Vikan


Vikan - 10.07.1958, Síða 13

Vikan - 10.07.1958, Síða 13
fólkið U nga Magnús Jónsson Framh. af bls. 10 huga að fara til Egyptalands og kynna mér múhameðstrú og læra arabísku. Ég legg stund á múham- eðstrú með sérstöku tilliti til fjöl- kvænisins. Ég- er afar hrifinn af ýmsu sem ég hef heyrt eftir Mú- hameð um kvenfólk. Hann segir á einum stað að maðurinn sé sterkari og full- komnari vera en konan, hann afli peninga og eyði þeim á konuna, þessvegna beri henni að hlýða honum. En gerist kona brotleg, segir í kóraninum að maðurinn skuli fyrst áminna hana. Láti hún ekki segjast, skal hann reka hana úr rúminu. Stoði það ekki neitt, skal hann berja hana til óbóta. Þcssum kafla í kóraninum lýkur með orðunum: Allah er miskunn- samur. — Segðu okkur nú eitthvað frá Menntaskólanum. — Minnisstæðasta atvikið sem ég upplifði í þeirri stofnun var kynning á verkum nútímaljóð- skálda. Þar komu ýmis efnileg- ustu skáld þjóðarinar fram og lásu úr verkum sínum en nem- endur lásu úr verkum annarra, sem ekki voru viðstödd. 1 lokin stóð upp einn piltur, sem átti að lesa úr ljóðurn Jónasar Svafárs. Hann kvaðst hafa gleymt blöðun- um heima, en þess í stað mundi hann lesa upp nokkur kvæði eftir unga skáldkonu, sem þætti efni- leg. Svo las hann ljóðin og þau vöktu geysilega hrifningu. Það hafði ekki verið klappað fyrir öðru meira þá um kvöldið. Þegar fagn- aðarlátunum linnti, reis pilturinn á fætur á ný og tilkynnti að þessi „ljóð“ hefði hann skrifað upp eftir systur sinni tveggja ára, rétt áður en hann fór að heiman frá sér. Lýðurinn ætlaði að ærast, þetta var mikið áfall fyrir nú- tímaljóðlist og kannski menn- inguna yfirleitt. Þarna fékk ég að skyggnast inn í múgsálina. Drottinn minn. — En nú verð ég að hlaupa og ná í togaraskipstjórann. Ég á enga stúdentsmynd af mér, ég tolldi ekki á filmu þessa daga sem ég útskrifaðist, en þú getur notað þessa. Magnús fleygir myndinni á borðið og snarast út, hann er strax farinn að stíga ölduna. Hrafnhildur Fravih. af bls. 10 þangað í kaupavinnu og hlakkaði mikið til. — Þú keppir aðallega í bringu- sundi, Hrafnhildur? — Já ég hef keppt í 50, 100, og 200 metrum. Bara einu sinni í skriðsundi. Ágústa Þorsteinsdótt- ir varð fyrst og ég önnur. — Þú ert ekkert „nervös" fyrir keppni, er það? — Jú, alveg voðalega. En mér þykir skemmtilegt að keppa og það er alltaf ósköp gaman þegar það er búið í hvert skipti. — 1 hvaða skóla ertu? — Ég var í 2. bekk í Gagn- fræðaskóla Miðbæjarskólans í vetur. Næsta vetur ætla ég í landspróf og ef ég næ, langar mig að fara í Versló og kannski verða stúdent þaðan, ef ég get. Mér finnst skynsamlegra að fara í Verzlunarskólann en Menntaskól- ann. Ég held maður hafi meira uppúr því. Þar er svo margt kennt, sem er gagnlegt, ef maðui' ætlar ekki að fara í Háskólann eftir stúdentspróf, en ég kýs heldur til dæmis að fara á skrif- stofu. Annars þýkir mér nú ekk- ert mjög gaman í skóla. Þorsteinn frá Hamri Framh. af bls. 10 í Reykholtsskóla og lauk lands- prófi þaðan eftir 3ja ára nám. Þar orti ég talsvert, mest var það nið og flím um náungann. Síðan var ég einn vetur heima, fór svo til Reykjavíkui', var í Kennaraskólanum á þriðja vetur, hætti þá að sækja skólann og þá held ég að skólagöngu minni sé lokið fyrir lífstíð. — Þú hefur fljótt komist í kynni við skáldlinga höfuðborg- arinnar ? — Já, ég fann þá á kaffihús- unum og eignaðist fljótt vini meðal þeirra. Kveðskapur minn tók nú stakkaskiptum, það varð meiri ljóðmynd á kvæðum mín- um en áður. — Hver eru þin uppáhalds- skáld ? — Ég þekki lítið til erlendra skálda, svarar Þorsteinn, en af ís- lenzkum skáldum varð ég í fyrst- unni afar hrifinn af þeim Jón- asi og Kristjáni. Ég las lika mik- ið eftir gömul alþýðuskáld og Leirulækjar-Fúsi er minn maður framar öðrum. Svo fór smekkur- urinn að breytast, ég fékk mikið dálæti á Davíð, álít að hann hafi hjálpað mér mikið að iosna við tyrfni í stíl. — Og hvert er álit þitt á yngri skáldunum ? — Hannes Sigfússon finnst mér með þeim allra beztu, segir Þorsteinn, þá má nefna Stefán Hörð og Jóhann Hjálmarsson. — Segðu okkur nú eitthvað frá ljóðabókinni þinni, sem kom út í vetur. — Ljóðin í henni eru flest ort veturinn 1956—57. Mér gekk vel að fá hana gefna út. — Og dómarnir? —- Yfirleitt örvandi. Það var einn ritdómari sem sakaði mig um að kunna ekki lifandi ís- lenzku, kvað málfar mitt tyrfið og úrelt. — Hvernig ferðu annars að því að yrkja ljóð? — Ég yrki af hreinni tilviljun, svarar Þorsteinn, hugmyndinni skýtur niður í huga jnér og áður en varir er ljóðið orðið til. Þ6 fága ég það og snurfusa eftir að það er komið á pappirinn og ligg oft lengi yfir þvi. — Semsagt innblástur? — Það má kalla það svo. — Hvað heldurðu annars um ís- lenzka nútímaljóðlist ? — Það hafa ýmsir menn kom- ið fram á síðustu árum, sem á- stæða er til að gefa gaum, svarar Þorsteinn, það er gróska í ljóð- listinni. Það sem tafið hefur mest fyrir henni á síðastliðnum árum að mínu áliti, eru þær fánýtu deilur um form, sem hafá tröllrið- ið ljóðdísinni. — Hefurðu ort mikið síðan bókin kom út? — Nei, heldur lítið. Ég er að vinna í fiski nú sem stendur. — Hvað um næstu ljóðabók? — Ætli hún verði ekki undir foinyrðislagi, svarar Þorsteinn um leið og hann kveður okkur. Næturvorðurinn náði i lykilinn, sem hékk á lyklaboi'ðinu og rétti honum fýlulega. „Hún á eftir að drepa sig eitthvert kvöldið. Bíddu bara. Ef þú ætlar niður á Casa, þá er ekki það mikil rigning að þú gætir ekki farið um útidyrnar.“ Thursday leit út um dyrnar á rigninguna. Bílarnir hinum megin göt- unnar voru svartir blettir. Augu hans greindu ekkert merki um líf. En hann sneri sér við og gekk upp stigann. Hann talaði yfir öxl sér: „Það getur verið rétt hjá þér, Harvey. En ég vli ekki vera að hætta á neitt.“ Föstudaginn, 10. febrúar, kl. 9:30 e. h. Nóttin var aðeins upplýst af nokkrum gluggum og neonljósum, og regndroparnir reyndu að draga úr þessari birtu. Max Thursday heyrði dropana skella á jörðinni undir honum, þegar hann gekk að afturdyrum Casa barsins. 1 húsagarðinum við Fimmtu götu hafði verið staflað upp alls konar drasli, og allt úði og grúði í ónýtum bílgörmum fyrir aftan barinn og við hótelið. Þeldökkur matsveinn, sem vann við eldstó í litla eldhúsinu á Casa leit annars hugar á ókunna manninn, þegar hann gekk fram hjá honum. Thursday ýtti fitugum tjöldum frá og leit inn á barinn. Hann var að leita að Angel innan um allt þetta skuggalega, malandi fólk. Hún sat hokin yfir svörtu borði í hringlaga, bláum bás. Rauðar negl- urnar, sem börðu lauslega í whiskyglasið fóru illa við kjól hennar. Hún var ein. Thursday óð gegnum lög af sigarettureyk og smeygði sér inn i básinn við hlið hennar. Angel leit upp hissa. Þegar grammófónninn hafði gefizt upp á plötu með Benny Goodman, sagði hann: „Halló, Angel.“ Hún otaði fram neðri vörinni. „Þarna var ég lánsöm.“ Hann brosti vingjarnlega og hallaði sér upp að bláu stólbakinu, sem var úr gervileðri. „Mér leizt þannig á staðinn, að hérna gæti manni hlýn- að.“ Þjónustustúlka í svörtum siðbuxum og hvítri blússu lagði tóman bakka á borðið og byrjaði fýlulega að þurrka hringina frá glasinu af borðinu. Thursday kom við Angel með hnénu. „Hvað ætlarðu að fá?“ Ljóshærða stúlkan leit upp. Augu hennar voru safh'blá og lýstu undrun. Hún þambaði þegar úr glasi sínu. ,,Sama.“ „Tvo whisky." Þjónustustúlkan trítlaði yfir að barnum. „Hélt að þú værir í tugthúsinu." „Hvar heyrðirðu það.“ Angel brosti í fyrsta sinn. 1 rökkrinu sýndust varir hennar ekki eins tilgerðarlegar. „Hjá sama vini þínum, sem hélt yfir mér langa ræðu í gær — um það hvað ég væri ómöguleg handa þér.“ Hún lagði hendurnar í kjöltu sér. Thursday smeygði fingrum sínum lauslega ofan á þær. „Smekkur okkar Smitty er ef til vill ekki sá sami.“ Þegar hann hafði borgað vínið, losaði Angel um vinstri hönd sína og fékk sopa. „Hvað meinarðu?" „Mér finnst við eiga svo margt sameiginlegt.“ Hún gaut augunum til hans, og setti síðan glasið að vörum sínum á ný. Thursday beti á jaxlinn, en fingur hans hreptust um kalt, rakt glasið. „Þú drekkur ekki,“ sagði Angel. Skyndilega lyfti hann glasinu og hellti úr hálfu glasinu ofan í sig. Síðan hló hann við og varð rórri. Það var yndislegt á bragðið. En það hafði ekkert gerzt. Þetta lítilræði gæti ekki farið með mann. Jafnvel þegar hann lá í víni dægrin löng, þá gat hann hætt. Hann fékk sér annan sopa og lét vinið fljóta upp i sér og gældi við það. Hann fann að ljóshærða stúlkan var að virða hann fyrir sér. Safirbláu augun voru orðin mjúk. „Max," sagði hún lágt. 1 kjöltu hennar ristu neglur hennar léttar rákir í iófa hans. „Heldurðu að við eigum margt sameigin- legt?“ „Hvernig. Segðu mér það.“ Hann rétti úr sér, svo að hann gæti brosað til hennar. Hún var að leika sér. Hún hafði leikið sér þannig áður. Það höfðu líka fleiri konur gert. En bak við fölt andlitið og föl augun, sá Thursday að hún var í óða önn að skipuleggja eitthvað. Hann þóttist sjá þrá í augum hennar. Thursday sagði: „Við hugsum eins, Angel. Við viljum það sama — við viljum það sem við höfum aldrei getað fengið.“ Hún lét þumalfingur og vísifingur renna upp og niður eftir glasinu hugsandi. Rauður munnur hennar varð fúllegur og hún lauk úr glasinu. Thursday herti takið um hendi hennar. „Nú er tækifærið. Ég held að við getum hjálpað hvort öðru. Hann fann að vöðvarnir á lærum hennar herptust saman. „Ég skil þig ekki, Max.“ „Ég meina peningana.“ Thursday stakk lausu hendinni í úrvasann, síðan Framh. á bls. Uh VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.