Vikan


Vikan - 21.08.1958, Side 3

Vikan - 21.08.1958, Side 3
Nýtt veitingahús, SÆLA CÁFE, opnað að Brautarholti 22 Blaðamönnum var nýlega boðið að sjá nýtt veitingahús, „Sæla Café“, í nýjum húsakynnum að Brautarholti 22. Eigandi þess og framkvæmdarstjóri er Sigursæll Magnússon, sem um árabil hefur rekið Matstofu Austurbæjar við góðan orðstír. Sæla Café er búið öllum nýtízku útbúnaði, smekklegt og vandað í hvívetna. Þar er hægt að fá allan algengan mat, svo og kaffi og margar tegundir af smurðu brauði. Á veiting'ahúsinu geta 65 manns Sala Café er opið frá kl. 7 til kl. setið til borðs í einu. Salarkynni eru 11.30. Þar er einnig selt tóbak, sæl- afar rúmgóð, hátt til lofts og vítt gæti, ís og öl. Yfirmatreiðslukona er til veggja, máluð í björtum litum, og Vilborg Guðmundsdóttir. allt með nýjasta sniði. Sæla Café stendur í iðnaðarhverfi sem vex óðum og bætir úr brýnni þörf þeirra fjölmörgu sem stunda störf þar í grennd. T. d. vinna í sama húsi um 70 manns. Innréttingar annaðist Gísli Skúla- son og Hliðberg, raflögn Ölafur Jensen og rörlagnir Sigurður Þor- kelsson. Húsgögn smíðaði Trésmiðj- an h.f. og eru þau einkar smekkleg, þægileg og viðfelldin. Ofnasmiðjan h.f. smíðaði vaska og stálborð, loft- ræstingakerfi teiknaði Sveinn Torfi Sveinsson en Blikksmiðjan G. Breið- fjörð sá um uppsetningu. Ársæll Magnússon annaðist terrasso en yf- irumsjón með verkinu hafði Össur Sigurvinsson. Sveinn Kjarval teikn- aði innréttingar allar og húsgögn. Málverkaprentanir Helgafells njóta vaxandi vinsælda FORSÍÐUMYNDIN Forsíðumyndin að þessu sinni er af þremur fegurðardrottning- um, sem tóku þátt í keppninni á Langasandi fyrir nokkru. Engin þeirra komst i úrslit en hinsveg- ar buðust þeim ýmis girnileg til- boð frá kvikmyndafélögum og öðrum aðilum. Þær eru taldar frá vinstri: ungfrú Danmörk, ungfrú Noreg- ur, ungfrú Svíþjóð. Vikan birti fyrir nokkru myndir af þeim er þær voru á leið í keppnina og komu við í Reykjavík. Auglýsingar eru tii þess gerðar að vekja athygli á því sem auglýst er og Iiggur því í augum uppi að þær auglýsingar séu beztar sem hljóta mesta eftirtekt almennings. Það getur þó komið fyrlr að auglýsingar séu svo snjallar að varan, sem þeim er ætlað að aug- lýsa, hverfi í skuggann fyrir sjálfri auglýsingunni. Þá auglýsa þær lítið annað en snilli og hyggjuvit auglýsingateiknarans. — Við birtum liér mynd af auglýsingu sem fest er upp í sýningarglugga matvöruverzlunar einnar i Reykjavík. Bókaútgáfan Helgafell hefur sem kunnugt er látið gera eftirprentanir af ýmsum málverkum beztu listmálara þjóðarinnar og selt þær vægu verði. Eftirprentanir þessar eru listavel gerð- ar og hvarvetna til hinnar mestu prýði. Handbragðið á þeim er svo vandað að jafnvel listamennimir sjálfir sem mál- að hafa frummyndirnar eiga bágt með að átta sig á því hvað er frummynd og hvað er eftirmynd. Enda hafa þessar myndir náð feiki- legum vinsældum á stuttum' tíma og óðum fjölgar þeim heimilum á íslandi sem státa af eftirprentunum Helga- fells. Ragnar Jónsson, forstjóri Helgafells, hefur unnið þarft verk og nauðsyn- legt sem seint verður þakkað, gefið öllurn almenningi kost á að njóta list- ar á heimilum snum en til þessa hefur nær eingöngu efnuðu fólki veitst sú nautn. Fáir menn á Islandi hafa látið sér svo annt um vöxt og viðgang list- arinnar sem Ragnar Jónsson, hlutverk hans í menningarlífi þjóðarinnar hef- ur veri tvíþætt, hann hefur eflt hag listamannanna sjálfra á allan hátt og greitt götu almennings að beztu lista- verkum þjóðarinnar. Hér birtist mynd af málverki eftir snillinginn Jón Stefánsson en þetta málverk er eitt þeirra fjölmörgu sem Helgafell hefur látið prenta. ::::: ■ Mmmm VIKAN 3

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.