Vikan


Vikan - 10.07.1958, Qupperneq 5

Vikan - 10.07.1958, Qupperneq 5
— Verður maðurinn þinn að vera þarna? — Hann gæti kannski fengið sig fluttan eitthvað annað. En jafnvel það breytti engu. Við slógumst eins og hundur og köttur. Stella andvarpaði. Er það ekki sorglegt? I rauninni erum við hræðilega hrifin hvort af öðru. Nan hrukkaði ennið. — Jú, mér finnst það sorgiegt. Ef það er það sem ykkur finnst. . . — Það er það sem mér finnst. . . sagði Stella. Eg er í asnalegu skapi í dag. Jenný fer burtu og ég fer ekki aftur til Húgós. Mér finnst eins og allt sé að falla í rúst. En þannig verður það að vera. Oft hötum við hvort annað. Hann var bara búin að gleyma því, þegar hann sendi skeytið. Nan vissi ekki, hverju hún átti að svara. Hana langaði helzt til að neyða Stellu að fara aftur. En auðvitað varð hún sjálf að taka ákvörðun. — Jenný gerir þetta allt miklu erfiðara, sagði Stella. Hún tilbiður pabba sinn. Og hann hana. — Kannski hugsar þú öðruvísi bráðum. Getur þú ekki bara frestað ferðinni ? — Það væri huglaust af mér. Og ekki réttlátt. Það er önnur stúlka þarna sem bíöur eftir að geta krægt' i hann. Hún yrði miklu betri handa honum en ég er. Hún er hæg og auðvelt að halda frið við hana. Hún verður prýðilegasta gólfmotta handa honum. — Heldur þú að honum muni falla það? — Til að byrja með kannski. Það verður tilbreyting fyrir hann. — Ég skil ekki almennilega, hvernig það á að ske. Sem stendur ert þú gift honum. — O, þau biða. En það er auðvelt að fá skilnað. Stella reyndi að brosa, Pabbi og mamma verða auðvitað skelfilega æst. Eg veit ekki hvers vegna ég er að rausa svona við þig Nan. Mér finnst eitthvað við þig, sem fær mig til að halda að þú skiljir mig. Stella leit rannsakandi á Nan. — Þú hefur átt i erfiðleikum sjálf, er það ekki? — Jú. En ég vil helzt ekki tala um það. — Það er allt í lagi. Ég er ekki forvitin. Ég vildi bara segja þér, hvers vegna ég var að trúa þér fyrir þessu. — Góða bezta. Komdu til mín aftur, ef þér finnst þú þurfa að tala við einhvern. — Þú ferð með okkur til Gilston seinni partinn í dag. — Já, við förum vist öll, eða hvað? — Jú og þau nýtrúlofuðu líka. Brúðkaupið hefur verið ákveðið þann 25. október. Mjög blátt áfram og íburðarlítið. Hin yndislega Pollý á vist enga ættingja og eftir þvi sem mér skilst ekki sérlega marga vini heldur. Það kemur mér raunar ekki á óvart. — Fellur þér ekki við hana? — O, ég er svo sem ekkert afskaplega hrifin. En þú? — Ég þekki hana eiginlega ekkert. Á vissan hátt var það satt, hugsaði Nan. Hún hafði þekkt hina gömlu Pollý. Hin nýja Pollý hafði tamið sér siði og fágaða framkomu, sem hún hafði ekki til að bera, þegar hún þekkti hana. Það huldi hina sönnu Pollý. Eða því sem næst. öðru hveju sýndi hún sig í réttu ljósi. Röddin varð frekjuleg og augun skutu gneistum eins og i gamla daga. En það var aldei 'þegar Simon var nærstaddur. — Ég held að Símon sé galinn, sagði Stella. Hún á áreiðanlega eftir að verma honum duglega áður en hún hættir við hann. — Þú heldur þá ekki að þau lifi í sátt og samlyndi þar til dauðinn að- skilur þau? ■— Hjálpi oss, svo sannarlega nei. En ég er alltaf tortryggin þegar um hjónaband er að ræða. Ég gef þeim í hæsta lagi eitt ár. Stella andvarpaði. Ég vildi óska að hann væri ekki svona staurblindur i ást sinni til hennar. — En það er einmtit það sem hann er. Ef til vill á það eftir að breytast. — Ég efast um það. Jæja, ég verð að hætta þessu bulli. Þú hefur nóg að gera, býst ég við. — Ég hef það. Sérstaklega fyrst ég ætla að fara til Gilston á eftir. Árlega var haldin vörusýning í héraðinu. Þetta ár átti Lady Wadebridge að opna sýninguna. Þau óku þangað í tveim bílum. Nan sat hjá Jenný i aftursætinu í bíl Simonar. Pollý sat við hlið hans. Hún var klædd hvítum glæsilegum kjól og leit út fyri að vera, einmitt það sem hún var, módel Nan sá hana fyrir sér á forsíðu tímarits. Fallega brosleita andlitið hennar og græn töfrandi augun. Augu hennar mættu Nans í speglinum. í þeim var sigurglampi og hún flutti sig nær Símoni og neri öxl sinni að hans eins og ánægður kettlingur. ■— Vertu varkár, ástin, sagði Simon, annars keyri ég út af. — Ég ætlaði bara að minna þig á að ég væri hér. — O, ég gleymdi því vist ekki. — Nan og ég erum hér líka tilkynnti Jenný. — Ég veit það. Hvílíkt fylgdarlið fagurra meyja sagði Símon og hló. — Mér finnst Nan vera alveg .eins falleg og Pollý, sagði Jenný, sem ekki geðjaðist að henni, þegar hún kynntist henni betur. — Jenný vertu ekki að þessu bulli, sagði Nan feimnislega. Pollý hló stuttlega. — Ég heyrði ömmu og afa tala saman um þig um daginn, Pollý. Hún sagði að fegurðin þín væri fals og svik. Augu Pollýar skutu gneistum af reiði. — Jenný, hagaðu þér skikkanlega, sagði Nan. Ef þú gerir það ekki segi ég mömmu þinni það og hún verður reið við þig. Jenný kreisti saman varirnar og horfði fyrirlitlega á Pollý. Símon leit um öxl og honum kom allt í einu í hug, að Nan væri mjög falleg. Hon- um geðjaðist vel að gráa kjólnum, sem hún var í. Hann var víst nýr. Hann minntist þess ekki, að hafa séð hana i honiun fyrr. Framliald r nœsta blaði. Aðalfundur Flugfélags Islands h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík, föstudaginn 25. júlí 1958 kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Atkvæðaseðlar og aðgöngumiðar að fund- inum verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 23. og 24. júlí. Stjórnin Stœrri myndir! — Fljót afgreiðsla! „VEL0X“ pappír tryggir góðar myndir Allar okkar myndir eru afgreiddar í yfirstærð á „KODAK VELOX“ pappír Umboðsmenn fyrir KODAK Ltd.: Verzlun HANS PETERSEN H.F. Bankastrœti — Reykjavík. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.