Vikan


Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 3
TÓN LIST Nýstárlegt verk flutt af listfengum píanóleikara Jón Nordal, píanóleikari og tónskáld, hélt píanótónleika á yegum Tónlistarfélagsins miðviku- daginn 25. og fimmtudaginn 26. 'júní. Fyrst á efnisskránni voru fimm prelúdur og fúgur úr „Das wohltemperierte Klavier" eftir Johan Sebastian Bach. ,,Hið vel- stillta (eða jafnstillta) klaver" Bachs eru 48 prelúdíur og fúgur, sem meistarinn mikli samdi í hin- um ýmsu tóntegundum til að sýna frám á ágæti þeirrar tónstilling- ir á klavikorðum og cembaló- um seni þá ruddi sér smám saman tii rúms. Hinn fræðilegi tilgangur þessa stórfenglega verks er nú að fullu horfinn í skugga þeirrar andagiftar er þar birtist. Tvö önnur verk eftir Bach lék Jón, franska svítu nr. 5 og sálm- forleikinn fagra „Jesus bleibet meine Freude." Þá kom nýstárlegasta verkið á þessum tónleikum, tilbrigði opus 27 eftir Anton von Webern samin 1936. Webern fæddist í Vínarborg 1883 og starfaði þar lengst af við hljómsveitarstjórn og kennslu. Hann lézt árið 1945. Síðustu 20 ár ævi sinnar beitti hann í tón- smíðum sínum svonefndu tólftóna- kerfi, sem kennari hans, Arnold Jón Nordal. Schönberg, setti fram í kringum 1924. Verk Weberns þykja afar fínlega byggð og samþjöppuð að efni og eru þvi miður, eins og reyndar einnig verk þeirra Schön- bergs og Alban Bergs, nær ó- þekkt hér á landi. Að lokum lék Jón Nordal són- ötu op. 2 n. 3 eftir Beethoven af- bragðs vel og báru tónleikarnir í heild vott um þroska hans og listfengi. Harmsaga bak við ljúfan klið Guðmundur Böðvarsson hefur fyrir löngu unnið sér öruggan sess sem eitt helzta ljóðskáld Is- lendinga en reynir nú fyrir sér á sviði skáldsögunnar.*) Sagan fjallar um listamann sem á i bar- áttu við borgaralegt umhverfi. Persónurnar eru flestar ljósar og sumar lifandi, einkum listmálar- inn og ráðskonan. Tengdamóðir- in er týpa fremur en einstakling- ur og fer ekki illa á því, þar sem hún stendur sem tákn fyrir hið borgaralega umhverfi, sem mál- arinn stríðir við. Það er þó til stórra lýta i þessari sögu að geð- veikur maður er látinn segja hana í sendibréfsformi, sú vitneskja veikir traust lesandans þrátt fyr- ir trúverðuga frásögn. Stíllinn er iimríkur og safamikill, þó ekki sé hann frumlegur. Einkum lýtir stílinn ýmiskonar lágkúra sem jafn málsnjall maður og Guð- Fatlað folk og lamað stofnar með sér félag Tilgangur félagsins er að vinna að auknum réttind- um og bættri aðstöðu fatlaðra í þjóðfélaginu. Nýlega var stofnað í Reykjavík félagið „SJÁLFSBJÖRG, fé- lag fyrir fatlað fólk." Höfuðtilgangur þess er að vinna að auk- inni samhjálp hinna fötluðu, auknum réttindum og bættri að- stöðu í þjóðfélaginu. Ennfremur að koma upp vinnuheimili með svipuðu sniði og vinnuhæli S.Í.B.S. að Reykjalundi. * ) ..Guðmundur Böðvarsson: Dyr í vegginn. Heimskringla 1958. 1U bls. Guðmundur Böðvarsson. mundur Böðvarsson gæti forð- ast. Dærai: ,,Að hún væri huldu- kona, það var, ef til vlll, það eina henni viðvíkjandi, sem ég ekki ef- aðist um." A öðrum stöðum reyn- ir höf. að lyfta stílnum með skrúf- uðu orðalagi, stirðbusalegum há- Sigursveinn D. Kristinsson og Gils Sigurðsson kvöddu blaðamenn á sinn fund miðvikudaginn 2. júlí og skýrðu frá stofnun nýs félags fyrir fatlað fólk. Félagið heitir Sjálfs- björg, félag fatlaðra í Reykjavík. Samskonar félag hefur einnig verið stofnað á Siglufirði. Verkefni hins nýja félags er að vinna að aukinni samhjálp hinna fctluðu, auknum réttindum þeirra og bættri aðstöðu í þjóðfélaginu. Allir þeir, sem ganga í félagið fyrir næstu áramót teljast stofnendur. Gert er ráð fyrir að Sjálfsbjörg verði deild í Landsambandi fatlaðra, er síðar' verði komið á fót. Eitt aðalverkefni félagsins í fram- tíðinni verkur að koma upp í Reyja- vík félagsheimili með vinnustofum og íbúðarherbergjum, og verði það ekki aðeins vinnustöð, heldur einnig skóli til verknáms og vinnuþjálfunar fyrir fatlað fólk. Er áætlað að heim- ili þetta verði með svipuðu sniði og vinnuhælið að Reykjalundi. Föstudaginn 26. júní var haldinn stofnfundur félagsins, en í ráði er að halda framhaldsstofnfund, svo fljótt sem auðið verður. Á fundinum var kosin níu manna nefnd er skyldi gera uppkast að lögum fyrir félagið og leggja það fyrir framhaldsstofn- fund. 1 nefndinni eiga sæti Sigur- sveinn D. Kristinsson, Gils Sigurðs- son, Gunnar Jóhannesson, Helgi Eggertsson, Sigfús Brynjólfsson, Theódór Jónsson, Edda Bergmann Guðmundsdóttir, Svanhildur B. Al- bertsdóttir og Þorgeir Magnússon. Sigursteinn D. Kristinsson sagði, að „Sjálfsbjörg" væri ekki stofnað' til aft keppa við önnur félög svipaðrar tegundar, heldur óskar það eftir samvinnu við þau. Inngöngu í félagið fær eingöngu fatlað fólk. Ekki hefur verið ákveðið á hvern hátt helzt megi afla fjár til handa félaginu. Verður væntanlega skýrt nánar frá því siðar, er framhalds- stofnfundur hefur verið haldinn. Félagið tre'ystir á velvilja almenn- ings og hins opinbera og er vart að efa, að margir munu fúsir til að leggja þessum göfuga og gagnlega félagsskap lið. tiðleik. Dæmi: „Mennirnir voru svo furðulega ólikir, hver í sínum tjáningarmáta, og ást þeirra spennti yfir allt hafið frá hinni bljúgu matarást gamalla, snauðra manna, sem sjaldan fengu fylli sína heima, og til hinnar von- lausu, æðisgengnu, þar sem taug- arnar eru sem þandir strengir og bvín í þeim ef snert er við, og allt getur sem bezt endað með sjálfsmorði i þriggja þumlunga djúpu vatni." Og loks ber það við að stíllinn fær keim af frásagn- armáta bóndans i Gljúfrasteini, einkum i atburðalýsingum, en e. t. v. ér það bara frændrækni sem veldur því. En þar sem stíll Guð- mundar er stíll hans sjálfs, heyr- um við djúpan og persónulegan tón sem kemur frá hjartanu en er ekki fenginn að láni úr bókum. Tökin eru leikandi létt, drættirnir fáir og einfaldir en sterkir og breiðir, harmsagan verður skynj- uð bak við ljúfan klið. Og þaS er í bókinni sjaldgæf kímni, á- reynslulaus og fíngerð. Það er ferskt og tært loftið í þessari stuttu sögu, ilmur úr grasi ög mild gola af hafi. Það er frekar í andrúmslofti sögunnar en enda- lokum hennar sem við finnum að skáldið trúir þrátt fyrir allt orð- um vegavinnuráðskonunnar: „ein- hverju ættum við að mega ráða sjálf." Veiztu 1. Hver fann fyrstur manna upp hraðritunarkerfi sem að gagni kom? Margir höfðu reynt á und- an honum, en öllum mistekist. 2. Íslendingar hamra gjarnan á því að peir séu smápjóð. En hvað heitir minnsta lýðveldi í heimiT S. Úr hvaða hljóðfœri kom þeir tönar sem likjast helst manns- rödd ? Jf. Af bókinni Fjórir guðspjalla- menn er aðeins til eitt eintak i heiminum svo menn v\ti, en þó hefur enginn reynt að nálgasi pað. Hvár er pað? 5. Hver flaug fyrstur yfir Atlants- hafið? 6. Kunnur forsœtisráðherra Breta dó um borð i skipi árið 1937. Hvað hét sá? 7. Hvað pýðir shammstöfunin l. 's. G? 8. Fyrstu rituðu orð á Islandi voru ¦ skrifuð á sveitabœ norður i landi. Á sama bænum var fyrsta islenska bókin prentuð. Hvað heitir pessi merkisbœr? 9. Hvað hét sá Islendingur sem heitast barðist fyrir Mormóna- trú ? 10. Gáta: Veti eg eina veigabrú, veginn skundar sinn með hrað, einatt heldur áfram sú, en er pó kyrr í sama stað. Sjá svör á blaðsíðu 14. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.