Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 16

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 16
Einn n tnótí óllntn FORSAGA: Max Thursday, fyrrum leynilögreglumaður, er skil- inn og lagstur í drykkjuskap. Hann liefur ráðið sig sem löggæzlu- mann á, hrörlegu hóteli fyrir mat og gistingu. Georgia, kona hans sem var, sem nú er gift lækninum Homer Mace, kemur þangað til hans. Tommy, syni hennar og Max, hefur verið rænt, og hún þorir ekki að leita til lögreglunnar. Max fer nú til samstarfsmanns Homers, en fær þar heldur kuldalegar móttökur. Sama kvöld er læknirinn, Elder, myrtur. Grunur fellur fljótlega á ítalska bræður, að nafni Spagnoletti, sem eru alræmdir bófar. Hins vegar grunar lögreglan Max um morðið á Elder, en Georgia kemur með rangan vitnisburð, til þess að koma Max undan fangelsun. Max kemst nú að því, að stúlka að nafni Angel, er eitthvað tengd Spagnoletti- bræðrunum. Stúlka þessi býr á sama lióteli og hann. Hann reynir nú að lokka Angel til sín með perlu, sem hann hafði fundið í skrifborði Elders læknis.--------- Clapp lyfti annarri augabrúninni. „Þú færð hjálp á einkennilegum stöðum.“ „Einhvers staðar verð ég að fá hjálp. Viltu heyra alla söguna?" Clapp kom sér makindalega fyrir í básnum, þannig að hann sá bæði Thursday og Georgiu. Segðu mér fyrst um perluna, Max. Og þennan sjúk- ling Elders. Angelu Clifford. Þá, sem býr á sama hóteli og þú.“ Thursday blistraði og leit á Georgiu. Þetta skýrði fyrir honum, hve feimin hún hafði verið, þegar hann kom inn. En nú leit hún ófeimin í augu hans. „Ef perlan og Angela Clifford eru eitthvað við barnsránið riðin, geturðu ekki búizt við því, að ég haldi því leyndu. Er það, Max?“ Thursday fór að hugsa um það, hvort andlit hans væri eins mótað af hræsðlunni og andlit hennar. Eftir stundarkorn sagði hann: „Jæja. Sagði hún þér hvar ég fann perluna, Clapp eftir að þið leituðu um alla skrifstof- una, blóðhundarnir ykkar?“ Stóri iögreglumaðurinn leit eftir ganginum og roðnaði. „Ég veit hvar þú fannst hana. Segðu mér nú söguna.“ „Sagan er eiginlega um ljóshærðar stúlkur. Ljóshærð stelpa, sem heitir Angel .— ég veit enn ekki hvað hún heitir að eftirnafni — sem bjó á Bri'Jgway, sem hélt vörð um herbergi sitt í síðustu viku. Þessi sama stúlka heimsótti' Spangoletti-bræðurna í gær. Clifford O’Brien, sem er saknað, vann fyrirí Sþagnolettana, en hann hafði rifizt við Leo út af Ijóshærðri stúlku. Og ljóshærð stúlka, sem heimsótti dr. Elder á mánudaginn og mið- vikudaginn, þóttist heita Angela Clifford. Samanlegt þýðir þetta —“ Þjón- ustustúlka í bláum einkennisbúningi kom að básnum með fangið fullt af diskum. Hún setti salatskál fyrir faman Georgiu, rifjasteik fyrir framan Clapp og hélt síðan á brott svo að skrjáfaði í pilsunum. „Hvað þýðir þetta svo?“ spurði Georgia. Hún leit ekki á salatið. „Tólf klukkutíma erfiðisvinna við að komast gegnum varnarvegg Angels til Cliffords O’Brien. Augnablik.“ Thursday stóð upp og fór að sjálfsaf- greiðslunni nálægt útidyrunum. Hann kom aftur með brauðsneið og mjólk- urglas. Clapp glotti, þegar hann sá mjólkina. Síðan varð hann alvarlegur og sagði: „Við skulum fara dálítið aftur í tímann. Segðu okkur nú alla söguna.“ Hann glotti til hennar. „,Ég stakk því inn, þar sem það var óvelkomið." „Er það ekki sárt?“ „Nei, ekki lengur," sagði Thursday og gretti sig. „Smitty batt um það og gaf mér aspirin.“ Thursday andvarpaði og leit á Clapp. „Hlustið þið nú á.“ Georgia og barnum, hvernig hann hafði farið að því að vinna traust Angels og hvernig Clapp horfðu á magurt andlit hans, meðan hann sagði frá atvikinu í Casa barnum, hvernig hann hafði komizt í kynni við Clifford, og hvernig Homer Mace var riðinn við perluránið. „Ég trúi þessu ekki!“ greip Georgia fram í fyrir honum. „Ég vil ekki trúa því, að Homer viti eitthvað um þessar perlur!" „Ef til vill ekki,“ sagði Clapp. „Hvað heldur þú, Max?“ „Hlustið þið bara á,“ sagði Thursday og hélt sögu sinni áfram. Hann lauk máli sínu með orðunum" — og síðan hef ég ekki séð þau. Þegar ég komst til meðvitundar, voru þau farin. Ég geri ráð fyrir, að Clifford hafi getað gengið með hjálp Angels. Þau hafa líklega farið um bakstigann og gegnum Casa barinn. Að minnsta kosti sá Smitty þau ekki í forsalnum og Eftir WADE MILLER þau stálu bakstigalyklinum frá mér." Hann fékk sér bita af brauðinu. Það var löng þögn. „Max,“ sagði Georgia, andlit hennar var breytt, „þessi kona i gærkvöldi — var þetta eina leiðin?" Fölar kinnar hennar urðu bleikar. Thursday kinkaði kolli hægt. „Það var ekki hjá því komizt." Clapp hlustaði vandlega á samræður þeirra, meðan hann þurrkaði síð- ustu leifar kartaflanna af diski sínum. „Hvernig stendur á því, að þú ert ennþá lifandi?" „Þau voru að flýta sér, og þeim hefur þótt nóg um að komast út úr Bridgway. Líkið af mér i herbergi Angels, hefði komið upp um þau. Þau hafa líklega hugsað mikið um þetta. En ég hafði betur.“ „Þetta spjald á læknastofunni. Hversvegna gaf Angel honum rétta lyfið?“ „Það var allt á huldu, þangað til á miðvikudaginn, þegar Elder var drepinn. Og Angel vildi hafa allt sem eðlilegast. Hún hefur gefið upp eitt- hvað eftirnafn — Clifford var handhægt. Hún bjóst ekki við því að komast i klandur á læknastofunni." Clapp stundi og leit í kringum sig. „Ég vildi að þú hefðir ekki týnt perlunni svona fljótt.“ Thursday fór alvarlegur með hendina í vasann. Hann renndi perlunni yfir borðið að stóra lögreglumanninum. „Hversvegna stálu Angel og Clifford henni ekki, áður en þau fóru?“ spurði Clapp og gretti sig. „Auðvitað reyndu þau það. Þau rifu næstum utan af mér öll föt, meðan ég var meðvitundai'laus. En áður en ég fór i heimsóknina í morgun, lét ég hana í whiskyflöskuna mína." Clapp hélt á mjólkurlitaðri kúlunni milli fingra sér. „Ekki sem verst. Hafið þér nokkuð vit á perlum, frú Mace?“ Hún var annars hugar. Hún sagði: „Hvað?" síðan: „Nei, það er af skornum skammti." „Hún er ósvikin," sagði Thursday. „Á leiðinni hingað kom ég við hjá vini Smitty, sem er tannlæknir. Hann tók af henni röntgenmynd." Clapp virtist hissa. „Það er sagt, að ef perlan er ræktuð — það er að segja búin til — sjáist gervimiðjan undir röntgentækinu." Georgia ýtti frá sér salatdisknum. Hún hafði ekki snert á matnum. Thursday sá, að hún hafði rifið pappírsservéttuna í tætlur í kjöltu sér. Hún sagði skjálfrödduð: „Mér er fjandans sama um perlurnar. Ég vil bara fá hana Tommy aftur!" Hún greip fast um borðbrúnina. Thursday rétti stóra hendi að gráklæddum armi. „Við erum að reyna, ástin." Georgia hristi af sér hendina gremjulega. „Max, það eru þrír dagar síðan." Hún starði á fingur sína á svartköflóttu borðinu. Þegar hún tók aftur til máls, var rödd hennar rólegri, niðurbæld. „Ég er svo hjálparvana. Ég hef aldrei á ævinni verði svona hjálparvana. En nú get ég ekkert gert. Ég get ekki leitað á náðir neins." Thursday fann reiðiskjálfta fara um sig, þegar hann sá eymd hennar. Hann leit á Clapp. „Hvað höfum við eiginlega verið að gera? Alger byrj- andi í lögregluskólanum hefði getað gert betur." Forvitnislegt andlit skimaði um salinn, niður með básunum. Clapp lét þetta ekkert á sig fá. Hann smeygði perlunni í brjóstvasann og sagði: „Rólegur, Max.“ Thursday bætti við lágt:. „Þrír dagar, Clapp. Þrír dagar síðan Tommy — þú veizt hvað tíminn er mikilvægur. Þú veizt hvernig börnunum er innan- anbrjósts. Við verðum að láta til skarar skríða." Georgia starði brúnum augum út í bláinn. Hún teygði sig yfir borðið og greip um hendi Thursdys. Clapp ætlaði að egja eitthvað, þegar þjón- 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.