Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 5
Hótel Skjaldbreið' er með allra elztu gistihúsiim í Beykja- vík. Þa<5 var um skeið einn aðalskemmtistaður Beykvíkinga og er nú eitt þarfasta gistihús borgarinnar. I»ar eru 27 her- bergi og rúm fyrir 52 menn, verð á lierbergjum frá kr. 70 til kr. 110. Forstjóri á Skjaldbreið er Pétur Daníelsson, einn kunnasti veitingamaður landsins. Hótel Bifröst er nýjasta gistihús landsins, einstaklega glæsilegt og smekk- legt að ölluin búnaði. I>að stendur á fögrum stað í Borgarfirði og liggur vel við samgöngum. Gistihúsið er eign SlS. I>ar eru 25 herbergi og 100 rúm. Verð á herbergjum er kr. G5 til kr. 120 um nætursakir. Forstjóri með það til Geysis og mátti ekki tæpara standa. Veizlan fór fram og virtust allir ánægðir. En á leiðinni heim frá Geysi mættum við mönnum sem voru á leið með brauðið í veizluna. gistihús STRAX! segir Halldór Gröndal í viðtali við Vikuna geru frumstigi, heldur Halldór áfram, oltkur vantar tilfinnanlega stórt og nýtízku gistihús sem svarar kröfum tímans. Þvi miður hafa yfirvöldin enn sem komið er ekki sýnt þessu máli verðugan sóma. Það er að vísu fyrirhugað að bæta við og stækka Hótel Borg en það er engin fram- búðarlausn á málinu. Hótel Borg var hlutverki sínu vaxið í kringum 1930 þegar það var reist en síðan hafa gistihúsabyggingar tekið al- gerum stakkaskiptum, gerbreystst að öllu leyti. Það er ekki nema gálgafrestur að bæta við herbergj- um á Borginni, fyrr eða siðar hljóta yfirvöldin að sjá fram á að engin lausn er til á vandamálinu nema stórt og nýtízku gistihús. Það stendur ekki á fjármagni til slíkra hluta, fjölmörg erlend fyrirtæki eru leiðubúin að leggja fé í byggingu gistihúss hér á landi. Og ég veit ekki betur en ýmsir stjórnarflokkar hafi mjög beitt sér fyrir því í seinni tíð erlendu fjármagni verði veitt inn í landið. Fyrir nokkru var hér á ferðinni amerískur maður sem bauðst til að veita okkur lán og sjá um byggingu gistihúss. Það voru ýmis auðfyrir- tæki sem að því stóðu, tryggingar- félag, stálhringur, bankar o. s. frv. Þessi samsteypa er að beita sér fyrir byggingu 300 gistihúsa víða um heim sem öll verða með líku sniði. Á einu og hálfu ári bjóðast þau til að reisa hér gistihús og lána fé til þeirra hluta, sjá um rekstur þess fyrstu árin ef þess er óskað, Islend- Framhald • á bls. 17. Eitt spælegg og hálf flaska af portvíni. — Hvað tók við er þér flutt- uð úr bíókjallaranum? — Þá stofnsetti ég veitinga- stofu í Austurstræti 16 þar sem nú er Reykjavíkur Apótek. Þar voru stærri og rúmbetri salir og engin hætta á vatnsflóði. Þetta var árið 1924. Þarna voru haldin samkvæmi og veizlur af öllu tagi. Þá tók ég upp á þeim sið að hafa tónlist á eftirmið- dögum og var þá dansað milli borða. Ýmsir borgarar hneyksl- uðust á þessu fyrst, en er á leið þótti þetta ekki nema sjálfsagt. Enda tíðkaðist slíkt erlendis. I þá daga var vínbann, síðar komu léttu spánarvínin. Enda var þá lítið um ölvun á almannafæri, þá varð kvenfólk- ið móðgað ef drukkinn maður bauð því upp í dans. Síðar meir varð það að lögum að veita mátti vín með mat, þá kom það stundum fyrir að pantað var eitt spælegg og hálf flaska af portvíni. Munnlegt veitingaleyfi. — Hvenær tókuð þér síðan við Hótel ísland ? — Það var árið 1928 að ég keypti það af Jensen-Bjerg. Kaupin urðu með nokkuð sögu- legum hætti. Vínveitingar höfðu tíðkast á Hótel Island í tíð Bjergs og var það ein orsök þess að kaupverðið var mjög hátt, 450 þús. Eg hugsaði mig tvisvar um, því þetta var ærið fé í þá daga og ennfremur var Hótel Borg í uppsiglingu, byggt með ríkisstyrk og búið öllum nýtízkuþægindum sem þá voru. Ég fór fram á að sjá skilríki fyrir vínveitingaleyfi Hótels ís- lands en plaggið fannst hvergi, þótt leitað væri dyrum og dyngjum. Ég fór því upp í Stjórnarráð og bjóst við því að þar væri þó að finna gögn fyrir því að hótelið mætti veita vín. Svarið fékk ég daginn eft- ir, skrifað á blaðsnepil af þá- verandi dómsmálaráðherra. Ég man það orðrétt: „Hótel ísland hefur aldrei haft vínveitinga- leyfi og mun aldrei fá leyfi.“ er Guðbjörn GuSjónsson. Sjálfstæðishúsið er með skemmtilegustu veitingahúsum bæjarins og jafn- an er þar fjörugt. og íjölbreytt skemmtanalíf. Auk almennra dansleikja liafa farið þar fram leiksýningar og revíur. Forstjóri Sjálfstæðishússins er Lúðvík Hjálmtýsson, forseti Landssamb. veitinga- og gistiluisaeigenda. Hótel KEA er stærsta og þekktasta gistiliús norðanlands, staðsett í miðj- um Akureyrarbæ. Það er myndarlega rekið og vel búið. Hótel KEA rúmar 72 menn í 22 herbergjum, herbergisverð frá kr. 52 til kr. 110. Forstjóri gistihússins er Sigurður Sigurðsson. Það þótti mér í fyllsta máta einkennilegt þar sem Bjerg hafði óspart veitt vín opinber- lega í hótelinu. Sannleikurinn kom fljótt í ljós. Maður nokk- ur sem um tíma var settur dómsmálaráðherra bjó á Hótel ísland og langaði til að gera Bjerg greiða. Hann veitti hon- um vínveitingaleyfi en láðist að hafa það skriflegt. Þetta varð auðvitað til þess að ég harðneitaði að kaupa hót- elið á 450 þús. Þar við sat nokk- urn tíma. En eitt kvöldið kom Framliald á bls. 17. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.