Vikan


Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 03.07.1958, Blaðsíða 13
sinn þurrausinn, tómur. Hann þráði hvíld, raunveruleika án skugga og flækju, hann þráði að geta flúið inn í saklausan draumaheim. Hann fann að hann var sárþyrstur. Thursday slökkti á ljósinu við dyrnar og skellti í lás. Hann varð að skella hurðinni tvisvar, áður en hún lókaðist. Hann sneri baki við myrku húsinu og sá manni begða fyrir á tröppunum. Það var Les Clipin. Stóri maðurinn ýtti hvítum hattinum aftur á hnakka og vaggaði sér fam og aftur og virti manninn fyrir sér. „Hvað eruð þér að snuðra hérna, Thursday?“ Thursday andvarpaði. „Ég hef eins mikinn rétt til þess og þér, Giplin — ef til vill meiri.“ Les Gilpin reyndi skyndilega að verja sig. ,,Ég kom til þess að vita hvernig frú Mace liði. Mér finnst ég bera ábyrgð á henni, þegar maður hennar er ekki heima.“ „Einmitt það?“ „Já,“ sagði ljóshærði maðurinn þurr í bragði. „Hvað meinið þér annars með þessari athugasemd?" „Það er undir yður komið, Giplin. Georgia er háttuð — hún hefur átt í hörðu við lögregluna.“ Þurfið ekki að segja mér það. Ég keyrði hana tvisvar sinnum fram og aftur. „Það er fallega gert af yður að vera svona hjálpsamur." Gilpin sló á tvíhnepptan jakka sinn nálægt mittinu. „Kona — ein — í svona vandræðum —• þarfnast þeirrar hjálpar, sem vinir hennar geta látið í té. Ég býst við að þér hafið heyrt að þeir geta ekki fundið Mace?“ „Jamm. Það er margt, sem þeir geta ekk ifundið." Hvíti hatturinn hreyfðist til og frá í rökkrinu. „Ég er áhyggjufullur, Thursday, skal ég segja yður.“ Hann hikaði. „Og hún er þannig kona, að mann langar til þess að sjá um. Mér hefur alltaf þótt það leitt að Homer skyldi hafa kynnzt henni áður en ég. Sígarettu?" Thursday tók sígarettuna þegjandi. I skininu frá eldspýtunni leit Gilpin á hann forvitnislega. „Það er slæmt að vera ekki með hatt í þessu veðri." „Það er líka slæmt að vera með hvítan hatt í þessu veðri.“ Gilpin brosti sínu bezta sölumannsbrosi. „Það er gott vörumerki, Thurs- day. Fólkið man betur eftir hattinum en nafninu." Hann þagnaði eins og hann væri að leita að einhvei'ju blátt áfram til þess að segja. „Georgia þarf á hjálp að halda. Satt að segja hef ég aldrei getað treyst þessari lögreglu hérna verulega." „Clapp er ágætis maður. En allir opinberii' starfsmenn fá ekki að njóta sín.“ „Það er það, sem ég meina. Þeir eru ef til vill allir af vilja gerðir, en það rennur alla út i skrifstofumennsku. Og þetta eru ekki þeirra persónulegu áhugamál." „Hvað eruð þér að reyna að gefa í skyn?“ Það glampaði á tennur Gilpins. „Nú — það er einhvern veginn þannig. Allir hafa persónuleg áhugamál, meina ég. Fjármál eiga ekki að hafa nein áhrif á rannsóknina." „Hvað meinið þér?“ „Maðurnin verður að kafa til botns. Það væri leiðinlegt ef það yrði að hætta að rannska þetta mál, vegna þess að þið fáið ekki styrk.“ Gilpin glotti skyndilega og vingjarnlega. „Mig langar til þess að vera viss um að þér haldið þessu áfram, Thursday. Mig langar til þess að — ja — styrkja yður. Til þess að vera viss um að þér haldið áfram.“ Það heyrðist ekki í regninu, þegar það lamdi götuna. Thursday gróf neglurnar inn í lófana. „Ég held áfram, en þakka yður samt fyrir,“ sagði hann kuldalega. „Tommy er sonur minn." Hvít ljóssúla skein skyndilega frá tröppunum. Bak við hana sagði rödd: „Hvað viljið þið hingað, herrar mínir?" Stóri maðurinn sneri glotti sínu að röddinni. „Ég heiti Lester Gilpin, vinur frú Mace.“ Ljósgeislinn hreyfðist lítillega og röddin sagði: „Og þér munuð vera Thursday, ekki satt “ „Jú. Eruð þér einn af mönnum Clapps?" Það slökknaði á ljósinu. Maðui' í regnfrakka sifóð á stígnum fyrii' framan læknastofuna og leit til þeirra. „Nei. Ég heiti Barnes —• frá héraðs- lögmanninum. Ég var rétt að fylgjast með.“ „ThUrsday og ég látum okkur annt um velferð •—“ byrjaði Gilpin mjúklega. „Já, já. Ég skrifaði i bókina mína athugasemd um það að þið hafið farið klukkanátta fjörutiu og þrjú. Og klukkan er átta fjörutíu og þrjú, herrar mlnir." Maðurinn horfði á þá með velþóknun þar sem þeir gengu að í'jómalitaða bílnum við gangstéttina. Gilpin spurði: „Á ég að keyra yður eitthvað, Thursday? Ég er ekki viss um að ég hafi fengið endanlegt svar við tilboði mínu.“ Leynilögreglumaðurinn granni þuri'kaði regnið af enni sínu. „Jú. Ég held áfram óstyrkur. Og óbundinn.“ Hann gekk að strætisvagna-biðskýlinu. Bifreið ók hægt niður Linwood- stræti. Hún hægði á sér móts við Mace-Elder læknastofuna, og hann sá að það var Dodge ’46. Framrúðan vai' opin og maður leit út um gluggann. Thursday starði gegnum þokuna. Hann var að leita að klunnalegu andliti og leðurjakka. Myrkrið og regnið yfii'buguðu augu hans. Stuttu neðar stanzaði bifreiðin og ljósin slokknuðu. Max Thursday gekk aftur að rjómalitaða bílnum og opnaði hurðina. Hann brosti til Gilpins. „Ég er að hugsa um að þiggja boðið. Það er leiðinlegt að vera úti í þessu veðri." Framhald í nœsta btaði. Ég, pabbi minn og Júlía Framhald af blaösíðu 6. Og nú viltu draga mig þangað líka.“ Pabbi sagði ekkert, en ég sagði Júlíu að pabbi og ég hefðum bara staðið í göturæsinu til að ná myndinni af stúlkunni á hjólinu, og þá fór Júlía að gráta og fór inní her- bergið sitt og pabbi fór út, skellti á eftir sér hurðinni og gleymdi myndavélinni. Þegar hann kom heim varð ég að leggja einsömul handklæði á ennið á honum, því að Júlía var farin. Ég var söfnuð og vaknaði, þegar pabbi kom og það var dimmt og Júlía var farin. Hún hafði málað skilti þar sem stóð „Herbergi til leigu" og sett það í gluggann. Pabbi tók það, þegar hann sá það. Hann sagði ekkert og það liðu margir dagar og hann sagði eiginlega aldrei neitt. Hann tók margar myndir og hætti að vinna á skrifstofunni og fékk stöðu við blað, þar sem hann sagð- ist fá 100 prósent. Ég sagði honum, að þá yrðum við víst að borga græn- metissalanum. „Byrjar þú nú lika,“ sagði hann. En hann fór samt og borgaði. Ég fékk líka nýjan kjól og við fengum ný húsgögn, en samt var ekki nærri eins fallegt hjá okkur og þegar Júlía var líka. Ég fékk lykil til að hafa í bandi um hálsinn og fyrst fannst mér það ágætt að geta gengið út og inn eins og ég vildi, en svo fór mér að finn- ast leiðinlegt að vera alltaf ein heima, sérstaklega þegar það var dimmt og ég lá í rúminu og hlustaði eftir fótataki á tröppunum, en aldrei kom pabbi. Hann kom ekki fyrr en ég var sofnuð og stundum hafði hann borðað eitthvað, sem hann þoldi ekki ég sagði honum, að hann yrði að passa sig betur. Þá sagði hann að það skipti víst engu máli, því að hann væri bara gamalt hró sem ekki dygði til neins. Þá fór ég að skæla og hann varð sorgbitinn og sagði að hann ætti að skammast sín. Hann hefði þó mig og hann skyldi víst gæta sín. Svo gekk allt vel lengi en einstöku sinnum borðaði hann einhvern óhollan mat. Einn daginn borðaði ég sjálf víst eitthvað óhollt. Mér varð illt alls- staðar og kastaði upp. Ég flýtti mér í rúmið og mér fannst að nú þyrfti ég sannarlega að fá kalt handklæði á ennið og svo fór ég að kalla á Júlíu. Það heyrði hún auðvitað ekki en ég hugsaði ekki út í það. En ein- hver hlýtur að hafa heyrt til mín og sent eftir henni, því að hún sat allt i einu á rúmstokknum, og svo sofnaði ég. Hún sat þar ennþá, þegar ég vaknaði, en hún var komin í annan kjól. Hún sagði að ég væri búin að vera lengi veik, en nú skyldi ég flýta mér að verða frísk aftur. Ég flýtti mér samt alls ekki, því að ég hugs- aði með mér að þegar mér væri batnað myndi Júlía fara aftur og ég vildi svo gjarnan hafa hana hjá okk- ur. En loksins var ég orðin nógu frisk til að fara á fætur og koma inn í stofu. Hún var aftur orðin hrein og fín og miklu fallegri en áður. Við vorum líka búin að fá nýjar gardin- ur, en Júlia virtist ekkert glöð. Hún var alveg hætt að brosa. „Þú ætlar ekkert að fara, þótt ég sé orðin frísk, Júlia," sagði ég. „Viltu ekki bara vera kyrr hjá okkur?" En hún sagðist ekki vita það enn. Skömmu seinna kom pabbi heim. Hann söng í forstofunni. Það hljóm- aði ekki fallega, því að pabbi syngur afskaplega falskt, en mér finnst allt- af gaman þegar hann syngur, því aö þá er hann glaður. En Júlíu fannst ekkert gaman, því að hún spurði pabba reiðilega, hvort hann hefðí ekki hugsað sér að reyna að verða fullorðinn. Þetta fannst mér nú kjánalegt, því að Júlía er litil stúlka, þó að hún sé 24 ára og pabbi er miklu stærri er> hún. En pabbi varð ekkert reiður. Hann var svona glaður af því að hann átti að fara til Parísar fyrir blaðið, sagði hann. Daginn eftir fór hann. Ég bað Júliu að vera hjá mér, þangað til han:> kæmi aftur og hún sagði að ég gæti víst skilið að hún vildi það. En mér finnst ekkert auðvelt að skilja það. Maður getur aldrei áttað sig á full- orðna fólkinu, sérstaklega ekki á pabba og Júlíu. Eitt augnablikið ríf- ast þau, svo að húsið skelfur og augnabliki eftir stendur Júlía á tán- um og kyssir pabba. Og svo segja þau að maður geti víst skilið . . . Við skemmtum okkur ljómandi meðan pabbi var i París. En samt hlakkaði ég til að fá hann aftur. Stundum fannst mér Júlía hlakka til þess líka, því að hún var alltaf að laga til og undirbúa allt og við fengum báðar nýja kjóla, sem voru alveg eins. Við fengum líka hvíta skó, en Júlíu skór voru með háum hælurn og ég hugsaði með mér að nú þyrfti hún ekki að standa á tánum, þegar hún kyssti pabba, en það þurfti hún nú samt. Það sá ég þegar lestin var komin. Pabbi leit á Júlíu og svo á mig og hann brosti til okkar beggja, en mest til Júlíu: Þýðir þetta að þú . . . Han» talaði eins og hann væri með eplí i munninum. Júlía sagði að það væri undii' ýmsu komið. En hún sagði ekki hvað væri undir ýmsu komið, svo að ég var engu nær. Við vorum búnar að leggja á borð- ir áður en við fórum að sækja pabba og maturinn var alveg til. Júlía hafði séð um hann. Ég fékk appelsín og pabbi og Júlía líka. Pabbi leit á flösk- urnar og roðnaði og spurði hvort hann ætti ekki líka að fá rör eins og ég- Ég ætlaði einmitt að fara að bjóða honum mitt þegar Júlía sagði: Nei, en þú mátt fá þetta í staðinn. Hún tók pillu upp úr vasanum og rétti pabba hana þó að hann hefði engan höfuðverk. En kannski hafði hann samt verk. Að minnsta kosti varð hann á svip- inn eins og hann kenndi einhvers- staðar til. „Segðu mér,“ sagði hann. „Ertu orðin bandvitlaus ?“ „Nei,“ sagði Júlía. „Ég hef bara uppgötvað hvernig við eigum að fara að.“ „Ekki að tala um,“ sagði pabbi og •fór að leita í vösum sínum. „Bitten," sagði hann, „skrepptu út og kauptu . . .“ Hann komst ekki lengra, því að Júlía stóð á fætur og gekk inn í herbergið og við sáum að hún setti Framli. á bls. H. yikan 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.