Vikan


Vikan - 10.07.1958, Síða 6

Vikan - 10.07.1958, Síða 6
HANNES gamli Vilhjálmsson hafði verði I fæði hjá Sigur- laugu á Traðarstíg allt frá því hann fluttist í bæinn fyrir þremur ára- tugum. Allan þann tíma hafði hann unnið hjá þekktum heildsala, fært tölur inn í bækur, reiknað út og gert upp. 1 fyrstu höfðu tölurnar verið heldur smáar en farið smáhækkandi, tekið undir sig stórt stökk í stríðinu og nú orðið kippti hann sér ekki lengur upp við fimm og sex stafa tölur. En þrátt fyrir þessar hækk- andi tölur hafði engin breyting orð- ið á lifnaðarháttum Hannesar gamla, hann hélt áfram að puða á skrifstof- unni frá kl. 9—5, hélt áfram að borða matinn sinn hjá henni Sigurlaugu á Traðarstíg, lét sér nægja ein föt á ári og reykti aldrei meira en einn vindil á dag. Hann las blöðin vand- lega og furðaði sig á þvi hvað mikið gengi á í heiminum og þakkaði sín- um sæla fyrir að hafa frið til að ganga hringinn í kringum Tjörnina á hverju góðviðriskvöldi meðan þeir sem bjuggu í útlöndum áttu á hættu að verða skotnir hvenær sem var. Sigurlaug gamla var kona að hans skapi og þó hafði hann aldrei talað vio hana um viðkvæmari mál en hvernig hentugast væri að þvo ullar- nærbuxur, sem orðnar voru slitnar. Sigurlaug fór sjaldan út úr húsi nema til að kaupa í matinn handa þessum fáu kostgöngurum sínum, hún fékk nógu skýra mynd af heim- inum af því að spjalla við þá sem voru í fæði hjá henni og þurfti því ekki að taka þátt í mannlífinu sjálf. Og sérstaklega var henni hlýtt til Hannesai' gamla, sem var óþreytandi að segja henni fréttir frá skrifstof- unni, hvenær þeir ættu næst von á skipi frá Kúbu með sykur, frá Eng- landi með naglbíta og þjalir og hvað forstjórinn hefði sagt þegar Hannes uppgötvaði skekkju hjá einum af nýju bókurum. Kostgöngurunum fækkaði með hverju ári, því Sigurlaug gamla ■hafði megnustu ótrú á nýjungum í matargerð. Hún gat aldrei nógsam- lega hneykslast á fólki sem vildi éta kalt borð, hingað til hafði nú verið taiið að maturinn ætti að vera heit- ur, ef hann átti að vera ætur. En Hannes gamli hélt þvi meiri tiyggð við matinn hjá Sigurlaugu, eftir því sem kalt borð, síldarréttir og snittui' urðu vinsælli í höfuðborg- inni. Og hann hafði eins mikinn ýmigust á köldu borði og raf- magnsreiknivélum þótt hann neydd- ist til að taka mark á þeim eftir að hafa þaulprófað útkomuna. Þar að auki áttu þau Hannes gamli og Sigurlaug eitt sameiginlegt sem batt þau e. t. v. traustustu bönd- um. Þau höfðu bæði megnustu ótrú á hjónaböndum. Sigurlaug hafði ein- hverntíma í fyrndinni átt elskhuga, sem hvarf einn góðan veðurdag til Suður-Ameríku og lét ekki sjá sig síðan. Þann dag strengdi Sigurlaug þess heit að líta aldrei framar við karlmanni. Hannes gamli hafði hins- vegar aldrei verið við kvenmann kenndur, hann umgekkst kvenfólk undir fimmtugu af sömu varúð og menn sem nálgast tundurdufl. En honum hafði liðið vel í návist Sigur- laugar, e. t. v. fann hann til skyld- leika við hana. Þau sátu oft á tali eítir kvöldmatinn meðan Hannes reykti vindilinn sinn og beið þess að fara í kvöldgönguna kringum SKÝRINGIN ■j Tjörnina og Sigurlaug lét uppþvott- inn bíða. 1 fyrstu hafði hún látið sér nægja að hlusta á hvað Hannes hafði að segja af nýjustu stórviðburðum á skrifstofunni, en svo kom að því að henni fannst hún þurfa að leggja eitthvað til málanna líka. Og hún talaði um þá einu hlið lífsins, sem hún hafði kynnst að nokkru ráði: afgreiðslufólk í verzlununum. Og þá kom í ljós að Hannes gat skýrt frá svipaðri lífsreynslu, hann þurfti nefnilega oft í búðir sjálfur og þá cftast í tóbaksbúðina á horninu, þar sem hann keypti vindilinn sinn og Reykvísk smásaga sitthvað annað smávegis. Þau undu löngum stundum á kvöldin og sögðu frá því hvernig afgreiðslufólkið hefði tekið þeim þann daginn. Sigurlaug gamla hafi mest dálæti á afgreiðslustúlkunni í nýlenduvöru- búðinni, sem staðsett var gegnt tóbaksbúðinni, ljóshærða stúlkan sem aígreiddi þar, var alltaf svo dæma- laust kurteis og blíð, lipur og lagin. Og Hannes gamli hafði sömu sögu að segja af piltinum, sem afgreiddi hann i tóbaksbúðinni. Á hinn bóginn átti Sigurlaug tæpast nógu sterk orð til að lýsa því hvað annað verzl- unarfólk sem hún skipti við, var stirt og latt, ókurteist, jafnvel rudda- legt, lét mann bíða heila og hálfu tímanna og svaraði manni svo skæt- ingi, þótt það væri kurteislega spurt. „Það var kurteisara búðarfólkið í gamla daga,“ sagði Sigurlaug, „nú er eins og verið sé að gefa manni ölmusu ef manni er sýnd sú náð að afgreiða mann í búð. Og þó borgar maður beinharða peninga fyrir, ekki vantar það.“ „Já, fólkið ei' öðruvísi en þegar ég var ungur,“ sagði Hannes, „þá lögðu allir sig fram um að gera manni til hæfis, þegar maður kom inn í búð til að kaupa. Nú er þetta breytt, ég voga mér varla inn í búð nú til dags, læt mig heldur vanta hnapp á skyrt- una mína.“ Sigurlaug dæsti þungan og hrærði vandlega í kaffibollanum sinum. „Ekki veit ég hvar ég væri á vegi stödd ef ég hefði ekki hana Sigríði mína í matvörubúðinni. sagði gamla konan, „hún tekur mér alltaf bros- andi og hleypur eftir hverju sem ég spyr um, glöð og ónægð. Hún leggui' sig í framkróka við að útvega mér þær vörur sem hún veit að mig vant- ar og erfitt er að fá. Um daginn, skal ég segja þér, kom ég inn í búð- ina, þegar fullt var af fólki. Mig vantaði grænar baunir. Það voru margir að spyi'ja eftir grænum baunum, enda er víst hörgull á þeim í bænum. Sigríður mín sagði öllufn að þær væru ekki til, enda var hvergi baunadós að sjá í hillunum. Ég ætlaði að labba út, heldur von- svikin, því það var einmitt saltkjöts- dagurinn, en viti- menn. Heldurðu hún gefi mér ekki bendingu svo lítið beri á og ég hinkraði við þar til búðin tæmdist af fólki. Þá skákaði hún til mín baunadós svo enginn sá til. Hún sagðist hafa lumað á þessu handa mér, vissi að mig mundi vanta það, sagði hún. Það er nú eftir FJÖRU-LALLA meiri blessaður engillinn hún Sigríð- ur mín.“ Hannes Vilhjálmsson hallaði sér aftur á bak í stólnum, saug að sér vindilinn með sýnilegri ánægju og lét reykinn líða í mjóum strókum út um annað munnvikið. „Já, það er mikil guðsblessun að enn þá skuli vera til svona fólk, og það meira að segja ungt fólk,“ sagði hann, „svona er hann Arinbjörn, heillapilturinn, sem afgreiðir mig i tóbaksbúðinni. Hann lofar mér allt- af að velja bezta vindilinn, er ekk- ert að reka á eftir mér. Hvað held- urðu að hann hafi gert daginn sem ég lá veikur í kvefinu, manstu ekki, það var um líkt leyti og síðasti skreiðarfarmui'inn fór frá okkur til Afríku. Hann hafði tekið eftir því að ég kom ekki í búðina þennan dag og hann hringdi á skrifstofuna til að spyrja hvort ég væri veikui'. Ég hafði komið á hverjum degi i mörg ár. Hann fékk að vita hvar ég ætti heima og heldui'ðu að hann komi ekki í'étt eftir lokun með þennan stóra Havanavindil handa mér. Það hafði enginn litið inn til mín allan dag- inn. Ég var svo hrærður af þessari hugulsemi í drengnum að ég reykti Havanavindilinn samstundis, þótt ég væri fullur af kvefi enda hríðversn- aði mér. En það hef ég ekki sagt honum. Já, það er dásamlegt að til skuli vera svona fólk ennþá.“ Þau sátu lengi og brostu að sjálf- um sér, þökkuðu Guði að enn skyldi vera tíl svona fólk. Svo stóð Hannes upp og þakkaði fyrir matinn. ,Jfig ætla að rölta einn hrnig í kringum Tjörnina áður en ég fer heim að sofa,“ sagði hann að skiln- aði. „Já, og það er víst bezt að ég fari að koma mér að uppþvottinum áður en ég halla mér,“ sagði Sigurlaug gamla og reis á fætur. Það leið og beið. Búðarfólk í Reykjavík hélt áfram að vera ókurt- eist og stirfið nema Sigríður og Arinbjörn, þau voru alltaf söm við sig. Og Hannes gamli hélt áfram að færa tölur í stórar bækur, reykja vindil- inn sinn og labba kringum Tjörn- ina. Og Sigurlaug gamla hélt áfram að sjóða ofan í þessa fáu kostgang- ara sem eftir voru. Einn daginn kom reiðarslagið. Þau Sigríður og Arinbjörn voru horfin á braut, hvert úr sinni búð. Þau hurfu bæði sama daginn eins og jörðin hefði gleypt þau. Hannes Vilhjálms- son og Sigurlaug gamla á Traðar- stíg voru alveg í öngum sínum. Hann- es fékk aldrei næði til að velja sér góðan vindil, Sigurlaug fékk aldrei allai' þær vörur sem hana vanhag- aði um og það kostaði mikla eftir- gangssemi og rekistefnu að fá það sem hægt var að fá. Þannig leið rúm- ur mánuður og hárið gránaði dag frá degi á Sigurlaugu en hrukkunum fjölgaði í andliti Vilhjálms. Það varð dauft yfir samræðum þeirra, oftast fói' Sigurlaug að þvo upp strax eftir matinn og Hannes fór beint heim í herbergi sitt án þess að rölta í kring- um Tjörnina. Maturinn hríðversnaði, vindlarnir ui'ðu æ bragðdaufari og verri. Lífið vai' ekki nema svipur hjá sjón. En það rofaði til fyrr en varði. Liðið var hátt á annan mánuð, þeg- ar Sigurlaug hringdi gagngei't á skrifstofuna til Hannesar og færði honum þau gleðitiðindi aS nú væru þau Sigríður og Ai'inbjörn komin aftur hvert á sinn stað og farin að afgreiða á ný. Hannes gamli rak upp gleðióp, svo starfsfólkið á skrifstof- unni leit upp furðu lostið, þvílíkt hljóð hafði það aldrei heyrt úr barka Hannesar. Sigurlaug kvaðst ætla að flýta sér út og kaupa eitthvað reglu- lega gott í matinn hjá Sigríði engl- inum sínum i tilefni af endurkomu þeirra og Hannes sagðist mundu flýta sér eins og hann gæti og vita skuld kaupa stóran Havanavindil hjá Arinbirni á leiðinni. Þau sátu bæði eftir matinn og horfðu i gaupnir sér, Á borðum var soðin ýsa sem þau höfðu varla snert við og Hannes hélt á vindli sem trognaði allur upp í höndum hans og það hafði ekki einu sinni lifað í honum. „Já, skrítið er þetta mannlíf,“ sagði Sigurlaug gamla og stundi sár- an, „þarna kom ég brosandi inn í búðina til að fagna Sigríði minni Hún leit varla við mér. Hún afgreiddi meira að segja fólk á undan mér sem hafði komið inn á eftir mér. Hún spurði hranalega hvað ég ætlaði að fá. Méi' varð svo bilt við að ég gat ekki komið upp einu orði og þá Framh. á bls. 14. s 6 VIKA2V

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.