Vikan


Vikan - 17.07.1958, Síða 8

Vikan - 17.07.1958, Síða 8
 FAGRIR MUNIR ÚR GULLI OG SILFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Simi 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDEK TÓMATSÓSA — ÍSSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1813. — Simi 19795 — Beykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) bj($)rg SÓLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍO 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustíg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. «endum gegn póstkröfu um land aUt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa i Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. LITLA BLIKKSMIÐJAN Nýlendugötu 21 A. Sími 16457. Smíðar meðal annars: Þakrennur, allar stærðir og gerðir. Þakglugga, allar stærðir og gerðir. Olíukassa í báta og skip. Benzíngeyma í bíla og báta. Loftrör, allar stærðir. Lóðabala. Lofttúður o. fl. SHOrnið Hvernig eruð þér sem yfirmaður? Það eru til margar gerð- ir yfirmanna: Góðir, óþægi- legir, duttlungafullir, elsku- legir, nöldurgjarnir o. s. frv. — þeir vita bara sjaldnast sjálfir hvernig þeir eru. Ef yfirmaður yðar er eiim þeirra, sem þér álítið að þyrfti að breytast í dag- legri framkomu, væri það heillaráð, ef þér gætuð komið því þannig fyrir, að hann læsi eftirfarandi: Er yfirmaður yðar góður stjórnandi? Þetta er þýð- ingarmikil spurning, þar sem flesfir hafa einhvem yfirmann. Það er alltaf einhver, sem tekur ákvarðanir, gefur skipanir, horfir með óá- nægjusvip á klukkuna þeg- ar maður kemur of seint eða fer of snemma o. s. frv. Kæri forstjóri. Viljið þér vita hvort þér eruð góður yfirmaður eða ekki? Lesið þessar tíu spurningar og verið nú alveg hreinskilinn. 1) Mætið þér á skrifstof- unni jafn stundvíslega og þeir, sem þér hafið í vinnu? a) að sjálfsögðu. b) ekki alltaf. c) finnst yður að þér hafið ekki ástæðu til að vera jafn stund- vís ? 2) Heilsið þér undirmönn- um yðar alltaf jafn kurteislega og elsku- lega? a) alltaf. • b) fer eftir skapinu. c) finnst yður óþarfi af forstjóranum að sýna kurteisi ? 3) Dæmið þér hæfileika undirmannanna með rétt- látri íhugun þó yður liki ekki persónulega við þá ? a) eftir hæfileikum þeirra. b) stimdum. c) látið þér tilfinning- amar hlaupa með yður ? 4) Hafið þér áhyggjur af ' einkamálum þeirra ? a) auðvitað. b) stundum og stundum ekki. c) finnst yður þau ekki koma yður við? 5) Hlustið þér rólegur á undirmann yður, jafnvel þótt hann gerist nokk- uð langorður? a) já. b) ekki alltaf. c) slitið þér samræðun- um, áður en hann hefur lokið máli sinu? 6) Hvað gerið þér ef ein- hverjum verður á stórt glappaskot ? a) tek því með ró. b) tek því með skilningi. c) sláið þér í borðið svo glymur í húsinu ? 7) Reynið þér að miðla mál- um, þegar yðar yfirmað- ur kemst að mistökum undirmanna yðar? a) ef það er mögulegt. b) mjög oft. c) dettur yður ekki í hug að gera það ? 8) Finnst yður létt verk að segja mönnum upp at- vinnunni, jafnvel þótt atvinnuleysi ríki? a) nei. b) ekki alltaf. c) kemur það kannske ekkert við yður? 9) Látið þér starfsfólk yð- ar hjálpa yður í einka- lífinu? a) aldrei. b) stundum. c) finnst yður sjálfsagt að starfsfólkið snú- ist í kring um yður? 10) Látið þér starfsfólkið vinna yfirvinnu án þess að láta það vita með f yrirvara ? a) nei. b) það kemur fyrir. c) finnst yður sem yfir- manni að slikir hlut- ir skipti ekki máli? Þá er að sjá útkomuna. Fyrir einlæglega svarað já við A, eru 5 stig, B eru 3 stig og fyrir C er ekkert stig. Ef þér eruð ekki fullkom- lega einlægur með svörin við A eða B er farið með- alveginn og gefin 4 stig, ef svarið milli B og C vefst eitthvað fyrir yður, fáið þér 2 fyrir B og 1 fyrir C. Svör eru á bls. 14. ÐSiilPTI Við búðarborðið: Ungaaf- greiðslustúlkan brosti elsku- lega til konunnar, sem hún var að afgreiða. Það var eldri kona og hún virtist ekki geta almennilega á- kveðið sig með, hvað hún ætti að velja. En afgreiðslu- stúlkan sýndi engin merki óþolinmæði, þó hún væri komin með himinháa búnka af allskonar vörutegundum á búðarborðið. En viðskiptavinurinn, sem stóð við hlið konunnar var ekki að sama skapi þolin- móður. Hann ræksti sig há- stöfum og leit á konuna með drepandi augnaskotum, sem höfðu það í för með sér, að í einhverju fáti greip konan eitthvað og rétti að afgreiðslustúlkunni. Konan með hvössu augun var allt önnur manngerð. — Hún vissi nákvæmlega hvað hún vildi — og hún vildi hafa sitt á stundinni og engar refjar. Með undraverðum flýti, setti afgreiðslustúlkan sama hraða á og viðskiptavinur- inn, þó án þess að hætta að brosa og sýna kurteisi, sem viðskiptavinurinn *nafði ekkert auga fyrir. — Meðan hún pakkaði vör- unum inn, stóð konan við búðarborðið og hamraði án afláts með fingurgómunum í borðplötuna, eins og hún vildi segja. Fljótar nú, fljótar nú . . . Sú næsta í röðinni virt- ist ekki skapbetri en reitt hæna. Málrómurinn var súr sem edik, og munnvikin svo beygð niður á við, að munn- urinn var eins og hesta- skeifa í lögun. En af- 'greiðslustúlkan lét semekk- • . ■■ ■ ert væri, en hélt sinni lýta- lausu framkomu, og reyndi á allan hátt að gera við- skiptavini sínum til geðs. Þá var röðin komin að Jggi| mér. Ég var víst ekki síð- i. i ur til óþæginda því það, sem ég þurfti að kaupa, var úti í glugganum og kostaði | vv allskonar leikfimisæfingar til að ná því. Mh, 1 > Samt sem áður var mér ;> .,V/ • rétt það, með brosi á vör. Og þá var það, að ég fór að hugsa um, hvernig við viðskiptavinirnir, komum öðrum fyrir sjónir. Hvað hugsar kaupmaður- inn um okkur? Eða hár- greiðsludaman, leikararnir um áhorfendurna, eða lækn- ar um sjúklinga sína? Við vitum svo nákvæm- lega hvernig það fólk allt ' saman er og erum ekki mikið feimin að segja okk- ar meiningu um það. Við byrjum hjá matvöru- kaupmanninum: Viðskipta- vinir mínir eru yfirleitt á- gætis fólk. Auðvitað eru nokkrir skapstirðir og bar- lómaseggir. En þessa skap- stirðu er oft hægt að mýkja með léttu skapi og þægi- legri framkomu. Og hvað þá snertir, sem alltaf eru að berja sér, þá freistast maður stundum til að gefa þeim inn, Og í flestum til- fellum taka þeir því. Aðrir móðgast og þá er maður búinn að missa af þeim, en það er þá enginn sltaði skeður. Svo eru það viðskipta- vinirnir, sem aldrei geta ákveðið sig, og eru oft þreytandi, sérstaklega þeg- ar mikið er að gera. Framhalcl í næsta blaði. ILK SHAKE“ 99 Hér á landi sem víða annarsstaðar á „Milk Shake" mikl- um vinsældum að fagna, sérstaklega hjá yngri kynslóð- inni. Nú þarf ekki lengur að fara á barana til þess að fá þennan ágæta drykkt því auðvelt er að búa hann til í heimahúsum. Látið eina deserskeið af köldum búðing saman við einn pela af mjólk og hrærið vel saman í hræri- vél eða með þeytara. Drekkast strax. Til hátíðabrigðis má einnig hræra saman við þetta lítils háttar af heimalöguðum rjómais. Velja má á milli ýmsra bragðtegunda, til d. eru Royal köldu búðingarnir fáanlegir í eftirfarandi bragð- tegundum súkkulaði, vanilla, karamellu og hindberja. I barnaboðum verður þetta vafalaust vinsæll drykkur og niun ódýrari en gosdrykkir. LEIKARASPJALL Elizabeth Taylor heldur áfram aö leika Janet Leigh á von á barni . . . Sinatra í heimsókn lijá Lönu . . . Ginger Rogers slær sér upp . . . Jennifer Jones vill sitja heima ... Mæðgur skrifast á .... ruddalegt bréf frá dóttur til móður . . . Frank Sinatra stígur í vænginn við ekkju Bogharts . . . DEBRA PAGET er nú skilin við eiginmann sinn (númer eitt). Sá heitir David Street og ku enn vera hrifinn af henni. 1 blaðavið- tali fyrir skömmu sagðist hann hafa góða von um að geta krækt í Debru aft- ur.... JANET LEIGH og TONY CURTIS eiga von á öðru barni sínu i nóvember. Þau eiga tveggja ára dótt- ur fyrir. Janet og Tony hafa verið gift í Túm sjö ár og þykir það vel af sér vik- ið í Hollywood. Janet gat þess í viðtali fyrir nokkru, að hún væri jafnvel að hugsa um að hætta að leika og helga sig eingöngu eiginmanni og börnun- um . . . Það þótti tíðindum sæta, er það fréttist, að sá fyrsti, sem heimsótti LÖNU TURNER, eftir að dóttir hennar, CERYL, hafði myrt nýjasta kærasta Lönu, var söngvarinn FRANK SIN- ATRA. Þau Lana og Frank hafa sem sé verið óvinir um árabil. . . allt er á huldu um samband þeirra Franks og LAUREEN BACALL (elckju Humperys Bogarts). Þau kyssast og faðmast á almannafæri þennan dag- inn og baktala hvort annað uppí hástert hinn daginn. Aðdáendum Bogarts heit- ins þykir frú hans leggjast nokkuð lágt að láta orða sig við galgopa eins og Sinatra... Sú var tíðin að allir könnuðust við GINGER ROGERS. Nú er hún farin aö eldast, orðin nær fimmtug og að mestu gleymd. Það olli þó miklu umtali er hún fyrir nokkr- um árum giftist ungurn Frakka JACQUES BERG- ERAC. Hann var fimmtán árum yngri en hún. Eftir fáein ár skildu þau og höfðu ekki sézt í rúm tvö ár, er þau hittust í sam- kvæmi fyrir skömmu. Gest- irnir biðu með öndina í hálsinum eftir að sjá, hvernig þeim yrði við, er þau hittust. Jafnskjótt og Jacques kom auga á fyr- verandi eiginkonu sína, gekk hann rakleitt til hennar og bauð henni í dans. Voru þau samvistum allt kvöldið og litu ekki við öðru fólki. Daginn eftir var Ginger spurð, hvort þau ætluðu að giftast aftur, cn hún sagði ákveðið nei. Hún sagði að Jacques litli væri Marlon Brando í nýjustu myndinni — Ungu Ijónin. mesti sómapiltur, en það væri hreinasta hörmung að vera gift honum. „Ég vissi aldrei á hverju var von,“ sagði Ginger, „annað hvort var hann bliður og elskuleg- ur, var sífellt að gefa mér gjafir, kyssa mig og vildi allt fyrir mig gera, eða hann baðaði út öllum öng- um, kallaði mig ónöfnum og ég veit ekki hvað“ ... Kvikmyndastjórinn DAVID SELZNIK á í mesta basli, þegar honum telcst að draga eiginkonusina, stjörn- una JENNIFER JAMES út á kvöldin. Hún hefur nefni- lega mesta ímugust á partí- um og situr með fýlusvip allt kvöldið, þá sjaldan hún fer í samkvæmi . . . LINDA CHRISTIAN, sem einu sinni var gift TYRONE POWER og álitin imynd sakleysis og yndisþokka er nú fyrirlitin og forsmáð í Hollywood og raunar víðar. Hún er sögð heimsk, sjúk í karlmenn, hégómagjörn og tildursöm . . . MARLON BRANDO þykir hafa sýnt snilldarlegan leik í nýjustu mynd sinni „The Young Lions.“ . . . NATAILE WOOD, sem fyrir stuttu síð- an giftist leikaranum RO- BERT WAGNER, þurfti að skreppa burtu um dag- inn I cllcfu daga. Þessa cllefu daga sem hún var í turtu frá Rcbert, sendi hún honum 11 skeyti, skrif- aði honum 16 bréf og hringdi auk þess til hans þrisvar til f jórum sinnum á dag. Frá Robert fékk hún 8 skeyti, 20 bréf og upp- hringingar frá honum um það bil 6 sinnum á dag . . . VENETIA STEVENSON heitir ung leikkona í Holly- wood. Móðii' hennar hin fræga ■ leikkona ANNA LEE. Venetia þessi giftist kollega sínum Russ Tambl- yn og voru þau „hamingju- sömustu hjón í Hollywood" í nokkra mánuði. Síðan fór sælan að minnka, eins og alloft vill brenna við þai' í borg. Endaði þetta vitan- lega með skilnaði. Nú var Venetia náttúrlega óskap— lega óhamingjusöm og reit eina heljarlanga grein í eitt útbreiddasta kvikmynda fréttablaðið „Modern Screen.“ Hún hóf greinina •Jaeques Bcrgcrac og Vene- tia Stevcnson — óartug dóttir. p þvi aC lýsa hátiðlega yfir þvi, að hún ætlaði aldrei framar að giftast. Síðan segir hún frá því, hve gleði- snauða æsku hún hafi átt, en foreldrar hennar skildu, þegar hún var í bernsku. Hún segir að hún hafi allt- af verið misskilin og aldrei átt vin og þegar hún kynnt- ist Russ hafi hún kastað sér liiklaust í fang hans, þar sem henni fánnst að hjá honum ætti hún ofurlítils skilnings að mæta. Fljótlega uppgötvar hún, að Ituss er eins og allir aðrir og skilur þá ’.iJ hann, sem fyrí' grein- ii'. Hún ásakai- móður sína fyrir að hjónabandið fór út Elizabeth Taylor — gefst ekki upp. um þúfur, þvi að hún hafi vanrækt sig og aldrei sýnt sér ástúð né blíðu. Víða kemst Venetia vægast sagt ruddalega að orði um móður sína, en vitað er og viðurkennt að Anna hefur verið dóttur sinni góð og umhyggjusöm móðir. Vene- tia er sögð mjög tauga- veikluð og full meðaumk- unar með sjálfri sér. Móðir- in vildi ekki una við þann vitnisburð, sem dóttirin gaf henni og hefur nú skrifað grein í sama blað. Greinin heitir: Opið bréf til Venetiu Stevensson frá móður hennai'. Og fyrirsögnin er: Éfl skil ekki, hvers veyna þú vilt sœra miy. Hefst þá bréfið og flettir móðirin hildaust en í vingjarnlegum tón ofan af sögum dóttur- innai'. Bréf Önnu Lee er að okkar viti ein af betri greinum, se— viJ hl’fum fiéð I slíkv.: ’ biöJr.ni . . . til g'-.mans mn . - ka frara að Vcrcti". er nú crJr.L' viG fyr- verandi eiginmann Ginger Rogers, sem sé Jacques Bergerac, en hans er getið fyrr í þessu spjalli. . . Einn nýjasti rokksöngvarinn i Hollywood heitir FRANKIE AVALON. Hann er aðeinsl8 ára gamall. . . ELIZABETH TAYLOR hefur hafið kvik- myndaleik að nýju. Hún leikur aðalhlutverkið í „Cat On a Hot Tin Roof“ sem gerð er eftir sam- nefndu leikriti eftir Tenne- isce Williams. Elizabeth Frainh. á bls. 1 !>. 8 VIKA N VIKAN 9

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.