Vikan


Vikan - 17.07.1958, Page 6

Vikan - 17.07.1958, Page 6
Fjölmargir borgarbúar verja sumarleyfinu á sama hátt og Lille Bruns, syst- ir Ursulu, en hér er sagt frá samskiptum hennar og Sóta. LiIIe Bruns í þann mund að leggja aí stað á Sóta. Hver getur frætt okkur á því hvaðan Sóti er? „Krakkar, mikið verður nú yndislegt að lifa þegar maður þarf ekki lengur að fara á skrif- stofuna!“ Lille Bruns frá Bucholt kom ritvélinni fyrir í skrifborðinu og smellti á hana lokinu. Síðan rak hún strákslega út úr sér tunguna beint framan í herra Ángstlich, bókhaldar- Þýzki blaðamaðurinn og Ijósmyndarinn HEINZ OCKHARDT frá Bonn hefur ritað þessa grein og tekið myndirnar fyrir Vikuna. ann, og var horfin í sama vet- fangi í sumarleyfið. I fyrsta sinn á ævinni ætlaði Lille sér að eyða sumarleyfinu úti í guðsgrænni náttúrunni. Jafnvel þótt hún kynni ekk- ert til reiðmennsku og hefði aldrei á hestbak komið, hafði lmn í hyggju að eyða sumar- leyfi sínu í Schwarzwald með Sóta, íslenzka smáhestinum. Hún ætlaði að ríða upp og nið- ur hlíðar fjallana og eftir bökk- um niðandi lækjanna. Borgar- stúlkan, sem malbikið hafði fóstrað, ætlaði sér nú að ríða um skuggsæla greniskóga Schwarzwald, með Þykkt fax hins reista makka smáhestsins fyrir augum. Alt þetta hafði Lille í hyggju og hún lét líka verða af því! Hve oft höfðu henni ekki fallist hendur við vélritunina, starað angurvær til sólar og upp í beiðbláan himininn og hugsað um, hve yndislegt væri, ef hún gæti verið komin eitthvað út í guðsgræna náttúruna, reika yfir akra og engi, láta sólina steikja sig, um leið og svalur andvarinn kældi vangana. Og þess vegna hafði hún strax þakkað gott boð, þegar Ursula, systir hennar, hringdi til henn- ar og bauð henni á fyrsta smá- hestahótelið í Þýzkalandi, Berg- hof. Þótt hún væri engin reið- kona, fannst henni dásamlegt til þess að hugsa, að fá að eyða- sumarleyfinu á baki kröftugs og þolgóðs íslenzks hests, þótt ekki væri nema til að láta óska- drauma sína rætast. Samt sem áður var ekki laust við, að hún væri hálf kvíðin, þegar herra Falkner hjálpaði henni á bak Sóta, en Falkner hafði búið á íslandi í ellefu ár og öðlast ævilangt dálæti á hin- um stálslegnu íslenzku smá- hestum. Kvíði Lille Bruns 1 eyndist samt alveg ástæðulaus, því að Sóti stóð hinn rólegasti, eins og hann væri beinlínis til þess skapaður, að menn klifruðu á bak honum og riðu honum um fjöll og firnindi. Sóti hafði van- izt þessu í heimkynnum sínum, og nú lagði hann af stað, fús og viljugur. I fyrstu hélt Lille dauðahaldi í beizlið. En þegar hún sá, að Sóti ætlaði sér auð- sýnilega ekki annað en færa hana á áfangastað, bráði af losna úr ysi og umferð stór- borganna. I Skotlandi notar prófessorinn sér þetta jafnt sem vélritunarstúlkan, dómar- inn sem vörubílstjórinn. Til útreiðatúra á íslenzkum hestum, þarf ekki heldur allt það umstang, sem venjulega einkennir reiðmennsku t. d. þarfnast menn ekki endilega sérstakra reiðfata — menn geta heimsótt Schwarzwald- fjallahótelínu Berghof er það yndi gestanna að ríða út á íslen/.kum sestum. Hér sjást nokkrir gestanna á íslenzkum gæðingum þeysa um ilómlega fjallshlíð skógivaxna. Klárarnir virðast kunna vel við sig þótt landslagið sé ólíkt kaldranalegri náttúru lslands. Sóti og Lille deila jafnt með sér brauðinu. henni hræðslan, og Lille, borg- arstúlkan, gat nú notið þess að ríða þessum litla góðlynda hesti upp og niður fjallshlíðarnar. ,,Hepp,“ hrópaði hún, um leið og hún stöðvaði Sóta aftur fyrir framan smáhestahótelið að Berghof. Hún stökk af baki og klappaði hestinum blíðlega á hálsinn, hestinum, sem hún átti eftir að bindast enn nánari vin- áttuböndum næsta hálfa mán- uðinn. Hún, sem áður þekkti að- eins til vélritunar og reiknings- skrifta lærði nú að nota hrossa- kamb og bursta og kembdi nú vini sínum, Sóta, svo lengi og vel, að hún gat næstum speglað sig í gljáandi feldinum. I ár hafa margir borgarbúar cg þeir, sem dæmdir hafa verið til að eyða ævi sinni á skrif- stofu, notað tækifærið og varið sumarleyfinu á sama hátt og Lille Bruns frá Bocholt. Fyrir Þjóðverja eru slíkir útreiða- túrar á smáhestum um helgar nýjung enn sem komið er, en í Skotlandi hafa þeir hinsvegar tíðkast lengi, og er íÞrótt þessi þegar byrjuð að breiðast út í Bandaríkjunum. Enda er hún ekki aðeins fyrir fáa útvalda eða þá, sem drýgsta eiga sjóð- ina, heldur fyrir alla, sem vilja Berghof í þeim klæðnaði, sem efni ög aðstæður leyfa, og þurfa ekki að hafa neinar á- hyggjur Þessvegna. Leyfisskír- teini, sem eftir mikla fyrirhöfn má fá hjá skólum í reið- mennsku, eru meira að segja ó- þörf. Svo þolgóða og þrautseiga liesta sem íslenzku hestana er aðeins hægt að fá, þar sem ekki er dekrað við þá í uppvexti í beimkynnum þeirra. Þeir ganga úti í högum. Þeir eiga sér ekki þak yfir höfuðið og þessvegr.a láta þeir sér vaxa Þykkan, stríðan feld á haustin og vet- urna, sem ver þá gegn veðri og vindum. íslenzku hestarnir eru ekki heldur vandlátir á fóður. Þeir neyta alls, sem á annað borð er næringarhæft, og iðra- kveisa og aðrir slíkir menning- arsjúkdómar vinna ekki á þess- um hraustu dýrum, enda hafa þeir alist upp við harðneskju- lega náttúru, þar sem annað- hvort er að duga eða drepast. Jafnframt eru þessi dýr nærri jafnhænd að mönnum og hundar. Þeir eru góðlyndir en um leið geysilega sterkir. Eng- lendingar, sem leita sér hress- ingar, með því að fara í útreiða- túr í skozku hálöndunum, fara ISLENZKI HESTU er yndi almennings í Þýzkalandi 6 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.