Vikan


Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 17

Vikan - 31.07.1958, Blaðsíða 17
ustustúlkan staðnæmdist við básinn. 1 stað þess leit hann á Georgiu. „Ábæti hún hristi höfuðið Clapp pantaði eplaköku og kaffi. Thursday sagði: „Hafið það tvo skemmta," og þegar stúlkan var farin „Jæja?“ Clapp iðaði í sæti sínu. „Spagnolettarnir eru valdamiklir í þessari borg. Ég get ekki ýtt Rocco inn í lögreglubíl og sett hann inn í dag. En ég get ef til vill beðið hann að líta inn á morgun. Við höfum margt að spyrja hann um. Hver er þessi Angel stelpa ? Hvar er Clifford O’Brien ? Hvar er herra Saint Paul? Þetta er nóg til þess að byrja með.“ „Og hversvegna kom Stitch Olivera til borgarinnar? Gleymdu þvi ekki.“ Clapp virtist efins. „Hvað vitum við urn Olivera? Orðrómur er aðeins um það, að hann sé í Sand Digo.“ „Einhver vill láta okkur vita af því. Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því.“ „Ég skal hringja til San Francisko i dag. Við vitum ekki það mikið, að við höfum ráð á þvi að sleppa smáatriðum.“ Georgia notaði sér þögnina og sagði: „Þetta er óréttlátt." Hún leit á mennina tvo. „Það er satt." Thursday brosti, þótt það væri honum þvert um geð. Það var orðið langt síðan hann hafði heyrt Georgiu hugsa upphátt. Hún sá, að hann var að hugsa um gamla daga og roðnaði. „Þetta er óréttlátt.” „Hvað er óréttlátt, Georgia?“ „Þetta. Þetta allt. Þetta er óréttlátt gagnvart Horner og Tommy. Þeir báðu ekki um neitt. Hversvegna er þeim blandað í petta perlumál? Hvers- vegna getur Homer ekki komið aftur? Og Tommy — eru það alltaf hinir saklausu, sem verða fyrir barðinu á glæpamönnunum, lögregluforingi ?“ Clapp horfði á þjónustustúlkuna leggja eplakökurnar og kaffið á borðið; áður en hann svaraði. Siðan sagði hann hægt: „Frú Mace, ég er þreyttur á því að heyra talað um sakleysingja. Frá mínum sjónarhóli eru allir í þess- um bæ sekir. Morðingjar eru búnir til, þeir fæðast ekki morðingjar — og hver á sökina? Almenningur, þjóðfélagið, eða hvað sem maður vill kalla það. Meðan þetta á sér stað er ekki til sakleysingi í þessari borg. Og þér — og ég — erum líka sek.“ „Fallegt,” sagði Thursday og hélt á stórum kökubita á gafflinum, „en ég hef meiri áhuga á því að tala við vissan barnsræningja en að endur- skipuleggja þjóðfélagið. Ég skal sjá um, að ef Tommy hefur verið gert mein, munu þeir, sem sökina eiga ekki þjaka San Diego oftar. Og reyndar ekki neinn.“ Clapp sagði órólegur um leið og hann hallaði sér áfram: „Rólegur, Max. Við höfum tvö morð og eitt barnsrán í þessari viku og við erum enn að tala um það. Við erum lögreglan, ekki þú.“ Thursday sagði: „Ég veit ekkert. Ef ég vissi eitthvað, myndi ég fá byssu lánaða." Hann leit á kaffibollann og ygldi sig. Georgia smeygði sér út úr básnum, stóð upp og þurrkaði mylsnu af gráu pilsi sinu. „Ég held ég fari og púðri mig,“ sagði hún, og augu hennar ljómuðu enn. „Ég verð enga stund.“ Þegar hún var farin, smeygði Thursday sér í sæti hennar á móti Clapp. Stóri lögreglumaðurinn ýtti frá sér kökudisknum og stundi ánægjulega og rótaði í frakkavasa sínum í leit að pípu sinni. „Þú sagðir dálítið rétt áðan, Clapp —“ byrjaði Thursday hægt. „Um?“ Clapp tróð tóbaki úr gulum tóbakspung í pípu sína. „Þú minntist á tvö morð. Hvað meinarðu? Elder og hver annar?“ Clapp kveikti á eldspýtu og kveikti í pípu sinni. Stuttu síðar mættust augu þeirra gegnum reykinn. „Homer Mace. Lík hans fannst undir Regn- bogabryggjunni á Long Beach snemma i morgun." Laugardaginn, 11, febrúar, kl. 1,15 e. h. Clapp virti fyrir sér veggjarmálverk, sem lá eftir endilöngum veggnum fyrir norðan þá. Hann sagði: „Litir Jean Charlots, en ólíkt Charlot, samt. Það er þó ágætt jafnvægi í myndinni." Málverkið, sem var af mönnum í einkennilegum, hlægilegum stellingum og suðrænum bakgrunni var mjög litríkt. „Hvenær skeði það, Clapp?" Clapp leit niður af veggnum. „Mace kom við á Alhambra á Long Beach á þriðjudaginn nálægt klukkan f jögur e. h. Billinn hans er enn í bílskúrnum. Hann var skotinn einhverntíma á þriðjudagskvöldið. Við vitum ekki hvar.“ „Hefurðu sagt Georgiu frá því?“ ,,Ég held að hana hafi grunað það,“ sagði Clapp og gretti sig. „Ég ætlaði að fara að segja henni það, þegar þú komst. Nú held ég að ég leyfi þér að gera það.“ „Þakka." „Ég er ekki að koma vandanum á þig, Max.“ Hann blés frá sér reyk- skýi. „Eða kannski er ég að því. En þið hafið eitthvað sameiginlegt — að minnsta kosti son ykkar." Thursday leit yfir troðfullan veitingastaðinn. „Ef til vill." „Það er ennþá von, Max.“ „Hún er alltaf að verða minni og minni. Klukkustundirnar eru mikils virði. Við getum ekki beðið. Við verðum að gera eitthvað.“Thursday kreppti hnefann hægt. „Ef við gerum ekki neitt, verður Tommy að gjalda þess." „Það er engin ástæða fyrir því að Tommy verði drepinn. Þú veizt það.“ ,,Já.“ Thursday kinkaði kolli, en hann var ennþá alvaregur á svip. „En kannske verður barnsræninginn hræddur — eða tekur upp á því að losa sig við hann. Það hefur komið fyrir áður. Og svo getur Tommy líka verið veikui'. Við verðum að láta til skarar skríða, áður en eitthvað bætist við.“ Framliald í nœsta blaöi, Þegar konungurinn kom ... Framhald af bls. 5 til mín umboðsmaður seljand- anna. Hann víkur sér að mér laumule'ga, biður um blað og fer að skrifa í óða önn. Rétti mér síðan blaðið. Þar hafði hann stílað tilboð frá mér um að kaupa hótelið á 300 þúsund og spurði hvort ég mundi vilja undirskrifa það. Ég jánkaði því og tveimur dögum seinna var löglega gengið frá kaupunum. Seinna var tekið fyrir vínveit- ingar hjá mér með fjögurra daga fyrirvara. „Ríkið, það er ég!“ — Varð ekki talsverð sam- keppni við Hótel Borg þegar það var sett á stofn? — Ég hélt yfirleitt mínum gestum, svarar Rosenberg, þó bar nokkuð á því að þeir sem lengi höfðu skipt við mig fengu bréf þar sem þeir voru beðnir að taka upp viðskipti við nýja hótelið. Að sjálfsögðu báru þessi bréf engan árangur. Og nokkrir voru þeir sem gistu á Hótel Borg en komu yfir á Hótel Island til að borða. Ég hélt áfram rekstrinum þar til Hótel ísland brann til kaldra kola 2. febrúar 1944. Ég var þó ekki á því að gefast upp, var tilbúinn með lóð og gnægð fjár til að reisa nýtt gistihús, en þá hljóp bannsett tíkin í allt saman — Rosenberg brosir við svo ekki er neinn vafi á þv hvaða tík hann á við — og aldrei varð neitt úr neinu. Og nú eru litlar líkur á því að ég hef ji hótelrekstur á ný. Okkur vantar stórt gistihús. Framhald af bls. 5. ingar þurfa ekkert að gera nema taka við lyklinum þegar bygging- unni er lokið. Það er of snemmt að segja hvort rekspölur kemst á þetta mál. Það verður ekki tölum talið hvað þjóðin tapar miklu fé á þvi að ekki skuli vera til viðunanlegt gistihús. Ég get nefnt þér eitt litið dæmi. Embættismaður einn sagði mér að hann hefði verið á Norðurlöndum til að undirbúa norrænt bæjarstarfs- mannamót sem haldið skyldi á Is- landi. Þátttakendur sem boðuðu komu sína voru 600 að tölu. Islendingar sáu strax fram á engin tök væru á aö sjá þessum stóra hóp fyrir hús- næði og fæði þann tíma sem mótið stæði. Norðurlandabúarnir leystu vandann með því að leigja sér skip cg bjuggu um borð meðan á mótinu stóð. Vegna þess hvað skipsferðin tók lengri tíma en flugferð mundi taka, helltist meirihlutinn úr lestinni og að lokum voru þeir einungis 150 sem sáu sér fært að koma og gjald- eyristekjur af þeim hóp urðu vita- skuld sáralitlar þar sem þeir höfðu fæði og húsnæði um borð. En það hefði ekki verið svo lítill gjaldeyrir sem komið hefði í ríkiskassann, af því að fá 600 manna hóp hingað til lands í hálfan mánuð. Fargjöldin borguð íslenzkum flugfélögum, uppi- haldið borgað íslenzku gistihúsi. En því er nú ekki að heilsa. Gistihúsvandræðin hér eiga sér einnig skoplegar hliðar, segir Hall- dór Gröndal. Fyrir nokkru var hér á. ferð framámaður í samtökum danskra veitingamanna. Hann er með allra feitustu mönnum og eftir því þungur á sér. Eitt kvöldið var ég með honum í veizlu. Rétt fyrir kl. 10 þegar veizlan var rétt að byrja reis hann úr sæti sínu og kvaðst því miður þurfa að fara. Alla rak í rogastanz og spurðu hann hverju það sætti. „Jú, sjáið til, sagði hann, lyftan á hótelinu hættir að ganga kl. 10 á kvöldin og ég yrði alla nóttina að paufast upp stiganna heim í her- bergið mitt.“ Hann bjó á því hóteli sem talið er fullkomnast á Islandi. Þar var lyft- an stöðvuð á hverju kvöldi kl. 10 af því hávaðinn og skröltið í henni var svo mikið, að gestir höfðu ekki svefn- frið. ; Það er ekki von á góðu meðan á- standið er svona, bætir Halldór við, íslendingar eru framkvæmdasamir á mörgum sviðum þótt þeir hafi ekki enn komið auga á þá nauðsyn að sjá gesturn fyrir viðunandi húsnæði, fæði, og allri þjónustu. Hér í Reykja- vik eru á döfinni ýmsar stórfram- kvæmdir í byggingamálum, þótt gistihúsvandamálið sé látið sitja á hakanum. T. d. er vinur minn Ölafur Thors að berjast fyrir þvi að reist verði dvalarheimili fyrir þingmenn, suður á Melum er verið að reisa milljónahöll handa bændum í sveit- um landsins svo þeir geti hvílt sig meðan þeir staldra við í bænum og svo eru nokkrar heiðurskonur í óða önn að byggja heljarmikið hús fyrir afvegaleiddar stúlkur rétt við mið- bæinn. Það er semsagt hugsað um alla nema almennt ferðafólk, fólkið sem kemur með hinn dýrmæta gjald- eyri. Það er ekki hægt að laða hingað erlent ferðafólk meðan ástandið er þannig. Við höfum ekkert upp úr bakpokaferðamönnum sem ferðast um á þumalputtanum og það er ekki hægt að búast við öðru ferðafólki til Islands meðan það fær ekki þak yfir höfuðið svo mannsæmandi sé. Þannig fórust Halldóri Gröndal crð. Það er vonandi að yfirvöldin ranki við sér áður en það er um seinan. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.