Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 4
SKUGGAR - FORTÍÐARIIMNAR EFTIR RENÉE SHANN F o r s a g a : NAN SMIXH er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall. Hún er hamingjusöm þar, en minningar fortíðar- innar varpa skugga á gleði hennar. Hún elskar á laun soninn Sl- MON. Aðrir á Highland Hall eru Lady Wadebridge, dæturnar PA- MELA og STEL.LA. Ennfremur Iítil dóttir Stellu, Jenný. Steila vili skilja við mann sinn. Símon skrifar foreldrum sínum og til- kynnir komu sína og unnustu sinnar tii Highland Hall. HANN mundi, hversu hrifinn hann hafði verið af henni, áður en hann hitti Pollý. Hann íhugaði, hvernig henni litist á trúlofun hans. Hann hafði ekki fengið eitt einasta tækifæri til að tala við hana í einrúmi, síðan hann kom. Hann hugleiddi, hvort henni geðjaðist að Pollý. Af einnverri óskiljanlegri ástæðu virtist sem hún væri ekki sér- lega hrifin. öðru hverju hafði honum dottið í hug, að hans yndislega Pollý væri af- brýðissöm. Hann hafði ekki gefið henni neina ástæðu til þess. Hann var gagntekinn af henni og myndi alltaf verða það, en hann vildi gjarna eiga nokkra vini. Og hann langaði til að eiga Nan að vini. Hann hafði alltaf metið vin- áttu hennar mikils og fannst leiðinlegt, að þau voru ekki eins góðir vinir og áður. Geðjaðist Nan ekki að honum, eftir að hann trúlofaðist Pollý. Hún hafði svo lítið til að tala um við hann. Eða gat hún verið afbrýðissöm? Hann taldi það firru. Hann vissi, að Nan féll við hann, en hún hafði aldrei sýnt nokkur merki þess að hún væri ástfangin af honum. Hann hnyklaði brýrnar. Stúlkur voru furðulegar — og svo ólíkar. Sumar var hægt að iesa eins og opna bók, en aðrar var hreint ómögulegt að átta sig á. Nan taldist til hinna síðarnefndu, hugsaði hann. Símon skildi bílinn eftir fyrir framan hið stór Gilston-setur. Jenný hoppaði út. Hún hafði alveg gleymt að hún ætlaði að vera í fýlu. Hún hafði hiakkað til þessa alia vikuna. Hiin greip áköf í hönd Nan og hoppaði upp og niður. — Komdu Nan. — Við verðum að bíða, þangað til amma er búin að flytja ræðuna, Jenný. Hin höfðu komið rétt á undan þeim. Lady Waderbridge stóð við ræðu- paliinn ásamt nokkrum öðrum. Alls staðar að streymdi fólk til að skoða sýninguna. — Mamma stendur sig með prýði, muldraði Pamela. Ég hefði verið hræðilega óttaslegin í hennar sporum. Hún leit í kringum sig. Ósköp eru margir hér i dag. Vinir og kunningjar heilsuðu þeim frá öllum hiiðum. Símon var aug- sýniiega hreykinn af Pollý. Unnusta mín, Poilý Teesdale. Nan leit til Pollýar. Hún var fögur og vingjárnleg. Töfrandi bros hennar heillaði þau öl! saman. Fólk safnaðist í kringum hana og það var greinilegt að henni geðjaðist að þeirri aðdáun er hún vakti. — Hún er eins og ketlingur, sem fær rjóma, finnst þér það ekki, sagði Pamela við Nan. Ég þoli hana ekki. — Það var leiðinlegt. Þú átt vafalaust eftir að sjá hana oft. — Þau eru ekki gift enn, sagði Pamela vongóð. — Steiia sagði mér, að dagurinn hefði verið ákveðinn. — Mér er sagt svo. Það verður hans greftrun, aumingja Símon. Hrollur fór um Nan. Fyrir þremur árum hafði það verið greftrun Johns. Hún lokaði augunum og hræðslan gagntók ,hana. — Þú ert falleg í dag. Hún sneri sér snöggt við. Símon stóð við hiið hennar. Pollý stóð nokkru fjær með hóp aðdáenda í kringum sig. — Kjóllinn er nýr og dýr. Símon virti hana fyrir sér. — Við höfum aidrei talast almennilega við uppá síðkastið, sagði hann. — Já, en þú ert nú líka anzi upptekinn, ekki satt? Að vísu, en ég get ekki séð að það ætti að gera mun. Hann lagði hönd- ina á armlegg hennar. Nan, erum við ekki góðir vinir? Hjarta hennar tók kipp við snertinguna og hún fékk ákafan hjarts- slátt, ákafari en í návist Johans hér en áður. Hún hafði ekki haldið, að hún myndi finna framar til þessarar tiifinningu. — Nan, vina mín . . . — Auðvitað erum við vinir. Hann leit á hana og létti augsýnilega mkið og henni hlýnaði um hjart- að, er hún sá hvað hann gladdist. — Ég vil að vði séum vinir, sagði hún. Augu þeirra mættust. Henni kom í hug aðvörunin, sem hún hafði gefið Pollý daginn, sem þau komu. Hún var staðráðin í að halda fast við ákvörðun sína. Þú skilur, Símon, sagði hún. Mér fellur mjög vel við þig. — Mér fellur líka mjög vel við þig. — Ég var hrædd um að þú . . . . fyrst þú ert trúiofaður. — Það breytir engu. — Pollý líkar það ef til vill ekki. — Vitleysa. Hún hló glaðlega. — Á ég að segja þér nokkuð, ég held ekki að mér falli við Pollý. Símoni brá mjög óþægilega í brún. Honum hafði þá ekki skjátlast eftir allt saman. Nan var ofurlítið afbrýðissöm. — Ég ætti kannski ekki að segja þetta, sagði hún. Hún vissi sjálf að hún hafði komist úr sínu venjulega jafnvægi. Hún hafði ekki komið upp um tilfinningar sínar gagnvart John fyrr en hún hafði verið viss hvar hún hafði hann. En það var annað mál með Símon. Simoni myndi ekki falla miður við hana, þó að hún sýndi honum, að henni fannst hann aðlaðandi. — Hversvegna ekki það? ég er upp með mér. Þú ert indæl, Nan. Hvers vegna skyldi ég ekki eiga tvær konur. Þau höfðu gengið í áttinna að ræðupallinum. Nii kom Pollý hlaupandi og greip í hönd Símonar. — Elskan ég hélt ég hefði misst þig. — Þú gerðir það næstum, sagði Nan. Rödd hennar var glaðleg en er Pollý leit í augu hennar sá hún brogða fyrir ögrunarglampa. Símon sá það og varð dáiítið undrandi. Hann leit á Pollý og sá að hún var reið. Jæja, hugsaði hann ánægður, það skaðar ekk- ert að hún fái að vita, að hún hefur samkeppni. Hann hafði sjálfur nóg af sliku. Símon tók hönd Pollýar og þrýsti hana. Augnaráðið sem hann sendi henni nægði til þess að Nan sneri sér undan. Pollý hafði hann algerlega í hendi sinni. Hann var hennar eins lengi og hún vildi hann. Nan gekk burtu. Henni var fróun í því að vera ein nokkra stund. Kinnar hennar voru eld- rjóðar. Það hafði ekki verið skynsamlegt að tala svona við Símon. — Ungfrú Smith. Maður nokkur kom til hennar. Hún snerist snöggt á hæli. — Já, ég hélt ég þekkti yður, sagði hann. Ég sá, þegar þér komuð. Sagði ég ekki, að við myndum hittast aftur? Hún fékk sting í hjartað. Já, hann hafði sagt það. Hann hafði verið sá harðsoðnasti maður, sem hún hafði nokkurn tíma fyrirhitt, hefði hún kynnzt honum undir öðrum kringumstæðum hefði hún ef til vill verið öðru- vísi í hans garð. — Roriald Drewtt. Munið þér eftir mér. — Það eru þrjú ár síðan um þetta leyti er það ekki ? Ég hef hugsað mikið um yður. Og mig hefur langað til að frétta af yður. — Ég hef frétt af yður. Ég óska yður til hamingju. Mér geðjaðist vel að bók yðar. — Þakka yður fyrir. Það var bar heppni að það gekk eins vel og raun varð á. Henni féli vel, að hann var hæverskur. Ronald Drewett. Drew var hann kallaður. Fyrir þremur árum hafði hann verið blaðamaður. Hann hafði komið til hennar til að heyra sögu hennar. Þegar hann sá hve ákveðin hún var í að sagan kæmist ekki á kreik hafði hann lagt frá sér blað og penna. Hann 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.