Vikan


Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 12
Einn á wnóti öilnwn FORSAGA: iVIax Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann hefur ráðið sig sem löggæzlu- mann á hrörlegu lióteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer IMace, kemur þangað til hans. Tommy, syni heiinar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar lieldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst- nú að því, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama iióteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann liafði fundið í skrifborði Elders læknis.- Föstudaginn, 10. febriiar, kl. 9,00 e. h. ARVEY var næturvörður á Bridgway gistihúsinu. Hann vann í tólf tíma — sjö til sjö. Hann var fölur, andlit hans gljáandi og með kvalahrukkur í framan. Hann var tuttugu og sex ára, og pervisinn líkami hans hafði orðið enn visnari af lömunarveiki. Max Thursday lagði bláar ermarnar á borðið. „Halló, Harvey. Er Smitty uppi á herberginu sínu?“ Næturvörðurinn rétti úr lotnum öxlum sínum. Svar hans kom gegnum glott skemmdra tanna. „Held það, Max. Ég skal sjá hérna.“ Harvey haltr- aði að símaborðinu. Ber hækjustúfur skrapaði viðargólfið. Hann muldraði eitthvað í símann og sagði: „Hún segir að þú eigir að koma.“ „Þakka þér fyrir. Hvernig er löppin?“ Harvey hristi hrukkótt höfuðið. „Ekki sem bezt. Hún er alltaf verri, þegar það er rigning. Ætlar aldrei að stytta upp?“ „Það rignir alltaf tvær vikur í einu, mundu það. Svo rignir ef til vill ekki aftur fyrr en næsta ár.“ „Það er of snemmt fyrir mig. Ég fór frá Minnesota til þess að losna við rigninguna." Thursday hló. „Þú hefur ekki komið á réttan stað. „Hann gekk að dyr- unum hægr amegin við stigann og smeygði sér inn í herbergi Smitty. Hann datt næstum um stóra svarta regnhlíf, sem lá til þerris á teppinu. „Varaðu þig á regnhlífarræflinum,“ sagði Smitty við hann. Hún lá á fýrirferðarmiklum bláum legubekk, og sterkleg hönd hennar hélt utan um portvínsflösku. „Vissirðu ekki að það er ógæfumerki að opna svona regnhlífar innan- dyra?“ !Ég er of gömul til þess að trúa á gæfuna. Fáðu þér einhvers staðar sæth“ Herbergi Smitty var yfirfullt af alls kyns húsgögnum og drasli, sem hafði safnast saman barna á hinni viðburðariku ævi hennar. Þarna var gamalt innlagt franskt borð. Við hliðina á þvi var tildurslegur gifslampi, en fótur hans hafði verið skreyttur vindlaborðum. Thursday stiklaði að stórum peningaskáp úr járni, þar sem hann rændi úttroðinni gaupu sæti sínu. „Hvað gengur nú á, Max? Náðu þér einhvers staðar í glas. Ég var einmitt að ná í þetta portvín." Hann leit á dökkan vökvann. Eftir stundarkorn hristi hann höfuðið. „Nei,“ sagði hann. „Ég er ennþá að. En ég skal slá þig um fimm dollara. 1 bili.“ Smitty dró upp fornfálega buddu úr vasa sínum og fletti sundur litl- um vafningi og rétti honum seðil. „Ertu viss um að þetta sé nóg, Max?“ „Það ætti að nægja. Er Agel hérna í kvöld?“ Gamla konan hló. „Ég veit það ekki. Þú gætir spurt Harvey. „Brosið hvarf á andliti hennar og hún settist skyndilega upp og lagði portvíns- glasið frá sér á borðenda. „Þú ætlar þó ekki að fara að skipta þér af henni Max? Hún er alveg komin í hundana. Hún er skæð, já hún er eitruð.“ Thursday hló lágt og sló hana varlega á öxlina. „Smitty þó. Ég vissi ekki að þér væri svona innanbrjósts." ,,Ég ætlast ekki til þess að strákurinn minn fari líka í hundana." „Ég var bara forvitinn," sagði Thursday hispurslaust, en gömlu, skörpu augun horfðu stöðugt á hann. „Þetta var bara smáformáli. Ég ætlaði eigilega að spyrja þig um Stitch Olivea. Hefurðu heyrt hans getið?“ Eftir WADE MILLER Smitty hallaði sér aftur á bak á legubekknum. Hönd hennar fálmaði eftri portvínsglasinu. Hún skellti í góm.“ „Nú?“ sagði Thursday eftir stundarþögn. „Hvað er þetta með þennan Olivera, Max? Þetta er í annað sinn, sem ég hef verið spurð um hann i dag? „Annað sinn?“ „Já. Vinur þinn Clapp hringdi í dag.“ Thursday stóð upp. „Um hvað spurði hann?“ „Hann sagði að þessi náungi frá Frisco gæti ef til vill verið í San Diego. Vildi vita hvað ég vissi.“ „Hvað sagðirðu Clapp?“ „Sannleikann. Mér er sama þótt ég tali við lögregluna, þegar ég er þá ekki að svíkja neinn. Maður verður að kunna að haga sér ef maður á að reka svona stað eins og Bridgeway. En ég kannast ekkert við Olivera. Og ég heyrði fyrir viku að hann væri ef til vill á leiðinni hingað.“ Thursday gekk fram í dyragættina og leit út í forsalinn. Harvey var að ná í lykil handa einum leigjendanna. Thursday starði á þá, en sá þá aðeins ógreinilega. „Hvernig lítur hann út þessi Olivera ?“ „Ég þekki hann ekki. Ég hef rétt heyrt hans getið. Hann er harður í horn að taka, Max — grábölvaöur. Hann var einhvern tíma skorinn í kinnina, og læknirinn saumaði víst ekki nógu vel saman, svo að hann er með stórt ör.“ „Hvar er hann?“ „Hann er hættulegur, Max. Það vilja of margir ná i hann. Hann er fæddur vandræðamaður, og hagar sér eftir því.“ Thursday vætti varirnar hugsandi. „Hvar er hann?“ Smitty hristi höfuðið. „Ég veit það ekki. Hann hefur ekki sýnt sig hérna. Það getur verið að hann hafi komið í bæinn til þess að gera eitt- hvað smávegis og farið svo aftur til Frisco." „Já,“ sagði Thursday hugsandi. „Hvað ætli hann hafi verið að gera. Ætli hann hafi verið hérna. Hvað ætli mikið af þessu Oliverasnakki sé uppspuni ?“ Hann brosti til hennar. „Jæja ,þakka þér fyrir, vinkona." Smtity gekk til hans. „Við ættum kannski að taka að okkur leynilög- reglustörf saman. Vöðvarnir í þér og heilinn í mér.“ „Það er satt.“ Hann sló hana aftur á öxlina og gekk út í forsalinn. Smttiy andvarpaði og lokaði hurðinni á eftir honum. Harvey sat i ruggustól við hliðina á símborðinu. Hann opnaði aug- un, þegar Thursday hallaði sér fram á borðið fyrir framan hann. Þau lýstu enn kvölum. „Geturðu ekki gert neitt við þennan fót?“ spurði Thursday. „Harvey yppti öxlum. „Ég gæti svosem skorið hann af. Það gagnar víst lítið annað. Nema klðral — og það dugir skammt. „Klóral er hættulegt, Harvey.“ „Það er það ef ekki er rétt með það farið. Mér gengur prýðilega. Þegar læknirinn gaf mér lyfseðilinn, sagði hann mér hvað ég ætti að taka mikið inn. En þessi ljóshærða Angel — hún á eftir að vakna stein- dauð einhvern morguninn." Thursday gretti sig. „Hvað með Angel?" „Hún segir að hún hafi ekki sofið mikið upp á siðkastið." Harvey brosti hæðnislega út i annað munnvikið. „Svo að þegar ég fer og næ í klóral handa mér, hefur hún látið mig ná í það handa sér líka.. Max það ætti enginn kvenmaður að taka svona mikið inn eins og hún gerii'." „Ég veit ekki hvað er að henni. Er hún heima núna?“ „Hún fór á Casa barinn." Thursday kinkaði kolli. „Láttu mig fá lykilinn að afturtröppunum, Harvey." vz VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.