henni i skyn, hvað hún er heppin. Hún gat ekki svarað þessu. Ef það var sú Polly, sem hún hafði þekkt, var hún auðvitað heppin. Hún hafði alltaf verið það. Alveg frá barnæsku hafði hún ailtaf fengið það sem hún óskaði sér. Það skipti engu máli, hvort það var eign annars. Það aftraði henni ekki frá því að hrifsa það til sín. Nan ætti að vita það. Polly hafði byrjað með því að taka litakassann hennar og endað með því að taka manninn, sem Nan var trúlofuð. — Komdu nú Nan. Ég krefst þess. Ég móðgast ef þú gerir það ekki. Eða ég held þá að þú þolir ekki að ég sé trúlofaður annarri. Hann hló. Nan skildi að þetta var aðeins spaug. Um leið og Saunders kom inn með bakkann sagði hann: — Ungfrú Smith ætlar að drekka með okkur, Saunders. Þau gengu út í garðinn, þar sem hin voru samankomin. Sir Reginald, Lady Wadebridge, Pamela, Stella og Jenny. Og á milli hjónanna sat Polly. Polly, sem hún hafði ekki séð í 3 ár. Polly, sem hún hafði vonað að þurfa aldrei að sjá framar. Polly leit upp, þegar Símin og Nan nálguðust. Enginn dráttur í andliti hennar hreyfðist frekar en hún hefði aldrei séð Nan fyrr. En svoleiðis átti það að vera. Nan hafði sjálf sagt, þegar þær skildu: Ef ég á einhverntíma eftir að sjá þig aftur, þekki ég þig ekki. Héðan i frá vil ég ekki þekkja þig framar. — Ginger, ástin mín, þetta er Nan. Nan þetta er unnusta mín Polly Teesdale. — Gleöur mig að hitta yður. F o r s a g a : NAN SMITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall. Hún er hamingjusöm þar, en minningar fortíðar- innar varpa skugga á gleði liennar. Hún elskar á laun soninn Sí- MON. Aðrir á Highland Hall eru Lady Wadebridge, dæturnar PA- MELA og STELLA. Ennfremur lítil dóttir Stellu, Jenný. Stelia vili skilja við mann sinn. Símon skrifar foreldrum sinum og til- kynnir komu sína og unnustu sinnar til Highland Hall. — Sömuleiðis. Nan neyddi sig til að verða eðlileg. Hún ætlaði að koma fram við hana eins og hverja aðra ókunnuga stúlku. Að minnsta kosti um sinn. Þangað til hún hafði ákveðið, hvað hún ætti að gera. Ég óska yður til hamingju, ungfrú Teesdale. — Þakka yður fyrir. Polly sneri sér síðan brosandi að Lady Wadebridge. — Svo þú ætlar þá að drekka teið með okkur, sagði Pamela. -— Hvað annað, sagði Símon. Saudáers kom með bolla handa Nan. Samræðurnar voru fjörugar og glaðlegar. Polly stjórnaði þeim algerlega. Enginn annar en Polly hefði getað staðið sig svona. Nan hugleiddi, hvernig fjölskyldu Símonar litist á hana og sá að Lady Wadebridge var fámálli en hún átti vanda til. Jenní sat grafkyrr og starði opnum augum á Polly. Aldrei á ævi sinni hafði hún séð svona fallega stúlku! Það var svo sem ekkert skrítið þó að Símon langaði til að giftast henni. Jenný andvarpaði. Það var skiljanlegt, en dálítið sorglegt samt. Það hefði verið svo miklu skemmtilegra, ef hann hefði gifzt Nan. Henni hefði fundist svo gaman að fá hana í fjölskylduna. Pamela hugsaði hið sama. Hún hafði sterkan grun um, að Nan væri Jirifin af Símoni. Pam leit til Nan. Það var bersýnilegt, að hún var eitthvað niður- dregin. Auðvitað gat hún aðeins verið hissa á því að Símon hafði trúlofast þessari stúlku. Hún hafði sterkan grun um það. Símon var augsýnilega svo upptekin af hinni glæsilegu Pollý sinni, að hann myndi varla hugsa um annað. — Má ég bjóða þér kex, Nan? Pamela rétti henni fatið. — Nei, þakka þér fyrir. Ég verð að fara að vinna aftur. — Æ, ekki strax. Þú mátt ekki ofreyna þig. Sir Reginald brosti til Nan. — Ég er á sama máli. Og bréfin mega bíða til morguns. Nan þráði að komast til herbergis síns. Eftir langa mæðu heppnaðist henni að laumast burtu. En hún gat ekki einbeitt sér að vinnunni. Hún strauk dökkt hárið frá enninu. Hvað átti hún að gera? Hversu lengi yrði Pollý hér ? En skipti það nokkru máli ? Þó að hún færi burtu um stundar- sakir kæmi hún alltaf aftur. Hún ætlaði að giftast Simoni, verða meðlimur fjölskyldunnar og þá yrði hún að sjálfsögðu tíður gestur á heimili foreldra hans. Nan reyndi að koma skipulagi á hugsanir sínar. Eitt virtist þó öruggt mál. Pollý og hún gátu ekki verið undir sama þaki. Nan vissi að slíkt var úti- lokað. Pollý gæti þao ef til vill, en ekki hún. Hún hugleiddi hvernig Pollý hefði liðið þegar hún sá hana koma. Hamingjan sanna, hvað hún var góð leikkona! Fallega, en dálítið kuldalega andlitið hennar hafði ekki breytt hið minnsta um svip. Þær gátu alveg eins verið gersamlegar ókunnugar hvor annarri og fjölskyldan hélt. Hún Ieit á klukkuna. Hún var hálf sex. Hún var vön að hætta störfum 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.