Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 5
hafði ekki neytt hana til að tala eins og hinir blaðamennirnir, heldur verið skilningsrikur og vingjarnlegur. Þér viljið auðvitað helzt gleyma þessu öllu, hafði hann sagt. Hvernig lízt yður á að borða hádegisverð með mér. Ég skal lofa að ég skal ekki skrifa orð um þetta. Hún hafði farið út með honum, en bara þetta eina skipti. Þegar hann hringdi til hennar daginn eftir og bauð henni út aftur afþakkaði hún boðið. Þó að lienni geðjaðist mjög vel að honum kærði hún sig ekki um að hitta hann aftur. Um þetta leyti óskaði hún ekki annars en flýja inn í dimmt skot og fela sig. Það hafði samt ekki verið auðvelt að gleyma honum, þvi að hann var svo ákveðin í að hún gerði það ekki. Hann hafði sent henni blóm, hringt á hverjum degi og heimsótt hana. Hann hafði sagt að hann skildi hvernig henni liði, en það gerði bara illt verra ef hún reyndi að fela sig eins og sært dýr. Að síðustu hafði hún farið burtu og ekki skilið eftir neitt heimilis- fang. Hún hafði sagt skilið við alla vini sína og hún hafði ekki verið upp- lögð til að kynnast nýjum. Það var heldur ekki vinátta, sem hún áleit Ronald Drewett hafa í huga og allra sízt kærði hún sig um að verða ást- fangin aftur. — Búið þér hér nálægt? spurði hann. — Já, á stað, sem kallaður er Highland House. Ég er ritari þar. — Þá er ég sannarlega heppinn. Ég bý i litlu húsi í þorpinu. Ég kom í gærkvöldi. Ég fann allt í einu að ég þarfnaðist sveitalofts. Ég er með nýja bók í smíðum skiljið þér og þá er gott að hafa kyrrð og næði. Hann brosti til hennar. Ég hélt að með því að fara hingað hitti ég engan kunnugan til að ónáða mig. — Nú, og er ekki svo. Hann hristi höfuðið. — Ekki, fyrst við höfum hitzt aftur. Hvers vegna haldið þér að ég hafi alltaf verið að reyna að fá að hitta yður? Hún bandaði frá sér með hendinni. — Ég vildi engan sjá um það leyti — Ég veit það. Rödd hans var full samúðar, en svo breytti hann um tón og sagði: en nú er langt síðan. Nú liður yður öðruvisi? Hún brosti. Auðvitað leið henni öðruvísi. — Gætuð þér gleymt því að við höfum hitzt áður, sagði hún. — Auðvitað, ef þér viljið. Hvernig hittumst við? Hafið þér mikði að gera ? — Fjölskyldan er dásamleg, og ég hef ekkert sérstaklega mikið að gera. — Það er prýðilegt. Þá hafið þér sem sagt lausa stund öðru hverju. Hvernig lízt yður á að borða kvölverð með mér í dag ? — Ekki i kvöld. Ég kom hingað ásamt fjölskyldunni. Mér er ómögulegt að stökkva í burtu. Ég get annars sagt að ég hafi hitt yður í London. Hún i'oðnaði. Þegar ég sagði að við ættum að gleyma því að við hefðum hitzt áður átti ég vitanlega við að ég vildi ekki tala um . . . Hann lagði höndina á öxl hennar. — Ég skil. Nema þér finnið einhvern tíma þörf fyrir að tala um það við mig. — Þakka yður fyrir. Þau gengu yfir flötina. Jenný var að kasta hring- um og Stella og Pamela hjálpuðu henni. Þær sneru sér við, þegar Ronald og Nan komu til þeirra. — Halló, sagði Pamela, ég var einmitt að skyggnast uffl eftir þér. — Nan, komdu hingað, hrópaði Jenný. Ég vinn aldrei. Ég er búin að reyna mörgum sinnum. Nan kynnti Ronald. — Við þekktumst í London fyrir löngu, sagði hún. Pam leit á hann og fann þef af ævintýri. Hún hafði alltaf furðað sig á því að Nan virtist engan vin eða unnusta eiga. Pam sem alltaf var ást- fangin skildi ekki slikt. Sérstaklega vegna þess að Nan var lagleg og að- laðandi. Nokkrum sinnum hafði það rfijast upp fyrir henni, að Nan var mjög leyndardómsfull um einkalíf sitt. Hún talaði aldrei um það. Það er eitthvað dularfuilt yfir henni, hugsaði Pam. Hún var forvitin að vita, hvort þessi ungi maður væri gamall unnusti. Henni féll vel í geð, greindarlegt og karlmannlegt andlit hans og fas. Hún varð hrifin, þegar hún heyrði að hann byggi í nágrenninu. — Þér verðið að koma og heimsækja okkur fljótlega, sagði hún. — Kærar þakkir, það vil ég gjarnan. Ronald Drewett slóst í för með þeim. Pamela og Stella sögðu að ef hann væri einsamall yrðu þær mjög glaðar að fá hann í hópinn. Þær kynntu hann fyrir foreldrum sínum og Símoni og Pollý, þegar þær hittu þau nokkru síðar og drukku með þeim te. Nan sá að Pollý leit áhugasöm á hann, þegar þau voru kynnt. •—- Eruð þér ekki rithöfundur, spurði hún. — Það er ég. Áður var ég blaðamaður. — Mér fannst ég kannast við nafnið yðar. Mundi Pollý hvar hún hafi hitt hann? hugsaði Nan. Auðvitað gerði hún það. En ekki með ótta og sorg. Eltki með reiði. Skyldi Pollý nokkru sinni hafði sygrt John? Auðvitað hafði hún aldrei gert það. Hún hafði aldrei elskað hann. Hún hafði bara haldið það um tima, af því að hann elskaði hana. — Fyrst þér hafið verið blaðamaður, sagði Pollý er það náttúrlega mikil hjálp fyrir yður að skrifa bækur. Æfing og svo framvegis. Þér hljótið að hafa kynnzt vel mannlegu eðli. — Jú, ætli það ekki. — Skrifuðuð þér um morð? spurði Stella. Framhald í nœsta blaði. ER FRAMLEITT I 28 GRUNNLITUM SPRED-FYLLIR SPRED-SPARTL Pósthólf 1379 — Reykjavík — Kópavogi — Sími 22^60 3íovgtiiivahsttivititi tekst niikltt hetuv ef menn gæta þess að bera NIVEA-smyrsl á andlitið kvöldið dður. í NIVEA er eucerit, sem Heldur húðinni mjúkri. Gott er að nota NIVEA! VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.