Vikan


Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 14

Vikan - 14.08.1958, Blaðsíða 14
luggar fortíðarinnar — framh. af bls. 5 Einn gegn ötlum — framh. af bls. 13. Nan gekk upp og barði að dyrum hjá Símoni. Enginn anzaði og hún gekk inn. Hún var að hengja fötin hans inn i skáp, þegar hann birtist. Hún sneri sér að honum og brosti. -— Halló. Ég er búin að gera góðverkið mitt í dag. — Þakka þér fyrir. Hvemig var Jenný. — Henni líður sjálfsagt vel. Hún stóð sig prýðilega, var dálítið kvíðin. Aumingja Stellu fannst svo leiðinlegt að skilja við hana. — Fannst henni það nú? Ég hélt hún væri fegin að losna víð hana. — Ég hélt það líka fyrst, en ég veit að henni leið mjög illa. Nan lokaði skápnum. Hvernig hefur þér liðið i dag? — Hræðilega. Nan skildi samstundis, að eitthvað hafði komið fyrir. Hann var dap- ur á svip og yfirbragðið allt þreytulegt. — Aumingja Símon. Hvað kom fyrir? — Við Pollí rifumst í fyrsta skiptið. Mér fannst það leiðinlegt. Nan vorkenndi honum af öllu hjarta. Hún hafði stundum rifizt við Pollí áður fyrr og það hafði aldrei verið skemmtilegt. Pollí var hvöss og óvægin þegar hún reiddist. — Æ, Símon, það var sorglegt. Það var vonandi ekkert alvarlegt? Símon kom til hennar og leit á hana. — Nei, ætli það. En . . . Hann tók undir hökuna á henni og neyddi hana horfast í augu við sig. Ó, Nan, Nan, hvers vegna eru kai'lmenn svona heimskir? Hvers vegna verðum við alltaf hrifnir af verstu stúlk- unni? Eg hefði átt að verða ástfanginn af þér. Þú myndir verða mér betri eiginkona en Pollí. Nan fékk hjartslátt. Hún var viss um að það var satt sem hann sagði. — Þú gætir reynt, sagði hún glaðlega. Hann brosti. Hvernig myndi þér lítast á það? — Reyndu. Framhald í tiœsta blaði. Drottningu steypt... Framháld af bls. 1S úrigdæmi sínu heimsveldí, sem eitt sinn var. London er sýnd sem alþjóðleg miðstöð fjármálalífsins og mikil áherzla er lögð á hagnýtingu atomorkunnar í friðsamlegum til- gangi, m. a. er sýnt líkan af kjarn- orkuraforkuveri. Þá eru þar tveir „þöbbar" og báðir mikið sóttir. Þá stóriðnaður Breta sýndur i fáum en afar skýrum dráttum. 1 heild er heimssýningin i Brussel óviðjafnanlegt stórvirki og einstak- lega vel skipulagt fyrirtæki, enda hafa Belgar gert sér miklar vonir um aðsókn að sýningunni, þótt þær hafi brugðizt að nokkru og má þar fyrst og fremst kenna um hinu gif- urlega háa verðlagi og lélegri þjón- ustu. Fullyrt er ,að fjöldi manna víða að, hafi beinlínis hætt við að fara á sýninguna af þessum orsökum. Hin haldlausu einkunnarorð sýn- ingarinnar ,,Til mannlegri heims" hljóma heldur skoplega, þegar sýn- ingar stórveldanna, Rússlands og Bandarikjanna og reyndar fleiri þjóða, hafa verið skoðaðar. Rússar leggja óhemju mikla áherzlu á að sýna fram á, hverju sósíalisminn hafi komið til leiðar, en ekki hvemig það hafi unnizt; semsagt, tilgangurinn helgar meðalið, eins og í gamla daga. Bretar einir stórveldanna sleppa vel frá þeim gráa hildarleik, sem áróð- nrsvélar stórveldanna og fylgifiskar þeirra iðka nú af kappi. Sýning þeirra minnir einna helzt á virðuleg- an brezkan herramann, með harð- kúluhatt og föðurmorðingjaflibba, en umhverfis standa nokkrir glit- klæddir þursar, sem hætt er við að dagi uppi, þegar sólin fær að skína á þá. — Framhald af bls. 7. inu. Hann lagði handlegginn utan um mig og staðhæfði, að hann næði ekki eins langt og áður og við geng- um saman framhjá svínastíunni og inn í birkilundinn. En skyndilega nam Allan staðar. .— Hvað . . . byrjaði hann. ÞETTA ER ANNA DROTTNING. Við heyrðum I henni og svo kom hún á móti okkur og staðnæmdist rétt hjá og virti okkur fyrir sér með litlu grísaraugunum sínum. Allan gekk varlega nær, eins og hann héldi að hún myndi þá og þegar gufa upp, og kallaði hana óteljandi gælunöfn- um. Eg stóð rétt hjá og fann að ég fékk kökk í hálsinn. —En skilurðu þetta, — svínakaup- maðurinn ók burtu með hana í gær. hrópaði Allan, og undrun hans virtist enn aukast. — Já, ég átti líka I mesta basli með að hafa uppá honum, svaraði ég. En ég hugsaði með mér; Hvað er Söholm án drottningar sinnar — og svo hætti ég ekki fyrr en ég hafði uppá henni. — Þú! sagði Allan og glápti. — Hún er eins konar meðgjöf, skilurðu. Að minnsta kosti varð ég að fá lánaða peninga hjá pabba til að geta keypt hana aftur . . . Lengra komst ég ekki því að Allan þrýsti mér svo fast að sér, að ég tók and- köf. — Þú ert þá ekki svo vitlaus að vera afbrýðisöm út í grís! hrópaði hann frá sér numinn. — Jú, það er ég nú, stimdi ég. En ég ætla að reyna að sigra keppinaut- inn á virðulegri hátt en áður. Og svo boraði ég nefið inn í jakkann hans, sem daunaði, eins og áður af svína- lykt, og sagði honum, að ég elskaði hann alveg óskaplega heitt. komst um borð án þess að setja af stað hættumerkið. Thursday þóttist vita, að bjölluhljómurinn hefði ekki verið í rafmagnsklukku. „Hann hefur komið yfir borðstokkinn. Hann er rennvotur." Bert ýttó honum að káetuhurðinni. Rocco sneri sér að einhverjum, sem stóð bak við hann á bryggjunni og hjálpaði honum um borð. Thursday starði gegn- um þokuna til þess að sjá hver það væri. Maðurinn í leðurjakkanum ýttí honum inn i káetuna. Ljós lék um spónlagða káetuna. Svart kaffiborð var fyrir framan lágan leðurlegubekk. Grænt leðrið á legubekknum var eins litt og þykk glugga- tjöldin. Þetta féll vel við ljósgræna veggina eins og í Huggins-húsinu. Spagnolettarnir eru gefnir fyrir grænt: litur hafsins, litur peninga . . . Sitt hvoru megin við barinn voru litlar vatnslitamyndir. Stólarnir voru með geysimiklar, kringlóttar setur, og áklæðið var ofið, kórallitað. Stólbökin voru eins og hálfar tunnur. Max Thursday stóð og deplaði augunum. Vatnið rann úr fötum hans niður á gólfteppið. Leo Spagnoletti greip með annarri hendinni inn undir jakkalaf sitt. Bert sagði: „Eg er með byssu, herra Spagnoletti." Leo var mjög ólíkur bróður sínum, nema hvað báðir voru með þrjár lóðréttar hrukkur milli augnanna. .Andlitsdrættir hans voru óljósir. Holdið undir augunum var hrjúft og farið að síga. Til þess að reyna að sýnast sem glæsilegastur, var hann með gervihár, sem mátti varla greina frá hinu kolsvarta hári hans. Leo leit framan I hann og setti stút á nautna- legar varirnar. „Hver er þessi náungi?" Angel sagði: „Max Thursday. Lítill maður, sem hugsar stórt." Hún hafði komið irin með Rocco. Hún var með hendunar á mjöðmun- um undir gulri regnkápunni og hallaði sér að dyrastafnum. Safírblá augu hennar loguðu af hatri. Thursday sagði: „Þá getum við hætt að leita að Clifford —“ Ljóshærða stúlkan lyfti regnhlif sinni og sló hann á kjálkann. Thursday beit á jaxlinn. Bert lyfti skammbyssunni. „Með einhverja frekju?" Thursday leit á hann og þurrkaði burt blóðið, sem lak milli vara hans. „Ég var að hugsa um það, hversvegna þú hættir skuggaleiknum." Roceo yppti feitum öxlum. „Við skulum ekki æsa okkur upp. Þú hugs- ar fljótt, er það ekki, Thursday? Þú getur hoi'ft og horft ef þú vilt. Þú ert orðinn því vanur." Hann leit á Leo. „Það var það, sem við ætluðum að segja þér.“ Yngri bróðirinn lyfti reittri augabrún. „Nú?" Stúlkan reis upp úr stólnum með tunnubakið bak við Leo og gekk tií hans. Ljómandi, svart hár hennar var greitt upp yfir prakkaralegu and- liti hennar. Hún var lítil og krakkaleg, og útlínur hennar voru skemmti- lega ýktar með fjólubláum línum í ullarkjól hennar. Lítið armbandsúr og hálsfesti um grannan hálsinn voru einu skartgripirnir, sem hún bar. Hún hafði engan farða, nema rauðan varalit, sem stakk í stúf við rjóma- litt hörund hennar. Kjóll hennar var látlaus, litur hans eins mjúkur og stór augu hennar. Hún spurði: „Fæ ég að vita hvað gengur á?“ með skæru, fallegu röddinni, sem Thursday kunni svo vel við. Rocco og Angel störðu á hana. Thursday sagði þegar í stað: „Þegar þú kemst aftur í bæinn, skaltu hringja í Clapp lögregluforingja I —" Byssu- hlaupið stakkst að nýra hans og hann hætti. Stúlkan starði á hann forvitin. Rocco brosti til hennar. Brosið hvarf, þegar hann sneri sér að Leo. „Hver er stelpan, Leo?“ „Heyrðu mig, Roc — þú getur ekki búizt við því að ég kúri hérna alla vikuna án þess —“ „Við skulum sleppa því,“ sagði feiti maðurinn hranalega. ,,Þú veiat hvað þú átt að gera." Maðurinn leit á vínskápinn með þungu læsing- unni. „Er það til of mikils ætlazt, að þú hugsir um vinnu en ekki —“ Rocco leit á stúlkuna. Hún leit upp hnarreist. Hún var ung og reyndi af öllum mætti að sýnast ekki hrædd. „Mér líkaði ekki þetta, þú þarna!" Angel ýtti fram neðri vörinni fúllega. „Er það ekki synd? Veiztu, að þú ert að fara yfir á verksvið annarrar stúlku góða mín?“ Eldur logaði í augum stúlkunnar. Hún sneri sér að Leo. „Ég skil ekhá hvað þið eruð öll að tala um. En þú gætir sagt henni, að þú hafir boðið mér hingað." Augu Leos, mjúk og full aðdáunar litu á litlu stúlkuna. „Já, já, Judith." Hann vafði handleggnum um axlir hennar, en hún ýtti honum frá sér. Síðan sagði hann fremur hæðnislega. „Þetta er fröken Wilmington." Það var eins og ljóshærða stúlkan hefði verið slegin utan undir. Hún herpti varirnar og hreytti út úr sér framan í Leo: ,,Á þetta að vera fyndið? Hvað er ég svo sem að gera hérna?" „Sama og vant er, Angel,“ sagði Leo eins og annars hugar. Bert sneri sér að Rocco afsakandi. „Þetta er víst mér að kenna, herra Spagnoletti. Ég skrifaði þessari Wilmingtonstelpu bréf fyrir bróður þinn. Á miðvikudaginn var — þegar hann kom heim." Rocco baðaði út höndunum. „Allt í lagi, Bert. Þú vissir ekki, að hún myndi vera hérna í kvöld.“ „Fjandinn veit, að ég vissi það ekki heldur," hreytti Angel út úr sér. „Ég ætla mér ekki að keppa við skólastelpur.“ Thursday bældi niður skjálfta, og þorði ekki að grípa fram í. Leo setti stút á varirnar og hélt áfram að líta á Judith Wilmington, sem nú virtist þrjózkan uppmáluð. Hann sagði: „Munddu, Roc, að ég bað þig aldrei að koma með þá ljóshærðu hingað." Framhald í næsta blaði. 14 VIKAH

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.