Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 10
/ Tvítug hjúkrunarkona var dæmd í fangelsi fyrir nokkru í London fyr- ir sjálfsmorðstilraun. Hafði hún fundist í símaklefa á götum borgar- iunar, særð af hnífstungu. Hér fer á eftir saga hennar, sögð af henni sjálfri [>ar sem hún skýrir frá því hvað hafi leitt hana Jii þess að stiga þessi öriagaríku spor. ÞAÐ er erfitt að deyja en auðvelt að lenda á glapstigum. Þó ég sé ekki nema tvítug hefur mér lærst það. Síðastliðin tvö ár hef ég þrisvar reynt að svipta mig lífi. 1 öll skiptin var það vegna óhamingju í ástamál- um. 1 öll skiptin mistókst mér og var bjargað frá dauða með naumindum. 3£g hef hugsað ráð mitt í fangels- inu og komist að þeirri niðurstöðu að mér er sjálfri um að kenna. Þær hljóta að vera margar stúlk- urar í London sem gætu lent í sömu raunum og ég aðeins vegna þess að Sönn frásögn enskrar stúlku af ástarógæfu þær hafa leiðst út í ævintýri af skemmtanaþrá og ástarlöngun. Nú geri ég mér ljóst að ég hagaði mér heimskulega. Ég vona að saga mín megi verða öðrum ungum stúlkum til viðvörunar. Þá mun þeim ef til vill skiljast að ást og hamingja eru ekki hlutir sem hægt er að kaupa vægu verði eins og hverja aðra vöru. En sú var mín skoðun áður fyrr. Það var skoðun mín þegar ég hitti fyrsta piltinn sem ég varð ástfang- in af, þann fyrsta sem varð elskhugi minn. Ég var 17 ára þá. Fólk, og þó sérstaklega piltar, töldu mig fallega. Ég er græneyg og dökkhærð. JACKEY BROWN Mörgum árum áður hafði ég misst móður mína, einmitt á þvi aldurs- skeiði þegar lítil telpa þarfnast móð- ur sinnar mest. Ég átti ekki heldur að búa við öruggt heimilislíf þegar ég var barn. Faðir minn sem var bóndi í Jersy skildi við móður rnína þegar ég var í barnæsku. Um heimilislíf var ekki að ræða eftir það. tók ég saman hafurtask mitt eftir heiftai'lega deilu við yfirhjúkrunar- konuna og fór í burtu. Ég fór heim til Jersy en var ekki lengi á bænum. Ég hafði fengið nasa- sjón af frelsinu og vildi lifa mínu eigin lifi. Ég fékk vinnu í matsölu og leigði mér íbúð.. Áður en langt um leið var ég orð- in skuldum vafin. Ég fór að taka fé Ég reyndi þrisvar aö fremja sjálfsmorð Ég hafði farið að heiman i Jersy og farið á hjúkrunarkvennaskóla i Oxfordshire. Inntökuprófinu lauk ég með svo mikilli prýði að ég fékk leyfi til að verða hjúkrunarkona áður en ég hafði aldur til. Ég hafði stund- að hjúkrunarstörf i 18 mánuði þegar ég hitti Jimmy. Hann var hávaxinn, bláeygur og skæreygur, með ljóst stuttklippt hár. Hann virtist afar laglegur í bláum flugmannabúningi og talaði með Suðumkjahreim. Hann var Banda- ríkjamaður. Næstu daga hittumst við eins oft og hægt vai' að koma því við. Ég var afar sæl og hamingjusöm. Ég trúði því að ég væri ástfangin. Ég þai-fnaðist ástar. Ef til vill er ástarþrá mín eina afsökunin fyrir því að kasta mér í faðm fyrsta mannsins sem varð á vegi minurn. IFTIR hálfan mánuð vorum við Jimmy trúlofuð. Hann gaf mér snyrtiáhöld í trúlofunargjöf. Ég gaf honum skoskan rýting í slíðri. Þegar ég hugsa um þá gjöf mina, fer hrollur um mig, því það var samskonar hnífur sem ég keypti fyr- ir þrem vikum til að svipta mig lífi. Ég skrifaði föður mínum og sagði honum frá Jimmy. Hann mótmælti trúlofuriinni. Hann kom til min og sagði að ég væri alltof ung til að giftast. Ég hugleiði stundum hvað hefði gerst ef ég hefði framkvæmt það sem mig langaði til en hafði ekki kjark til: að hlaupast á brott með Jinxmy. En kaus þann kostinn að slíta trúlofuninni að hlýða föður mín- um. En eftir þetta gat ég ekki haft hugann við starf mitt. Dag nokkui'n að láni. Ég varð taugaóstyrk og ég bætti að borða nægju mína — og ég fór að drekka. Þegar ég varð and- vaka fór ég að taka svefntöflur. Þá varð Ray á vegi minum og það tók að birta í lífinu. Hann var 23 ára að aldri. Hann var afar svipaður Jimmy, hávaxinn, Ijóshærður og blá- eygur. Við hittumst í húsi vinar mins og Ray bauð mér í ökuferð í fallegum rauðmáluðum sportbíl sem hann átti. Við lifðum i vímu við glaum og gleði og ég kærði mig kollótta þótt skuldirnar ykust. Það var ekki fyrr en mig fór að gruna að ást Rays í minn garð væri farinn að dofna að ég fór að hugsa mitt ráð, og hafa áhyggjur af breytni rninni. Ég . heyrði það utan að mér að hann ætti vingott við fleiri stúlkur en mig. Ég vai-ð kvíðin og þunglynd og dag nokkui’n er ég hafði beðið eftir honum lengi og hann lét ekki sjá sig, var mér nóg boðið. Allan þann dag var ég ein míns liðs og leið illa. Um áttaleytið fór ég inn í svefnherbei'gi mitt. Þar geymdi ég glas af svefntöflum. Það var ætl- un mín að taka eina til þess að geta sofnað en skyndilega datt mér i hug að gleypa þær allar, 27 að tölu. Það virtist auðveld og greið leið út úr ó- göngunum. Ég bjó ennþá yfir nægjanlegu stolti til þess að vilja láta líta svo út sem um slys væri að ræða, svo ég fór niður í fjöru, gleypti allar töflurnar og beið eftir að flæddi. Ég vonaðist eftir að menn mundu halda að ég hefði drukknað. Ég raknaði við i sjúkrahúsi. Tveir ferðamenn höfðu fundið mig á ströndinni. Mér var bjargað frá dauða og í fyrstu virtist það hafa orðið mér til happs því Ray sneri til mín á ný. En þremur mánuðum seinna reyndi ég enn að fremja sjálfsmoi'ð, í þetta sinn næstum því í augsýn mannsins sem ég elskaði. Nóttina eftir afmælisdaginn sinn hafði hann horfið á braut með einhverri annari stúlku og ég keypti mér öskju af rakvélablöðum. Ég gekk fram á hami'a sem slúttu yfir fjöi-usandinn. Ég sá hann fyrir neðan hamrana með dökkhæi'ðri stúlku. Ég sá þau rísa á fætur og stefna í áttina að bilnum hans. Ég hjálpaði honum að pússa bílinn um moi'guninn. Mér var _ því nóg boðið. Ég tók mér rakvéla- blaðið í hönd og skar mig í úlnlið- inn. Ég lá þai' á klettasnös og horfði yfir hafið með augun full af tárum, beið þess að lífi rnínu yrði lokið. Þá heyrði ég einhvei'n kalla nafn mitt. Mig langaði ekki til að láta bjarga mér frá dauðum í annað sinn. Ég skreiddist á fætur og hljóp í áttina af hamrabrúninni en var gripin áður en ég gæti kastað mér fram af. Enn þá einu sinni varð ég að horfast í augu við lífið. Ég gerði mitt bezta. Ég reyndi að hætta drykkjuskapnum og skemmtanalíf- ir.u. Ég fór til London og fékk stöðu þar sem hjúkrunai’kona. För mín til London var ef til vill það heimsku- legasta sem ég gat látið mér detta í hug. Einu sinni í viku þegar ég átti frí, fór ég inn í miðborgina. Ég var einmana. Enn þá reyndi ég að öðlast ást á ódýran hátt. Ég eignaðist ,,vini,“ sem voru þannig inni'ættir að ég hefði fremur átt að forðast þá. Einn þeirra bauð mér í næturklúbb í Soho. Þar hitti ég síðasta elskhuga minn. IríG sat við barinn í klúbbnum og -/ þjóraði — ég var þegar búinn að drekka einum of mikið — þegar maður gaf sig á tal við mig. — Hver er kærastinn þinn? Hann hafði fremur þægilega dimma rödd. Ég sneri mér við. Við hlið mér stóð ungur Ijóshærður mað- ur. — Ég á engan kærasta, svaraði ég. — Hvernig litist þér á að verða þriðja konan mín? Ég hló við og þá bauð hann mér upp. Meðan við dönsuðum þrýsti hann vörunum að eyi'a mér og hvísl- aði: 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.