Vikan


Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 24.07.1958, Blaðsíða 4
f, SKUGGAR FORTÍÐARIIXflMAR EFTIR RENÉE SHANN Forsaga: NAN SMIIM er einkaritari Sir Reginalds Wadebridge á Highland Hall. Hún er hamingjusöm þar, en minningar fortíðar- tnnar varpa skugga á gleði hennar. Hún elskar á laun soninn Sl- MON. Aðrir á Highland Hall eru Lady Wadebridge, dæturnar PA- MELA og STEIJL.A. Ennfremur lítil dóttir Stellu, Jenný. Stella vill skilja við mann sinn. Símon skrifar foreldrum sínum og til- kynnir komu sína og unnustu sinnar til Highland Hall. JMorð og sjálfsmorð. Ó guð minn góðui', bað Nan, geta Þau ekki talað um annað ? Hún varð þakklát, þegar Símon hvislaði að henni: — Þú ert þokkaleg. Nú er röðin komin að mér að vera afbrýðissamur. Hún brosti til hans. — Ég vildi óska að þú værir það. Aítur gaf hún honum undir fótinn. Hvar skyldi þetta enda? -— Hvort sem þú trúir mér eða ekki, get ég vel orðið afbrýðissamur. — Er það ekki dálítið eigingjarnt? — Jú, ég veit það. En það er mannlegt. Eruð þið gamlir vinir? — Við þekktumst fyrir ævalöngu. Við höfðum misst sjónar hvort á öðru. — Ég skil, og svo hittust þið óvænt nú í dag. — Já. — Hr. Drewett býr á Brewester Arams, sagði Pamela. Mamma, ég bauð honum að koma heim til okkar. — Auðvitað. Það væri ánægjulegt, ef þér kæmuð. Lady Waderbridge geðjaðist vel að Ronland og fann eins Pamela lykt af ævintýri. Kannski þér vilduð koma og borða kvöldverð hjá okkur fljótlega, hr. Drewett? Vinir Nan eru hjartanlega velkomnir á heimili okkar. Ég býst við að hún hafi sagt yður að hún er ritari mannsins míns. Hún brosti til Nan, en sneri sér síðan aftur að Drewett. En í raun og veru finnst okkur hún vera ein af fjölskyldunni. V. KAFLI. Ibúðin var auglýst í „The Times“ og þau fóru strax tli borgarinnai' til að líta á hana. Símon hafði lesið auglýsinguna upphátt fyrir fjölskylduna og svo virtist sem íbúðin væri einmitt eins og þau höfðu verið að leita að. Hann hafði farið uppí herbergið hennar og sagt að fyrst það væri svona erfitt að krækja í íbúð án húsgagna væri bezt að þau gripu tækifærið. Um kvöldið var það ákveðið. Símon hafði haft rétt fyrir sér. Hún hefði ekki getað verið heppilegri. Hún sneri út að Regent Park og herbergin voru stór og sólrík. Þegar þau snæddu kvöldverð ræddu þau um húsgögnin. — Mig langar að við fáum okkur gamaldags húsgögn, sagði Símon. Hvað finnst þér? Pollý sagðist ekki vera á sama máli. Hún vildi fá nýtízku húsgögn. Þau voru miklu þægilegri. -— En þau eru svo ljót þessi nýtízku húsgögn, sagði Símon. — Eigum við ekki að verða sammála um það, að þú ræður húsgögnum í stofurnar og ég í svefnherberginu. Ég vil að svefnherbergið okkar verði í rókókóstíl. — Elskan, á ég ekki að vera þar líka ? Ég er alls ekki viss um að mér geðjist að í'ókókóstíl. — Snyrtiherbergið þitt getur verið öðruvísi, sagði hún. — Ég hef meiri áhuga á sjálfu svefnherberginu. Augu Pollýar voru kuldaleg. Símon efaðist oft um að hún væri eins blið og ástúðleg og hún vildi vera láta. — Elskar þú mig? spurði hann skyndilega. — Auðvitað. — Segðu það. — Elskan, ekki núna. — Hvers vegna ekki? — Ég veit ekki. . . Rödd hennar var gremjuleg. Þú ert svo skelfilega væminn, Símon. Símon hrukkaði ennið gramur á svip. Honum fannst sér gert órétt. Það var ekki vegna þess sem hún sagði, heldur hvernig hún sagði það — svo, svo yfirlætislega. Og svo, þegar hún skildi að hún hafði sært hann brosti hún til hans, brosinu, sem gat brætt steina, ef hún kærði sig um. — Ekki svo að skilja, að ég hafi nokkuð á móti því, ástin, byrjaði hún. — Ég vona það. Hún leit í kringum sig á fólkið í veitingasalnum. Simon fann til stolts þegar hann sá, hvílíka eftirtekt hún vakti. Svona var það alls staðar. Hún var svo falleg, að allir sneru sér við til að horfa á hana. Og margir könn- uðust við hana. Pollý Teesdale, ljósmyndaramódel. Hann yrði ekkert von- svikinn, þó að það gleymdist smám saman. Hann var glaður yfir því að hún hafði ákveðið að hætta starfinu. I fyrstu hafði hún sagst vilja halda áfram. Honum hafði létt mikið, þegai' honum hafði tekizt að telja hana af því. Þau gengu út i hlýja kvöldsólina. — Húsgagnaverzlun Sothebys er hérna rétt hjá. Eigum við að líta inn og vita hvað þeir eiga til. — Vitum við nokkuð, hvað við ætlum að kaupa. — Það getur verið fróðlegt að líta á það. Við höfum knappan tíma til að koma þessu í lag. Þú manst að ég á að byrja að vinna í næstu viku. — Það þýðii' sem sagt að við búum bæði í London. Ég fer aftur í mína íbúð. — Ég var alveg búin að gleyma að þú hefur íbúð hér. — Við leigðum hana saman, Viva Dartell og ég. Ég ski'ifaði henni og sagði henni frá þér. Hún er á ferð í Noregi núna. Símon tók undir handlegg hennar og þau gengu yfir götuna. Næsta klukkutímann notuðu þau til að skoða húsgögn. Símon sá ýmislegt sem hann vildi að þau keyptu. — Við vei'ðum að fara aftur, sagði hann. Það var kjáanlegt af okkur að við skyldum ekki segjast ætla að vera í London í nótt. — Nú, þurfum við nokkuð að fara? — Ég held það. Mamma býst við okkur. — Við getum hringt og sagt að við komum ekki. Hvers vegna á fjöl- skyldan þessa íbúð í Grosvenor Square fyrst eng'inn notar hana? — Við búum þar oft. En ég held að það sé bezt að vði förum aftur. Jenný fer í skólann á morgun. Stella yrði sjálfsagt móðguð ef við erum þar ekki til að kveðja hana. — Elskan, láttu ekki svona kjáanlega. Stelpukrakki, 6 ára gamall. — Hún er eftirlætið mitt, gleymdu því ekki. Pollý andvai’paði. — Þú ert hlægilega háður fjölskyldu þinni, Simon. Aftur fann Símon til óróa. Hann óskaði að hún talaði ekki i þessum tón. Aftur skildi hún að hún hafði sært hann. Hún lagði höndina á arm- legg hans. — Elskan, ekki móðgast. Sannleikurinn er sá að ég er afbrýðissöm út í þau. Þið eruð svo góð hvort við annað. — Var það ekki þannig í þinni fjölskyldu? — Það er svo langt síðan ég átti nokkra fjölskyldu að ég hef gleymt því. En ég held að það hafi verið allt öðruvísi. Pabbi og mamma rifust og slógust eins og hundur og köttur. — Það hefur ekki verið sérlega uppörvandi fyrir þig. — Nei, sannai'lega ekki. — Ég vil að við myndum góða og samhenta f jölskyldu. — Við ? — Við egnust börn viltu það ekki ? Hún hrukkaði ennið. Hamingjan góða. Ég get ekki lagt það á mig. Ég er líka viss um að ég yrði ekki góð móðir. Honum virtist hún segja enitóma vitleysu í dag. Hann vissi ekki 4 VTKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.