Vikan


Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 17.07.1958, Blaðsíða 13
„Nei." „Ég treysti þér.'" „Nei, það er ekki satt." Angel setti upp fýlusvip. Hann sagði hughreyst- andi: „Maðu getur ekki treyst allt í einu upp úr þurru. Við höfum verið svikin svo mikið um ævina. Þetta tekur sinn tíma." Hún hrukkaði ennið. „Ætli það ekki." Síðan sagði hún með munninn fullan af hárnálum: „Hvernig ætlarðu að fara með Clifford?" Thursday setti tappann í whiskyflöskuna og lagði hana í neðstu hilluna á kommóðunni. „Það er óvíst. Ég vil fyrst láta Clifford segja mér alla söguna. Það getur verið að hann hafi sagt þér alla söguna." Hún gretti sig. „ffig veit allt, sem hann veit." Hún setti greiðuna í tösku sína. Thursday opnaði hurðina hranalega. „Sjáum til." Herbergi Thursdays var númer tuttugu og þrjú á annarri hæð. Herbergi Angels var á þriðju hæð — númer þrjátíu og fimm. Hún stakk lyklinum í ryðgaða skrána og leynilögreglumaðurinn granni gekk inn á undan henni. Númer þrjátíu og fimm var eins og flest herbergin á Bridgway. Járn- rúm, gamalt snyrtiborð, sprungnir veggir, einn, hrörlegur gluggi, og sími á veggnum, sem virtist ekki eiga þar heima. A brúnu rúmteppinu stóðu stafirnir U. S. Skyndilega hreyfðust stafirnir og maður reis upp við dogg, og leit sljóum augum um herbergið. Clifford O'Brion vr.r ungnr. Rautt andlit hans gerði það að verkum, aðí hár hans sýndist kolsvart. HárO var venjulega snyrtilega greitt aftur, en ::ú stóo þaö í allar áttir. Hann vnr nokkuð fcitlaginn og munnur hans mjög lítlil. Augu hans voru hklega brún, en nú voru þau hlaupin, rauð og þoku- konncl. liiursday sagði hranalega: „Vaknaöu Clifford. Við þurfum að tala saman," og þrútin augun tóku ao skýrast. Angél lét regnfrakka sinn og rcgnhlíf falla nálægt dyrunum, og hljóp ,a3 rúminu. „ÞaO cr allt i lagi Cliff, elskan." Hún kyssti lítinn munn hans.' ..Þctta cr Max' Thursday. Hann ætlar að hjálpa okkur." Clifford ýtti ljóshærðu stúlkunni frá sér með vinstri handleggnum. Hann settist upp með erfiðismunum, og reyndi að líta á granna manninn. Hægri handleggur hans var vafinn þungu gifsi, sem náði yfir hendina. Hann lyfti gifsinu með vnistri hendinni, og lagði það varlega á teppið fyrir framan sig. „Konan sagði: „Viltu fá róluna, elskan?" Hún fór að laga koddan fyrir aftan hann. Clfiford O'Brien sagði hás: „Nei." Hann ræskti sig og leit á Thursday, sem hafði ekki hreyft sig. „Nei, mig langar til þess að vita hvernig þú getur orðið að liði?" Thursday brosti. „Ég kemst leiðar minnar, án þess að nokkur skipti sér af." Svipur mannsins var öbreyttur. Vinstri hendi hans leitaði fyrir sér undir koddanum. Thursday stifnaði. Það glampaSi á málm undir skitugu kögrinu. „Cliff!" hrópaði Angel. Hún greip um úlnlið hans og hélt byssunni að tepplhu. „Max er í lagi'." Hún leit skefld á Thursday. „Farðu snöggvast út, Max. Ég skal kalla á þig. Chff líður ekkert vel." Thursday brosti aftur og gekk hægt út á ganginn. Hann lokaði hurð- inni, sem einu sinni hafði verið hvít, og varpaði öndinni léttara. Það heyrð- ust raddir frá númer þrjátíu og fimm. Thursday kveikti sér skjálfhentur í sígarettu. Hann var að slökkva í annarri sigarettunni, þegar dyrnar opnuðust. Angel sagði: ,,Þú getur komið inn núna." Hún brosti til hans hughreyst- andi. Maðurinn í rúminu glotti og strauk hendinni um efri vörina. Varalitur smurðist á fingur hans. „Svo að þú komst Elder fyrir kattarnef, ha? Hversvegna?" Thursday leit á koddann. Ennþá mátti sjá í handfangið á byssunni. Hann gekk að rúminu og settist. Clifford flutti fætur sína og gretti sig. „Elder var svo lítill karj, en það mátti græða á honum." „Hvernig?" „Skipta milli okkar þriggja." Clifford dró andann djúpt. Nasir hans þöndust út. „Ég veit hvar perl- urnar eru. Það er mikils virði." > „Ekki, þegar þú getur ekki náð í þær." „Hvað skeður ef ég kjafta frá? „Ef, sagði ég." Thursday leit á hann með fyrirlitningu. „Ef þú ferð ekki varlega, er ég hræddur um, að þú lifir þetta ekki af. Ef þú nærð ekki strax í perlurnar, er ég hræddur um að Spagnolettarnir nái þeim. Samkeppnin er mikil, Clifford. Ég er þín eina von." Angel hallaði sér upp að Clifford, strauk á honum vinstra handlegginn og ýtti upp erminni á náttjakkanum. „Cliff minn," sagði hún hvetjandi," það er ágætt að skipta þessu milli okkar þriggja. Við fáum tvo þriðju. Það ætti að vera nóg." Thursday sló með vísifingri á gifsið. „Þetta er rétt hjá henni. Clifford. Þú verður að hafa hraðann á." Ungi maðurinn sneri rjóðu andliti sínu að Angel. Augu hans voru aftur orðin sljó. Ljóshærða stúlkan kinkaði kolli ákveðin. „Ég býst við, að þú sért orðinn félagi okkar," sagði Clifford og stundi. Max Thursday kveikti sér í sígarettu og reyndi að láta hendur sínar ekki skjálfa. „Hvar næ ég í þær?" Litli munnurinn hló. „Þú verður að komast að því. Ég veit bara hver er með perlurnar." Thursday ygldi sig. „Það er hægt að leita alls staðar." VIKAN „Það ætti ekki að vera erfitt að ná í þennan náunga. Hann er alger byrjandi. Eftri því, sem ég sé, hefur hann enga í félagi með sér. Hann komst bara yfir perlurnar, og gat ekki staðist freistinguna." „Hver er hann?" „Læknir — ungur. Hann var félagi Elders. Heitir Homer Mace." Laugardagur, 11. febrúar, kl. 8,30 f. h. Max Thursday saug að sér reykinn og hélt honum niðri í sér. Hann leit á Angel. Hún mjakaði sér úr augsýn Cliffords og varri hennar sögðu: „Sérðu bara?" Hún hjúfraði sig upp að manninum í rúminu. Hann lagði holdmikla hendi sina á fót hennar. Thursday blés frá sér bláu reykskýi og kinkaði kolli. „Þetta getur verið rétt. Byrjaðu á byrjuninni. Bg vil heyra alla söguna." Clifford muldraði fúll: „Jæja, góði. En þú skalt fara varlega. Bg verð ekki í rúminu alla ævi." Ljóshærða stúlkan þrýsti vörunum að svörtum, ósnyrtum börtum. „Hann fer ekki að reyna neitt, elskan. Mundu, að það er alltaf hægt að koma upp um morðið á Elder." „Hafðu engar áhyggjur, Clifford." Kinnarnar á unga manninum skuflu. „Ég sá einu sinni þessar perlur. Þær voru í skjalatösku þá — brúnni skjalatösku. Og hún var troðfull. Lu Chung sagði, að þær litlu væru að minnsta kocti cox karöt. Og þær voru ckki margar liílar. Stærsta'perlan var yfir fimmtlú karöt!" Augun í Clifford glótu ci:is og kolamoli. Síðan sagoi leynilcgreglumað- urinri granhi. „Fliit. En hver er Lu Chung? ByrjaOu á byrjuninni." „Vertu rólegur, vinur. Chung er bara Kínverji, sem keypti perlurnar frá Manilla. Hann var sjómaður á kaupskipi, sem lagði upp á San Pedro á laugardaginn var." „Hvar er hann núna?"' „Ertu að gera að gamni þín? Það var lítill vandi að ná í draslið hjá honum á sunnudaginn var og borga honum. Honum var borgað heldur betur. Það er ekki hægt að komast yfir milljón dollara, án þess að hætta á margt." Rautt andlitið var illilega grett. „Mundu það, góði." „Angel sagði: „Cliff vann fyrir Sagnolettana, þangað til á sunnudaginn var. Honum var skipað þetta." „Jæja. Svo að þú náðir í perlurnar og losaðir þig við Kínverjann. Hvar náði hann í þær?" „Hvað skiptir það máli. Við eigum þær núna. Lu Chung sagði, að þær væru úr Manillabankanum, en það var gerð árás á hann í stríðinu. 3Ég geri ráð fyrri að ríkisstjórnin á Filipseyjum hafi átt perlunar, en hún & þær ekki lengur." „Japanskar vörur? Ræktaðar perlur?" „Fjandinn, nei, þetta eru ósviknar pei-lur. Mace læknri er með margar milljónir með sér. En guð veit hvernig hann ætlar að losna við þær." Thursday virtist í vafa. „Borgar ríkisstjórnin á Filipseyjum ekki fund- arlaun fyrir þessar perlur?" > „Auðvitað,. Max," hnusaði Angel. „Hver heldurðu að vilji fundarlatm, þegar perlurnar eru hundrað sinnum meira virði?" Maðurinn í rúminu vætti á sér varirnar. „Þær eru miklu meira virði en einhverjir skrýtnir seðlar frá Filipseyjum. Það máttu bóka. Hversvegna spyrðu svona mikið?" , „Verða að kynna mér málið. Segðu mér frá Spagnolettunum. Hvernig komust þeir í perlurnar?" „Eins og vant er. Hjá Saint Paul." Thursday iðaði í skinninu, og það brakaði í rúminu undir honum. Cliffoi-d gretti sig. „Varaðu þig á löppinni." Max Thursday lét vísifingur renna niður eftir bogadregnu nefni sínu. Hann kipraði saman augun og sagði: „Segðu mér eitthvað um hann. Segðu mér eitthvað um Saint Paul." Angel setti stút á varirnar. „Ég er hrædd um, að við getum ekkert sagt þér um hann, er það Cliff, ástin?" „Nei, elskan. Það var gamla sagan. Herra Saint Paul fór með drasiið til Kaliforníu, og þar náðu Spagnolettarnir í það." „Hvað er að Saint Paul og félögum hans?" „Hann á enga félaga. Hann notar Spagnolettana. Stundum hotar hann kannski náunga, sem ekki eru héðan úr borginni. Ég veit það ekki." „Eins og Stitch Olivera?" „Þekki hann ekki." .,Ef ég sé þennan Saint Paul, hvernig get ég þekkt hann?" Clifford var orðinndauðþreyttur. Hrukkur mynduðust kringum þrútin augu hans. „Hvernig í fjandanum ætti ég að vita það? Ég hef aldrei séð Saint Paul. Ég veit ekki um neinn, sem hefur séð hann. Ef til, vill hafa Rocco og Leo séð hann. En annars semja þeir yfirleitt í símann." „Er herra Saint Paul héðan?" „Já. Fjandinn hafi það, Thursday, þú ert verri en bakherbergið i borg- arafangelsinu. Saint Paul kemur þessu máli ekki lengur við. Þannig hefur það verið, síðan hann sveik þá. Jæja, haltu nú kjafti í nokkrar mínútur." „Elskan," sagði Angel og strauk heilbrigða handlegg hans blíðlega Clifford róaðist og iækkaði róminn. „Saint Paul kom Spagnolettunum l perlurnar. Þeir ætluðu að skpita þeim á milli sín. En Spagnolettarnir^ ur9u gráðugiv. Þeir ákváðu að losa sig við herra Saint Paul. A þægilegan hátt, samt, svo að hann yrði ekki reiður. Þeir ætluðu heldur en ekkí að slá sér upp." Framhald i n&sta blaðí 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.