Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 3
Forsíðumyndin 1 þetta sinn birtuin við forsíðu- j mynd af Alfred Rosenberg, veitinga- = manni, þar sem hann stendur fyrir j utan sumarbústað sinn við Sogið. = Myndina tðk Oddur Ólafsson, ljös- j myndari, fyrir nokkrum dögum, er : fréttamenn Vikunnar lieimsóttu Ros- 1 enberg og áttu við hann það viðtal j er hér birtist. Oddur tók einnig aðr- i ar myndir af Rosenberg sem hér ; birtast. E llllll■lll■■lllllllllllllllllllll■■lll■llll■lllll•lllll•lll■lll■llll■■lll■l•l■lll■■ll'>V ! Veitingasalir Rosenbergs í Nýja Bíó kjallaranum. Alfrod Rosenberg unir sér á sumrin við iaxveiðar í fögru umhverfi við Sogið l>ar sem liann býr ásamt konu sinni í sumarbústað. Hér sést liann ganga frá ánni á leið heim í mat um hádegisbil. Ána þarf að „hvíla“ milli kl. 12 og 8 á degi hverjum. bíða eftir alla ævi og því tökum við það ráð að njóta sumar- blíðunnar meðan Rosenberg glímir við laxinn og ekki úr vegi að rifja upp nokkuð það sem við höfum heyrt um þann veitingamann, sem einna mest- ur ljómi leikur um í hugum íslendinga, ljómi liðinna daga. Alfred Rosenberg er sá brautryðjandi í íslenzkri veit- ingamannastétt sem einna öt- ulast og ákafast hefur barist fyrir því að hér á landi risi gistihúsamenning eins og hún gerist bezt. Hann starfaði hér lengst af við fábrotin kjör og erfið skilyrði, en tókst að skila drjúgu dagsverki að lokum, til hans var jafnan leitað þegar þjóðin var að feta sig áfram og tileinka sér siði og hætti menningarþjóða sem lifa frjáls- ar í landi sínu og vilja sýna að þær séu engir eftirbátar á nein- um sviðum. Það fór saman ó- venjulegt þrek og dugnaður, smekkvísi og stórhugur hvar sem Rosenberg átti hlut að máli. Rosenberg er enn hress og ern þrátt fyrir nokkurn aldur og erilsaina œvi. Hann er léttur og kvikur á fœti, gamansamur og fróður um gamla daga, fylgist þó vel með nýjustu við- burðum. Nú er að hyggja að þeim silfurlita. Þá var matreitt handa konunginum á leiksviðinu í IÐNÓ Við beygjum af rykugum þjóðveginum og ökum gegnum háreist og myndarlegt hlið. Síð- an taka við hlykkjóttar götur gegnum þykkan skóginn drjúg- an spöl unz verður fyrir okk- ur snotur rauðmálaður sumar- bústaður á bökkum árinnar. Við litla vík niðurundan húsinu er bundin smákæna og gælir við landfestar, úti fyrir er kolblá straumiða, það er hérna sem þeir fá laxinn. Kyrrð og friður ríkir, sól skín í heiði, höfugan gróðurilm leggur frá birkikjarr- inu og fiskifluga suðar á glugga. •• -■ Við erum staddir við Sogið. Það er engin furða þótt við stöldrum við stundarkorn og njótum þess að vera sloppnir um sinn úr skarkala og ysi borgarinnar áður en við knýj- um dyra og gerum boð fyrir húsráðanda, Alfred Rosenberg, veitingamann. Frúin kemur til dyra, tekur okkur alúðlega en segir bónda sinn ekki heima, hann á í stríði við laxinn upp með á. Enginn skyldi dirfast að trufla laxveiðimann, kannski hann sé einmitt að fá þennan ,,stóra“ sem hann er búinn að Þar svignuðu borð undan krásum . . . Nafn Rosenbergs er framar öðru tengt Hótel Islandi. Þar rak hann gistihús og veitinga- stað með miklum glæsibrag hátt á annan áratug og hélt uppi fjölþættu skemmtanalífi. Það segja eldri menn sem til þekkja að fyrrum hafi drjúgur hluti af straumi þjóðlífsins legið um salarkynni á Hótel fsland. Þar sátu forystumenn þjóðarinnar og ræddu þjóðmál yfir kaffi- bolla, þar komu skáld og lista- menn og þar liafa áreiðanlega ýmsar hugmyndir kviknað við fjörugar samræður, þar dvöldu tignir gestir erlendir og sátu ríkuleg samkvæmi, þar var sam- komustaður manna úr öllum stéttum þjóðfélagsins og þar Spjallað við Alfred Rosenberg um hótelrekstur í gamla daga VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.