Vikan


Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 4
& SKDGGAR FORTÍÐARINNAR EFTIR RENEE SHANN Forsaga: NAN SMITH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall. Hún er hamingjusöm þar, en minningar fortíðar- innar varpa skugga á gleði hennar. Hún elskar á laun sonúin Sl- MON. Aðrir á Highland Hall eru Lady Wadebridge, dæturnar PA- MELA og STELLA. Ennfremur lítil dóttir Stellu, Jenný. Stella vill skilja við mann sinn. Símon skrifar foreldrum sínum og til- kynnir komu sína og unnustu sinnar til Highland Hall. Þ AD hefurðu sagt áður. Augu Nans skutu gneistum. Ó, Pollý hvað er það eiginlega sem þú ert að gera? Þú veizt eins vel og ég að þú vllit bara hafa karlmann þangað til þú hefur fengið það sem þú vilt, þá breytist þú. Hvers vegna þurftirðu einmitt að velja, Símon? — Kannski hefur einhver innri rödd hvisiað því að mér að þú vildir fá hann. Mig hefur alltaf langað í það sem þú áttir, Nan ekki satt? Alveg síðan við vorum börn. — Jú, og alltaf fékkstu það. En í þetta skipti vissirðu ekki, að ég var hrifin af honum. — Það er satt. Einkennileg tilviljun. — Það er hræðileg tilviljun. Ef ég vissi að þú myndir gera hann ham- mgjusaman, myndi ég ekki taka þessu svona. — Það er naumast þú ert hátíðleg. Ég geri hann hamingjusaman. Ham- ingjusamari en þú, gætir nokkru sinni gert, ef þú hefðir nokkra möguleika. — Þú getur ekki gert neinn hamingjusaman. Þú ert alltof eigingjörn.. — Hvernig dirfist þú að dæma mig? — Ég ætti ef til vill ekki að gera það. En ég þekki þig of vel. Og þín vegna hef ég orðið að þola mikið. Það veitir mér rétt til að segja mitt álit á þér, — Æ, góða hættu þessu rausi. — Ég ætla lika að hætta. Ég vil bara endurtaka það sem ég sagði, að ég skal gera allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir hjónaband ykkar Símonar. — Því miður fyrir þig, mín kæra, hef ég öll trompin. Þú getur ekkert gert. — Ég er ekki viss um það. Ef Símon vissi meira um þíg . . . — Ó, hjálpi oss, maður skyldi halda að ég væri glæpamaður. — Siðferðilega séð ertu það. — Þú ert bjáni. Nan roénaði. Hún gekk í áttina til dyra. — Ef þú segir Simoni eitthvað um mig, sagði Pollý, skal ég neita öllu og sverja að ég hafi aldrei séð þig og þú reynir bara að spilla á milli okkar, vegna þess að þú sért afbrýðissöm. — Þú gleymir myndunum. — O, ég sé um það. Ég segi að ég eigi tvíburasystur. Og leyfðu mér að skjóta einu inni. Það verður ekki til mikillar hjálpar fyrir þig sjálfa, ef þú reynir að spilla milli okkar. Hann fær áreiðanlega ekki háar hugmyndir um þig ef þú reynir það. Og er það ekki eðlilegt? Nan opnaði dyrnar. Hún hafði sagt það sem hún hafði ætlað að segja. Þegar hún var komin út úr herberginu og stóð fyrir utan heyrði hún Pollý raula iagstúf. Svo heyrði hún hana kaiia til Símonar, sem var úti í garð^ inum. — Ég.kem eftir augnablik, elskan. — Flýttu þér nú. Mig langar í gönguferð. Nan hljóp út um bakdyrnar. Hún ætlaði lika að fá sér gönguferð. Ferskt loft myndi hressa hana og styrkja. Hvað átti hún að gera? Átti hún að fara til Sir Reginalds og segja að hún yrði því miður að fara? Eða átti hún að vera kyrr og sjá Símon snúast í kringum Pollý? Hún var viss um að hún myndi gera hann óhamingjusaman. Hann rnyndi kannski ekki finna alveg strax, hvernig hin rétta Polly var, en hann fyndi það fyrr eða síðar. Hún óskaði aðeins að Pollý myndi ekki særa eins viSbjóðslega og hún hafði sært John. IV. KAFLI. ' Einn dagur ieið áf öðrum. Nan var önnum kafin við vinnu sína eins og venjulega. Öðru hverju hvarflaði að henni að fara. Að sjá Símon svona ást- fanginn af Pollý var meira en hún afbar. En hún fann að samt gat hún ekki farið. Enn verra yrði að sjá hann aldrei. Hún gaf Pallý gætur í laumi, og sá að hún gerði allt til að vinna hylli fjölskyldunnar. Með nokkurri ánægju fylgdist Nan með þvi að það virtist ætia að ganga seint. Hún var viss um að engu þeirra féil hún í geð. Allra sízt móður Símonar. Og milli Lady Wadebridge og sonar hennar ríkti mikil ástúð og einlægni. Þó að móðirin myndi hafa neitað að hún tæki eitt barna sinna fram yfir annað var Nan viss um, að Símon var henni kærastur. Nan var sjaldan ein með Símoni nú orðið. Pollý sá um það. Ef Símon kom inn á skrifstofuna til Nan kom Pollý alltaf rétt á eftir þangað. Pollý var köld í viðmóti við Nan. Trúlofunin var birt í „The Times." Pollý hafði sannarlega fengið það sem hún vildi, hugsaði Nan með sting í hjarta. Ungfrú Pollý Tessdale, einkadóttir látinna foreldra Hr. óg frú Teesdale. Nan hugleiddi hversu undr-. andi foreldrar hennar hefðu orðið ef þau vissu, að trúlofun dóttur þeirra kom í The Times. Myndir af henni og Símoni voru í öllum samkvæmisdálk- unum. Hin fagra Pollý Teesdale . . . Dag nokkurn sagði Stella við Nan: Finnst þér Pollý vera f alleg ? — Já, finnst þér það ekki? — Nei. Ekki sérstaklega. Það hlýtur að vera vegna þess að mér geðjast ekki að þessari tegund kvenna. En það eru margir sem geðjast að þeim. Hvaða mánaðardagur er í dag, Nan? — Fimmtándi september. — Þá fer Jenný í skólann eftir viku. Getur þú ekki komið með okkur? — Auðvitað, ef þú kærir þig um. Ég hélt að móðir þín færi með. — Hún vill það gjarnan, en mér finnst hún ætti ekki að koma. Ég sagði henni það. — Hamingjan góða, varð hún ekki sár? — Dálítið. En ég vil heldur að þú komir með. Og -ef Jenný verður erfið . . . — Ég held ekki að hún verði það. — Ég yrði ekkert hissa. Hún er ekki sériega ánægð með það að fara í skólann. Mér til stórrar furðu hef ég uppgötvað að ég er það heldur ekki. Hún er oft þreytandi og óþæg, en hún er sæt og indæl samt. Nan brosti. — Hún er lítið krútt. JÉg mun sakna hennar. Stella kveikti sér i sígarettu. Nan hélt áfram að fara yfir morgunpóst- inn. Stella hélt áfram. — Þegar hún er farin fer ég líka. — Hvert? spurði Nan. Steila sneri sér að henni. — Ég veit það satt að segja ekki enn. Ég vildi helzt fá mér stöðu í London. Það versta er að ég hef enga sérmenntun. Það er slæmt að vera dóttir ríks manns. ' — Ég hef oft haldið, að það hlyti að vera þægilegt, sagði Nan. Ágætt að sleppa við að þurfa að vinna fyrir sér. — Ég er ekki þannig. Ég kæri mig ekki um að ganga iðjulaus. Ég er ekki eins löt og flestir halda. Nan leit á hana. — Þú ert þá ákveðin í að fara ekki aftur til mannsins þíns? — Já. Þú tókst á móti skeyti frá honum. Manstu ekki eftir því? — Jú, ég man eftir því. Hann baO þig að hugsa þig betur um. — Satt er það. Ég get ekki farið aftur. Stella varð hörkuleg á svip. Eg hataði að vera þar. Loftslagið er hræðilegt. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er viðbjóðslegt. Ég reyndi að tolla þar. En ef ég fer aftur . . . VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.