Vikan


Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 21.08.1958, Blaðsíða 2
Kæra Vika! Eg er í miklum vanda og bið þig að hjálpa mér að ráða fram úr þessu. Eg er 25 ára gömul og gifti mig fyrir hálfu ári, manni sem er tveim árum eldri en ég. Hann var giftur áður og á 2Y2 árs gamla dóttur. Konan hans lenti í kananum og fór til Ameríku, en hann fékk barnið. Mér þykir vænt um litlu stúlkuna eins og ég ætti hana sjálf og hún kall- ar mig mömmu, því að hún er alveg búin að gleyma hinni réttu móður, þvi að hún hljóp að heiman þegar telpan var hálfs árs. En það er eitt, sem ég skil ekki. Þó að samkomulagið milli okkar sé yfirleitt gott og mér þykji mjög vænt um hann, gremst mér ákaflega, aS maðurinn minn hefur ennþá uppi mynd af fyrri konu sinni. Þ. e. a. s. af henni, honum og barninu og er myndin tekin, þegar barnið var skirt. Eg hef reynt að tala við hann um þetta, en það gagnar ekkert, hann segir að hann vilji hafa uppi mynd af barn- inu á skírnardaginn. Það er kannski skiljanlegt, en nú veit ég að það voru teknar fleiri myndir m. a. af honum ein- um með dótturina. 5Ég botna ekkert í, hvað þetta á að þýða og oft græt ég vegna þessa, þegar ég er ein. Getur verið, að hann sé enn hrifinn af henni? Eg trúi því samt varla, því að ég get ekki fundið annað en það sé ég, sem hann elskar. Segðu mér nú, Vika mín, hvað ég á að gera. Viltu svara mér eins fljótt og þú getur. Kærar þakkir og kveðjur. SVAR: Það eina sem þú- œttir að gera, er að taka myndina niður og setja aðra í staðinn, þar sem hann er einn með bamið, fyrst fleiri myndir voru téknar, en þessi eina, þegar barnið var skirt. Ef hann er með eitthvað múður, skaltu ekki hika við að vera ákveðin og segja honum svikalaust, að þú látir ekki viðgangast. að hann stilli upp mynd af fyrri eiginkonu sinni. Hún hefur sjálf- sagt ekkert gert til að verðskulda það og leitt til þess að vita, ef hún verður álvarlegt deiluefni milli ykkar hjón- anna. Kæra Vika, getur þú veitt mér upplýsingar um það, hvar er að læra hér hjálp í viðlögum, hvað það tekur langan tíma og hvað þátttökugjald muni kosta? Virðingarfyllst, Lesandi Vikunnar. SVAR: Slysavamarfélag Islands gengst fyrir námskeið- um í hjálp í viðlögum öðru hverju að veturlagi. Vm 200 deildir Slysavamarfélagsins um aílt land hafa samskonar námskeið á sínum vegum. Mest er kennt með kvikmynd- um. Það er mismunandi hvað námskeiðin standa lengi. Kostnaður fyrir þátttakendur er enginn. Það er oezt fyrir þig að snúa þér beint til skrifstofu félagsins, Orófinni 1, Reykjavik. ALLRI úrgangsmjólk á Landakotsspítala er safn- að saman í eitt heljar- stórt ker og er hún notuð til. að þvo gólf og ganga einu sinni í viku. Por- ráðamenn spítalans segja að þessi mjólkurþvottur gefi betri raun en bón, sem er stórhættulegt fyr- ir sjúklinga að ganga á. Þetta er sannkölluð ger- nýting mjólkur. • • • FYRIR nokkru var opnað dvalarheimili fyrir drykkjusjúkar konur á vegum Bláa bandsins á Flókagötu. Forstöðumenn Bláa bandsins eru flestir fyrrverandi ofdrykkju- menn, sem læknast hafa af sjúkdómnum og ganga að því með oddi og egg að liðsinna þeim sem enn eru á valdi Bakkusar. Góðtemplarar í Reykja- vík, sumir hverjir, líta Bláa bandið hornauga og Gestrisið fólk í tunglinu. Þegar gesti' að garði bar úr geimfari á dögunum, fylltu kaffikönnurnar konurnar á Mánanum. LestrarmerkjavísuT. Karlinn standast kjassið mun : — og ! þó Gudda klappi gömlum skrögg Tómas barði á : tældur , svikum síðan hent' ann [ ] í haus á -------- Bímaðar gátur. (Ráðningar í nœsta blaði) Hárbeitt vopn í hönd jeg f jekk en hvergi jeg því beiti. Hverfistein jeg gegnum gekk gettu hvað jeg heiti. Ó, hve jeg er orðinn sár andann getraun þreytir. Forðum Ægir felldi tár, frúin þessi heitir. Afi minn var ágætur en ofurlítið sjervitur, , hagsýnn bæði og heilráður en hann var aldrei lóðrjettur. Isleifur Gíslason. telja gengið inn á verk- svið sitt, en hafa þó ekki reynst þess umkomnir að benda á betri tillögur til úrbóta en þeir sem komið hafa Bláa bandinu á. stofn. Þegar drykkjuheimili kvenna var vígt með við- höfn, var boðið þangað ýmsu stórmenni ásamt blaðamönnum og for- stöðumönnum Góðtempl arareglunnar í Reykja- vík. Þar var meðal ann- ars rætt um það hverjir hefðu meiri skilning á vandamálum ofdrykkj- unnmanna, þeir sem þekktu sjúkdóminn af eigin raun eða hinir sem aldrei hefðu smakkað vín. Stefán Jónsson, fréttamað- ur útvarpsins, vék sér að Jónasi Guðmundssyni og varpaði fram þessari spurningu: „Heyrðu Jónas, hvernig. ætli það sé, skyldu stúku- menn hafa nokkra hug- mynd um það hvernig það er að vera edrú?" • • • NÝLEGA fóru hjón ein í. Reykjavík út að skemmta sér og fengu sér duglega neðan í þvi. Fóru þau heim síðla nætur og sofn- uðu í sinu hjónarumi eins og lög gera ráð fyrir. En skömmu siðar vaknar frúin við eitthvert þrusk, stuggar við manni sín- um og segir: „Flýttu þér í burtu, mað- urinn minn er að koma." Eiginmaðurinn snaraðist fram úr rúminu í ofboði,. skellti sér } fötin og átt- aði sig ekki fyrr en hann var kominn út á götu. I'ENIMAVINIK Birting & nafni, aldri ojr .hoim- ilisfangi kostar fiimn króniir. Tom Donelly (18 ára) 2643 Sunnyfield Drive, Bridge- ville, pa. U.S.A. Öskar eftir bréfaskriftum við ungan mann á líku reki. Aðaláhugamál: Frímerkjasöfnun, íþróttir, tungumál, ferðalög og Island. Uppáhaldsíþrótt: sund, göngur, fjallgöngur og skautaíþrótt. Biður um að skrífað sé á ensku. — Mr. Wolfgang Statz (18 ára) Schweinfurt/ Main, Satterstr. 11, Deutschland. Getur einnig skrifað ensku. Miss Gisels Statz (13%), skrifar aðeins þýzku, Schweinfurt/Main, Satterstr. 11. Deutschland. — Bára Ólafsdóttir, Haugum, Mýrarsýslu, við pilta (17—20 ára). — Katrin Magnúsdóttir, Munaðarnesi, Mýrarsýslu. Við pilta (22—27). — Elisabeth E. Holm (13 ára), Musegt. 12, Norge. — Gunnar Melbö (15% ára), Liland, Norge. ¦— Ernst Hassel (20 ára) Havna Alle 12, Blindern, Oslo, Norge. — Villy Andersson (14 ára), Malm, Norge. — Málfrid Lauvás, (15 ára), Box 108, Stranda, Norge. — Jon Dobloug (14 ára), Stor-Deglum, Jessnes str., Norge. — Ólafur Tryggvason, Sámsstöðum, Fljótshlíð, Rangár- völlum. Við pilt eða stúlku á aldrinum 23—28 ára. — Dísa Garðarsdóttir, Klukkulandi, Dýrafirði, V.-lsafjarðar- sýslu. Við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára. Blöðunum flett Hver gerir vothey og hver gerir ekki vothey? Til eru hreppar þar sem enginn bóndi gerir vothey, og í öðrum eru þeir tiltölu- leíga fáir. Aftur eru til hreppar þar sem allir bænd- ur gera vothey og gefa skepnum sínum. Páll Zóphoníasson. (TlMINN 6. ágúst). En húsfreyjan? Staður í Staðarhverfi er sá bær, er næst stendur eldinum. Hefur mikinn reyk lagt að bænum undanfarið og er nú svo komið, að bóndinn þar er orðinn þegj- andi hás af reyk. (Alþbl. 10. ágúst). Vikan hefur lagt á það höfuð- áherzlu að undanförnu að birta sem mest af allskonar innlendu efni, enda hefur sú orðið raunin á, að það hef- ur náð meiri vinsældum en annað. Nú vill blaðið beina þeim tilmælum til þeirra, sem eiga í fórum sér smá- sögu eða grein um innlent efni að senda blaðinu ritsmíðar sínar. Einkanlega þætti okkur fengur í að fá innlendar smásögur til birting- ar. Ritlaun eru sanngjörn. Þeir sem hafa hug á að sinna þessu eru beðnir að senda blaðinu efni hið fyrsta, utanáskrift er: VIKAN, póst- hólf 149, Reykjavík. Ritstj. IJtgefandi VIKAN H.F.. Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jökull Jakobsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.