Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 2
LIBERACE: Lesandi spyr, hvort myndin, sem hann leikur í Austurbœjarbíó sé œfisaga hans sjálfs. Hvort hann sé giftur og eigi börn. Nei, myndin er ekki œfisaga hans. Hann er ógiftur og býr með móðir sinni. — Hann er ríkur og berst mikið á. T. d. er stór sundlaug í garðinum fyrir framan villuna sem hann býr í og er hún í laginu enis og hljóðfœrið sem hann spilar á (flygelj. Hann er alltaf með móður sína með sér, þegar hann heldur tónleika. Hún á ósköpin óll af fötum, og það ekki af verri endanum. — Sjálfur klœðist hann kjólfótum og smoking, úr silki og brókaðe. Kven- fölkið i Ameríku (mœður) hreint og beint tilbiðja hann. Þegar hann hefur spilað og sungið fyrir þœr og þœr fam- ar að hágráta og alveg úr jafnvœgi settar, kemur hann með móðir sína inn á sviðið líka og hneigir sig. — Já þvílíkur sonur, segja þœr allar. Eiginmennimir virðast ekki eins hrifnir af framkomu hans, þar sem hann kemur konum þeira svo úr jafnvcegi, að þeir geta varla draslað þeim heim, eftir að þær hafa séð hann og heyrt. Heimilisfang hans höfum við því mið- ur ekki. SVAR TIL ESTER. Allar upplýsingar um nám i hár- greiðslu er að fá hjá formanni félags hárgreiðslukvenna. Hún er Sigríður Bjarnadóttir, c/o Hárgreiðslustofan Lilja, Templarasundi 3, Reykjavik. Lesandi spyr, hvort þurfi stúdentspróf%-^tí að leggja stund á fornleifafrœði. — Já það þarf studentspróf til þess. Hún er ekki kennd hér á landi. Kæra Vika. Viltu gjöra svo vel og segja okkur utanáskrif Sophiu Loren leikkonu og skrifa fyrir okkur bréf á ítólsku eða ensku og biðja hana um mynd af sér, með eiginhandar utanáskrift. Siggi og Doddi. Kœru vinir: Pví miður tókum við ekki að okkur bréfaskriftir. En utanáskrift hennar er: Sophia Loren, c/o Paramount Pictures, 51,51 Marathon Street, Hollywood, Califonia, U. ¦J3. A. Norðlendingur skrifar. Kœra Vika. Þú ert skemmtileg aflestrar og slagar liátt ¦npp í sœluvikuna okkar hvað ánœgju snertir.....— Toni. Þakka kœrlega bréfið þitt. Það sem þú biður okkur að koma á framfœri fyrir þig, munum við gera mjög bráð- lega. Kvöld eitt þegar ég söng á hóteli i Texas kom til mín ungur og laglegur liðsforingi inn í búningsherbergið að lokinni söng- skemmtuninni og spurði hvort ég vildi halda söngskemmtun á hersjúkrahúsi þar í ná- grenninu. Ég sagðist vitaskuldi mundi syngja. ,,Við viljum að þér syngjið fyrir sálsjúk- linganna, þá sem ekki eru andlega heil- brigðir," sagði hann, viðð höfum heila deild manna sem glatað hafa öllu sambandi við umheiminn, flestir þjázt þeir af sálklofningi. Enginn þeirra mselir orð af vörum eða læt- ur á annan hátt í ljós að hann heyri hvað sagt er við hann." „Þetta eru hermenn sem særst hafa í seinni heims- styrjöldinni og Kóreustríð- inu. Þeir lifa innilokaðir í sinni eigin veröld. Það væri vert að reyna að gera eitthvað fyrir þá, ef þér vilduð reyna." „Hvenær viljið þér að ég komi?" ,,A morgun eftir hádegi, ef það hentar yður." „Ég kem með undirleikara minn. Þér sjá- ið um píanóið og áheyrendurna, og svo syng ég nokkra söngva." Liðsforinginn fór brott við svo búið en ég hélt áfram að undirbúa næstu sýningu. En um miðja nótt hrökk ég upp og gerði mér ljóst hvernig komið var fyrir mér. Eg hafði samþykkt að syngja á geðveikrahæli. Eitt sinn hafði ég sjálf verið sjúklingur á geð- veikrahæli og nú átti ég að heimsækja slíkt hæli. Ég horfði út í myrkrið og fann líkama minn stirðna. Mér hafði ekki liðið svona frá því ég var á hælinu sem sjúklingur. Síðan voru liðin 10 ár. En ég sagði við sjálfa mig að ég væri orð- in heilbrigð. Það var ekkert að óttazt. Þar að auki hafði geðveiki mín stafað af óhóf- legri áfengisneyzlu en ég hafði ekki bragðað dropa í mörg ár. Og þó er fyrrverandi áfengissjúklingur aldrei óhultur. Ef til vill mátti engu muna að ég yrði ekki geiðveik á ný. Ekkert mátti út af bregða. Heimsókn á geðveikrahæli gæti verið stór- hættuleg andlegri heilsu minni. Eg gerði bezt með því að hætta við allt saman. Þeir hefðu átt að fá annan listamann til þess að skemmta. Ég ætlaði mér að hringja í liSs- foringjann í fyrramálið og biðja hann að haf a mig af sakaða . . . Ég dró sængina upp fyrir höfuð en gat með engu móti sofnað. Rödd samvizkunnar hélt áfram að hljóma hið innra með mér. „Hvar er hugrekki þitt, Lillian? Hefurðu misst móðinn?" Að lokum ákvað ég að halda söngskemmt- Yiltu gefa mér utanáskrift eftirtalinna leikara: Ginu Lollobrigidu, Marlons Brándo, Sal Mineo og Jerry Lewis Gina Lollobrigida, c/o Lux Film, Via Po 36, Roma, Italy; Tlarlon Brando, c/o Metro-Goldwyn-Mayer, Hollywood, Calif., V.S.A.; Sál Mineo, Universal International, Univer- sal City, Hollywood, Calif., U.S.A.; Perry Lewis, c/o Para- mount Pictures, 51,51 Marathon street, Hollywood, Calif., U.S.A. Kœra Vika! Ég er 17 ára og er búin að vera ástfangin af sama manninum i 3 ár. En hann er 10 árum eldri en ég og þar að auki giftur og á tvö börn. Hann hefur ekki hug- mynd um að ég er ástfangin af honum og ég hef áldrei gefið honum neitt í skyn. Ég hef bara trúað nokkrum vinstiilkum mínum fyrir því. Þessi maður kom oft heim undanfarin ár og við erum beztu vinir. Ég á mynd af honum i veskinu mínu og einu sinni gaf hann mér brjóst- nœlti % afmœlisgjöf. En nýlega urðu þeir ósáttir hann og pabbi, eitthvað út af peningamálum, pabbi segir, að Jiann hafi blekkt sig í viðskiptum, þó ég eigi reyndar bágt með að trúa því. En hann er steinhœttur að koma i heimsókn og nú hef ég ekkí séð hann í marga mánuði. Mér líður svo illa af þvi að sjá hann aldrei og heyra bara talað illa um ha:in heima, að ég grœt mig í svefn á kvöldin. Kœra Vika, hvað á ég að gera? Ég þori ekki að fara til hans og segjá honum frá því að ég elskí hann, þó get ég ekki án Jws vcrið. ERLA. P. S. Ég cr n cm. á hœð, hvað á ég ao vera þung? Hvemig fínnst þér skriftin? LILLIAN ROT heldur söngskemmtun á geðveikrahæli unina einsog ákveðið var. Þá loksins féll ég í svefn. Næsta dag sótti mig hebíll og ók með mig áleiðis til hælsiins. Ég reyndi að leyna ótta mínum á leiðinni en bjóst við því á hverri stundu að geiðviki mín léta á sér bæra á ný. Liðsforinginn tók á móti mér og leiddi mig um nokkra ganga uns við námum staðar við dyr. Hánn vísaði mér inn og sagði: „Þetta er áheyrendasalurinn, ungfrú Roth. Gangi yður vel." Eg fleygði dyrunum upp á gátt, skálmaði inn og veifaði höndum, hrópaði: „Halló, strákar." Það var grafaþögn og enginn hreyfði legg né lið. 1 salnum voru um 60 manns en enginn þeirra virtist i raun og veru viðstaddur. Hver þeirra var lokaður inni í sínum eigin heimi. Sumir þeirra voru gráhærðir, sjúklingar frá fyrri heimsstyrjöld aðrir kornungir, höfðu slast í Kóreustríðinu. Þeir sátu og drjúptu höfði, höfðu ekki augun af gólfinu. Eramh. á bls. Uf Kœra Erla! Ég get varla imyndað mér, að þér hafi dottið í hug % alvöru að segja honum frá ást þinni. Til hvers vœri það ? Mér skilst á bréfi þínu, að þú gerir alls ekki ráð fyrir að hann eudrgjaldi hug þinn. Það eina, sem þú getur gert er náttúrlega að reyna að hœtta að hugsa um hann. Þó að þér finnist núna þetta vera þín fyrsta og síðasta ást, þá máttu reiða þig d það að innan skamms hlœrðu hjartan- lc.ga að þessum grillum.. Ég get sem sagt ekki ráðlagt þér annað en það að gleyma honum hið skjótasta og afla þér kunningja meðal pilta á þínum aldri. Þú átt að vera rúm 65 kiló. Skriftin er ekki góð. Keflavík 1,—5/1—1958 Kœra vika? ? Ég œtla byðja að gefa mér Adressuna þess ara stúlku sem eg tek framm núna Jackey Brown, eg treisti þér Kœra vika ef þú vilt gjöra svo vil ég bið nú c.kki oft um að slýk n'ófn i vikunni ef eg fœ að sjá það byrt i nœsta vikublaði með skýru prcntlitri frá ykkur og það i nœstu viku „má, ég" treista því að eg fái það í gjört ef þyð getið haft uppúr adressunni hvar hún á- hcima í london,, frá einum skriffinni. Virðingafyllst (undirskrift) ekki, byrta nafn mitt í vikunni ég bið um það. Kœri Keflvíkingur! Því cr verr og miður að við getum ekki orðið við bón þinni, því við höfum ekki hugmynd um hvar Jackey Brown á heima. Við birtum grein um hana fyrir nokkru þar scm sagt var frá ástarraunum hennar, scm leiddu til þess að hún reyndi þrisvar að svipta sjálfa sig lífi. Greinin var þýdd úr ensku blaði, en heimilisfang slúlkunnar fylgdi ckki með. En okkar á milli sagt ættir þú að auka kunn- áttu þína í islenzkri stafsetningu áður en þú hugsar um bréfaskriftir til útlanda. Svefnlaus nótt. FAKlRINN skreiddist á fætur eftir svefnlausa nótt, þrútinn um augu. Konan hans spurði hvað væri að. „Ég gat ekkert sofið," sagði hann, „það er bog- inn einn naglinn í flet- inu mínu." Gerfibolabítur. „ÞETTA er alveg yndisleg- ur bolabítur, sem þér eigið frú," sagði maður- inn. „Þetta er ekki bolabitur," svaraði frúin, „þetta er venjulegur hundur sem rak sig á vegg þegar hann var að elta kött." Góð verzlun. MADUR hitti kunningja sinn, vefnaðarvörukaup- mann fyrir utan búðina. „Hvernig gengur verzlun- in?" „Aldeilis prýðilega, ég hef ekki fengið viðskiptavini í einn dag." „Og finnst þér það prýði- legt?" „Kaupmaðurinn hinum megin við götuna hefur ekki fengið viðskiptavin í tvo daga." Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarma.íiur: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.