Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 3
Ríkisútvarpið virðist smátt og smátt vera að faerast á sveif með jazzinum. Inn í „laugardagslögin" og „sunnudagslögin", eða hvað þættirnir nú eru kallaðir, er iðu- lega skotið tveim, þrem jazzlög- um og kann allt jazzfólk vissu- lega að meta þá viðleitni. Sér- staklega hef ég heyrt menn lýsa ánægju yfir, að leikin skuli í einu fleiri en eitt lag með sama lista- manninum — sennilega er það þó gert af öðrum ástæðum en tillitssemi við jazzfólk, því að það er óneitanlega þægilegra að kynna fjögur lög í einu og setja síðan á hæggenga plötu, sem skil- ar öllum lögunum án þess að þurfi að snúa henni við. En hvað um það, þetta er í áttina og nú bein- ist baráttan að því að fá bætt við þáttinn „mánudagslögin" og „þriðjudagslögin" með sama sniði. George Shering er sá jazz- manna, sem einna mestra vin- sælda hefur notið síðustu árin meðal almennings. TJtvarpið á meira að segja allgott plötusafn eftir hann, svo sem heyrzt hefur , í „laugardagslögunum" og „dans- lögum af plötum". George er Breti, sem fluttist til Bandaríkj- anna 1947. Ekki mun hann hafa verið fyrirfram ákveðinn í að afla sér fjár og frama vestra, en hlaut þó hvort tveggja. Hann hefur mjög ákveðnar skoðanir um músik fyrir almenning og hefur byggt upp hinn fræga kvintett sinn samkvæmt þeim. Kvintett hans leikur óneitanlega jazz- músik, en þó á auðskilinn, ein- faldan og áheyrilegan hátt, og hefur með því unnið sér hlust- endur bæði meðal jazzfólks og annarra. Með þessari diplómat- ísku aðferð hefur hann senni- lega gert meira til að ryðja jazz- inum braut me.ðal almennings en nokkrum öðrum hefur tekizt á síðari árum. Jazzblaðið Down Beat ræddi nýlega við Shearing, og í viðtal- inu gaf hann þá yfirlýsingu, að frá sínu sjónarmiði væri „góð eftirliking betri en slæm frum- smíð". Þessi orð eiga erindi til okkar jazzmanna, sem eru bæði fáir og flestir smáir á alþjóða mælikvarða, þótt ef til vill megi segja um þetta eins og flest ann- George Shering. að, að við stöndum okkur vel „miðað við fólksfjölda". íslenzku jazzleikararnir hafa lítið annað en hljómplötur til að fara eftir í viðleitni sinni til að leika jazz, og vill því að sjálfsögðu brenna við, að eftirllkingar eigi sér stað. Þeim skal í þvi sambandi bent á orð Shearings og ráðlagt að til- einka sér þau. Það hef ur ekki verið haf t hátt um Benny Goodman upp á síðkastið. — Hann er þó alls ekki dauð- I ur úr öllum æðum ennþá, þótt hann eigi \s 49 ára afmæli 9 um þessar 8;'-te^r^«-|jB mundir. Nú er I hann staddur i Evrópu með stóra hljóm- sveit, skipaða ágætum jazzleik- urum og léku þeir fyrstu hljóm- leika ferðarinnar í Stokkhólmi í byrjun maí. Síðan var áætlað að heimsækja Kaupmannahöfn, Osló, Hamborg, Berlín, Prankfurt, Zur- ich, Amsterdam, Blokker, Col- ogne, Munchen, Vín, Karlsruhe, Essen, Dusseldorf, Hannover, og eftir það dvelur hljómsveitin vikutíma á Brussel sýningunni. — Goodman mun líka halda upp á afmæli sitt með því að leika klarinettkonsert eftir Mozart með belgísku r'íkishljómsveitinni í Brussel. Það er nóg að gera hjá gamla manninum ennþá. gaukur. Veiztu Benny Goodman. 1. Hvað er ateismif 2. Hver fékk fyrstur manna No- belsverðlaun og hverrar þjóðar var hannf 3. Hvað . þýðir skammstöfunin ILOf Jt. Hvað heitir eins árs giftingar- afmœli f 5. Hver var Emil Waldteufel, hve- nœr var hann uppi og hvað þýð- ir nafn hans f 6. Af hverju er orðið snobb dregiðf 7. Hvaða kaupstaður hefur skrá- setningarstafinn F á bifreiöum sínum f 8. Þjóðsöngur hverrar þjóðar hefst á þessari IjóðHnu: Vort land, vort fosterland, Ijud högt, o, dyra ord? 9. Hver er hnattstaða Rifstangaf 10. Hvað er stœrsta bókasafn í heimi og hvað telur það mórg bindi f Sjá svör á blaðsíðu 14. FORSÍÐUMYNDIN að þessu sinni er tengd grein og myndum á bls. 6 en þar segir þýzki blaðamaðurinn og ljósmyndarinn Heinz Ockhardt frá islenzkum hest- um í Þýzkalandi. Forsíðumyndin sýnir hóp ferðamanna (þar á meðal Lille Bruns sem sagt er frá í grein- inni) leggja af stað í útreiðatúr frá fjallahótelinu Berghof í Vestur- Þýzkalandi, en á hóteli þessu geta ferðamenn alltaf fengið íslenzka hesta. LEIKLIST LEIKHÚS HEIMDALLAR: Haltu mér — slepptu mér — Gamanleikur eftir Claude Magnier. Þýðandi og leikstjóri: I.áms Pálsson. Eiginkonan bíður í sumarbú- staðnum eftir manni sínum úr viðskiptaleiðangri. Á meðan legg- ur hún drög að þvi að maðurinn sem hún elskar komi í heimsókn. Pær svefnlyf til að róa taugarn- ar. Ókunnur náungi laumast inn í húsið til að hringja út af biluð- um bíl sínum, finnur engan fyrir, notar símann og fær sér vatns- glas um leið án þess að vita að þar var einmitt svefnlyfið sem frúin hafði byrlað sér. Og sofnar vitaskuld í hjónarúminu. Frúin kemur inn í hálfrökkrinu, fær sér góðan skammt af lyfinu og leggst til svefns við hliðina á gestinum án þess að verða hans vör. Og vitaskuld kemur eiginmaðurinn heim skömmu siðar, degi fyrr en hann hafði áætlað .... Það væri bjarnargreiði við á- horfendur að rekja efni leiksins frekar. Leikurinn er sprenghlægi- legur og skoplegur frá upphafi til enda, höfundur veltir efninu á alla vegu til þess að fá fram sem flestar skoplegar hliðar, þaulnýt- ir hvert tækifæri sem býðst. Þetta er ósvikinn gamanleikur, þar sem gamanið sprettur af misskilningi sem verður að gagnkvæmum skilningi í lokin. Leikritið er vel samið, hvergi „dauður punktur" né óþarfa málalengingar, allt gengur hratt og snurðulaust fyrir sig. Leiksviðstækin notuð til hins ýtrasta, og persónum gefinn jafn kostur. Leikendur eru aðeins þrír og „toppstjörnur" í hverju hlutverki. Ef til vill var það einna ánægju- legast við þessa sýningu að þar voru engir viðvaningar í auka- hlutverkum til þess að draga úr heildaráhrifunum. Lárus Pálsson sem jafnframt var leíkstjóri (og þýðandi) lék eiginmanninn, George Maxwell af frábærri snilld og mennskri kímni. Einna best tókst honum upp er hann túlkaði . barnaskap og reynsluleysi hins kokkálaða eigin- manns, hræðslu hans við að láta til sín taka. Það er ekki á færi annarra en mikilla listamanna að vekja samúðarhlátur áhorfenda og túlka þó slíkt smámenni til allra hluta sem Mr. Maxwell. — Lárus hefur enn einu sinni sýnt og sannað að hann er einn sann- asti gamanleikari okkar, einn þeirra fáu sem taka skopið alvar- lega. Leikstjórn hans virtist hvergi ábótavant að okkar viti, það var hraði og fjör i leiknum, spenna sem hélzt allan leikinn út. Og loks ber Lárusi sérstakt hrós fyr- ir þýðinguna; það er í sannleika sagt fátítt að heyra svo ágæta leikritsþýðingu á íslenzku sviði og á það einkanlega við um gam- anleiki. Málið var gott og vandað, jafnvel fágað, en þó bráðlifandi, eðlilegt og í fullu samræmi við daglegt tungutak alls almennings. Þar með hefur Lárus hnekkt ræki- lega þeirri skoðun ýmissa þýð- enda, að þýðingu á daglegu tali manna þurfi að „skreyta" með slanguryrðum og ambögum til þess að ná lifandi blæ. Helga Valtýsdóttir lék eigin- konuna, Jane, sem orðin er leið á smáborgarahætti og meðal- mennsku eiginmannsins, þráir eitthvað, sem er meira æsandi og spennandi. Þetta hlutverk Helgu er ólíkt flestum hlutverk- um sem hún hefur til þessa tekið að sér en hún sýndi og sannaði með leik sínum að' list hennar er síður en svo á eina bókina lærð. Hún kom fram í nýju ljósi og leysti hlutverk sitt afbragðs- vel af hendi. Ef til vill kom hún mest á óvart af þessum þremur leikurum, það er fremur sjald- gæft að leikari sem sýnt hefur afburða hæfileika í afmörkuðum ramraa, nái svo ágætum árangri á gerólíku sviði. Rúrik Haraldsson lék skúrkinn Mervyn Browne. Rúrik lék af miklu fjöri og lifandi þrótti en þó ísmeygilega og nægilega temprað. Honum lætur alltaf vel að túlka heimsvana skálka sem hafa klækjabrögð í frammi, tæla saklausar konur og hafa eigin- mennína að ginningarfíflum. — Rúrik var i essinu sínu, það mátti Framh. á bls. 14 VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.