Vikan


Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 2
KRAFAD; SEÍNNlMuS Takið eftir! Að taka lýsi. LISTAMADtJR einn hér í bæ, afbragðsnjall í list sinn en heldur pervisinn og' pasturslítill, var ný- lega í veizlu einni mikilli. Maðurinn er kominn nokkuð til ára sinna en hefur alltaf verið sein- heppinn í ástamálum og gengur lítt í augun á kvenfólk. En þr í veizl- unni hitti hann konu eina er gerði sér allt títt um hann og varð hann harla glafiur við. Er ekki að orðlengja það frekar að tókst með þeim náin vin- átta þar í boðinu og fylgdi listamaðurinn kon- unni heim að því loknu. Hún bauð honum í stofu, kvað mann sinn ekki heima og öllu óhætt. Áttu þau innileg faðmlög góða stund uns konan tekur af skarið og segir: „Við skulum ekki vera neitt að hika við þetta, komdu bara með mér inn í svefn- herbergi." Listamaðurinn varð ofsa glaður við og hugði nú margra ára gamlan draum sinn mundu ræt- ast, skunduðu þau inn í svefnherbergi og svipti maðurinn af sér öllum fötum á augabragði. Skreið hann síðan i rúm- ið og beið konunnar. Hún fór sér að engu óðslega, kvaðst þurfa að skreppa fram andartak. Litlu seinna kom hún aftur og hafði þá með sér syni sína tvo barnunga. Svipti hún rekkjuvoðinni af listamánninum og sýndi sonum sínum í því er hún mælti: „Svona verðið þið strákar mínir, ef þið takið ekki lýsi." Hvar er hljómsveitin? MAÐUR nokkur gekk inn í veitingahús, settist nið- ur og opnaði brauðpakka sem hann hafði komið með, hellti vatni í glas og tók að snæða. Porstöðu- maðurinn sá til hans, gekk að honum til að biðja hann að hafa sig á brott. „Hver ei-uð þér?" spurði maðurinn. „Ég er forstjórinn," var svarið. „Einmitt maðurinn, sem mig vantaði. Af hverju látið þér ekki hljóm- sveitina leika?" Vakning „KÆRIÐ þér yður um að þjónustustúlkan vekji yð- ur í fyrramálið?" „Nei, ég vakna alltaf sjálf- krafa um sjöleytið." „Þér munduð þá kannski vera svo vænn að vekja þjónustustúlkuna." ? Til lítils að fara. LlTILL drengur kom heim úr skólanum og var held- ur dapur í bragði. Hann kvaðst ekki fara oftar í .skólann. „Og hversvegna ekki?" spurði móðir hans. „Nú, ég get ekki lesið, get ekki skrifað og fæ ekki að tala." Ókunnugur. TVEIR snáðar voru að deila á götunni og stöðv- uðu vegfarenda til að út- kljá deiluna. „Geturðu sagt okkur hvort sólin rís í austri eða vestri?" „Því miður, ég er ókunn- ugur hér um slóðir," var svarið. Engu líkara. „VAR forstjóri dýragarðs- ins ekki hamingjusamur yfir þvi að eignast barn?" „Ég er nú hræddur um það. Það var engu líkara en hann hefði fengið gíraffa- unga." ? Of sein. GUDMUNDUR hljóp í dauðans ofboði inn í eld- hús til konu sinnar og hrópaði skelfingu lost- inn: „Hvað heldurðu, að ég lá upp í sófa og reis á fæt- ur og andartaki síðan datt þunga veggklukkan niður einmitt á þann stað þar sem ég hafði legið." „Hef ég ekki alltaf sagt þér að þessi klukka er of sein," svaraði frúin. ca Of seint. HÖPUR skáta veitti að- stoð á björgunaræfingu. Áttu þeir að liggja hér og þar um völlinn og tákna særða menn. Æf- ingin stóð lengi dags og var búið að koma öllum „særðu" mönnunum í skýli, þegar það upp- götvaðist að einn hafði gleymst. Var hann búinn að liggja tímum saman kyrr. Þegar „björgunar- sveitin" rankaði við sér og fór á staðinn, fundu þeir miða á jörðinni þar sem skátinn átti að liggja. „Blæddi til ólífis pg fór heim." Gott kvonfang. UNGUR Skoti kom á skeytaafgreiðslu og sendi kærustunni skeyti, spurði hana hvort hún vildi gift- ast sér. Þegar hann hafði beðið á stöðinni allan þann dag eftir svari og nokkuð fram á nótt, fékk hann loksins jákvætt svar. „Ef ég væri í þínum spor- um," sagði stöðvarstjór- inn, „mundi ég ekki gift- • ast stúlku sem léti mann bíða heilan dag eftir svari." „Bara betra," sagði Skot- inn, „stúlka sem bíður eftir næturgjaldi á skeyti er einmitt stúlkan sem mig vantar." ? Allt annað mál. ÉG sleit trúlofuninni," sagði stúlkan, „tilfinningar mínar gagnvart mannin- inum hafa breyst síðan ég gaf honum jáyrði." „En þvi tekurðu ekki niður hringnin?" „Tilfinningar mínar gagn- vart hringnum hafa ekki breyst." ? Miða f yrir þr já. HÚN var orðin barnshaf- andi en var í vandræðum með hvernig skyldi segja manninum frá því. En þegar hann fór að segja henni að þau mundu haJda upp á giftingaraf- mæli eins og hún vildi sjálf, sá hún leiðina. Þeg- ar hann kom heim úr • vinnunni daginn ' eftir, sagði hún: „Elskan, ég keypti þrjá miða í leikhúsið." „Ágætt, ástin," sagði hann, „en við erum bara tvö." „Já, það er það sem þú heldur." Hér er 10. seðillinn í getraunakeppni S. Í.B.S. og þar með er keppninni lokið. Þá er óhætt að senda seðlana með lausnunum. Þeir verða að hafa borizt Vikunni fyrir 31. júlí n. k. Svörin við öllum spurningunum verða að vera skrifuð á getraunaseðlana sem klipptir eru út úr blaðinu, að öðrum kosti verður ekki tekið tillit til þeirra. Að sjálf- sögðu þarf ekki að taka fram að nauð- synlegt er að senda svör við öllum tíu spurningunum, það nægir ekki til vinnings að senda aðeins hluta af þeim. Verolaunakeppni S.I.B.S. (Sjá forsíðumynd) VINNINGAK: 1. verðlaun........................................ kr. 2.500,00 2. verðlaun........................................ kr. 1.500,00 3. verðlaun........................................ kr. 1.000,00 Fjórir varnavinningar: Brúða, brúðuvagn, sturtubíll og beyggingar- kubbar frá Reykjarlundi. Feðurnir frægu stofnsettu Alþingi við Öxará — og sð, atburður varpar ljóma á sögu þjóðarinnar. Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað af nokkrum sjúklingum og öryrkjum í október 1938 — og verður því tuttugu ára í haust. Með stofnun sambandsins hófu berklasjúklingarnir sjálfir starf, sem nú er orðið eitt af merkustu átökum í íslenskum félagsmálum. En því skal ekki gleymt, að íslenzka þjóðin öll og ó- skipt stendur að baki þessu mikla átaki. Hefur því ásann- ast, það sem segir í ávarpi fyrstu sambandsstjórnarinnar til þjóðarinnar: „S.I.B.S. hefur hafið starf sitt í öruggri vissu um það, að pjóðin lœtur sitt ekki eftir liggja." í tilefni af 20 ára afmæli S.I.B.S skal íslenzku þjóðinni þökkuð \Vlvild í garð sambandsins og drengilegur stuðn- ingur við það á liðnum árum. Mun S.l.B.S halda áfram á sömu braut í öruggu trausti og fullvissu um stuðning og handleiðslu þjóðarinnar á ó- komnum árum. i SPURNING: Hvað eru mörg ár síðan AI- þingi við Öxará var stofnsett? seðill í verðlaunakeppni S.l.B.S. Hvað eru árin mörg? Nafn ______ Heimilisfang GUNNAR RÚNAR tók forsíðumyndina. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.