Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 6
ÉG, PABBI MINN OG JÚLÍA Mér þótti ekkert leiðinlegt, þó að Nansí færi. Það sagði ég líka öllu fólkinu, sem lagði stóru krumlurnar sínar á höfuðið á mér og sagði: vesl- ings barnið. Ég er nefnilega alls ekk- ert veslings barn, en ég veit ekki, hvernig ég á að fá fólk til að skilja það, því að það er nú einu sinni kom- ið upp í vana að segja þetta, og það er víst afskaplega erfitt að hætta því, sem er komið upp í vana. Það segir pabbi í hvert skipti, sem hann sezt í hægindastólinn og setur flöskurnar sínar á litla borðið við hliðina á stólnum. Ein flaskan er voðalega sniðug. Þegar maðui' ýtir á flöskuhanann kemur appelsín- bunandi úr öðrum endanum á henni. Það er ekki gott á bragðið og það er ekki rautt, eins og venjulegt appel- sín, en maður getur sprautað því í andlitið á fólki, sem manni finnst leiðinlegt. Eg geri það oft. Ég spraut- aði stundum á Nasí og hinar kon- urnar, sem hafa verið í herberginu, sf m ég átti, áður en mamma dó. Nú sef ég í mömmu rúmi inni í svefnherberginu, því að ráðskonur verða að hafa sérherbergi, en það þurfa mömmur ekki. Það ei' líka annar munur á mömmum og ráðs- konum, en það er ekki gott að út- skýra hann. Það er eitthvað að hönd- unum á þeim. Mömmur hafa ekki eins harða fingur eins og ráðskonur. Mömmur eru heldur ekki alltaf að öskra og kalla. Og mömmur tala aldrei illa um pabbana. Það gerðu ráðskon- urnar heldur ekki fyrst. Þær sögðu að hann væri myndarlegur ungur maður, sem þyrfti konu til að snú- ast í kringum hann. En pabbi er sannarlega ekki ung- ur. Hann varð 30 ára seinast. Og honum þykir ekkert gaman að kon- um, sem snúast í kringum hann. Mamma snerist ekki í kringum hann. Hún söng alltaf og þegar hann kom lieim togaði hún í hárið á honum, svo að hann fór stundum að skæla, en þá huggaði ég hann og svo fórum við í eltingarleik við mömmu kring- um borðið. Þegai' mamma lifði var pabbi oft á ferðalögum. Hann tók myndir fyrir blað. Þegar hann kom heim, héldum við veizlu og þá höfðum við flöskur og jólaljós á borðinu, þó að það væri sumar. En pabbi átti engar sérstak- ar flöskur, meðan mamma lifði. Hann fékk sér þær ekki fyrr en mamma dó. Hann gat ekki farið frá mér, þó að við hefðum ráðskonu. Hann reyndi það einu sinni, en svo þurfti hún að gifta sig og stökk frá mér. Þá varð pabbi kyrr heima og fékk sér vinnu á skrifstofunni. Og fyrst Nansí er farin erum við bara tvö eftir núna. Við viljum ekki sjá nýja ráðskonu. Þær gera allt miklu verra. Við höfðum eina, sem vildi alltaf að pabbi hneppti kjólunum hennar en þegar hann sagði að hann nennti ekki heima og fyllti þær svo með fengum við eina, sem drakk úr flösk- unum hans pabba, meðan hann var ekki heima og fyllti þær svo með vatni, til þess að hann uppgötvaði það ekki, en hann gerði það nú samt og þá rak hann hana,. Ég get líka hugsað miklu betur um pabba en ráðskonurnar. Ég get búið til kaffi, nákvæmlega eins og hann vill hafa það, og ég get fai'ið með honum út og tekið myndir, svo að hann þurfi ekki að hafa áhyggj- ui af því að ég sé ein heima. Það var ógurlega skemmtilegt til að byrja með, en stundum urðum við að standa á sama stað í marga klukkutíma til að biða eftir einni einustu mynd og þá varð ég þreytt. Einu sinni stóðum við meira en klukkutíma í ausandi rigningu og pabbi var ekki búinn að taka neina mynd. Allt í einu kom stúlka á hjóli. Hún var rennandi blaut og hárið klesst niður á ennið, en pabbi tók samt myndina. Svo fórum við uppá skrifstofuna og ég drakk kaffi, með- an pabbi fór inn í eitthvað herbergi, sem lyktaði skrítilega og þar vai' rautt ljós. Pabbi kom út aftur og var með myndina og á eftir fórum við og borðuðum smurt brauð á finu hóteli. Ég fékk appelsín með, og pabbi fékk sér eitthvað annað. Þegar við vorum búin vildi ég fara heim, ég held að pabba hafi leiðzt það. Hann vildi ekki fara að hátta. Hann náði sér í flöskurnar sínar og settist í stólinn. En fyrst stóð hann og horfði á myndina af mömmu, sem stendur á skápnum. Ég vildi óska, að mamma væi ekki dáin. Ég saknaði hennar og kannski saknaði pabbi hennar lika. Stundum fannst mér hann langa mikið til að hún væri ekki dáin, en kannski var hann bara þyrstur, því að þegar hann leit svo- leiðis út, endaði það alltaf með því að hann sótti flöskurnar sínar. Einn daginn sagði pabbi, að svona gæti þetta ekki haldið áfram. Hann sagði að skrifstofan væri svindlskrif- stofa, sem gæfi bara 50 prósent. Eitt- hvað yrði að gera. Ég veit ekki, hvort prósent er sama og ki'ónur, en ég hugsa það og mér finnst 50 krónur vera miklii' peningar. En þegar pabbi sagði að við gætum leigt gamla her- bergið mitt og fengið peninga fyrir það fannst mér það ágæt hugmynd, svo að ég fór að taka til þar eftir Nansí, en pabbi fór út og keypti vín- arbrauð og appelsín, sem við áttum að fá í morgunmat. Hann fékk sér líka nýja flösku. Daginn eftir kom stúlka, sem sagði að hún vildi gjarnan búa í herberg- inu. Hún hafði brúnt hár og blá augu og spékopp i annarri kinninni, þegar hún brosti. Hún brosti oft. Hún sagðist heita Júlía og pabbi spurði, hvort hún hefði Rómeó hjá sér í töskunni. Hún sagði haha eins og henni fyndist þetta ekkert fyndið og pabbi fór. Áður en hann fór út sagði hann: Þér getið fengið her- bergið, en húsaleiguna á að boi'ga fyrirfram. Um kvöldið fór hún inní herbergið og sagðist þurfa að lesa. Hún átti margar bækur sem voru eins og skólabækur. Hún sagðist vera kand- mag. Ég veit ekki almennilega hvað það er, en ég held það sé eitthvað fint. Hún sagði að hún vildi ekki að hún yrði ónáðuð og pabbi sagði hamingjan góða, hann hefði ekki hugsað sér að trufla hana. Auk þess þui'fti hann að fara út og taka mynd- ir. Hann kom seint heim og var með höfuðverk. Ég held nú bara að hann hafi borðað eitthvað sem hann þoldi ekki. Þess vegna fór ég inn til Júlíu og spurði hana, hvort henni fyndist ekki, að við ættum að ná í lækni. Hún kom inn í stofuni og horfði dálitla stund á pabba, sem hafði lagt sig á dívaninn og sagði svo, að það væri víst ekki nauðsynlegt. Svo fór hún fram í eldhús og sótti blautt handklæði og lagði það á ennið á pabba. Hann tautaði að hún væri engill og kallaði haná Rut. Mamma mín hét Rut. Daginn eftir var pabbi ósköp nið- urdreginn. Það, sem hann hafði borð- að í gær hafði kostað alla pening- ana, sem Júlía borgaði fyrir hei'- bergið, svo að ég varð að fara til grænmetissalans og fá rófur út í reikning. Hann sagði að nú væri það í síðasta skiptið og hann sagðist heimta að vita, hvernig pabbi hefði náð sér í peninga fyrir fjórar viski- flöskur, sem hann hafði séð hann með. Ég hugsa að flöskurnar hans pabba heiti viskí. Ég sagði að pabbi myndi ábyggilega borga, þegar hann væri búinn að taka mynd, ef það kostaði ekki meira en 50 prósent. Kaupmað- urinn glotti og sagði að hann vildi fá reikninginn borgaðan með 100 prós- entum og þá sagði ég að hann yrði að bíða, þangað til pabbi hefði selt tvær myndir. Grænmetissalinn klapp- aði mér á kinnina og sagði að ég væri indæl, lítil stúlka og það væri synd og skömm að pabbi væri að fara i hundana, eftir að mamma dó. Ég vildi óska að fullorðna fólkið léti hárið á mér í friði. Þegar við borum búin að borða fór pabbi með myndavélina sina og ég þvoði upp. Júlía kom heim og hjálp- aði mér og svo sagði hún að við skyldum taka vel til fyrst við værum byrjaðar og svo þvoðum við öll gólf- in og settum bón á þau á eftir svo að þau glönsuðu, eins og hjá mömmu í gamla daga. Júlía opnaði alla glugga og tók niður gardínurnar og þvoði þæi'. Hún sagði að allt húsið Ivktaði, en það fann ég nú ekki. Þegar pabbi kom heim vorum við búnar að setja gardínurnar upp aftur og ég fór næstum að skæla, því að mér datt allt í einu mamma í hug. Stofan var fin og hrein alveg eins og þegar hún var hjá okkur. Pabba virtist finnast það líka, því að hann stóð kyrr dálitla stund og horfði um, og var á svipinn eins og í gamla daga, þegai' hann kom úr ferðalög- unum. Hann hafði tekið nokkrar myridir og ég var send niðui' til bakarans eftir smjörköku og svo drukkum við öll þrjú kaffi í stofunni. Eftir þetta gekk allt vel nokkuð lengi. Við drukkum alltaf saman kaffi á kvöldin og Júlía setti blóm í gluggakisturnar og pabbi settist næstum aldrei í hægindastólinn með flöskurnar sínar. En stundum kom hann heim og hafði þá borðað eitt- hvað sem hann þoldi ekki. Mér fannst það leiðinlegt, því að þá leit hann svo skringilega út. Júlía hjálpaði mér næstum alltaf að leggja handklæði á ennið á honum, en venjulega var hún reið á svipinn, og það fannst mér óréttlátt, því að ekki gat pabbi gert að því, þótt hann yrði veikur. Þegar pabbi hafði verið svona veik- ur rifust þau Júlía alltaf daginn eft- ir. En til allrar hamingju endaði það alltaf með því að þau urðu góðir vinir aftur og svo fórum við öll þrjú í bíó eða eitthvað annað. Eitt kvöldið sátu pabbi og Júlía í sófanum og töluðu lágt saman. Ég sat á gólfinu og las í bók, sem Júlia hafði gefið mér. ,,Ég get ekki svarað því ennþá,“ sagði Júlía allt í einu og hún var voðalega undarleg í málrómnum. Ég hef keppzt af öllum mætti við að ná takmarki mínu. Eftir mánuð fer ég í próf og það hefur alltaf verið ætlunin að ég verði bókavörður. Get- ui' þú boðið mér eitthvað sem er meira virði? Það var furðulegt, hugsaði ég, að nú vildi hún verða bókavörður fyrst hún hafði alltaf sagt að hún væri kandmagi. En kannski hafði hún skipt um skoðun. Mig langaði einu sinni til að verða hjúkunarkona, en þegar mamma varð veik vissi ég að ég myndi ekki geta það, því að ég fór alltaf að skæla og það mega hjúkrunakonur ekki gera. Þær verða alltaf að vera brosandi, annars batn- ar sjúklingunum ekki. Og nú lang- ar mig að verða eitthvað annað. Pabbi sat kyrr og leit út eins og hún hefði lamið hann með einhverju þungu. „Nei,“ sagði hann. „Ég er víst enginn draumaprins í augum ungrar stúlku.“ Mér heyrðist hann vera bæði reiður og soi'gbitinn. ,Það er þér sjálfum að kenna,“ sagði Júlía. „Þú er einn af beztu blaðaljósmyndurum í landinu. Þú tekur myndir, sem skipa þér í fremstu í'öð. Og hvað gerirðu svo ? Þú drekkur frá þér allt vit. Þú vanrækir barnið þitt og dreg- ur hana með þér ofan í göturæsið. Framhald á bls. 13. IFalleg smásaga eftir | ELLINOR ÖBERG j 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.