Vikan


Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 5
hún reyndi að bera sig' vel. Hún sá aðra stúlku á svipuðun* aldri og hún sjálf, sem virtist eins kvíðin og' óttaslegin. Hún var Hka i nýjum kjól og þrýsti sér að sinni mömmu. Stella sagði við móður teipunnar: — Er þetta fyrsti skóladagur dóttur yðar? •— Já, og yðar líka? — Já. Sjáðu Jenný, hér er önnur ný atúlka. — Hvað heitirðu, sagði Jenný. — Mirabel. — Ég heiti Jenný. Mæðurnar tvær litu hvor á aðra. — Þetta gengur allt saman, sagði Stella vongóð. Allir segja að börn- um þykji svo sérstaklega gaman að vera hér. Forstöðukonan kom til að sækja þær. — Villtu koma með mér Jenný? Nú, ég sé að þú hefur hitt Mirabel. Það er ágætt. Þið áttuð einmitt að fá herbergi saman. Stella faðmaði Jenný að sér. — Bless, elskan. Vertu nú góða stúlkan. Ég kem fljótlega að heim- sækja þig. Jenný kingdi og kingdi. Hún þorði ekki að tala af ótta við að hún brysti í grát. Hún hélt bara fastar um mömmu sína. Stella losaði takið varlega og veifaði til hennar, þegar forstöðukonan tók þær báðar við hönd sér og leiddi þær á brott. Síðan flýtti hún sér aftur að bílnum, þar sem Nan beið. — Hvernig líður henni? spurði Nan. — Ágætlega, hún er bara pínulitið döpur. Stella þurrkaði sér ákaft um nefið. hálf illa. Þær fundu kyrrlátt hótel og Nan pantaði. Hún vorkenndi Stellu. En hvað mér hefur skjátlast um hana, hugsaði hún og var dálítið skömmustuleg. Hún hafði haldið að hún yrði fegin að losnia við Jenný. Sannleikurinn var sýnilega sá að Stellu fannst Jenný stundum vera fyrirferðamikil og hávaðasöm, og þess vegna hafði hún oft verið reið við hana. Stella var sjálf óhamingjusöm og því var hún uppnæmari fyrir látunum í Jenný en endranær. — Tvo sykurmola? spurði hún, þegar hún hafði hellt i bollana þeirra. — Já. Stella hló stuttum gleðilausum hlátri. Það er það einasta sæta við mig. — Vitleysa. — Það er satt. Ég er ómöguleg kona, Nan og það veiztu eins vel og ég. Ef ég væri almennileg hefði ég ekki farið frá Húgó — og ekki sent Jenný I heimavistarskóla. hún hefði vel getað verið í Lagos minnsta kosti tvö ár í viðbót. Nan vissi ekki, hvað hún átti að segja. Stella horfði á hana örvænt- ingarfull á svip. — Þolirðu að hlusta á röfl núna, Nan? — Auðvitað, Stella. — Þú ert eina manneskjan sem ég get talað við. Eg get ekki einu sinni talað út við Húgó. Það hefði áreiðanlega farið betur, hefði ég getað það. — En ef þú nú ferð aftur . . . Stella bandaði frá sér með hendinni, og hristi höfuðið. — Ég get það ekki. Ég bara get það ekki. Það er alveg hræðilegt þar. Og það yrði strax eins aftur. Og tilbreytingarleysið, hamingjan góða. Ég skil ekki hvers vegna Húgó vill fá mig aftur. — Það er sjálfsagt af því að hann elskar þig. — Stella varð hörkuleg á svip. — Það er kjánalegt að elska nokkurn. — Stundum getur maður ekki gert aö því, þvi er nú verr og miður. — Ég skal gæta mín, svo að ég verði það ekki aftur. — Þetta sagði ég líka einu sinni, skauzt út úr Nan. Stella leit undrandi á hana og gleymdi eigin erfiðleikum um stund. — Ég vissi það. Hvað er langt síðan? — Þrjú ár. — Viltu segja mér frá því? — Helzt ekki, Stella. Stella neyddi hana ekki. En hún gat ekki annað en hugleitt hver það var sem Nan var nú ástfangin af. Var það Símon? Hún hafði grun um það. Karlmenn eru heimskingjar, hugsaði hún. Húgó var heimskur að vera enn hrifinn af henni. Símon var enn heimskari að verða ástfanginn af Polli. Nan leit á úrið. — Við skulum koma okkur af stað. Ég þarf að koma við í efna- lauginni í Basingstoke. Ég lofaði Símoni að sækja föt, sem hann á þar. Klukkan var að verða sex þegar þær óku upp að húsinu. — Haltu í fingur fyrir mig, sagði Stella. Ég ætla upp og segja mömmu að við Húgó séum að skllja. Ég veit hún verður öskuvond. Og hún reynir vafalaust að fá mig til að fara aftur. Ég ætla að vera réttlát og játa að það vill hann líka. — Veslings Stella. Stella brosti dauflega. — Ég lifi það vonandi af. En ég hata fjölskyldurifrildi. — Ég skil ekki að það þurfi að verða rifrildi. — Kannski ekki. En mamma verðúr svo sár. Það er enn verra. FrainhaUl á bls. 14. Allar okkar myndir eru afgreiddar í yfirstærð á „KODAK VELOX“ pappír Umboðsmenn fyrir KODAK Ltd.: Verzlun HANS PETERSEN H.F. Bankastrœti Jf — Reykjavík. 5 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.