Vikan


Vikan - 10.07.1958, Page 10

Vikan - 10.07.1958, Page 10
kann best viö sig hrífst af í vatni múhameðstrú og galdrastöfum —yrkir Ijóö af hreinni tilviljun Magnús Jónsson fer á sjó til að iosna við Hemingway-komplexinn hátt á annað hundrað stúdentar. Okkur lék forvitni á að vita hverjum augum þetta fólk lítur á tilveruna og náðum tali af ein- um nýstúdent, Magnúsi Jónssyni, frá MR. Magnús er 19 ára gam- all, sonur Jóns Magnússonar fréttastjóra og Ragnheiðar Möller konu hans. Að góðum gömlum íslenzkum sið fór Magnús að rekja ættir sínar, kvaðst vera Húnvetn- ingur að ætt, kominn af öllum helztu sauðaþjófum, fjöruræningj- um og morðingjum, sem á Islandi hafa alizt. Sjálfur er Magnús fæddur í Reykja.vík og uppalinn, gekk hér í skóla, tók landspróf á sínum tíma og stúdentspróf í vor. Við báðum hann að segja okkur nokk- uð af högum sínum. -— Það sem er frásagnarvert af ævi minni er ekki að sama skapi prenthæft, svarar Magnús, þó get ég sagt þér það að ég er að fara á togara, sem siglir á Grænland. Þess vegna er ég með þennan skegghýjung, ég ætla að reyna að ganga í augun á skipstjóran- um svo hann haldi ekki að sé vonlaus landkrabbbi. Það vantar 20 menn á dallinn. — Hvernig stendur á því að þú ert að fara á sjóinn ? — Það er Hemingway-kom- plexinn, svarar Magnús, annars er ég gamall sjómaður, skal ég segja þér. Ég var á síld þegar ég var 14 ára. Skipstjórinn vildi helzt ekki taka mig en það var skortur á mannskap svo hann lét tilleiðast. Áður en varði hafði hann tekið sérstöku ástfóstri við mig og vildi nú ala mig upp. Hon- um þótti helstur ljóður á ráði mínu hvað ég bölvaði reiðinnar býsn. Þá gerði hann við mig samn- ing í votta viðurvist. Hann strengdi þess heit að hann skyldi gefa mér dóttur sína, ef ég gæti stillt mig um að blóta frá sólar- upprás til kvölds. Þetta tókst mér, ég held þessi dagur hafi verið eini dagurinn í lífi minu sem ég hugsaði áður en ég talaði. — Og þú hefur fengið dóttur- ina? Magnús verður dapur í bragði. — Þvi er nú verr að ég missti sjónar á skipstjóranum skömmu eftir að við komum i land um haustið, ég er ekki frá því að hann sé dáinn. Og nú hef ég leit- að dótturinnar í 5 ár. Magnús verður angurvær á s'vipnin en hristir svo af sér stemninguna. — Aðaláhugamál mín þessa stundina eru þó almenn lífsvís- indi, segir hann, allt frá galdra- stöfum og tilheyrandi þulum upp í lífspeki Nordals. Hefurðu heyrt þessa: Ginfax undir fæti og gapaldur undir tá. Stattu með mér fjandi, því nú liggur mér á. Þessi dugir vel í orrustum og slagsmálum. Svo kann ég eina sem er notuð til þess að ná af sér freknum. En hún kostar 500 krónur. UNGU skáldin spretta upp hvert á fætur öðru. Eitt þeirra er Þorsteinn Jónsson frá — Hefurðu kannski hugsað þér að afla þér viðurværis á þennan hátt ? — Nei, ég ætla að snúa mér að kvikmyndagerð, fai'a annaðhvort til Spánar eða London og full- numa mig. Kannski verð ég sjón- varpsstjóri á Islandi. Ég hef til- einkað mér lífsmottó Birgitte Bardot, sem sagði að ekkert í ÞEIR, sem fylgjast með sund- íþróttina hérlendis, hafa síðustu tvö ár veitt kornungri stúlku, síaukna athygli. Stúlkan Hamri, sem nýlega gaf út fyrstu ljóðabók sína, „1 svörtum kufli.“ Nafnið á bókinni er alls ekki út i bláinn, þvi maðurinn hefur geng- ið um götur bæjarins í úlpu mik- illi, kolsvartri. Hinsvegar var hann kominn i ljósan sumar- frakka, þegar hann heimsótti okk- ur hér á ritstjórnina um daginn. — ÍÉg er fæddur að Hamri í Þverárhlið, 15. marz 1938, sagði Þorsteinn þegar við spurðum um ætt hans og uppruna. Þar ólst ég upp og hef dvalið þar á sumr- in eftir að ég fór að heiman. For- eldrar mínir eru Guðný Þorleifs- dóttir og Jón Levi Þorsteinsson, ég hef aldrei vitað til að þau hafi sett saman stöku, hinsvegar eru hagyrðingar á hverju strái í minni ætt eins og raunar flestum ættum. heiminum jafnnðist á við einn kvenmann. Þess vegna fer ég í kvikmyndalistina. Magnús dregur upp sígarettu- pakka og kveikti sér í sígarettu. Hann reykir Abdullah. — Allt austrænt hefur heillað mig frá því ég man eftir mér, segir hann, á næstunni hef ég í Framh. á bls. 13 er Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Hún varð 15 ára í gær. Hrafn- hildur byrjaði að keppa haustið 1956 og hefur siðan tekið skjótum og miklum framförum. Er nú svo komið, að hún er í hópi allra beztu sundkvenna okkar. Hún á þó ef- laust eftir að bæta árangur sinn mikið, haldi hún æfingum vel og samvizkusamlega áfram. Hrafnhildur keppir fyrir 1. R. Jónas Halldórsson hefur verið þjálfari hennar frá byrjun og lauk hún miklu lofsorði á hann. Hún er systir þeirra Ólafs og Gylfa Guðmundssonar. Þeir eru báðir vel þekktir sundmenn en hafa ekki keppt að ráði, nema í boðsundum síðasta árið. Hrafnhildur er dóttir hjónanna Sesselju Einarsdóttur og Guð- mundar Óalfssonar húsgagna- smíðameistara. Hún er fædd í Reykjavík og alin hér upp. Síð- an hún var átta ára hefur hún verið í sveit að Hálsi í Kjós. Þeg- ar við spjölluðum við hana um daginn, sagðist hún vera að fara Framh. á bls. 13 Því bregður fyrir að menn verða skáld um leið og þeir frétta af stórskáldi í ætt sinni og taka þá að stríða við að líkjast þvi að anda og jafnvel yfirbragð er þeir hafa séð á myndum, og þá er oft bölvað að hafa óþjált hár. — En eins og ég sagði áðan er ég nokk- urnveginn laus við að eiga skáld að nákomnum ættingjum. — Hvenær fórstu að yrkja? — Ég var mjög ungur, senni- lega 7—8 ára, þegar ég fór að hnoða saman visur. Um fermingu orti ég hinsvegar feiknin öll af rímum. Þá hafði ég lesið öll forn- ritin, og þar að auki flest annað sem ég komst yfir. Það var af ýmsu tæi. — Hvenær hélstu út í heiminn? — Ég var 13 ára þegai' ég fór Framh. á bls. 13 Þorsteinn frá Hamri telur deilur um form næsta fáránlegar Hrafnhildur Ouðmundsdóttir kann betur við sig í Sundhöllinni en skólanum 10 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.