Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 10
Myndi ekki eitthvað svipað gerast í Reykjavík, ef hús- eigandinn tæki allt í einu upp á því að lækka leiguna? DE B. greifi var geðþekkur og vingjárnlegur ungur maður sem lifði kyrrlátu lífi og undi vel við árstekjur sínar, 30,000 lírur. Þá henti hann það óhapp að frændi hans, forríkur og alræmdur nirfill, hrökk upp af og arfleiddi hann að öllum auði sínum, er nam nálega tveimur milljónum. Þegar ungi greifinn fór að glugga í erfðaskrána komst hann að því að hann hafði m. a. eignast hús við Rue de la Victoire. Hann komst einnig að því að þetta hús hafði verið keypt árið 1849 fyrir 300,000 franka en ágóðinn af leigunni var nú 82,000 frankar á ári og var þó húsið leigt án húsgagna. í nágrenninu segja? Látið nú segjast.. ." „Herra Bernhard vinur minn," sagði greifinn þurr- lega, ,,ég vil helzt að mér sé hlýtt pegar ég gef skipanir. Þú hefur heyrt til mín og farðu nú .. ." Bernhard hvarf á braut og reikaði í spori eins og drukkinn maður. Hann vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Veröldin hafði endastungist fyrir augun- um á honum. Hann vissi varla lengur hver hann var. „Lækka leiguna, lækka leig- una," endurtók hann í sífellu. ,,Það er fáheyrt. Ef leigjend- urnir hefðu nú kvartað. En þeir kvörtuðu ekki. Síður en svo, Bernard missti stjórn á skapi sínu og krafðist þess að orðum hans yrði gaumur gefinn á hans heimili. Þá missti frúin einnig stjórn á skapi sínu og þau fóru að rífast. Frúin staðhæfði að Bernard hefði fengið sér einum oi' mikinn og fengið þessa fyrir- skipun upp um flöskustút á kránni í næstu götu. Ef dóttirinn hefði ekki skor- ist í leikinn er sennilegt að hjón- in hefðu slegist. En frúin sem ekki vildi láta hafa sig að leik- soppi, hnýtti sjal um herðar sér og hljóp heim til greifans til að heyra sannleikann í mál- inu. Þar fékk hún að heyra með eigin eyrum það sem maðurinn hennar hafði sagt henni. En þar sem hún var vitur kona sem vildi hafa vaðrð fyrir neðan sig, bað hún um að fá skriflega fyr- irskipun. Hún fór heim til sín aftur Húsiö dauðadœmda SMÁSAGA EFTIR EMILE GABDRIAU „Allt of mikið, allt of mikið," sagði hinn rausnarlegi greifi, „frændi minn var allt of harð- ur í horn að taka, það er hrein- asta okur að leigja á Þessu verði. Maður sem ber jafn tigið nafn og ég getur ekki verið þekktur fyrir slíka hörku. Strax ;á, morgun mun ég lækka leiguna .og leigjendur mínir munu verða mér þakklátir um aldur og ævi." I þessum hugleiðingum sendi greifinn samstundis eftir um- sjÓílarmaniii byggingarinnar. Það var gamall og guðrækinn maður. „Bernhard, vinur minn," sagði greifinn, farðu samstund- is og tilkynntu öllum leigjend- unum að hér með lækki leigan um einn þriðja." t Þetta furðulega orð „lækka" þeyttist eins og vatnsgusa framan í Bernhard. En hann náði sér fljótt, hann hafði ekki skilið það sem sagt var. „Lœ — ækka leiguna," stam- aði hann. „Herra greifinn er gamansamur þykir mér. Lækka. Greifinn á vitaskuld við það að hækka leiguna." „Mér hefur aldrei verið meiri alvara í lífi mínu," sagði greifinn, ,,ég sagði lækka leig- una og ég endurtek það: lækka leiguna." Nú var umsjónarmanninum nóg boðið og hafði ekki lengur heniil á sér, svo furðu lostinn var hann. „Greifinn hefur ekki hugsað málið," sagði hann. „Greifann mun iðra þessa kvölds. Lækka leiguna. Slíkt hefur aldrei komið fyrir. Hvað munu leigjendurnir hugsa um greifann ef þeir fréttu þetta. Hvað mundi fólkið þeir borga skilvíslega. Frændi hann mundi rísa upp í gröf sinni ef hann vissi Þetta. Ungi greif- inn er orðinn vitskertur, það er bersýnilegt. Fjölskyldan ætti að taka hann í sína umsjá. Hann fer halloka að lokum. Hver veit upp á hverju hann 'finnur eftir þetta. Kannski var hann nýbúinn að fá sér einum of mikinn." Og hinn trúverðugi Bernhard var svo fölur og fár þegar hann kom heim til sín eftir öll ósköp- in að eiginkona hans og dóttír- in Amanda hrópuðu upp yfir sig: „Almáttugur, hvað hefur komið fyrir þig?" „Ekkert, bókstaflega ekki neitt," svaraði hann. „Þú dylur mig einhvers," sagði frúin. „Þú þarft ekki að hlífa mér við neinum válegum tíðindum. Talaðu, ég þoli að heyra sannleikann, ætlar hann að reka okkur?" ,,Ef það væri ekki meira en það," ansaði Bernhard, „en hugsaðu þér annað eins. Hann sagði mér, sagði mér orðrétt, — nei, þú trúir mér aldrei..." „Jú, jú, út með það." „Jæja, þú skalt fá að heyra það. Hann tilkynnti mér að hann ætlaði að lœkka húsaleig- una og skipaði mér að tilkynna það öllum leigjendunum. Hef- urðu skilið hvað ég sagði ? Hann ætlar að lækka leiguna um einn þriðja . . . Lækka, lækka!" En þær mægður hlustuð ekki á hann til enda, Þær skelltu upp úr og veltust um af hlátri. „Lækka," stundu þær upp milli hláturskviðanna, „aldrei hef ég heyrt neitt jafn fyndið. Þetta er nú meiri háðfuglinn. Lækka husaleiguna." furðulostinn eins og bóndinn og allt kvöldið sat fjölskyldan á ráðstefnu og ræddi vandamálið fram og aftur. Ættu þau að hlýða skipun- inni ? Eða ættu þau að vara ein- hvern ættingja greifans við þeim voða sem var á ferðum? Þau ákváðu að hlýða. Næsta morgun fór Bernhard í sinn bezta skrúða, gekk um allt húsið og knúði á hvers manns dyr til að tilkynna þessa merku frétt. Tíu mínútum síð- ar var allt húsið í uppnámi. Leigjendur sem höfðu búið á sömu hæð í allt að 40 ár og aldr- ei látið svo lítið að heilsa hver öðrum voru nú í háa samræðum, ákafir og óðamála. „Hafið þér heyrt það?" „Þetta er stórfurðulegt." „Aldrei heyrt annað eins." „Það er búið að lækka leig- "una mína." „Um þriðjung, ekki satt. Mín hefur líka verið lækkuð." „Það er eitthvað bogið við þetta. Hlýtur að vera misskiln- ingur." Og þrátt fyrir staðhæfingar Bernards-fjölskyldunnar, þrátt fyrir skrifleg vottorð sem frúin gat lagt fram, voru margir í hópum sem efuðust um að þetta væri rétt og vildu ekki trúa því. Þrír Þeirra rituðu húeigand- anum bréf og báðu hann að taka vara á umsjónarrriannin- um sem hefði gengið af göflun- um. Greifinn svaraði þessum bréfum og staðfesti það sem Bernhard hafði sagt. Þar með voru allar efasemdir úr sögunni. Þá fóru menn að grufla og íhuga málið. „Hversvegna hefur eigandinn lækkað leiguna?" „Já, hversvegna?" Hver var tilgangurinn hjá þessum leyndardómsfulla manni? Hann hlyti að hafa sterkar ástæður fyrir þessari breytni sinni. Greindur maður, og skynsamur mundi aldrei svipta sjálfan sig slíkum tekj- um eingöngu af ánægjunni einni saman. Hér var 'eitthvað gruggugt á seyði. Allt fólkið í húsinu velti þessu fyrir sér og braut heil- ann um það dag og nótt eins og það væri að ráða fram úr óræðri gátu. Einn leigjendanna kom með þá tilgátu að maður- inn hlyti að hafa gerzt sekur um 'hryllilegan glæp, sektar- kenndin hlyti að hafa knúið hann til mannúðarverka. „Það er ekki þægileg tilfinn- ing að eiga slíkan glæpamann yfir höfði sér," sögðu sumir. „Það má vel vera að hann iðr- ist gerða sinna, en það er aldr- ei að vita hvenær glæpahneigð- in brýst fram í honum næst." „Kannski er byggingargalli á húsinu," sagði annar. „Ja, það er ekki gott að vita. A. m. k. er það komið til ára sinna." „Já, það varð að styrkja máttarviðina þegar þeir lögðu leiðsluna inn í marsmánuði, munið þið?" „Kannski er það þakið sem er að bila," sagði leigjandi á fimmtu hæð. „Ég held helzt að Það sé leyni- leg myntslátta í kjallaranum, sagði íbúi á gólfhæðinni, „þar fer áreiðanlega fram peninga-' fölsun. Ég heyri oft á nóttunni dauf högg og slög að neðan." Aðrir álitu að rússneskir og prússneskir njósnarar hefðu að- setur í húsinu. Enn aðrir voru sannfærðir um að eigandinn hyggðist leggja eld í húsið og brenna það til grunna til að fá tryggingarféð útborgað. Og nú fóru leyndardómsfullir atburðir að gerast í húsinu. Á sjöttu hæð fór að heyrast kyn- legur hávaði sem engin skýring fékkst á. Nokkru seinna fór barnfóstra ein niður í kjallar- ann til að stela sér víni og mætti þá afturgöngu gamla eigand- ans. Hann hélt á húsaleigu- kvittun í hendinni, — á því þekkti hún hann. Allir íbúarnir lifðu í stöðugum ótta og voru sannfærðir um að eitthvað illt væri á seyði. Óttinn varð sífellt meiri og að lokum ákvað íbúinn á fyrstu hæðinni að hverfa á brott því hann átti verðmæti geymd í í- búðinni sem hann vildi ekki missa. Bernard sagði eigandanum frá þessu og hann sagði aðeins: „Allt í lagi, láttu fíflið fara." En næsta. dag ákvað maður- inn sem bjó á annarri hæð og hafði ofan af fyrir sér með lófa- lestri að fara að dæmi leigjand- ans á fyrstu hæð og átti hann þó engin verðmæti geymd í í- búðinni. Piparsveinninn á næstu hæð og ungu hjónin fyrir neðan á- Framhald á bls. 14 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.