Vikan


Vikan - 17.07.1958, Síða 14

Vikan - 17.07.1958, Síða 14
SVÖR við spurningum á bls. 8. Þegar stigin eru talin, verður hæsta tala, sem hægt er að fá, 50 stig. Sá sem nær þeirri tölu, er ekki lengur yfirmaður. Hann er engill, sem röltir um í þessum synduga heimi. Fáið þér 30 stig, megið þér vera hrifinn af sjálfum yður, sem stjórn- anda. Verði stigin frá 15—30, verð- ið þér að breyta um til hins betra. En verði túkoman undir 15 stigum, þá, í sannleika sagt, vorkennum við starfsfólki yðar. Svör við ,,Vei/tu-?“ á bls. 3 1. Guðleysi. 2. Sully Prudhomme, franskur. 3. International Labour Organiza- tion, alþjóðasamband verka- raanna. 4. Pappírsbrúðkaup. 5. Þýzkt tónskáld, 1837—1915. Waldeufel þýðir skógardjöful. 6. sine nobilitatis, sá sem ekki er af tignum ættum. Skólapiltar í Englandi voru aðgreindir með því að skrifa þessi orð aftan við nafn þeirra. 7. Siglufjörður. 8. Þjóðsöngur Finnlands. 9. 66 gráður, 32 min. n. br. 10. Þingbókasafnið í Washington, telur 6 milljón bindi. Leikhús Heimdallar Framh. af bls. 3 sjá af öllu hans látbragði að Mervyn Browne var skrifað með y og e í endann. Leiktjöldin gerði Magnús Páls- son af sinni alkunnu hugkvæmni og smekkvísi. Þau voru með létt- um og skemmtilegum blæ sem hæfði ágætlega efni og anda leiks- ins.. Það er óhætt að ráðleggja fólki •að sjá þennan leik, endavorufagn- aðarlæti áhorfenda næg sönnun þess að Leikhúsi Heimdallar hef- ^ir vel tekizt i þetta sinn. Lillian Koth Framh. af bls. 3. Einn eða tveir glottu eins og börn, að einhverju sem ekki var til nema í þeirra eigin ímyndun. Undirleikari minn hlýtur að hafa álitið að ég hafi gleymt inngangs- orðum mínum því hann hóf strax að leika fyrsta lagið og ég hóf sönginn. Ég lagði alla sál mína í þennan söng. Þegar ég hafði lokið söngnum ríkti sama grafarþögnin. Enginn hafði hreyft sig hið minnsta. Eg byrjaði á næsta söng. 1 miðju kafi þagnaði ég skyndilega. Ég gaf undir- leikaranum merki um að hætta, gekk síðan fast að áheyrendunum og sagð :i ,,Ég er viSs um að þið haldið að ég sé heimsk. Og mér finnst það líka fremur aulalegt af mér að standa hér og syngja án > þess að þið óskið eftir því að ég syngi. Þið haldið að ég sé bara að famleiða ónauðsynleg- ar hávaða.“ „En ég skal segja ykkur eitt. Fyrir nokkrum árum var ég sjálf í ykkar sporum, lokuð inni á svona hæli og fannst að engum þætti vænt um mig, sá engan sem elskaði mig og furðaði mig á því hvar fólkið var sem lét sér annt um mig.“ Ég benti þeim á læknana og hjúkr- unarkonurnar sem stóðu í röðum upp við veggina hringinn í kring. Húsið dauðadæmda Framh. af bls. 10 kváðu einnig að tryggast væri að hafa sig á brott. Og nú fór skriðan af stað. 1 vikulokin höfðu allir sagt upp húsnæðinu. Óttinn var allsráð- andi. Fólkið skipaði varðmenn til að vera við öllu búið. Allir biðu eftir einhverju hryllilegu, sem hlaut að gerast þá og þeg- ar. Engum kom dúr á auga. Þjónustufólkið hafði líka strengt þess heit að hafa sig burt. Bernhard gat ekki á heilum sér tekið og var ekki orðinn nema svipur hjá sjón. Konan hans skalf og titraði af ótta og var viðbúin því versta. Framan á húsið voru fest 23 auglýsingaspjöld með áletrun- inni: Herbergi til leigu. En fáir urðu til pess að sækja um. Bernard leiddi umsækjend- urna íbúð úr íbúð og sagði þeim að þeir gætu valið um. „Leigjendurnir eru allir að flytja, þeir vita ekki eiginlega hversvegna, en leyndardóms- fuilur atburður hefur gerst, sem ekki á sinn líka: húseig- andinn lækkaði leiguna!" Síðan héldu 23 vagnar á brott með húsgögnin. Allir hurfu. Húsið var autt, hvergi var ein sála eftir. Rotturnar urðu fljótt matarlausar og höfðu sig út úr húsinu einnig. Umsjónarmaðurinn einn varð eftir, grágulur . af hræðslu. Hann fékk martröð á hverri nóttu. Hann heyrði draugaleg væl og kynlegt muldur um næt- ur og tennurnar nötruðu af hræðslu. Sömu sögu var að segja um frúna. Og dóttir þeirra, Amanda, hætti að hugsa um óperusöng sem hafði verið hennar heitasta Þrá og flýtti sér að giftast rakara einum sem henni hafði alltaf þótt ó- þolandi. En hún gerði það ein- göngu til að losna úr húsinu. Að lokum hopaði Bernard einnig af hólmi eftir eina sér- lega hræðilega nótt, hann haltr- aði til húseigandans með lykl- ana og sagði upp stöðunni. ,,Ég veit hvaða álit þið hafið á hjúkrunarkonunum, en þær eru góð- ar manneskjur, guð blessi þær. En þær vita ekki alltaf um þjáningar ykkar. Ef þið hafið tannpinu, þá segja þær að það sé bara ímyndun." „Ég hafði tannpínu þegar ég var á hælinu og var sagt að það væri ímyndun. En loksins fengust þær til að rannsaka á mér tennurnar og þá kom í ljós hræðileg skemmd. Það sem ég vildi biðja ykkur um, er að láta mig ekki finna að mér sé of- aukið hér þvi ég er í rauninni ein af ykkur. Og nú skulum við skemmta okkur saman.“ Ég söng næsta söng af auknu f jöri og þegar honum var lokið sá ég að ungur piltur lyfti höfði og brosti. Það var heldur dauft og fátæklegt bros, en bros var það samt. Varla hefur nokkurt bros haft önnur eins áhrif á mig. Og nú fóru sjúklingarnir að lyfta höfði hver á fætur öðrum. Allt í einu stóð hálf sköllóttur maður upp 914. krossgáta VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 kvarta — 7 verða óli-jór — 14 brot — 15 skömm — 17 leiðslur — 18 espa — 20 sýkja — 22 æpa — 23 uppvakning — 25 flýti — 26 hvíldist — 27 gæluhljóð — 28 brezk eyja — 30 óttast — 32 samstæðir — 33 upphróp- un — 35 girnileg — 36 trant — 37 japl — 39 rennsli — 40 mann sem ein- hver á gott upp að unna — 42 brot — 43 eyðimörk — 45 bókstafur — 46 koma að haldi — 48 óhreinka — 50 eins — 51 óhrein — 52 sannfæring — 54 samhljóðar — 55 tíndi —- 56 fangamark félags — 58 árás — 60 fisk- meti — 62 skagi — 64 þessi — 65 tré — 67 skyldmenni — 69 vesæl — 70 bindir fastmælum — 71 stuttra. Lóðrétt skýring: 1 sérvizkukenningar — 2 sjúkdómur — 3 halda heit — 4 samhljóðar — 5 . . . úldin - - 6 skyldmenni — 8 borða — 9 tónn 10 nægir — 11 gim- steinn — 12 verzlun — 13 varla — 16 vanþóknunina — 19 vesæl — 21 á hesti — 24 eðallynd — 26 veiðiaðferð — 29 ekki gamlar — 31 skiptast á getraunum —- 32 skjólefni — 34 hljóð — 36 gælunafn 38 nokkuð — 39 laug — 40 sléttlendi — 41 útdeila smátt og hægt - 42 skjóta skelk í bringu — 44 ofboðslega — 46 eldur úr jörðu — 47 vind — 49 til að hengja á — 51 afneitunartímabil — 63 væta — 55 andrúm — 57 líkamshluta — 59 íþróttafélag — 61 steingert efni 62 tímabært — 63 forskeyti — 66 af- leiðsluending — 68 frumefni. og fór að halda ræðu. Orðin komu samhengislaust og á stangli í fyrstu. Mér var sagt seinna að hann hefði ekki mælt orð af vörum í 15 ár. Ég varð svo frá mér numinn að ég hætti söngnum og fór að halda ræðu líka, klappaði saman höndunum og ég' er viss um að mín orð hafa ekki verið betur skiljanleg en hans. Við höfðum náð sambandi hvort við ann- að. Hann hafði brotist út úr einangr- un sinni. Smám saman tókst mér að fá þá til að dansa við mig. Það gekk hægt og treglega i fyrstu. Kökur og gos- drykkir voru bornir inn í salinn. Ég dansaði við ungan pilt og talaði heilmikið við hann, læknarnir sögðu mér siðar að hann hefði slasast í Kóreu-stríðniu og verið þögull í 5 ár. Hann bað mig að skrifa móður sinni og segja að nú hefði hann fengið löngun til þess að verða heil- brigður. Ég mun aldrei gleyma þessari lieimsókn minni á hælið. Leikaraspjall Framh. af bls. 9 sagði: aðalástæðan fyrir því, að ég ákvað að ljúka við myndina er sú að Mike var svo hreykinn af mér, þegar ég fékk hlutverkið, og fylgd- ist með af svo miklum áhuga, þegar við byrjuðum á myndinni.“ Eins og kunnugt er fórst eiginmaður hennar, Mike Todd í flugslysi í marz s. 1. Þau áttu eina dóttur, sem er að verða eins árs. Auk þess átti Elizabeth tvo syni með eiginmanni númer 2, enska leikaranum Michael Wilding. Tveim vikum áður en Todd fórst höfðu hjónin oi'ðið sammála um að fyr- nefnd kvikmynd yrði síðasta mynd Elizabetar, og þau höfðu meira að segja sagt upp barnapiunni og ráðs- konunni og ætlaði Elizabeth að taka aö sér húsverkin og barnagæzluna. Hjátrú sjómanna Framh. af bls. 7 í skyndi og stöðva þannig titringinn þá eru líkur til þess að manninum verði bjargað frá drukknun.. Kettir eru taldir miklar gæfu- skepnur um borð i skipum og dæmi eru til þess að brottfarartíma skipa hafi verið seinkað um margar klukkustundir meðan áhöfnin leit- aði um allan bæ að skipskettinum sem hafði horfið í land sinna erinda, rétt áður en skipið átti að leggja úr höfn. Aftur á móti hafa allir sjómenn mesta _ ímugust á rottum eins og kunnugt er. Það hefur aldrei fengist skýringin á því furðulega fyrirbæri að rotturnar haldi í land í löngum bunum úr skipum sem eiga fyrir sér að farast. 14 VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.