Vikan


Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 10.07.1958, Blaðsíða 14
Skýringin Framh. af bls. 6 hreytti hún út úr sér: Svona eru þess- ai' kellingarskrukkur, vita aldrei hvað þær ætla að fá. Svo fór hún að af- greiða þann næsta og virti mig ekki viðlits eftir það. Ég gat ekki að mér gert, ég fór kjökrandi út úr búðinni." Hannes gamli sat álútur í stóln- um og tindi flygsurnar utan af vindl- inum. „Já, ekki skil ég hvernig fólkið getur breytst," tautaði hann hrygg- ur í bragði og þurrkaði sér um hvarmana, „þarna kom ég blaðskell- and inn i tóbaksbúðina og rétti Arin- birni höndina til að bjóða hann vel- kominn aftur. Hvað heldurðu hann hafi sagt. Setti upp þennan líka svip og sagðist ekki geta verið þekktur fyrir að taka í lúkuna á hvaða karl- fauski sem kæmi inn í búðina, það væri aldrei að vita hvaða bakteríur gætu borist með. Það yrði þó að gæta hreinlætis í svona búðum. 33'g hélt nú bara að hann væri að gera að gamni sínu og bað hann nú að láta mig fá uppáhaldsvindilinn minn. Hann dró annað munnvikið alveg niður fyr- ir höku og sagðist ekkert skyldug- ur til að muna hvaða vindlategund hver reykti. Annars hlyti mér að vera svosem sama hvaða rudda ég reykti, ég væri ekki þesslegur að ég kynni að meta gott tóbak. Svo fleygði hann í mig verstu vindlategundinni sem þeir eiga, ég skil varla í mér að taka við þessu, en ég var varla með sjálfum mér eftir þessar viðtökur. Ja, það er furðulegt þetta mannlíf.“ Þau sátu lengi þögul, Hannes fletti Morgunblaðinu af rælni, reyndi að dreifa huganum með því að lesa til- kynningarnar í dagbókinni. Sigurlaug gamla kjökraði ennþá yfir ýsunni. Allt í einu hnippti Hannes í Sigur- laugu og benti henni á blaðið. Hún setti á sig gleraugu og stautaði sig fram úr tilkynningunni sem Hannes benti á. Svo horfðust þau lengi í augu, kinkuðu þögul kolli og þökkuðu guði að hafa valið rétta leið í þessu furðulega mannlífi. Svo lásu þau til- kynninguna enn þá einu sinni eins og þau væru að lesa guðspjall dags- ins, djúpur skilningur og jafnframt þakkargerð ljómaði í augum þeirra þegar þau lásu: „Ungfrú Sigríður Jónsdóttir, af- greiðslumær og hr. Arinbjörn Sig- urðsson, afgreiðslumaður hafa verið gefin saman í heilagt hjónaband. Ungu hjónin eru nýkomin heim úr tveggja mánaða brúðkaupsferð í Suðurlöndum." Það var aldrei spurt------------- Framh. af bls. 11 leyndardómsfullan og óvæntan hátt sex vikum fyrr. 1 garði Bishops var einnig brunn- ur sem var þurrkaður upp og þá fannst sjal sem hafði tilheyrt frú Pigborn. Þessi fundur í brunninum varð til þess að Thomas sá fyrir sér hvernig morðin hefðu getað farið fram. Fólk- ið var tælt inn í húsið, stungið siðan á höfuðið ofan í brunninn og drekkt þannig, en vatnið rann ekki niður í maga af því fólkið sneri höfðinu niður. Þessa tilgátu byggði Thomas á því að sjal konunnar fannst á botni brunnsins en önnur föt hennar voru grafin í garðinum. Sjalið hafði runn- ið af herðum hennar ofan i vatnið. Ef þessi tilgáta var rétt var fund- in skýringin á því því hvernig á því stóð að engir áverkar fundust á líki Ferraris. Seinna játaði Bishop að þessi tilgáta væri rétt. Það gerði hann eftir að hann, tog félagar hans tveir voru dæmdir til dauða. May var hinsvegar látinn laus þegar sann- leikurinn kom í ljós. 1 játningu sinni sagði Bishop frá því að hann og Williams hefðu hitt frú Pigborn (sem þeir þekktu ekki neitt) á götunni og fengið að vita að hún var heimilislaus um stundarsakir og ein síns liðs. Þeir höfðu boðið henni í hús Bishops og síðan inn í aúða húsið við hliðina á, þar höfðu þeir gefið henni romm að drekka og blandað drykkinn svefnlyfi. Hún missti meðvitund eftir tíu mínútur. „Síðan fórum við Williams á veit- ingakrá, fengum okkur vel neðan í því og fórum aftur til konunnar eftir hálftima. Við klæddum hana úr káp- unni, bárum hana að brunni í garð- inum, bundum reipi við fætur henn- ar og létum hana síga niður í brunn- inn, höfuðið á undan. Hún braust lítillega um og nokkrar vatnsbólur komu upp. Við bundum hana fasta og fórum síðan I hálftíma gönguferð en létum konuna hanga þannig svo rommið og svefnlyfið rynni úr lik- amanum og niður í brunninn.“ „Hún braust um lítillega...“ Sennilega hefur litli ítalski drengur- inn brotist meira um og slegið höfð- inu gegn steinveggnum og þannig hlotið skeinuna á gagnaugað .. . Þeir Bishop og Williams voru hengdir í hæsta gálga. Svör við „Veiztu-?“ á bls. 3 1. Þjóðverjinn Gabelsberger árið 1834. 2. San Marínó. 3. Víólínselló. 4. 1 gröf Brynjólfs biskups Sveins- sonar i Skálholti. 5. Lnidberg flugkappi hinn sænski. 6. Hamsey MacDonald. 7. Lof sé Guði. 8. Breiðabólstaður í Vesturhópi. 9. Eiríkur frá Brúnum. 10. Á. Einn á móti öllum — Framhald af bls. 13. lagði hann kreptan hnefann á svart borðið. „Ef við förum rétt að — sama — þá getum við klætt þig í eitthvað þessu líkt.‘ Hann rétti út hendina. Angel starði á perluna í lófa hans. Þegar hún gat haft augun af skínandi kúlunni, gat hún ekki gert upp við sig hvort hún ætti að líta á Max eða á fólkið á barnum. Hún saug á sér neðri vörina og kviðahrukkur komu fram á milli ljósra augabrúna hennar. ,,Max!“ hvæsti hún. „1 guðanna bænum legðu hana frá þér.“ 913. krossgáta VIKUNNAR. Lárétt sTcýring: 1 glataða afkvæmi — 13 skaða — 14 á fótum — 15 farða — 16 tunga — 18 tekur undir — 20 aldnir fræðimenn — 23 frumefni — 25 efnaður — 27 notfæra sér — 29 gufu — 30 samneyti — 31 veggur — 32 innyfli — 34 spara — 36 láta í friði — 37 raddbilaðar — 39 tré — 41 sæti — 42 and- stætt fer — 44 vegurinn — 46 viðurnefni Ólafs sem ætlaði suður — 49 vík —- 51 námsmenn — 53 farvegur — 55 eldsneyti — 56 himintungl — 57 afkvæmi — 58 nema —- 60 venjur — 62 staða — 63 næmleikinn — 65 jaðar- skreyting — 67 sveit — 68 húð — 70 menn — 72 mánuður — 75 hið eftirsóknarverða embætti. Lóðrétt skýring: 1 forsetning — 2 lézt — 3 í heild — 4 engin — 5 vegvísir — 6 sér- hljóði og samhljóði — 7 samhljóði og sérhljóði — 8 angan — 9 fornsögu- persónu — 10 vitlaus — 11 fleirtöluending — 12 neitunarorð — 17 gangur — 18 úrskurður — 19 kveðskapur — 20 þreifa — 21 þokar — 22 franskur byltingarforingi — 24 mannafli — 26 ellilega — 28 ferðalag — 33 rennur — 34 mannsnafn — 35 hinn fyrsti maður — 36 þefur — 38 mesta afrek — 40 kríli — 43 hljóð — 44 vindurinn — 45 tanginn — 46 utanríkisráðherra Libanon — 47 bifreiðafyrirtæki í Rvík — 48 hætta — 50 smábýli — 52 kjark — 54 stórfljót — 59 festið — 60 fyrra árs grasið — 61 verksmiðju- bær í Noregi — 62 innkaupataska — 64 draugur —• 66 raup —■ 69 tveir eins — 70 titill, sk. st. — 71 samhljóðar — 72 samhljóðar -— 73 greinir — 74 samtenging. Lausn á krossgátu nr. 912. Lárétt: 1 galdrabrennur — 11 sem — 12 des. — 13 sin — 14 gær — 16 treg — 19 álka — 20 næm — 21 mök — 22 æsa — 23 ós — 27 en ■— 28 rós — 29 Þorgeir — 30 Als — 21 na — 34 ló — 35 skapbrestur — 41 áþekk — 42 errin — 43 kakalakkar — 47 as — 49 er — 50 met — 51 skattur — 52 eir -— 53 at — 56 né — 57 bó — 58 önn —r 59 kím — 61 unun — 65 kurt —- 67 rör -— 68 kol — 71 urr — 73 nói — 74 sumarann- irnar. Lóðrétt: 1 ger — 2 amen — 4 ref — 5 as — 6 rs — 7 eik — 8 nn — 9 ugla — 10 ræk — 11 stjórnmálamaður —- 15 rannsóknarrétti ■—■ 17 gæf — 18 töggur — 19 ást — 24 sóa — 25 þorp — 26 riss — 27 ell — 32 okkar — 33 muran — 35 sek — 36 akk —■ 37 búa —. 38 Eva ■— 39 tek — 40 rrr — 44 kakó ■— 45 latína — 46 kaup — 48 set — 49 ein — 54 Lón — 55 Vík — 57 buru — 60 muna — 62 nös — 63 þor — 64 Iri — 66 rór — 68 K. A. — 70 la — 71 un — 72 rr. Hann velti perlunni kæruleysislega undir þumalfingri sínum. „Hvers- vegna? Mér fnnist hún falleg. Ég held að það séu miklu fleiri þar sem hún var.“ Hún ýtti hendi hans yfir perluna. Hún færði sig nær honum og sagði hugsandi: „Hvar fékkstu hana?“ Thursday náði í glas sitt. Það var tómt. Hann sneri breiðum öxlum slnum að henni. „Þú veizt það.“ Rödd hans varð hærri. „Ég held að það séu fleiri. Það er aðeins undir því komið.“ „Ekki hérna.“ Hún leit yfir salinn á ný. Hann hvíslaði gegnum háðsbros. „Það er undir því komið hvort maður drepur ostruna, sem á þær.“ Hann dró hönd sína úr kjöltu hennar og lyfti höku hennar með einum fingri. „Við skulum tala um þetta. Við skulum ná okkur í flösku og fara upp á herbergið þitt og tala saman.“ „Um viðskipti eða ánægju.“ Thursday lét perluna detta í vasa sinn. „Mér finnst alltaf bezt að hafa dálítið af hvorutveggja." Angel hugsaði sig um. „Herbergið þitt.“ Hann hafði búizt við þessu. Hann smeygði sér út úr básnum. Hún smeygði gagnsærri regnkápu á axlir sér, tók upp regnhlíf, með kúlulaga handfangi og hélt á eftir honum. Þegar hún hafði slétt úr rauðum kjól sínum yfri djarfar útlínur sínar, brosti hún til hans. „Það er betra á herberginu þínu. Það er öruggara." Angel vildi láta trúa sér. Framhald í næsta blaði. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.